Dagur


Dagur - 20.08.1981, Qupperneq 4

Dagur - 20.08.1981, Qupperneq 4
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Askell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Skyldusparn- aðurinn Hvers vegna er skyldusparnaðurinn ein hagstæðasta ávöxtun sparifjár í dag? Vegna þess að húsnæðislög- gjöfinni hefur verið breytt. Svo segir í upphafi auglýsingar frá Húsnæðisstofnun ríkisins, sem birst hefur í dagblöðunum að undanförnu. Áður en nýju lögin um Húsnæðis- stofnun ríkisins voru samþykkt, var reglum um ávöxtun skyldusparnaðar ungmenna svo háttað að þrátt fyrir ákvæði um verðtryggingu var í raun stórlega haft af unga fólkinu. Því lögðu fulltrúar Framsóknarflokkslns í félagsmálanefndum Alþingis megin áherslu á það að í nýju húsnæðislög- unum yrði svo eindregið kveðið á um ávöxtun skyldusparnaðarins og fulla verðtryggingu hans, án undanbragða, að ekki væri hægt að halda áfram að hlunnfara unga fólkið á sama hátt og áður hafði viðgengist. Og þetta tókst. f dag er skyldusparnaðurinn tví- mælalaust hagstæðasta sparnaðar- formið sem til er. Full verðtrygging samkvæmt lánskjaravísitölu er reikn- uð út mánaðarlega og lögð við höf- uðstólinn í byrjun næsta mánaðar, en einmitt þarna var brotalömin í þeim reglum sem áður voru í gildi. Þá eru, auk verðtryggingarinnar, greiddir vextir 2% á ári, af innstæðunni. En það sem mest munar um er að skyldusparnaðurinn er frádráttarbær frá tekjum til skatts og spariféð skatt- frjálst með öllu. Þetta þarf ungt fólk að kynna sér vandlega og átta sig á hversu hér er um hagstætt sparnaðarform að ræða og hugleiða hversu traustan grunn það leggur að framtíðinni ef það not- færir sér þennan rétt til fulls. Það er því kvatt til að taka ekki út inneign sína á skyldusparnaðarreikningi nema brýna nauðsyn beri til þó ef til vill sé fyrir hendi réttur til þess og einnig þarf ungt fólk að fylgjast ræki- lega með því að atvinnurekendur greiði tilskilinn hluta launanna út í sparimerkjum eða inn á skyldusparn- aðarreikning viðkomandi jafnóðum og launagreiðslur fara fram því hér eru ekki litlir fjármunir í húfi og fljótt að safnast saman í stórar upphæðir ef verðtryggingin af sparifénu tapast jafnvel mánuðum saman. Tilgangur skyldusparnaðar er tví- þættur: annars vegar fjármögnunar- leið fyrir húsnæðisstofnunina, sem fær þennan sparnað unga fólksins að láni og endurlánar þeim sem standa í íbúðakaupum og byggingum og er því mjög mikilvægt fyrir húsnæðislána- kerfið að þetta sparnaðarform sé virkt og fólk geri sér grein fyrir því hversu hagstætt er að ávaxta fé sitt á þennan hátt. Hinn megin tilgangur skyldu- sparnaðarins er að kenna ungu fólki sparnað og ráðdeildarsemi og fá það til að leggja grunn að framtíðinni t.d. vegna áframhaldandi menntunar eða fyrirhugaðra húsnæðiskaupa í stað þess að eyða öllu aflafé sínu jafnóð- um í ýmiskonar stundargaman, sem svo auðvelt er að láta glepjast af. G.B. YFIR 10OO BÖRN HAFA DVALIÐ AÐ HÓLAVATNI Pétur Ingimar og Arnar. Helgi Örn: ROSALEGA GAMAN“ Fyrir utan skálann stóð frísklegur strákur sem heitir Helgi örn . Þegar blaðam. tók hann tali kom í Ijós að þetta var 3ja sumarið sem hann dvaldi að Hólavatni. „Það er alveg rosalega gaman“ var svarið þegar hann var spurður um því hann kæmi alltaf aftur. „Það er allt gaman. Það er gaman að fara út á bátana, veiða í vatn- inu og synda í því.