Dagur - 04.06.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 04.06.1981, Blaðsíða 4
Utgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstraeti 90, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Hvers vegna samvinnu- hreyfing? Á aðalfundi KEA sem haldinn var fyrir skömmu flutti Eysteinn Jóns- son, fyrrverandi ráðherra og fyrr- um stjórnarformaður Sambands- ins, erindi sem hann nefndi: Hvers vegna samvinnuhreyfing? Ey- steinn rakti upphaf samvinnustarfs hér á landi og sagði, að með til- komu kaupfélaganna fyrir nær hundrað árum síðan hafi orðið bylting í landinu í öllu því er laut að jafnrétti og eðlilegri framkvæmd almennra mannréttinda. Tilkoma samvinnuhreyfingarinnar hafi í raun og veru verið upphaf félags- hyggju á íslandi, sem nú hefði sett sitt mark á þjóðarbúskapinn langt út fyrir sjálfa samvinnuhreyfing- una. Um kaupfélögin í nútíma þjóð- félagi sagði Eysteinn m.a.: „Kaupfélögin starfa í öllum byggðarlögum. Þau eru félög fólksins, opin öllum og þola súrt og sætt með íbúunum. Með starfi þeirra og tilstyrk styður hver einstaklingur annan og með mörgu móti er þeim beitt til þess að stuðla að framförum í byggðarlögum og farsæld íbú- anna. Þau miða störf sín við það sem þarf að gera og því ekki alltaf við það sem borgar sig — og eru því ómissandi í hverju byggðar- lagi. Kaupfélögin eru því meira en viðskiptafélög, — þau eru líka hjálparhellur við að koma í fram- kvæmd ýmsum nauðsynjamáium, hvert á sínu héraði. Kaupfélögin hafa víða orðið kjölfesta í við- skipta- og atvinnulífi, sem aldrei hefur brugðist, þótt ýmislegt ann- að hafi bilað og án þeirra hefði ekki orðið sú farsæla þróun, sem við blasir víðs vegar um landið.“ „Samvinnuhreyfingin byggist á samhjálp og samstarfi. Hugsjónin er sú, að menn styðji hver annan og efli annarra hag um leið og sinn eigin.... Með því að efla sam- vinnuhreyfinguna og notfæra okkur úrræði hennar á sem flest- um sviðum gerum við margt í senn, sem til farsældar horflr; Vinnum að bættum lífskjörum at- mennings, eflum mannúð, sam- hug og umburðarlyndi, treystum efnahag þjóðarinnar og vinnum gegn því, að útlendingar nái á ný tökum á atvinnu- og efnahagslífi landsmanna. Ég tel engar ýkjur að segja, að samvinnuhreyfingin er ein styrk- asta stoð íslensku þjóðarinnar og hætt er við að húsið hallaðist, ef eina undirstöðuna vantaði, eða bara ef hún veiktist um of,“ sagði Eysteinn Jónsson í lok erindisins á aðalfundi Kaupfélags Eyfirð- inga. Valsmenn heppnir íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu máttu þakka fyrir að ná öðru stiginu úr viðureign sinni við nýliða KA í gærkvödli. Þrátt fyrir að leikið væri á Laugardalsvelli, heimavelli meistaranna, áttu þeir í vök að verjast nær ailan leikinn, en ávailt var eins og herslumuninn vantaði hjá KA að koma boitanum í markið. Golfmót Um næslu helgi verður stórmót í golfi á Jaðarsvellinum við Ak- ureyri. Það er Coka-cola keppnin svokallaða, sem er 36 holu keppni með og án forgjaf- ar. Vegleg verðlaun eru í boði gefin af Coka-cola fyrirtækinu. Keppnin hefst á laugardag kl. 13.00. Um fátt er nú meira rætt á meðal knattspyrnuáhuga- manna þessa dagana en stór- góða frammistöðu akureyrar- liðanna í upphafi íslandsmóts- ins, en nú leika þau sem kunnugt er bæði saman í 1. deild í fyrsta skipti. Var þeim satt að segja ekki spáð