Dagur - 11.08.1981, Side 8

Dagur - 11.08.1981, Side 8
MONROE \ MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Skóverksmiðjan Iðunn: ÚTLIT FYRIR AÐ UMBEÐIW AÐSTOÐ FÁIST Nær fullvíst má nú telja að Skóverksniiðjan Iðunn á Akur- eyri fái það fjármagn sem fyrir- tækið þarf til að tryggja áfram- haldandi rekstrargrundvöll sinn. Atvinnujöfnunarsjóður og Ak- ureyrarbær höfðu hvor um sig heitið fyrirtækinu 300 þúsund króna fjárhagsaðstoð gegn því að Framkvæmdastofnun ríkisins legði fram 400 þúsund krónur. Sverrir Hermannsson forstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins hefur látið hafa eftir sér að upplýs- ingar frá Iðunni liggi nú fyrir, en þær voru unnar af finnsku ráð- gjafafyrirtæki og fjölluðu um rekstur og framtíðarhorfur fyrir- tækisins. Sverrir hefur sagt að samkvæmt þeirri skýrslu virðist sem rekstrar- möguleikar fyrirtækisins séu góðir og bendir því allt til þess að Iðunn fái umbeðna fjárhagsaðstoð að upphæð 1 milljón krónur. Póstkröfusendingar: „Vörurnar ekki leystar út‘c - segir verslunareigandi í Kópavogi „Ég veit ekki hvort það er mikið um það að fyrirtæki séu hætt að senda vörur í póstkröfu út um landið, en við sáum okkur til- neydd til þess að hætta þessari þjónustu fyrir um þremur árum“ sagði Kristján ölafsson eigandi Línunnar í Kópavogi í samtali við DAG. „Það var ýmislegt sem olli því að við tókum þessa ákvörðun. Það gerðist sífellt oftar að vörurnar voru ekki leystar út, þær lágu á vöruafgreiðslum hér og þar um landið og að lokum urðum við að greiða flutningskostnað undir þær til baka aftur og fengum vöruna oft skemmda eftirslíka flutninga fram og aftur um landið. „Ég vil taka það fram að það voru sumir staðir á landinu þar sem þetta kom ekki fyrir, en því miður voru svo mikil brögð að þessu að við neyddumst til að hætta að veita þessa þjónustu. Þá gerðist það einnig, sérstaklega á minni stöðun- um, að varan var keyrð beint heim til kaupandans! Honum var þá í lófa lagið að greiða póstkröfuna þegar hentaði. Og í þriðja lagi get ég nefnt að fyrir kom að það tók allt upp undir mánuð að fá greiðsluna eftir að kaupandi hafði greitt kröf- una. Þannig hjálpaðist ýmislegt að og við gátum ekki veitt þessa þjón- ustu lengur.“ Dagur hafði samband við nokk- ur önnur fyrirtæki á Reykjavíkur- svæðinu og spurði hvernig þessi póstkröfuverslun gengi og hvort mikil brögð væru að því að fólk leysti ekki út vörur sem það hefði pantað. Svörin voru á ýmsa lund, alls staðar var sagt að það kæmi fyrir að pantanir væru endursendar sökum þess að þær væru ekki leystar út, en við því væri ekkert að gera. Loftþurrkunarkerfi: Auðvitað voru Þing eyingar fyrri til! „Svona upphitunarkerfi hafa verið til á tveimur bæjum í Reykjahverfi í mörg ár. Þetta eru bæirnir Bláhvammur og Reykjarhóll. Á báðum þessum bæjum hafa verið settir upp ofnar í súgþurrkunarklefun- um,“ sagði Stefán Skaptason, ráðunautur, en á dögunum greindi Dagur frá lofthitunar- kerfi, sem búið er að setja upp í Eyjafirði. Leiddar voru getur að því að þetta væri fyrsta kerfið sinnar tegundar á Norðurlandi, en auðvitað voru Þingeyingar löngu búnir að setja svona nokkuð upp hjá sér og án þess að hafa um það mörg orð. En það eru ekki aðeins um- ræddir tveir bæir sem eru búnir að koma sér upp lofthitunarkerf- um í sambandi við heyþurrkun- ina. Eftir að hitaveitan kom víðar í Reykjahverfi hafa fleiri orðið til að taka þetta upp. Árið 1975 voru settir upp ofnar og element á bænum Skarðaborg og þremur árum síðar voru settir upp ofnar á Litlu-Reykjum. Ári síðar var sett upp lofthitunarkerfi í Reykjarvelli og Víðiholt. Á Reykjarvöllum eru ofnar, en element í Víðiholti. í fyrra voru sett upp mjög fullkomin element í Skógum II. „Ég tel að Víðiholt og Skógar séu með einna fullkomnustu kerfin og raunar má bæta Skarðaborg við í þá upptaln- ingu,“ sagði Stefán. „Þessi kerfi öll ganga nokkuð vel. Þau hita loftið upp um einar 10 gráður við bestu aðstæður og minnka raka- stig loftsins mjög mikið. Ég hef fylgst nokkuð vel með þessu í Víðiholti og það má segja að bóndinn þar taki heyið inn eftir daginn og í hlöðunni er heyið grænt og fallegt. Á þeim bæ er loftið dregið í gegnum þessi element áður en því er blásið inn í hlöðuna.