“ — Svo þú gætir þá mælt með staðnum við aðra krakka? „Já, það væri mjög gott fyrir alla krakka að fá að vera hér.“ „Leggjum mesta áherslu á kristindómsfræðsluna“ segir Björgvin Jörgensson sem annast sumarbúðir KFUM og K að Hólavatni í Eyjafirði hannesdóttur í eldhúsinu og þar kom fram að pylsur er vinsælasti maturinn, en annars borða þau yf- irleitt allan algengan mat. Sum neita að vísu að eta fisk eða kjöt, en Björgvin sagði að þau legðu á það áherslu að viðkomandi smakkaði matinn áður en honum væri ýtt endanlega til hliðar. „Börnin hafa nóg við að vera. Við höfum vatnið, íþróttavöll og margs konar leiktæki sem má grípa í ef veður er vont. En aðalmarkmið okkar er að koma þeim betur inn í sjálfan kristnidóminn. Við getum e.t.v. nefnt dvölina kristnidóms- námskeið. Á morgni hvers virks dags er biblíulestur, en á helgidög- um er þetta meira i messuformi. Á kvöldin eru alltaf kvöldvökur, sem hefjast ailar með bæn, síðan eru leikir, gátur, skrítlur og spennandi framhaldssaga og við endum kvöldvökurnar á guðsorði,“ sagði Björgvin Jörgensson. Þegar við Jón fórum út var Björgvin sestur niður við orgelið og nokkrir strákar höfðu umkringt hann. Sjálfsagt hafa þeir ætlað að syngja nokkur lög. Pétur Ingimar og Arnar: Ætluðu að plata strák- ana ofan í pollana Tveir ungir piltar voru að sulla niður við vatnið og virtust una sér bærilega. Þetta voru þeir Arnar Pétursson og Pétur Ingimar Ein- arsson báðir 11 ára. „Það er alltaf nóg að gera hér. Við leikum okkur stundum í fót- bolta, förum á bátum út á vatn, en núna erum við bara að búa til polla,“ sagði Arnar, en Pétur sagði strax hver væri raunveru- legur tilgangur með pollagerð- inni. „Við ætlum að plata stráka ofan í pollana,“ og hann virtist ekki skammast sín hið minnsta. Þeir voru sammála um að það væri gaman að róa úti á vatni, en þeim vafðist tunga um tönn þegar þeir voru spurðir um hvað væri skemmtilegast við dvölina á Hólavatni. Pétur varð fyrir svör- um að lokum: „Þessu er erfitt að svara. Hér allt svo skemmtilegt, en ætli það sé ekki að fara út á bátunum.“ Arnar samþykkti, en vildi hafa fótboltann með. Guðmundur Sveinbjörnsson: „SKEMMTILEGAST AÐ SÖKKVA BÁTUNUM“ Aðstoðarmaður Björgvins að þessu sinni var Guðmundur Sveinbjörnsson, 13 ára Reykja- víkursveinn. Hann hefur það hlutverk að fylgjast með drengjunum þegar þeir leika sér úti og hjálpa þeim eftir bestu getu. Það kom í ljós að Guðmundur hafði verið að Hólavatni þegar hann var yngri, en Guðmundur á ættir að rekja til Akureyrar. „Sjálfum finnst mér mest gaman að fara út á bátunum og sökkva þeim við ströndina," sagði Guðmundur, þegar við stóðum út á veröndinni og horfðum út á vatnið. „Vatnið er mjög djúpt á köflum. Ég held að það sé 18 metra djúpt þar sem það er dýpst, en