mikilli velgengni í sumar, en þau hafa rækilega bitið frá sér í fyrstu leikjunum og sýnt að þau eru til alls líkleg. KA hóf mótið með naumum ósigri gegn Akranesi á Sana- vellinum og voru KAmenn ó-' heppnir að ná a.m.k. ekki öðru stiginu úr þeirri viðureign. En í næsta leik kom sigur á útivelli gegn KR, þá stórsigur á Sana- vellinum gegn FH og loks jafn- teflið gegn íslandsmeisturunum í Laugardalnum í gærkvöldi. Þór - Víkingur Á föstudagskvöldið kl. 20.00 verður stórleikur í fyrstu deild í knattspyrnu. Þá leika á Þórsvelli Þór og Víkingur. Víkingar hafa átt ágæta leiki í mótinu til þessa, og Þórsar- ar hafa komið mjög á óvart. Sennilega mæta Víkingar til leiks með því hugarfari að þeir þurfi fyrir sigri að hafa og þess vegna getur orðið um skemmtilegan leik að ræða. Eins og áður segir hefst leik- urinn kl. 20.00 og verður á Þórsvelli. Þórsarar fengu skell í Eyjum í fyrsta leik sínum, en síðan mættu þeir Breiðablik á Þórs- vellinum og voru óheppnir að ná ekki nema öðru stiginu. Því næst lá leið þeirra í Laugardal- inn þar sem þeir mættu bikar- meisturum Fram, og þar uðru óvæntustu úrslit mótsins til þessa staðreynd að Þór sigraði 1:0. Vorhlaup HSÞ Vorhlaup H.S.Þ. verður haldið í Mývatnssveit 8. júní. Hlaupið hefst við Hótel Reynihlíð kl. 14.30 og hlaupið verður í Skútustaði. Hver sveit skal skipuð 10 mönnum og verður hlaupinu skipt þannig að hlaupnir verða 2 sprettir 1000 m, 3 sprettir 1500 m, 4 sprettir 2000 m, og 1 sprettur 2500 m. Þetta eru alls 17 km, en hlaup- inu lýkur við Skjólbrekku. Áhorfendum er bent á að safnast saman við Skjólbrekku, en þangað verður tilkynnt um talstöð hvernig hlaupinu miðar. Þar verða til sölu veitingar á meðan á hlaupinu stendur og þar fer fram afhending verð- launa fyrir unnin afrek að hlaupinu loknu. Lifl Völsungs, aftari röð talið frá vinstri: Jón Gunnlaugsson þjálfari, Olgeir Sigurðsson, Hörður Benónýsson, Magnus Heiðarsson, Aðalsteinn Óskarsson, Páll Rikharðsson, Sigmundur Hreiðarsson, Birgir Skúlason, Gunnar Bóasson, Pétur Pétursson. Fremri röð: Helgi Benediktsson, Sveinn Freysson, Sigurgeir Stefánsson, Friðrik Jónasson, Sigurður Illugason, Halldór Gíslason, Arnar Laufdal. Á myndina vantar Óðinn Haraldsson, Rúnar Arason og Björn Ingintarsson. Hannes Baldvinsson: „Slæmar horfur“ „Afkoma þessara fyrirtækja er upp og ofan eins og gerist og gengur, en því verður ekki mótmælt því miður að horf- urnar eru ekki góðar með framtíðarverkefni“ sagði Hannes Baldvinsson sem rek- ur prjónastofuna Salínu á Siglufirði, en Hannes er einnig formaður samtaka prjóna- og saumastofa á Norðurlandi. „Það er bæði minna um pant- anir en verið hefur, og eins kemur það til, að framleiðslugetan í þessari atvinnugrein er þannig að söluaukning hefur ekki fylgt henni eftir. Af þeim sökum blasa við erfiðir tímar hjá þeim fyrir- tækjum sem eru í þessu.“ — Er þá ástandið þannig að það munu mörg fyrirtæki leggja niður starfsemi sína? „Því þori ég ekki að spá, en það er greinilegt að það eru ekki verkefni fyrir þau öll og ómögu- legt er að segja hvað þetta ástand varir lengi.