Dagur - 19.05.1981, Side 4

Dagur - 19.05.1981, Side 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Rltstjórnarslmar: 24166 og 23207 Sfmi auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Preotun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Réttindamál í höfn Mikið réttiætismái hefur nú náð fram að ganga á alþingi með samþykkt frumvarps um fimm ára áætlun varðandi lagningu sjálf- virks síma. Hið mikla óöryggi sem dreifðustu byggðir landsins hafa mátt við að búa í símamálum er kunnara en frá þurfi að segja. Til viðbótar miklum samgönguerfið- leikum á vetrum hafa margar þessara byggða verið í símasam- bandi við umheiminn aðeins örfáa klukkutíma á sólarhring. Mættu þéttbýlisbúar velta því aðeins fyrir sér hyernig sú tilfinning hlýtur að vera, að vita sér allar utanaðkom- andi bjargir bannaðar, ef eitthvað alvarlegt skyldi bjáta á. Hætt er við að einhver þrýstihópurinn væri búinn að láta í sér heyra. Raunar má það teljast furðulegt, að neyt- endasamtökin skuli ekki hafa tek- ið upp baráttu fyrir þessu réttlæt- ismáli. Það er rétt eins og órétt- lætið búi aðeins í Reykjavík, ef miðað er við málflutning sumra þeirrá sem telja sig í forsvari fyrir neytendur f landinu. Samstaða var á alþingi um þetta umrædda frumvarp um lagningu sjálfvirks síma. Samkvæmt því sem þar kemur fram eiga allir sem það vifja að vera búnir að fá sjálf- virkan síma fyrir ársiok 1986. Samkværnt þessari fimm ára áætlun skai verkefnum raðað í forgangsröð. Gert er ráð fyrir því að aðflutningsgjöld og söluskatt- ur við innflutning verði felld niður af tækjum og búnaði sem þarf til að koma á sjálfvirku símasam- bandi samkvæmt áætluninni. Þá er gert ráð fyrir heimild til að taka lán, allt að tuttugu milljónum króna árlega á áætlunartímanum, og að lántökuheimildin breytist í samræmi við breytingar á bygg- ingavísitölu. . >r. . Fram kemur f greínargerð, að um 3220 heimlli f sveitum búi enn við handvlrkt samband. Slíku sambandi fylgir mjög víða að ekki næst samband út fyrir þá línu, sem viðkomandi sveitabær er tengdui við, nema fáar klukkustundir á sólarhring. Nú til dags una menn ekki því öryggisleysi sem þessu fylgir. Tilgangur frumvarpsins er að bæta úr þessu ástandi. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd á verðlagi í ár er talinn vera um 92 milljónir króna, þegar aðflutningsgjald og söluskattur hefur verið dreginn frá, sem er talið vera 43,7 milljónir króna. JÓN BJÖRNSSON HERHVÖT Þetta er áskorun til akureyrskra kvenna, að þær móti stefnuskrá, er geymi viðhorf þeirra til bæjarmála, beri fram lista til næstu bæjar- stjórnarkosninga á Akureyri, nái þar hreinum meirihluta og taki stjórn bæjarins í sínar hendur vorið 1982. Þessi hugmund er ekki mín, hún er ekki ný. Jafnréttissinnar hafa íhugað hana og rætt, en lagt til hliðar, af því þeir hafa álitið, að jafnrétti í landinu mundi ekki vinna á með þessum hætti, heldur tapa. Tapa hverju? Ég ber samt fram þessa áskorun, til þess að hugmyndin verði íhuguð enn á ný og jafnframt til þess að láta vita, að ég og margir karlar aðrir, mundum styðja svona framboð. Afhverju kosningar? afhverju sérframboð kvenna? afhverju bæj- arstjórn? af hverju núna? Við höfum samþykkt það, ís- lendingar, að menn skuli kjörnir til þess að fara með völd. Þeir (karlar) sem ráða hér, voru til þess kjörnir í