“ Bóndinn í Reykjahlíð í Mývatnssveit hefur einnig yfir að ráða mjög fullkomnu kerfi, að sögn Stefáns. Þar eru element, en í Reynihlíð var hins vegar á sín- um tíma settur upp þurrkpallur. Heyinu var ekið ný slegnu á þessan pall og þar var það þurrk- að áður en því er blásið inn í hlöðu. Það fyrirkomulag gafst ekki nógu vel. „Þessi lofthitunarkerfi eru af- kasta mikil þurrkunartæki. Að mínu mati er þetta allt að því jafnmikil bylting eins og þegar menn voru að setja súgþurrkun í hlöðurnar," sagði Stefán Verðá heyi hækkar Á vegum Búreikningastofu landbúnaðarins hefur verið reiknaður framleiðslukostnaður á heyi nú i sumar. Miðað við vélbundið hey og að baggarnir séu teknir á túni er áætl- aður framleiðslukostnaður kr. 1,40 á kg., en komið í hlöðu, er kostn- aðurinn áætlaður kr. 1,50 á kg. ÞÆR HAFA NÓG AÐ GERA Eins og fram kom i Degi i sið- ustu viku stendur til að tengja 03 — upplýsingar — á Ákureyri og víðar við tölvubanka í Reykja- vík. Þessi breyting hefur í för með sér töluverða breytingu á vinnutilhög- un þeirra elskulegu radda sem svara okkur i 02 og 03. Nú þurfa Þarna sitja þær við afgreiðsluna. Jóhanna Elfasdóttir á innfelldu myndinni t.v., en við langa borðið sitja þær Svala Halldórsdóttir, Þórkatla Sigurbjörnsdóttir og Borghild Hansen. þær ekki lengur að aðstoða fólk sem er að leita eftir númerum, en að sögn Jóhönnu Elíasdóttur, varðstjóra, er alltaf mikið hringt og spurt. Þegar ljósmyndari blaðsins var á ferð í húsi Pósts og síma leit hann við hjá því starfsfólki, sem svarar þegar hringt er og símtöl pöntuð, skeyti send eða spurt um númer. I þeirri stuttu heimsókn kom fram að símstöðin á Akureyri afgreiðir u.þ.b. 230 til 280 langlínusímtöl á dag og einnig þjónar hún á 3ja hundrað sveitabæjum í nágrenni Akureyrar. Alls vinna 12 manns við afgreiðslu símstöðvarinnar og unn- ið er á vöktum frá kl. 09 til kl. 24. Einnig er næturvarsla á stöðinni. £ Slysahætta og sóðaskapur Lesandi hafðl samband við blabið og vildi benda á hættu sem stafaði af grjótflutninga- bílum, sem aka um bæinn. Sumir hverjir a.m.k. eru í eigu bæjarins. Lesandinn sagðist hafa ekið eftir Þingvallastræti rétt á eftlr bfl frá bænum, en á palllnum var fullfermi af möl. Enginn hleri var aftast og féll grjót af pallinum á götuna og sumt hafnaði að lokum á gangstéttinni. „Bílarnfr sem eftir komu áttu bremsum fjör að iauna“, sagði þessi við- mælandi okkar. Sá hinn sami benti á að sér þætti það óeðlilegt að bílar frá bænum sóðuðu göturnar út á þennan hátt, en skömmu síðar má oft sjá starfsfólk bæjarins—eða götusópinn góða — mæta á vettvang og hrelnsa göturnar. E.t.v. er hér um að ræða skipulagða atvinnubótavinnu — hver veit. „Ég hélt að það þyrftl að hafa hlera aftan á pöllum þessara bíla til þess að koma í veg fyrir svona sóðaskap og slys sem af þessu geta leitt," sagði við- mælandinn að lokum. % Helgar- innkaup í sölulúgum Á Akureyri njóta bæjarbúar þeirrar þjónustu að geta keypt ýmsar nauðsynjavör- ur í söluopum eftir að komið er fram yfir venjulegan opn- unartíma verslana. Er ekki nema gott eitt um það að segja, enda getur oft verið þægilegt að notfæra sér þessa þjónustu t.d. ef óvænta gestl ber að garði eða ef f Ijós kemur að eitthvað hefur gleymst f Innkaupunum. En þvf miður er það svo að tölu- verður fjöldi fólks vlrðist annaðhvort ekki skllja það tll hvers þessi þjónusta er, eða þá að það mlsnotar hana vllj- andi. Staðreyndin er nefni- lega sú að á föstudags- og laugardagskvöldum kemur það oft fyrir að fólk mætlr f lúgurnar til þess að gera öll sín helgarinnkaup. Er þá allt keypt, jafnt mjólk sem kjöt og allt þar á milll. Þarf varla að taka það fram hversu hvim- leitt það er fyrir annað fólk að standa í biðröð á meðan helgarinnkaupin fara fram í gegn um söluopið, enda slíkt tímafrekur verslunarmáti. % Hitaveitugjöld hækka Iðnaðarráðuneytið hefur helmilað Hitaveitu Akureyrar gjaldskrárbreytingu frá 1. ágúst. Hækkunin nemur 8% á vatns- og tengigjöldum. Hita- veitan fékk í upphafi árs 10% hækkun og 15. maí fékk fyrir- tækið heimild til að hækka vatnsgjöldin um 15%.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.