“ — Hvað eru mörg fyrirtæki 1 þessari atvinnugrein innan ykkar samtaka á Norðurlandi? „Þau eru að ég held átta talsins af öllum stærðum“ — Hvernig er ástandið hjá þínu fyrirtæki? „Þetta hefur gengið ágætlega en það eru ekki mörg verkefni sem blasa við eins og stendur og ég er því alls ekki of brattur eða bjartsýnn. Staðreyndin er sú að fyrirtækin eru of mörg^ Út- flytjendur segja að vísu að salan og pantanir hafi ekki dregist saman, en mér sýnist á út- flutningsskýrslum að um mun minna magn sé að ræða í útflutn- ingi en verið hefur til þessa.“ AF VÖLSUNGUM Zophonías Zophoníasson: Næg verkefni ekki tryggð Þrír furðufiskar Guðmundur L. Jónsson, Smárahlíð 5b á Akureyri, sjómaður á togaranum SVAL- BAK, hefur um nokkurra ára skeið verið óþreytandi að færa Náttúrugripasafninu sjaldgæfa fiska og önnur fágæt sjókvik- indi. Ekki alls fyrir löngu færði hann safninu sœdjöful, en það er sem Gefa út snældu kunnugt er afar furðulegur djúp- fiskur, svartur og ljótur, eins og nafnið bendir til. Augun eru svo lítil að þau sjást varla, enda lifir fiskurinn 1 eilífðarmyrkri haf- djúpsins, þar sem augu hafa litla þýðingu. Á hryggnum hefur hann sérkennilega „veiðistöng“, með dálitlu „ljóskeri“ á endanum. Er talið að með því lokki hann aðra fiska til sín, enda heldur hann ljós- inu gjarnan beint fyrir framan gin- ið á sér, og getur dregið það nær eða fjær eftir þörfum. Hængar (karldýr) Sædjöfsa eru litlir trítlar, sem líkjast mest seiðum annarra fiska, og sjúga sig gjarnan fasta á kvendýrið og fá næringu frá því, en nærast ekki sjálfir. Þar með er tryggt að kynin „nái saman“ því annars er það mikil tilviljun í víð- áttum hafdjúpanna. Nýlega bættust svo við tveir aðrir furðufiskar úr hafdjúpinu syðra, þ.e. trjónufiskur og álsnípa. Trjónufiskurinn telst til brjóstfiska, er skyldur geirnyt. Hann hefur langa trjónu fram úr hausnum, of- anvert við munninn, og er hún full af fitumauki. Álsnípan er afar löng og mjó- vaxin (minnir á ál) með löngum hala, sem endar 1 eins konar þræði, og nef sem minnir á fuglsnef (snípu). Fiskar þessir hafa nú verið settir upp 1 sýningarsal safnsins, en hann er opinn á sunnudögum, kl. 1-3 s.d. Fíladelfíusöfnuðurinn á Akur- eyri hefur nú í fyrsta sinn gefið út kassettu (snældu), sem ber nafnið „Lofum Drottin saman“. Söngurinn er allur trúarlegs eðlis og er sunginn af ungu fólki úr Hvitasunnusöfnuðinuiu (Fíladelffu) í Reykjavík. Fjölbreyttur söngur er á hennt svo sem einsöngur, tvísöngur, þrí- söngur og kórsöngur. Ágústa Ingimarsdóttir, sem er þekkt af Samhjálparplötunum, syngur einsöng í nokkrum lögum. Einnig syngur bróðir hennar Samúel Ingimarsson. Tvísöng syngja þau hjónin Anne Marie og Garðar Sigurgeirsson, sem eru þekkt frá útvarpsguðsþjónustum Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík. Þrísöng syngja þau systkinin Ágústa, Samúel og Jóhannes Ingi- marsbörn. Stjórnandi er Hafliði Kristinsson. Allur ágóði af sölunni rennur til styrktar húsbyggingu Fíladelfiu- safnaðarins á Akureyri, sem í verð- ur félagsheimili (kirkja) og leikskóli fyrir börn. Ert þú búinn að yfirfara veiðarfærin? Þar sem einn af starfsmönnum blaðsins fóí þess á leit við undir^ ritaðan að skrifa ehthvað um stangavcL$í otuau birtaSt í aæstú blöðoaf . prstfáF ' um lax og 1 silungsveiði'á' stöng. Það er athyglisvert að lítið sem ekkert hefur verið skrifað um stangaveiði í bæjarblöðin þrátt fyrir öfluga starfsemi stanga- veiðifélaga hér 1 bænum. Félagar í þremur stærstu veiðifélögunum gætu verið á fjórða hundrað, bæði konur og karlar. Samkvæmt venju fara einkenni „dellunnar“ að bæra alvarlega á sér, þegar hækkandi sól og batn- andi tíð ná sterkari tökum á til- verunni. Menn verða misjafnlega hart úti í faraldri þessum. Sumir fá aðeins létta verki eina helgi eða húmbláa kvöldstund á miðju sumri og sleppa með það. Við hinir föllum alveg og erum mest allt árið undirlagðir. Tökum hann Simma vin minn sem dæmi. í vetuc stundar I(ann nám í Skot- bilað hjól þegar á „dýran'f bakk- : anii ér komið. Ekki- ér verra að ' æfa sig, :td. að-trimma svplítið 1 vet.