kosningu. Völdin, áhrifin og rétt- indin, sem konur skortir til að jafnast á við karla detta ekki dag nokkurn af himnum ofan né berast þau fyrirhafnarlaust l jólaböggli. Völd fást með kjöri. önnur valda- taka er annaðhvort ólögleg eða BoðlðtÍÍ messu á Miklabæ I Miklabæjarprestakalli i Skagafirði er um 300 manns en fjórar kirkjur. Hofstaðakirkja sem er ónýt, Flugumýrarkirkja, Silfrastaðakirkja og Miklabæj- arkirkja sem er heimakirkja sóknarprestsins sr. Þórsteins Ragnarssonar. Hinsvegar er að- eins eitt samkomuhús í Akra- hreppi sem sóknirnar fjórar til- heyra. Er það að ökrum. Enda eru samgöngur með ágætum og greiðfært austan vatna. Þetta kemur fram í Fréttabréfi Bisk- upsstofu og þar segir ennfrem- ur: Sr. Þórsteinn hefur ítrekað boð- að allar sóknir til messu að Mikla- bæ og hefur sveitungum þótt gott að koma saman til helgihalds, en vera ekki alltaf skipt í þá smáhópa sem sóknirnar eru. Að loknum sauðburði verður messa á Miklabæ sérstaklega fyrir hestamenn austan og vestan vatna og er þess vænst að menn komi vel reiðfara til kirkju. Messutilkynningar eru sendar í fjölrituðu formi til sóknarbarna og má kalla vísi að safnaðarblaði, því að ýmiskonar fræðsla og upplýs- ingar m.a. um texta sunnudagsins kemur þar með ásamt stuttri hug- vekju. Nýverið voru fermingarbörn þessa vors á móti á Löngumýri ásamt unglingum frá Sauðárkróki og presti þeirra, sr. Hjálmari Jóns- syni. Þær Stína Gísladóttir, æsku- lýðsfulltrúi og Margrét Jónsdóttir skólastjóri tóku og þátt í mótinu og var skoðað fræðsluefni æskulýðs- starfs kirkjunnar. Löngumýri hentar vel til slíkrar samveru, m.a. er stutt í sundlaug í Varmahlíð. Af landfræðilegum or- sökum er erfitt með barnastarf í Miklabæjarprestakalli. Því var að ráði að reglubundnar guðsþjónust- ar verði í formi fjölskyldumessu og ævinlega sérstakt barnaefni haft þar um hönd. óraunsæ. Konur eru ekkert of góð- ar til að sækja völd sín í kosningu. Karlar eru í flestum lykilstöðum, konur í fáum. Karlar afhenda ekki þessar stöður fyrir góð orð ein — eða heldur einhver það? Þeir halda sínum lykilstöðum á öllum listum til kosninga, nema þær verði frá þeim teknar. Konur hafa ekki get- að tekið sæti af körlum, nema rétt eins og körlum líkar. Þær munu ekki geta það, af því þær hafa ekki völd til þess. Þær geta héreftir sem hingað til verið með á lista, ein og ein uppá punt, í fjórða eða jafnvel þriðja sæti, en það færir þeim engin völd. Það breytir ekki neinu — eða heldur einhver það? Konur verða einhversstaðar í stjórnkerfinu að byrja að taka völd í sínar hendur. Það þýðir ekki að hugga sig við það, að næsta kynslóð hugsi allt öðruvísi og þá verði allt eott. Það er sjálfsblekking, þægileg sjálfsblekking, sennilega til að breiða yfir kjarkleysi. Næsta kynslóð er núna börn, sem sjá og sannreyna dag hvern, að karlar fara með öll völd. Þeim mun finnast, ekki síður en okkur, að það sé sjálfsagt og eðlilegt. Nema við breytum einhverju. Nema konur taki völd núna, ekki með körlum heldur af þeim. Einhversstaðar verða þær að byrja. I sveitarstjórn- um er fjallað um nærtæk, kunnug- leg og fremur einföld mál. Sveitar- stjórn er auðveldari viðfangs fyrir óvana en önnur valdsvið. Það er ekkert ofvaxið skilningi kvenna að kunna á vatnsveituna, gatnagerð- ina og fjárhagsáætlunina — eða heldur einhver það? Sveitarstjórn- armál eru ekki yfirmáta flokks- pólitísk. Þau eru tilvalinn vetvang- ur fyrir konur að byrja á og sann- reyna áður en þær ráðast í stærra, að það er ekki erfitt að stjórna bet- ur en karlar. Tækifærið til að nota vakning- una frá síðasta áratug er að ganga úr greipum. Sumir sem fóru að vona þá, eru að verða vondaufir og hugsa: „Æ, þetta var þá bara masið eitt.