við förum aldrei út án þess að hafa björgunarbelti." — En hvað er gert þegar rignir og ekki er hægt að vera úti? „Þá er t.d. farið niður og lesnar sögur eða við búum til úr Legó. Það er alltaf nóg að gera,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Sveinbjömsson. Helgi örn. var sagt frá Hólavatni, en þangað lá þá ekki bílfær vegur. Það var ekki fyrr en 1958 að vegurinn að Hóla- vatni var fullgerður. Það sumar var Björgvin ekki heima, en þá fóru nokkrir piltar — þ.á. m. Ingólfur Georgsson, Skúli Svavarsson, Guðmundur Hallgrímsson, Ragnar H. Bjarnason ásamt Ólafi Ólafssyni kristniboða og Georg Jónssyni, sem var bílstjóri, til Hólavatns. Þeir töldu staðinn heppilegan. Rætt var við bóndann í Hólakoti og reyndist hann fús til að selja svolítið land við vatnið. Húsið rís að Hólavatni „Ég held að strákarnir hafi farið með skóflur á staðinn áður en þetta varð allt ákveðið," sagði Björgvin og brosti við endurminningarnar. Georg og kona hans Sigríður Zakaríasdóttir keyptu síðan landið og gáfu KFUM og K. Þau gerðu raunar ekki endasleppt við félagið því síðar keyptu þau meira land af bóndanum í Hólakoti og færðu félaginu. Við verðum að hlaupa hratt á byggingarsögu skálans og stað- næmumst næst við árið 1965, en þá var skálinn tilbúinn. Séra Bjarni Jónsson kom og vígði hann. Þetta var. síðasta embættisverk séra Bjarna meðan hann lifði. Fyrstu börnin komu til dvalar um mitt sumar. Þetta sumar voru 3 flokkar og í hverjum flokki voru 12 drengir sem voru í 1 viku. Seinna ákváðu forráðamenn sumarbúðanna að dvölin skildi vera 3 vikur, en hin seinni ár hefur hver flokkur verið í 2 vikur. Hvert sumar eru fjórir flokkar: tveir stúlknaflokkar og tveirdrengjaflokkar. Og þátttaka er ekki bundin við félagsmenn í KFUM og K. Pylsur vinsælastar Það skiptir svo sannarlega miklu máli að börn fái mikið og gott að eta á uppvaxtarárunum. Að Hóla- vatni er það Þórey Sigurðardóttir, sem hefur séð um matargerð allan tímann nema fyrsta sumarið. Blaðamaður hitti Þóreyju og að- stoðarkonu hennar Ingileifu Jó- „Þú verður að muna að minnast á kaffisöluna sunnudaginn 23.“, sagði Jón O. Guðmundsson um leið og við ókum eftir heimreið sumar- búða KFUM og K að Hólavatni í framanverðum Eyjafirði. Þessari beiðni játaði tiðindamaður Dags um leið og Jón stöðvaði bifreiðina fyrir framan myndarlegt timburhús með steyptum kjallara. Á hlaðinu Hólavatni. Sum hver hafa komið aftur og aftur. Séu þau reiknuð sem einn einstaklingur hafa um 2000 böm dvalið í æskulýðsbúðunum! Systkin nokkur frá Akureyri höfðu dvalið í samtals 52 vikur að Hóla- vatni, en þá fengu þau líka verð- laun. — En hvert var upphafið á þessu öllu? Björgvin kom til Akureyrar um miðjan fimmta áratuginn og hóf þá þegar störf að æskulýðs- málum. Hann var með nokkra hressa stráka á sínum snærum og þeir stefndu að því að stofna KFUM félag þegar þeir eltust. Félagið sá formlega dagsins ljós árið 1951. Þeir fóru í útilegur en undir niðri blundaði alltaf sú löng- un að eignast eigið húsnæði. Þeim „Þurfa að finna kærleikann“ Hópurinn fyrir