ðimenninguha þár i'lánai. Eitt fimmfudagskvöWið um daginn hringir síminn og Simmt er á Hn- unni. Hann mátti til með að segja mér frá heimsókn sinni í The House of Hardy. Þegar frásögn hans hafði staðið í þrjá stundar fjórðunga fór ég að ókyrrast og spurði hvort ekki sé óguðlega dýrt að tala um laxveiðarfæri á milli landa. „Engar áhyggjur“ svaraði vinurinn „ég er í biluðum sjálf- sala.“ Nóg um það. Nú styttist 1 aðal veiðitímann og sértu ekki búinn að yfirfara hjól og stengur, línur og tauma er best að byrja strax. Sýnum fiskinum þá virðingu að hafa allar „græjur“ í fullkomnu lagi, því ekkert er ergilegra en línuleysi, laus stangarlykkja eða fluguveiðiir e( að ná töjcum á viðkomandi. Þó hekki éoTihað af eigin reynslu að heppilegra er að Að lokum, það er enginn of velja sér afvikinn stað til þeirra ungur til að fljóta með í veiðitúr hluta, því athugasemdir. og . og atdrei of seint að 4netjast úbendingar gam.ansgmra granna., „dellunni". , eru off el^ki’ nðglí úhhhýóBffiíiíiin" ■ Meifa' Iimfeiírin JAfnna. fyrir sálarlífið. Það er aldrei of seint að byrja. Á sjötugsaldri hóf þessi maður laxveiðar. Kynslóðabil — hvað er það? Völsungar fóru í vikudvöl tii Skotlands, dagana 10.-17. apríl s.l. Tókst sú ferð I alla staði mjög vel og var til mik- ils gagns og ánægju fyrir alla er téku þátt í henni. Leiknir voru tveir æfingaleikir vlð áhugamenn þar úti. Fndoðu þelr 1-t og 2-2 og: er það góður árangur og gefur góð- ar vonir um gott gengi I knattspyrnunni hér heima í sumar. Næstu æfingaleikir voru við FH, og fóru þeir fram á Húsa- vík. Fyrri leiknum lauk með sigri Völsunga, 4-3, en þann seinni vann FH 1-0. Voru þetta nokkuð góðir leikir af vor- leikjum að vera. Einn leik léku Völsungar við KA og endaði hann 1-1. Líka var leikið við Magna frá Greni- vík og sigruðu Völsungar 3-0. Af framantöldu sést að ár- angur Völsunga í vorleikjunum er mjög góður og er vonandi að eins verði með framhaldið. í lokin má geta þess, að það er samdóma álit allra sem til þekkja, að Völsungur hafi verið mjög heppinn að fá. Jóri Gunnlaúgssön sem þjáifara í sumaf. og það et vfsti að Jón * Eins og áður hefur komið fram i blaðinu, starfrækir Þór knattspyrnuskóla í sumar. Skólinn var starfræktur í fyrrasumar, og gaf góða raun. Þrír íþróttakennarar munu starfa við skólann, þeir Þröstur Guðjónsson, Valþór Þorgeirsson og hollending- urinn Case, sem starfað hef- ur hér á landi siðastiiðin þrjú ár. Tekið skal fram, að nám- skeiðið er ekki eingöngu fyrir Þórsara, heldur alla krakka sem „Það er orðið allt of mikið af þessum fyrirtækjum, menn hafa hlaupið upp og' stofnað þau án þess nokkur grundvöll- ur hafi verið fyrir þeim. Þar á ég við að það væri tryggt að næg verkefni væru fyrir hendi. Það held ég að sé megin vandamálið“ sagði Zophonias Zophoníasson forstjóri Pólar- prjóns á Blönduósi, er Dagur ræddi