“ Kvennaárið er að verða hluti af Islandssögunni. Eigi að bíða lengur eftir uppskeru af því, verður hún engin, og seinni tíma konur verða að byrja allt upp á nýjan leik. Það verður að gerast núna. Eftir önnur fjögur ár orða og engra gjörða er það of seint. Konur geta tekið völd á Akur- eyri. Helmingur Akureyringa eru konur. Margir karlar styðja þær. Afgangurinn er klofinn í a.m.k. fjórar fylkingar. Ef konur á annað borð þora og nenna, þá munu þær sigra. Hafi þær ekki þor til þess að reyna, hvað meintum við þá allan tímann með jafnrétti? Ef einhver heldur að konur mundu tapa — hverju mundu þær þá tapa? Jafn- réttinu? Misréttinu? Jafnréttið gæti ekki minnkað við þetta — er það? Flokkarnir sem konur kusu síðast mundu skrimta af, engar áhyggjur af því. Þeir yrðu bara betri flokkar á eftir, af því þeir mættu til. Af hverju er ég, karlinn, að brýna konur með svona tilskrifi. Ég skal reyna að skýra það út. Ég er hlið- hollur jafnrétti í orði eins og marg- ir, vaska oft upp á mínu heimili, en er alls ekki yfirkominn af jafnrétt- ishugsjóninni né brennandi í and- anum. Ég skrifa þetta af því ég i einlægni trúi konum betur til þess en körlum að gera bæinn, sem ég bý í að góðum bæ, bæ eins og ég vil búa í. Ég held að viðhorf þeirra væru mannlífi hér hollari, virðing þeirra fyrir fólki og þörfum þess meiri en viðhorf núverandi bæjar- stjórnar og næstu bæjarstjórnar af sömu gerð og næstu og þarnæstu. Til einföldunar skipti ég stund- um sveitarstjórnarmönnum í tvo hópa. Þar er annar hópurinn sá, sem ég kalla af skömm minni steinsteypu- og malbiksmenn. Langflestir sveitarstjórnarmenn og stjórnmálamenn á íslandi eru af því tagi. Þeir meta mikils og hafa gaman af steinsteypu, tækni, rekstraráætlunum, beinum hrað- brautum, reglustrikufjörum og malbiki. Þeim eru afar hugleiknar þarfis bílsins, svonefndar nauð- synjar efnahagslífsins, kröfur iðn- aðarins og tækniframfarir — og svo náttúrulega hagvöxtur — þó hann takist ekki alltaf sem skyldi. Þessi atriði eru númer eitt, tvö og þrjú í þeirra verðmætamati og þau hafa forgang í hugsun þeirra og gjörð- um. Aftur á móti leiðast þeim gamlar dokkir, hægkeyrðar, krókóttar götur, fúnar bryggjur, börn, sem geta ekki verið hjá mæðrum sínum, mæður, sem geta ekki verið hjá börnum sínum, búfé í bæjarlandinu, rekstur sem stendur ekki undir sér, undirmálsfólk og svo allt þetta nudd I fólki, sem á ekki að skipta sér af því sem það skilur ekki. Þetta er aftast á vin- sældalistanum þeirra. Steinsteypu- menn með þessi svokölluð stein- steypuviðhorf eru í öllum flokkum og þeir ráða yfirleitt ferðinni. Það er ekki hótinu minna af þeim hjá kommum en sjálfstæðismönnum og þeir eru jafnalgengir hjá krötum og framsókn. Þeir skilja hvorn annan ágætlega og kemur vel sam- an, hvar í flokki sem þeir standa, af því þeim finnst sömu hlutirnir mikilvægir og sömu hlutirnir ómerkilegir. Hafið þið t.d. tekið eftir hvað kosningaræðum flokk- anna svipar saman? Steinsteypu- menn eru undantekningarlítið