Dagur - 11.06.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 11.06.1981, Blaðsíða 6
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Brotið blað í vegagerð Hjáróma eru raddir þeirra íhalds- manna í stjórnarandstöðu, sem nú óskapast yfir vegaáætluninni. Telja þeir henni alit til foráttu og þó einkum það, að ekki sé nóg framkvæmt. Á sama tíma fárast þessir sömu menn yfir ríkis- bákninu og skattheimtunni. Ef taka ætti þessa menn alvarlega í öllu sem þeir segja, mætti helst ætla, að þeir vildu afnema afskipti ríkisins af vegamálum og láta það eftir hverju sveitarféiagi fyrir sig, eða jafnvel einstaklingum, hvort þeir eru inni í samgöngukerfinu. Það er hreint ekki hægt að ætla þessum mönnum, að þeir sjái ekki sjálfir andstæðurnar í eigin mál- flutningi. Því hlýtur niðurstaðan að vera sú, að þeir hafi ekkert til málanna að leggja annað en nagg og útúrsnúninga. Er það raunar í samræmi við almennt álit manna á stjórnarandstöðunni og hennar verkum í vetur. Staðreyndin er sú, að aldrei fyrr hefur eins mikið átak verið gert í vegamálum og nú er gert ráð fyrir í vegaáætlun. Nægir að aðeins séu nefnd nokkur dæmi af Norður- landi eystra, en þar er gert ráð fyrir að Ijúka við að setja bundið slitlag á veginn frá Akureyri til Dalvíkur á næstu þremur árum. Þá skal á áætlunartímabilinu leggja bundið slitiag á yfir 50% leiðarinnar milli Akureyrar og Húsavíkur og Ijúka uppbyggingu vegarins um Víkur- skarð, sem er ákaflega dýr en að sama skapi nauðsynleg fram- kvæmd. Mikið verður unnið í veg- inum til Grenivíkur og lokið verður við veginn yfir Melrakkasléttu. Þá verður byrjað á Leiruveginum og vegna mjög sérstakra aðstæðna verður útvegað fé utan vegaáætl- unar til að leysa samgöngumálin um Ólafsfjarðarmúla og einnig um Óshlíð og Ólafsvíkurenni. Auk þessa eru ýmis minni verkefni s.s. brúargerð yfir Svarfaðardalsá og Bægisá og utan vegaáætlunar er brúargerð yfir Eyjafjarðará við Hrafnagil. Með þeirri vegaáætlun sem samþykkt hefur verið er brotið blað í vegagerð á Norðurlandi eystra. Til þess að gera slíkt átak þarf peninga og þeirra verður ekki aflað nema með skattlagningu í einhverju formi. Þess vegna er það hjákátlegt að heyra menn óskapast yfir skattlagningu, sem er grundvöllur opinberra fram- kvæmda, en átelja það um leið að opinberar framkvæmdir séu ekki nógu miklar. Vegagerð er vinsæl framkvæmd og það veldur sjálf- sagt mestu um þessa ruglings- legu afstöðu íhaldsmanna í stjórnarandstöðu. Völlur í stað ,, Hallær isplans“ f Degi 21. maí er frétt um bréf sem bæjaryfirvöldum hafi borist frá eigendum húsanna Hraun- gerði 5 og 7. Undirritaður sem einnig á lóð að umræddum „Sparkvelli" (að auki er leikvöliur sunnan við lóðina) hef rætt þetta við nokkra íbúa í hverf- inu sem börn eiga að leik á þessum svæðum, og viljum við beina þakklæti til bæjarráðs fyrir að vísa erindinu um flutning á vellinum frá. Bæði þessi svæði eru mikið not- uð af börnum og unglingum hverf- isins, og „sparkvöllurinn“ er sér- staklega vinsæll. Teljum við íbúar hverfisins það af hinu góða að í hverfunum séu staðir og svæði sem börn geti unað sér við, í stað þess að þvælast stefnulaust um allstaðar og hvergi. Við erum sannfærð um að það sé aðstaða í hverfunum sem komi í veg fyrir að „Hallærisplön“ verði til. Einnig hvarflar það að okkur hvort ekki megi gefa fólki sem þolir illa leik barna, kost á að búa í barnfáum hverfum svo ekki komi til þess að börnin þurfi að fara burt. Þökk fyrir birtinguna. Örlygur ívarsson, Kvistagerði 6. Veiðispjall A meðan við bíðum. . . . „Dvergur“ gefur út Ijóð - Hóf að yrkja fyrir alvöru til að geta svarað hagyrðingum og spéfuglum á skrifstofu KEA ingu gæti glapið hneigða ungl- inga á hvaða aldri sem er inn á víðáttu „dellunnar". Þeir gera þá ekki annað verra af