við hann um þá erfið- leika sem nú steðja að mörgum prjóna- og saumastofum sem vinna vörur til útflutnings úr u 11. „Erfiðleikarnir eru aðallega hjá minni fyrirtækjunum því þau verða undir þegar ekki er lengur næg vinna fyrir alla. Hjá okkur í Pólarprjóni þar sem starfa yfir 100 manns, hefur afkoman verið góð á þessu ári, betri en s.l. ár og við erum með næg verkefni fram að sumarleyfum sem verða í júlí- byrjun. Það hjálpar mikið að gengið hefur verið stöðugt og hjá stærri fyrirtækjunum hefur verið komið á fót hagræðingu sem gerir reksturinn færari um að bera sig, en litlu fyrirtækin hafa ekki haft möguleika á að gera slíkt.“ Zophonías sagðist vera sam- mála þeim röddum sem segja að á næstunni muni mörg fyrirtæki Áhugamenn um harmonikkuleik: Stofna landssamtök eftir að gera góða hluti í sumar. Honum fylgja óskir um allt hið besta bæði 1 leik og starfi. Einnig á knattspyrnuráð Völs- ungs þakkir skildar fyrir ágætt starf. Þrátt fyrir að eftirspurn cftir tiskuvarningi sé mikil, nægir hún ekki til að halda lífinu í prjóna- og saumastofum landsins. Fyrir nokkru komu saman á Akureyri fimm fulltrúar félaga harmonikuunnenda, auk Akur- eyrarfulltrúans. Á fundi þessum var ákveðið að stofna samband íslenskra áhugamanna um harmonikuleik (S.Í.H.U.) og kosin var þriggja manna aðal- stjórn sem í eiga sæti Karl Jónatnasson, Akureyri, sem kosinn var forseti, Ingvar Hólmgeirsson ritari, Húsavík, og gjaldkeri Ágúst Pétursson, Kópavogi. Meðstjórnendur voru kosnir þeir Aðalsteinn Símon- arson, Laufskálum Mýras., Jónas P. Bjarnason, Nes- kaupstað og Þórir Jóhannsson, Blönduósi. Stefnt er að iandsmóti að ári liðnu í Reykjavík. Starfssemi félagsins hér á Akur- eyri hefur verið góð, segir í orð- sendingu frá því, og má þar nefna árshátíð í janúar, sem fékk viður- nefnið árshátíð aldarinnar og svo hlöðuball í maí, bæði við húsfylli. Félagið hefur gengist fyrir fjöl- skyldukaffi, sem kryddað var með harmonikutónlist, hvern fyrsta sunnudagseftirmiðdag í mánuði. Þessir kaffitímar, sem voru frá okt- óber til maí s.l., nutu vinsælda, en það sannar ört vaxandi aðsókn fél- aga og gesta. Margir urðu t.d. frá að hverfa sunnudaginn 3. maí því þá fylltist salurinn að Hótel K.E.A af áheyrendum. áhuga hafa, stúlkur á aldrinum 10 ára og yngri og stráka á aldrinum 9 ára og yngri. Nám- skeiðið stendur i þrjár vikur, alla virka daga milli kl. 10-12 f.h. og kl. 1.30-3.30 e.h. Á nám- skeiðinu verða ýmsar knatt- spyrnuþrautir lagðar fyrir, al- hliða knattspyrnukennsla og kvikmyndasýningar. Að nám- skeiðinu loknu verður farin dagsferð og leikin knattspyrna við utanbæjarfélag. Innritun er hafin, í síma 21539, alla virka daga milli kl, 5 og 7, þátttökugjald er 55 krónur. hætta störfum í þessari atvinnu- mörg í dag og ekki grundvöllur grein, enda væru fyrirtækin allt of fyrir rekstri þeirra allra. Átján manna harmonikuhljómsveit Tónlistarskóla Akureyrar undir stjórn kennar- ans, en harmonikudeild skólans er ört vaxandi undir stjórn Karls Jónatanssonar. Að sögn Karls eru menn að vonum ángæðir með |>ann mikla áhuga sem er á liar- monikuleik og það eina sem skyggði á, ef til þess kæmi, að þyrfti að vísa unt- sækjcnditm frá næsta haust. Hinir nýkjörnu fulltrúar Karl. (f.v.) Jónas, Ingvar, Ágúst. Aðalsteinn, Þórir og 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.