karlar. Þeim finnst að efnilegar steinsteypukonur (konur, sem hugsa eins og þeir) eigi að fá að vera með í pólitík (í fjórða sæti) af því að það er smart og af því þeir eru með jafnréttinu, en þær eigi þá að dútla við mannúðar- og félags- mál, jafnvel umhverfismál og vera til friðs. Þeim dettur ekki í huga að setja þær yfir sín hjartansmál eins og bygginganefnd og gatnagerð, enda eru þær bara konur. Stein- steypukonur í sveitarstjórnum er fágætt og fremur vansælt fyrirbæri, en mikið happ fyrir þann (karl) flokk, sem þær á. Hinn hópurinn hugnast mér betur, enda hef ég valið honum hlýlegra nafn: mannúðarmenn. Foreldrasamtökin: Jón Björnsson. Mannúðarmanna gætir dálítið í sveitarstjórnum en þeir eru hérum- bil alltaf í minnihluta. Stein- steypumönnum finnst þeir vera ábyrgðarlitlir og kenjóttir og gera gjarnan gys að þeim. Mannúðar- menn eru marglitari hjörð en yfir- leitt hafa þeir áhuga á umhverfi og útliti landsins, grænu grasi, útivist, gömlum húsum, listum og menn- ingu (þó hún beri sig ekki), leik- völlum, börnum, fólki sem á bágt o. fl. Þeir eru lýðræðissinnaðir, hafa minnihlutasamúð, enda vanir sjálfir að verða undir, og stundum eru þeir dálítið ruglingslegir og órökréttir svo steinsteypumönnum ofbýður. Þeim leiðast gjarnan að- aláhugamál steinsteypumanna og eiga oft bágt í samfylgdinni við þá, m.a. af því þeir þurfa oft að greiða atkvæði sér þvert um hug, vegna flokkshollustunnar, skiljið þið? Mannúðarmenn eru til í öllum flokkum. Þeim semur oft betur sín í milli en við steinsteypumenn eigin flokka, en mega ekki láta það mikið uppi — það væru flokksvik. Mannúðarmenn eru fámennir í pólitík af báðum kynjum, en sé kona í sveitarstjórn, þá er hún iík- lega mannúðarsinni, a.m.k. undir niðri. Bæjarstjórnin á Akureyri hefur steinsteypuviðhorf og mun svo hafa verið lengi (heimild: fjárhags- áætlanir fyrir bæjarsjóð) Það örlar á mannúðarmönnum, en þeir eiga erfitt uppdráttar og eru í eilífum minnihluta, innan minnihlutans eða meirihlutans. Mér leiðast steinsteypuviðhorfin. Á sama veg er mörgum öðrum körlum farið. Móti konur sína eigin stefnuskrá, held ég, að það yrði ekki stein- steypustefnuskrá. Nái konur meiri- hluta í bæjarstjórn trúi ég að mannúðarstefna réði. Mikið held ég að það yrði gaman og mikið held ég að Akureyri yrði þá góður og skemmtilegur bær til að búa í. Það er þessvegna, sem ég er að skora á konur í framboð og ég vona, að ég hafi ekki meiri trú á þeim heldur en þær hafa sjálfar. Fleiri dagvistir nauðsynlegar S.I. laugardag héldu Foreldra- samtökin á Akureyri almennan kynningar- og umræðufund um dagvistarmál á Akureyri. Á dag- skránni var m.a. erindi um innra starf og markmið dagvista, sem Valgerður Magnúsdóttir flutti, svo og pallborðsumræður með þátttöku fulltrúa stjórnmála- flokkannna í bæjarstjórn og nokkurra samtaka, sem láta dagvistarmál til sín taka. Fram kom á fundinum m.a., að íslendingar standa allmikið að baki öðrum Norðurlandaþjóðum í upp- byggingu dagvista, auk þess sem öll umræða um dagvistarmál þar ber það með sér að talið er sjálfsagt að til sé dagvistarrými fyrir öll þau börn, sem þess óska. Þar gætir ekki í slíkri umræðu, eins og oft hér- lendis, fordóma um að stofnanir muni að verulegu leyti taka við uppeldi þjóðarinnar, þó að nokkur hluti barna sé á leikskóla hálfan daginn og örfá á dagheimili allan