Dagur - 04.06.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 04.06.1981, Blaðsíða 8
Voru 55 ár í sama húsinu Fyrstu bekkingar hittust eftir rúmlega 50 ára aðskilnað Grunnskólanum á Grenivík var slitið fyrir skömmu af skóla- stjóranum, Birni Ingólfssyni. Þetta var í síðasta sinn sem skólanum verður slitið í gamla barnaskólahúsinu á Grenivík, en Amtsbóka- safnið fær góða gjöf Þann 1. maí s.l. lést hinn kunni fróðleiksmaður Kjartan Júlíus- son á Skáldsstöðum í Saurbæj- arhreppi. Hann hafði fyrir nokkrum árum ákveðið að ánafna Amtsbókasafninu á Ak- ureyri bókasafn sitt, eftir sinn dag og hafa bækurnar nú verið afhentar Amtsbókasafninu. F.ru þetla um 700 bindi bóka, þjóólegur fróðleikur. ævisögur og skáldrit islenskra höfunda, m.a. rit Halldórs Laxness árituð af höf- undi. en góður kunningsskapur var með Skáldsstaðabóndanum og Nóbelsskáldinu. Örn Ingi sýnir Á laugardag klukkan 15 opnar Örn Ingi sýningu á rúmlega 30 pastelverkum í Klettagerði. Myndefnið skiptist að þessu sinni í tvo hluta — þ.e.a.s. landslagsmvndir og hins vegar nýtt abstrakt og Ijóðræn form úr náttúrunni. Örn Ingi sagði að hann væri hér að fást við nýtt form sem væri afar skcmmtilcgt að vinna sökum þess livað það væri i rauninni frjálst, þar sem áhrif tjáningarinnar ættu greiða leið i hita augnarbliksins. Sýningin í Klettagerði verður opin frá 6. til 21. júní frá kl. 15 lil 22 daglega. Á sýningunni verður til sölu eftirprentun af einu pastelverki. húsið var tekið í notkun veturinn 1925 til 1926 og búið var að kenna í því í 55 ár. Fyrsta árið voru 25 nemendur í skólanum, á tveimur námskeiðum. í tilefni timamótanna, en skólinn flytur í nýtt húsnæði næsta haust, var nemendum fyrsta árið boðið til skólaslitanna. Alls komu níu þeirra. í skólaslitaræðu Björns ingólfs- sonar kom m.a. frarn að ..Fyrstu bekkingarnir". eins og hann nefndi þá sem vermdu bekki skólans vet- urinn 1925 til 26 og gátu komið til skólaslitanna, voru hressir og ekki bar á öðru en fólkið hefði ánægjti af því að hittast aftur eftir öll þessi ár. Eins og fyrr sagði verður nýtt skólahús tekið í notkun næsta vet- ur. Þar verður sex sinnum meira rými en i gamla húsinu og nú verður liægt að bæta við 13 ára bekk. en til þessa hafa nemendur skólans verið frá 6 og upp í 12 ára. í vetur voru 77 nemendur í skólan- um og við hann störfuðu 4 fast- ráðnir kennarar og 2 stundakenn- arar. Skólaslitin voru fjölnienn og eftir þau var farið upp á nýja húsið og fólki gefinn kostur á að skoða það. Fullkominn sprautuklefi - 62.500 gkr. á tímann við að bóna bíla!! Á Bifreiöaverkstæði Bjarna Sigurjónssonar á Akureyri hefur nú verið tekinn í notkun nýr bílasprautunar- og bökun- arklefi, sá eini sinnar tegundar á Norðurlandi og er aðeins einn annar sambærilegur til í Reykjavík. Fyrsti bíllinn var sprautaður í klefanum í fyrra- dag og háifum öðrum tíma síðar var hægt að setja á hann krómhluti og annað tilheyr- andi, enda þornar lakkið fljótt í klefanum þegar hitastigið er látið vera 60° C. Með því að lakka bíla í þessum klefa fæst mun meiri harka í lakkið, áferðin verður betri því það er algjörlega ryklaust og þar sem lakkið þornar mjög hratt leysir það ekki upp undirefnin, eins og vill brenna við þegar þurrktíminn er lengri. Hægt er að ráða hitastiginu í klefanum og getur það farið allt í 80°C, en algengasti bökunarhit- inn að lokinni sprautun er 60°. í klefanum verða mjög tíð loft- skipti. eða sem svarar 20 þús. rúmmetrum á klukkustund. Hraði loftsins er 30cm/sek, en þar sem engir loftstraumar myndast finnst nær enginn blástur og er hægt að láta loga á eldspýtu í klefanunt, en loginn verður í lægra lagi því loftmassinn kemur inn að ofan og fer út undir bíln- um. Vegna loftskiptanna safnast enginn lakkúði fyrir í klefanum, heldur fer hann umsvifalaust niður í gólf. Það sem ekki fer í loftsogið undir bílnum lendir í sérstakri vatnsgryfju með rist yfir. Með tilkomu sprautunarklefans er óhætt að fullyrða að bifreiða- verkstæðið hjá Bjarna er eitt fullkomnasta á landinu. Þar er að fá alla þjónustu nema varðandi hjólbarða, en hún er væntanleg. Bjarni Sigurjónsson var að því spurður, hvernig ætti svo að halda bílalakki við. — Ég hef hérna gott dæmi um trassaskap, fjögurra ára gamall bíll, sem hef- ur líklega aldrei verið bónaður. Það þarf að sandblása hann, ryð- bæta og alsprauta og þetta kostar um 15 þúsund krónur. Ef eig- andinn hefði bónað hann á tveggja mánaða fresti þessi fjögur ár, þ.e. 24 sinnum, klukkutíma vinna í senn, hefði ekki komið til þessarar