framan sumarbúðirnar. Þess skal getið að aðeins voru 13 strákar að Hólavatni er Ijósm. bar að garði. Yfirleitt eru þeir helmingi fleiri. blakti íslenski fáninn í strekkings vindi. Það leið ekki á löngu þar til við vorum sestir niður með Björgvin Jörgenssyni, kennara, sem hefur verið einn af umsjónarmönnum æskulýðsstarfsins að Hólavatni frá fyrstu tíð. „Til þess að hægt sé að stjóma börnunum," sagði Björgvin, eftir að við höfðum komið okkur fyrir, „þurfa þau að finna kærleikann, að manni finnist vænt um þau, þá gengur allt vel.“ Það var líka auð- séð að Björgvini var hlýtt til strák- anna og að þeir virtu hann. Þegar okkur Jón bar að garði voru þeir að ræða við Björgvin í litlum skúr, sem þeir í KFUM höfðu keypt af Kröflunefnd. Björgvin scgði okkur síðar að börnunum lægi oft mikið á hjarta og að þeim þætti vænt um að fá einhvern fullorðinn til að tala við. Fram til dagsins í dag hafa u.þ.b. eitt þúsund börn notið dvalar að Sumarbúðimar að Hólavatni. Umsjón: Þorleifur Ananíasson Kristján Arngrímsson 1. deildin í handknattleik KA fyrst gegn Val Þessi mynd var tekin þegar fram fór á Akureyri fyrsti leikurinn i gömlu rafveituskemmunni, árið 1964. Það var jafnframt fyrsti leikurinn á Akureyri sem fram fór á stórum vclli, en áður hafði aðcins verið leikið utanhúss. f fremri röð er lið fR, en fyrir aftan eru leikmenn ÍBA sem léku þennan timamótaleik. Þar sem brátt fer að hausta þótti okkur við hæfi að skyggnast á bak við tjöldin hjá handboltamönnum okkar og leita frétta. Birgir Björnsson, sem í fyrra tókst fyrstum manna að leiða KA upp f I. deild, hefur fyrir nokkru hafið æfingar með sínum mönnum. Hann sagði að fyrsti leikur KA í I. deild yrði gegn Val 10. okt. í Skemmunni, en síðan kæmi útileikur gegn FH helgina á eftir. Áður en deildakeppnin hæfist sagði hann að liðið færi suður og tæki þátt i fjögurra liða móti í Hafnarfirði ásamt FH, Haukum og HK. KA hef- ur misst leikmenn frá í fyrra, Gunnar Gíslason er farinn til KR, Dalvíkingarnir fara aftur heim og Jóhannes Bjarnason fer suður í skóla. En KA hefur endurheimt Sigurð Sigurðsson frá Þór og þeir Kristinn Sig- urðsson og Jón Emil Ágústs- son sem áður voru með Fylki æfa nú með KA. Yngri leik- menn félagsins eru einnig í framför, þannig að KA ætti að geta staðið sig vel í vetur. Þór í þjálfaraleit Þórsarar hafa oft minnt KA- menn á að þeir urðu á undan þeim upp í I. deild, en þeir urðu einnig á undan í þá III., þar sem þeir munu leika í vetur. Ólafur Jensson stjórnarmaður í hand- knattleiksdeild Þórs sagði að þeir væru enn ekki búnir að ráða þjálfara, en unnið væri að því og sagðist hann búast við að gengið Þór í 2. deild Þegar við höfðum samband við Árna Pálsson, sem er í forsvari fyrir körfuknattleiksdeild Þórs var hann nýbúinn að frétta að Ármenningar ætluðu að senda lið í I. deild í vetur. Þór leikur því í II. deild, en þeir féllu eins og kunnugt er úr I. deild í fyrra. Hins vegar kom til greina að Ármenningar sendu ekki lið til keppni í vetur og þá hefði Þór tekið sæti þeirra í I. deild. Ekki hefur enn verið