daginn. Á Akureyri eru nú rými fyrir um \1% barna í bænum á forskólaaldri. Jafnstór hluti þeirra er á biðlistum, auk þeirra sem eru hjá dagmömm- um og þeirra sem þyrftu á dagvist- arrými að halda, en ekki er sótt um fyrir. Það var mál þeirra, sem þátt tóku í pallborðsumræðunum, að það væri jafnréttismál allra barna og foreldra að ráðin verði bót á því ástandi, sem ríkir í bænum í dag- vistarmálunum, sem fyrst. Hallfríður Helgadóttir Fædd 19. maí 1887 — Dáin 10. maí 1981 í minningu vinar Hún Hallfriður frænka mín Helga- dóttir er látin. Þrátt fyrir háan aldur og aðdraganda að andláti hennar var klippt all hastarlega á til- finningastreng minn, er ég fékk að vita að hún væri öll. Ungur að aldri sótti ég undarlega mikið í faðm þessarar fjarskyldu frænku minnar og einhverra hluta vegna tók hún mig miklu ástfóstri, sem entist fram til hennar hinstu stundar, og allan minn breyskleik umbar hún með sinni öguðu til- finningu og eðlisgreind. Ung að árum varð hún fyrir þeirri sorg að missa maka og einkason og bjó að auki við heilsu- leysi alla tíð —• en ekki var um slíkt fjasað. Enn fyrirfinnst fólk í þessu lífi, góðu heilli, sem lætur glaum heimsins lönd og leið en hugar meira að lífsbaráttunni og hefur því til að bera það raunsæja lífsmat og reynslu, sem haldið hefur lífi í þessari þjóð. Slík var frænka mín. Sem unglingi þótti mér Hallfríð- ur oft vera af allt annarri og óskiljanlegri kynslóð, sem lítið skildi mig og mína jafnaldra — en af löngum kynnum við hana komst ég æ betur að því, hve heilbrigð dómgreind, byggð á reynslu kynslóðanna, ó'snortin af gullkálfaæði samtíðar, er hollt og gott vegarnesti. Hafðu þökk, frænka mín, og er það von mín að sem mest af þinni lífsspeki verði mitt leiðarljós. Hallgrimur Tryggvason Er verkalýðshreyfingin ólýðræðisleg? — Rætt verður um efnið á fundi; sem haldinn verður á laugardag- inn Áhugahópur um aukið lýðræði í verkalýðshreyfingunni er hópur almennra féiaga verkalýðs- félaga á Akureyri. Hópur þessi hefur nú ákveðið að standa fyrir almennum opnum fundi á Akur- eyri 23. maí n.k. Fundurinn verður haldinn í Nýja bíói og hefst kl. 14. Efni fundarins verður „Lýðræði í verkalýðs- hreyfingunni?“ Ræðumenn á fundinum verða þessir: Hákon Hákonarson, forseti Alþýðusambands Norðurlands og félagi I skipulagsnefnd ASÍ, en sú nefnd hefur gefið fyrirheit um að leggja fram í haust tillögur er miði að auknu lýðræði innan hreyfing- arinnar. Hákon fjallar um „Skipu- lag ASf — kosti þess og galla.“ Magnús E. Sigurðsson, formaður Félags íslenskra bókagerðar- manna, fjallar um efnið „Viðhorf bókagerðarmanna til ASl í ljósi nýafstaðinnar atkvæðagreiðslu um aðild að ASl,“ en eins og menn muna hafnaði hið nýstofnaða félag bókagerðarmanna aðild að ASf í allsherjaratkvæðagreiðslu innan félagsins. Hjördís Hjartardóttir, sem staðið hefur framarlega í starfi „Áhugasamra félaga í BSRB,“ talar um „Lýðræðið í BSRB, starf áhugasamra félag og starf Sétta- baráttuhópsins í Reykjavík." Guð- mundur Sœmundsson, Einingu, tal- ar fyrir hönd áhugahópsins sem að fundinum stendur og nefnir hann erindi sitt „Um Gullíver verka- lýðsformann o. fl.