sér á meðan. Eftir Björn J. Blöndal rithöf- und liggur fjöldi bóka um lax og silungsveiðar og man ég eftir bókartitlum eins og Hamingju- dagar, Að kvöldi dags, Vina- fundir, Vantaniður, Vötnin ströng, Norðurá fegurst áa og Svanasöngur. Sérstaklega minn- ist ég bókarinnar Vatnaniður þó nánast allar bækur Björns, tólf að tölu. séu holl lesning hverjum útivistar- og náttúruunnanda. Guðmundur Daníelsson rit- höfundur ávann sér veglegan sess í veiðibókmenntasögu þjóðar- innar með kostulegum frásögn- um af sér og Matthíasi í Lands- hornamönnum. Ennfremur komu frá hans hendi bækurnar Dunar á eyrum. Vötn og veiðimenn og bókin um Elliðaárnar. Víglundur Möller stóð fyrir útgáfu bókar- innar Lax á færi og Jakob V. Hafstein skri.faði fallega bók um Laxá í Aðaldal. Frá Stefáni Jóns- syni alþingismanni kom Roð- skinna fyrst, skrifuð af mikilli veiðigleði og síðan kennslubókin Með flugu í höfðinu. Þar hafði hann með í ráðum nokkra lands- þekkta sérfræðinna um „flugu- Ekki eru fyrstu fréttir af hafinni laxveiðivertíð sérlega uppörvandi fyrir okkur sem hugsum til veiða norðan heiða. Þegar menn, samkv. fjölmiðla- fréttum, koma fisklausir úr Laxá í Ásum 1. júní má hiklaust álykta sem svo að laxagöngur hér fyrir norðan séu á seinni skipunum enda hafið hér utan við nú með állra kaldasta móli, miðað við árstíma. Þess vegna datt mér í hug meðan við bíðum betri frétta gætum við rifjað upp hvað út hefur komið af rituðu máli um vötn, fiska og veiðimenn, skrásett af veiðiglöðum rithöfundum — íslenskum. Það er aldrei að vita nema eitthvað af þeirri upptaln- Baldur Eiríksson. Bókaútgáfan Skjaldborg á Ak- ureyri hefur gefið út Ijóðabók- ina Dvergmál. f bókinni eru ljóð eftir Baldur Eiríksson frá Dvergsstöðum, en smákveðling- ar birtust fyrst eftir hann í Degi á Akureyri undir duinefninu Dvergur. Baldur er nú löngu landskunnur fyrir Ijóð sín og þess má geta, að á síðasta aðal- fundi KEA var hann heiðraður sérstaklega með framlagi úr Menningarsjóði KEA fyrir til- legg sitt til alþýðulistar. Baldur Eiríksson er fæddur að „A meira en nóg ef ni í aðra bók‘1 Og hingað er Dvergur kominn. E.t.v. væri réttara að segja „Balli“ eða „Andvari“ því það voru nöfnin sem Baldur Ei- ríksson, frá Dvergsstöðum, notaði þegar hann birti kvæði sín í Speglinum og Tímanum. Fjórða nafnið notaði Baldur þegar hann orti pólitísk ádeilukvæði, en það nafn sagðist hann ekki vilja segja því þá vissu ýmsir meira en góðu hófi gengdi. „Já, það hefur eitthvað birst eftir mig í þessum blöðum og líka í tíma- ritum. Ég frétti t.d. af því að hann Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, hefði notað Ijóð eftir mig í ritgerð, sem var um Surtseyjargosið,“ sagði Baldur er hann leit við á rit- stjórn DAGS eftir vinnudag í síðustu viku. Að sjálfsögðu var Baldur í upphafi inntur eftir hvenær fyrsta kvæðið hefði komist á prent. Eftir nokkrar vangaveltur komst Bald- ur að þeirri niðurstöðu að það hefði líklega verið um 1950, en þá var hann orðinn nokkuð sjóaður sem ljóðagerðamaður eftir ljóða- deilur við vinnufélagana. „Það var ekki um neitt annað að ræða en að svara og maður espaðist við þetta,“ og Baldur brosir þegar hann minnist þeirra daga. Fyrsta kvæðið fjallaði um handritamál- ið. en síðan rak hvað annað. Gamankvæðin komu í Speglin- um og þá gjarnan með myndum eftir Halldór Pétursson, en þau hin veraldlegri prýddu síður Tímans og Dags. — En hefur Dvergur — Bald- ur — í hyggju að gefa út aðra bók? „Sjáðu nú til“, segir Baldur, „dagur er að kvöldi kominn hjá mér, en ég hef meira en nóg efni í aðra bók og hún gæti verið upp byggð á allt annan hátt en þessi. Ég á í mínum fórum t.d. ósköpin öll af afmæliskvæðum, ljóðabréf- um og lausavísum og það er aL drei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.