ráðinn AKUREYRARMÓTIÐ Nú hefur verið ákveðið að fyrri leikur KA og Þórs i Akureyr- armótinu í knattspyrnu fari fram mánudaginn 24. ágúst, og síðari leikurinn sunnudaginn 30. ágúst. Hinn nýi formaður knattspyrnuráðs, Marinó Ví- borg, sagðist vona að af leikjunum gæti orðið og ekkert óvænt kæmi uppá, en eins og kunnugt er hefur tvívegis þurft ÚRSLIT I 3. FLOKKI Úrslitakeppni 3. fl. íslands- mótsins í knattspyrnu hefst á Akureyri í dag, fimmtudag kl. 17,00 á Þórsvellinum. Leikið verður í tveim riðluin, í A. riðli leika Þór, Týr, Valur og IK, en í B riðli Fylkir, Þróttur, Hött- yrði frá því fyrir helgi og æfingar þá hafnar í næstu viku. Ekki væri heldur ákveðið hvort kvennalið Þórs yrði sent í II. deildina, en þær féllu niður í fyrra og mikill kostnaður við að halda liðinu úti, en innkoma væri nær engin. Ólafur sagði að allir yrðu með áfram, að Sigurði Sigurðssyni undanskildum og líkur væru á því að þeir Guðjón Guðmundsson og örn Guðmundsson sem verið hafa með knattspyrnuliði félags- ins í sumar léku með í vetur. þjálfari, en haft hefur verið sam- band við Mark Cristiansen o.fl., hins vegar sagði Árni að erlendur þjálfari kostaði mikla peninga, en þeir væru af skornum skammti. Hann sagði að Þórsarar yrðu án Alfreðs Tuliníusar í vetur, en hann fer til náms í Danmörku. Ekki bjóst hann við aðkomu- mönnum til liðsins, en sagði að byggt yrði á ungum leikmönnum, enda heppilegra þegar til lengdar léti heldur en þurfa sífellt að elt- ast við aðkomumenn til að fylla í liðið. að fresta þessum leikjum og eftir síðari frestunina sagði þáverandi formaður ráðsins, Þóroddur Hjaltalín, af sér for- mennsku i ráðinu. Við þetta má bæta úrslitum í Ak.-móti Il.-flokks, Þór sigraði í fyrri leiknum 3-1, en KA í þeim síðari og þurfa því liðin að leika þriðja leikinn um Akureyrar- meistaratitilinn. Minningarleikur í knattspyrnu: Í.B.A. GEGN HEMMA GUNN. OGC/O. Á föstudagskvöldið kl. 19,00 fer fram á Akureyri hinn árlegi minningarleikur um Jakob Jakobsson sem fórst af slys- förum í Þýskalandi fyrir all- mörgum árum. Að þessu sinni kemur hingað Stjörnulið Her- manns Gunnarssonar sem gert hefur garðinn frægan í sumar og leikur gegn liði ÍBA eins og það var skipað árið 1971. Með ÍBA-liðinu leikur Elmar Geirsson og mun hann ásamt hinum gömlu landsliðsmönn- um okkar reyna að hefta sigurgöngu Hemma Gunn. og félaga. Það má því örugglega búast við góðri knattspyrnu á Akureyrarvelli á föstudag. ur og Akranes. Síðan verður leikið um sætin frá 1-8 að lok- inni keppni í riðlunum. Úrslitaleikurinn sjálfur fer fram á Akureyrarvelli á sunnudag kl. 14,30. Arnar til Noregs Hinn stórefnilegi hlaupari, Arnar Kristinsson KA er á förum til Noregs. en hann er einn fjögurra ungmenna sem keppa þar fyrir íslands hönd á Andrésar Andar leikunum í frjálsum sem fram fara nú um helgina. Arnar á að keppa í 60 og 800 m hlaupum og óskum við honum góðs gengis í keppninni, sem er fyrir unglinga 12 ára og yngri. 4 - DAGUR • 20. ágúst 1981 20. ágúst 1981 - DAGUR - 5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.