“ Gunnar Halls- son, Félagi verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri, ræðir um „Flokksræðið á síðasta ASf-þingi, en hann var fulltrúi þar. Að þessum ávörpum loknum verða almennar umræður, fyrir- spurnir og athugasemdir. Ýmis skemmtiatriði verða á fundinum. Fundarstjórar verða Bjarni Sig- tryggsson og Sigurður P. Rand- versson. Merkjasala Til að standa undir kostnaði af þessum fundi sem verður ærinn (húsaleiga, flugfargjöld fyrir gesti, auglýsingar o o. fl.) verður gefið út límmerki með áletruninni „Aukið lýðræði í verkalýðshreyfingunni." Én merkjasala mun vart hrökkva fyrir öllum kostnaði, og er því ráð- gert að sækja um einhverja aðstoð til verkalýðsfélaganna í bænum. Stofnuð hreyfing I framhaldi af þessum fundi hef- ur áhugahópurinn ákveðið að halda innan skamms annan fund, sem verður þá stofnfundur hreyf- ingar. Félagsskapur sá verður op- inn öllum launþegum hér nyrðra, sem áhuga hafa á að beita sér fyrir auknu lýðræði og aukinni þátttöku almennra félaga I störfum og stefnumótun launþegasamtak- anna. Áætlað er að á fundi þessum liggi frammi fjölrituð eintök allra ávarpa sem flutt verða á fyrri fundinum. Unnið verður í starfs- hópum. Fundur þessi verður nánar auglýstur siðar. UMSJÓN: Ólafur Ásgelrsson Krlstján G. Arngrímsson Erlingur Kristjánsson stekkur manna hæst og sendir boltann með þrumuskalla að marki I.A., en framhjá fór boltinn. ^ Mvnd: KGA. I.A. SIGRAÐI -1 DÆMIGERÐUM JAFNTEFLISLEIK Á laugardaginn var fyrsti leikurinn í fyrstu deild í knattspyrnu leikinn á Akur- eyri, eða á Sanavellinum. Völlurinn sjálfur var ágætur, sól skein í heiði, en norðan kuldastrekkingur setti leið- inlegt mark á leikinn. Áhorf- endur voru um 600, en ef leikurinn hefði farið fram á grasvellinum, hefði áhorf- endafjöldinn verið a.m.k. helmingi meiri, þannig að umtalsvert fjárhagslegt tap er fyrir heimaliðin að leika á öðrum velli en aðalleikvangi bæjarins. Það er skemmst frá því að segja, að Akurnesingar fóru með bæði stigin í þessum leik, en þeir sigruðu með einu marki gegn engu, í dæmi- gerðum jafnteflisleik. Skagamenn kusu að ieika undan golunni í fyrri hálfleik, en strax á annarri mín. fékk Elmar góðan stungubolta og komst inn fyrir Skagavörnina, en á síðustu stundu tókst varn- armanni að krækja í Elmar og þá með þeim afleiðingum að hann fékk spark í öklann og þurfti að yfirgefa íeikvanginn eftir aðeins örfáar mín. af leiknum. Smám saman náðu Skagamenn betri tökum á leiknum og með góðri hjálp norðan golunnar pressuðu þeir nokkuð á markið og fengu m.a. margar hornspyrnur. Góð marktækifæri fengu þeir hins vegar ekki. Á 29. mín. fengu Akureyringar að fagna marki. Þá lék Gunnar Blöndal um hægri kanntinn, skildi varnar- mann Skagamanna hreinlega eftir út i hægra horninu og lék upp að markinu renndi síðan boltanum einu sinni á Ásbjörn sem strax í fyrstu snertingu sendi aftur á Gunnar sem þá skoraði örugglega. Allt þetta skeði mjög snöggt, en línuvörð- ur sagði Ásbjörn réttilega hafa verið rangstæðan, og eftir að dómarinn Grétar Norðfjörð hafði ráðfært sig við línuvörð- inn dæmdi hann markið ógilt. Við þetta færðist meira fjör í leikinn, sérstaklega urðu KA menn sprækari. Á 40. mín sóttu Skagamenn stíft að marki KA og fengu m.a. tvær hornspyrnur í röð. Einn sóknarmaður Skagans skaut síðan föstu skoti úr hægra vítarteigshorni, en boltinn stefndi gróflega framhjá, en hann kom þá í læri Guðbjörns Tryggvasonar og breytti þá stefnu og fór í netið. Þannig var það staðan í hálf- leik eitt mark gegn engu, og ekki ósanngjörn úrslit eftir