“ í þeirri bók sem nú er komin út eru einkum tækifæriskvæði. „Þau eru um atburði sem voru að ger- ast og þvi mest umtalaðir. Þau voru fyrst birt í Degi undir fyrir- sögninni Um daginn og veginn, en síðar undir fyrirsögninni „Ljóð dagsins“, segir Baldur hógvær- lega, en kunnugir hafa sagt að ljóðin höfði engu að síður til mannfólksins á því herrans ári 1981 en um og upp úr 1950. Það sannast e.t.v. best á því kvæði sem hér birtist Baldur. með viðtalinu við Dvergsstöðum í Eyjafirði 23. des- ember 1910 og ólst þar upp til tví- tugsaldurs. Hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri í fjóra vetur og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1936. Það sama ár hóf hann starf á skrifstofu Kaupfélags Eyfirðinga og hefur starfað þar óslitið síðan. Lítið mun hann hafa fengist við kveðskaparmál á uppvaxtarárum sínum, en þegar hann kom til starfa hjá KEA voru þarstarfandi nokkrir snjallir hagyrðingar og spéfuglar, sem hvergi spöruðu yrkingar. Var þar ekki deigum vært, og vildi hann þá ekki láta sinn hlut eftir liggja, eins og segir í inngangsorðum útgefanda. Eins og áður sagði birtust fyrst smákveðlingar eftir hann í blaðinu Degi og síðan birtust kvæði eftir hann í Tímanum og Speglinum og víðar, undir öðrum dulnefnum. Búið er að afhenda flestuni áskrifendum bókina, en þeir áskrifendur sem enn hafa ekki fengið hana eru beðnir að snúa sér til Skjaldborgar. Bókin kemur i bókaversianir í haust. Myndlistarþing .Skref fram á við Dagana 30. og 31. maí var haldið myndlistarþing að Hótel Sögu, um 140 manns sátu þingið. Að þinginu stóðu 6 félög mynd- listarmanna Félag íslenskra mynd- listarmanna, Höggmyndafélagið, Grafíkfélagið, Textílfélagið, Hags- munafélagið, Leirlistafélagið. Verndari þingsins var Forseti ís- lands Vigdís Finnbogadóttir. For- seti þingsins var Björn Th. Björns- son listfræðingur. Á þinginu ríkti mikill einhugur og var niðurstaða umræðuhópanna mjög á eina lund, að nauðsyn væri á því að stofna eitt stéttarfélag Allra myndlistarmanna sem gæti unnið að nauðsynlegum réttindarmálum, svo sem höfundarrétti og miðlun myndlistarverka innanlands og til og frá iandinu. Varðandi höfundarréttinn þá hefur hann verið lítið virtur í fjöl- miðlum landsins, verk eru birt iðu- lega án endurgjalds og oft eru myndlistarmenn beðnir að hengja verk sín upp á ýmsum stöðum og er þá sjaldan athugað að greiða myndlistarmönnum fyrir slíkt. Á þinginu var samþykkt að skora á Alþingi að leggja niður lista- mannalaun í núverandi mynd, en taka upp í staðin starfslaun í ákveðin tíma í senn. Ég tel ekki ástæðu til þess að fjölyrða um allar samþykktir þingsins því þær munu verða birtar í fjölmiðlum á næstu dögum. Von mín er sú að þetta þing megi verða til þess að myndlistamenn standi saman að því að vinna að fram- gangi hinna ýmsu réttindamála okkar sem eru svo mjög í molum. Á þinginu var hrundið af stað könnun á stöðu og afkomu mynd- listarmanna og verður fróðlegt að sjá þá niðurstöðu, grunur minn er sá að afloknu fjögurra til níu ára námi, eða enn lengra námi, bíða myndlistarmanna engin starfs- grundvöllur hvorki vinnuaðstaða, né verkefni efnahagur í molum. Svo alvarlegt er ástandið, svo brýnt er að þetta þing megi bera ávöxt. fræðin“.'Þó nú sé u.þ.b. áratugur frá útkomú hennar verður að telja hana standast tímans tönn nema kaflinn um stengurnar er úreltur orðinn eftir að Karbon (garphite) og jafnvel boronstengur komu til sögunnar. Sjálfsagt er að benda á Veiði- manninn málgagn stangaveiði- manna á íslandi. Vandað og fa- Uegt tímarit gefið út af Stang- veiðifélagi Reykjavíkur. Síðast en ekki síst má nefna blað Ármanna, sérrit um fluguveiði, sem lofar sannarlega góðu. Margt fleira mætti nefna en þar sem flestar af farmantöldum bókum eru nú ófáanlegar bendi ég á Amtsbókasafnið og þekki ég það af eigin raun að starfsfólk þar er boðið og búið til aðstoðar og getur fundið sitthvað fleira en hér er talið. Meira seinna. Pétur. Ljósm. á.