viðgerðar. Vinnulaun við að bóna hefðu þá orðið 625 krónur á tímann, eða 62.500 gamlar krónur. Þetta er dýr trassaskapur, en viðhald lakksins snýst fyrst og fremst um það að þvo og bóna reglulega, sagði Bjarni Sigurjónsson að lokum. Fyrsti bíllinn sprautaður í nýja klefanum. DREIFIBRÉF — Til íbúa í Innbæ og Fjöru íbúar í Innbæ og Fjöru á Akur- eyri hafa undanfarna daga verið að fá í hendur dreifibréf frá Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, og segir í inngangi bréfsins að nefndin hafi ákveðið í vetur að láta vinna tillögur að því hvernig þessir elstu hlutar bæjarins skuli mótast á næstu árum. Hafin hefur verið könnun á sögu byggðarinnar og húsanna í þessum hluta bæjarins, og hefur heimildum verið safnað saman úr skjölunt og skræðum og gamlar Ijósmyndir og teikningar hafa verið tíndar saman. Könnun þessari er fyrst og fremst ætlað að renna stoðum undir ákvarðanir um framtíðar- svipmót þessa bæjarhluta. en einnig kann hún að vera fróðleg þar sem hér er um að ræða heil- steyptustu timburhúsabyggð hér á landi. I sumar er ætlunin að skoða húsin. ljósmynda þau og mæla, og er þess farið á leit við íbúana að þeir taki þeirn sem það verk vinna með vinsemd. Pétur og Valdimar flytja úr Skipagötu: 99 I manni smá söknuður“ í tæpa þrjá áratugi hefur vöru- flutningafyrirtækið Pétur og Valdimar haft bækistöðvar sínar í Skipagötu 14. Um helgina tóku starfsmenn fyrirtækisins allt sitt hafurtask og fluttu í Draupnis- götu 6, sem er utarlega í Glerárhverfi. „Neðst á Kenne- msitði Þarna má sjá nýja húsnæðið sem fyrirtækið Pétur og Valdimar er flutt i. Mynd: á.þ. dyhöfðanum“ eins og Pétur Jónsson, forstjóri orðaði það í samtali við Dags. ..O, já. Það er í manni smá söknuður, en að sjálfsögðu er maður feginn að komast í betra pláss. Það verður einkennilegt að fara úr þessari iðandi umferð og látum í rólegheitin þarna ytra,“ sagði Pétur, „en ég vona að menn komi ekkert síður þangað." Nýja húsið við Draupnisgötu er 600 fermetra stórt, en það gamla er 150 fermetrar. í nýja húsinu verður m.a. aðstaða til að hýsa tvo bíla og öll aðstaða stórbatnar frá því sem nú er. Nú eru fimm vöruflutninga- bílar í förum fyrir Pétur og Valdi- mar h.f. og að auki eru til tveir vagnar sem krækja má aftan í bíl- ana. Gfl m [5 (S * \T !Í1 ~p gJ Jl § Hvar er best að byrja? Á góðviðrisdegi í síðustu viku kom ungur lögreglumaður gangandi eftir Hafnarstræti, nánar tiltekið fram hjá Degi, og sá þar nokkra bíla sem biðu eigenda sinna við gang- stéttina. Það var í sjálfu sér í lagi nema hvað sumir eig- endanna höfðu ekki greitt krónu í stöðumælinn og fengu því viðeigandi sektar- miða. Nú vaknar spurningin hvort lögreglumaðurinn hefði ekki betur einbeitt sér að umferðinni sem framhjá ók, en það er staðreynd að öku- menning Akureyringa — og raunar landsmanna allra, er fyrir neðan allar hellur. Ýmist aka menn eins og með fjand- ann á hælunum eða þá á „líkfylgdarhraða.“ Báðar þessar gerðir ökumanna eru hættulegar og eins þeir, sem þekkja ekki muninn á notkun mismunandi akgreina, svo ekki sé talað um þá ökumenn sem fara fram úr þeim bif- reiðum, sem hafa stansað við gangbrautir. 0 Verktakarog hálfbyggð hús Of oft hafa húseigendur í nýjustu hverfunum eftirfar- andi sögu að segja: „Við keyptum þetta hús af X og hann skilaði því mun seinna en gert var ráð fyrir í sam- ningi. Við fluttum inn en síð- an er liðinn langur tími. Lóðin og bílastæðið eru enn eitt forarsvað og húsið ómálað. Við höfum hvað eftir annað beðið verktakann um að Ijúka við hvort tveggja, enda segir svo í samningi að hann eigi að vera búinn. Við fáum nóg af loforðum en engar efndir." Því miður er alltof mikið til í tilvitnuninni hér að framan og tími tíl kominn að bæjaryfir- völd athugi nánar hvað þau geta gert til að verktakar standi við sína samninga gangvart kaupendum. Tilefn- ið er að kaupendurnir greiddu fyrir frágang utan- húss og eiga fulla heimtingu á að staðið sé við gerða samninga — annars væri eins gott að sleppa allri samningagerð. 0 Hvaðerhægt að gera? Þetta er spurning sem margir húseigendur hafa velt fyrir sér eftir að hafa staðið í stappi tímunum saman eftir að fá hlutina framkvæmda. Svör hafa verið á ýmsa vegu, en kunningja Dags datt í hug hvort bygginganefnd gæti ekki sett það sem skilyrði að verktaki fengi ekki nýja lóð — t.d. fyrir raðhús eða fjölbýlis- hús eða jafnvel eigið verk- stæði — nema að hafa hreinan skjöld gagnvart þeim sem hafa keypt af honum íbúðir á umliðnum árum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.