gangi fyrri hálfleiksins þar er Skagamenn sóttu heldur meira. KA hóf síðari hálfleikinn með sókn sem lauk með sam- stuði Jóhanns Jakobssonar og markmanns ÍA og lágu báðir óvígir eftir. Jóhann hafði fengið slæmt högg á brjóstkassann og var í skyndi fluttur með sjúkra- bifreið á FSA. Sem betur fór reyndust meiðsl hans þó ekki eins mikil og á horfðist. I þessum hálfleik sótti KA mest allan leikinn en þess í milli áttu Skagamenn góðar skyndisóknir sem byggðust á hraða Guðbjörns Tryggvasonar og Sigþórs Ómarssonar, en þeim tókst þó ekki að komast í gott markfæri. Á 18. mín. lék Friðfinnursem kom inná fyrir Elmar, laglega á einn varnarmann ÍA og stóð fyrir opnu marki, en brást bogalistin og skaut framhjá. Tíu mín. síðar fengu KA menn eina af mörgu horn- spyrnum í síðari hálfleik og gefinn var góður bolti fyrir markið, og Erlingur hoppaði manna hæst og skallaði að markinu og stefndi boltinn í bláhornið, en með góðri mark- vörslu tókst að bjarga í horn. Á 40. mín. átti Ásbjörn góðan 'skalla að markinu en aðeins framhjá. Úrslit leiksins urðu því þau að ÍA sigraði með einu marki gegn engu, en eftir gangi leiks- ins hefði jafntefli verið sanngjörnust úrslit. en það gildir að koma boltanum lög- lega í netið ef sigur á að vinnast og það tókst Skagamönnum. Mjög lítið reyndi á mark- menn beggja liða, en hjá KA var Gunnar Blöndal bestur í sókninni. Ormar Örlygsson sem kom inná fyrir Jóhann Jakobsson stóð sig mjög vel. Hjá Skaga- mönnum eru allir nokkuð jafn- ir, en Guðbjörn og Sigþór eru fljótir í sókninni og ógna mikið með hraða og dugnaði. Eyjamenn betri Þórsarar sóttu Vestmanney- inga heim á laugardaginn en þá léku þeir sinn fyrsta fyrstu deildar leik á þessu sumri, en Eyjamenn höfðu áður gert eitt jafntefli. Leikur þessi fór fram á gras- velli Eyjamanna, en að sögn Þórsara var völlurinn slæmur, ósléttur og þungur. Leikurinn var oft á tíðum mjög góður en Eyjamenn eru erfiðir á heima- velli, og leika nokkuð grófan fótbolta. Þeirsigruðu örugglega í þessum leik, skoruðu fjögur mörk en Þór aðeins eitt. Fyrsta markið kom eftir slæm mistök milli Þórsara sem ætlaði að senda boltann til Eiríks markmanns, en Eyjamaður komst inn í sendinguna' og skoraði örugglega. Annað markið kom eftir aukaspyrnu, en þá svipað mark og sást í sjónvarpinu á laugardaginn þegar Tottenham jafnaði hjá Manchester City, en auka- spyrnan jafnaði í öxl varnar- manns hjá Þór og breytti stefnu boltans þannig að hann fór í netið. Þannig var staðan i hálf- leik tvö mörk gegn engu. Jón Lárusson minnkaði muninn fyrir Þór strax i byrjun síðari hálfleiks, þegar hann komst inn í sendingu milli markmanns og varnarmanns, og skoraði Jón þá örugglega. Skömmu siðar átti Jónas Róbertsson gott færi en skaut yfir. Þriðja mark Eyja- manna kom eftir hornspyrnu. og það fjórða úr þvögu skömmu siðar. Að sögn fararstjóra Þórs voru Eyjamenn betri og verð- skulduðu sigur í leiknum, en hann sagði að erfitt hefði verið að leika á móti þeim, bæði hefði völlurinn verið erfiður. svo og leikmennirnir fastir fyrir og nokkuð grófir. Einhverjir þeirra fengu líka að sjá gula spjaldið hjá dómaranum. Eitt sinn hefði t.d. Bjarni Sveinbjörnsson verið kominn einn innfyrir vörnina, en rétt utan við vitarteig hefði hann hreinlega verið sparkaður niður, mjög gróflega. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.