þ. Að loknu sumarleyfi Frá hausti til vors, í húmi og snjó, er hlutskipti landsins sona, bundnir heima í báða skó, til bjartari daga að vona. Og ávallt, þá kemur aftur vor, útþrá menn vilja svala, hvort sem þeir arka í Egils spor, eða ærslóðir fram til dala. Þótt vikum saman sé veður bjart, og vegina ríkið hefli, þá verður það alltaf undur margt, sem er manni að fótakefli. Stundin er týnd við töf og kák, tækifærin að baki, og úrslitaleikir í lífsins skák, leiknir í tímahraki. Þær Rita (til hægri) og Beverly eru komnar tii Akureyrar til að hjálpa til við úthreiðslu fagnaðarcrindisins. Ljósm.: á.þ. Tvær frá Kanada Tvær ungar stúlkur frá Kanada, Beverly frá Edmonton og Rita frá Ontario eru nýlega komnar til Akureyrar, og er erindi þeirra hingað að hjálpa til við út- breiðslu fagnaðarerindisins um Jesúm Krist. Þær hafa sjálfar sparað saman fyrir fargjöldum hingað og ætla að vinna fyrir sér á meðan þær dvelja hér. Þær hafa lokið 3 ára námi í biblíuskóla og rnunu starfa með Hvítasunnusöfnuðinum Filadelfíu á Akureyri í sumar. í lok dvalar þeirra hér berst Hvítasunnusöfnuðinum meiri liðs- auki frá Kanada, en þá er fyrir- huguð sérstök útbreiðsluherferð sem ber heitið „ísland fyrir Krist." Hefur hjólað í um 65 ár! „Ég er búinn að hjóla í eitt- hvað um 65 ár, og hef alltaf farið allar mínar ferðir á hjóli“ segir Garðar Sigurjónsson, 79 ára gamall akureyringur sem við rákumst á í Hafnarstræt- inu, hjólandi innan um blikk- beijurnar þar. Garðar er eyfirðingur, fæddur á Holti í Hrafnagilshreppi, en fluttist til Akureyrar fyrir um 60 árum. Hann vann við bygginga- vinnu hjá KEA allt þar til fyrir þremur árum að hann veitti sér þann munað að hætta störfum. „Nei alls ekki karlinn minn, ég hef aldrei átt bíl, ég hugsaði aldrei út í það að fá mér slikt farartæki. Ég eignaðist mitt fyrsta hjól 15 ára að aldri og síðan hef ég átt 6 eða 7 hjól og hjólað mikið. „Ég fer allt sem ég þarf á hjól- inu, útrétta allt sem þarf og svo hjóla ég mér til skemmtunar og heilsubótar á hverjum degi. Ég fer 2-3 ferðir um bæinn á hverjum degi, út í Þorp eða upp á Brekku, og stundum fer ég oftar. Þetta er fyrst og fremst til ánægju, en ég finn að þetta fer vel með mig og styrkir mig.“ — Hjólreiðamaðurinn Garðar Sigurjónsson var þar með þotinn á hjólhesti sínum og hvarf í um- ferðina í Hafnarstrætinu. Noregsferð undirbúin: Blásaratónleikar Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri undirbýr nú þátt- töku í alþjóðlegri keppni og móti lúðrasveita er fram fer í Hamar í Noregi 19.-29. júní n.k. Af þessu tiiefni heldur blásarasveitin tónleika í Akur- eyrarkirkju n.k. sunnudag, 14. júní, og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Á efnisskránni verða innlend og erlend lög, m.a. verður tón- verkið „íslensk æska“, rapsódía eftir stjórnanda sveitarinnar Roar Kvam flutt í fyrsta skipti. Tón- verkið er byggt á íslenskum þjóð- lögum Tekið verður á móti frjálsum framlögum í ferðasjóð, en ekki sett upp ákveðið miðaverð. Mikið starf hefur legið í undir- búningi ferðarinnar, og hefur bæði blásarasveitin, aðstandend- ur og kennarar staðið fyrir skemmtunum, útimarkaði o. fl„ auk þess sem hljómsveitin hefur leikið við fjölda mörg tækifæri. Akureyrarbær, Menningarsjóður KEA og félög hafa veitt styrk til ferðarinnar, en þátttakendur greiða sjálfir um 70% kostnaðarins. Um 6-7000 gestir munu sækja lúðrasveitahátíðina í Hamar, og 140 lúðrasveitir taka þátt í keppninni, en þó þurfti að visa mörgum hljómsveitum frá vegna fjöldans. *" i '■ I i 1 ’ .T— j mth ÍKT || 6•DAGUR DAGUR•7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.