Dagur - 29.10.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 29.10.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 64. árgangur Tóku upp tonn af kartöflum undan snjó á einni helgi Túnsbergi 27. október. Þrátt fyrir frost og hríð hefur Guðmundur bóndi Haraldsson í Hallandi tekið upp kartöflur að undanförnu. Guðmundur mokaði snjó ofan af grösunum og tók upp örfáa poka á dag. Um síðustu helgi mun Guðmundur hafa tekið upp eitt tonn af kartöflum. Pokana setti hann jafnóðum inn í bíl og kartöfl- urnar eru hreint ágætar, enda er ennþá allt heilt undir. Ekki vill Guðmundur halda þvi fram að þetta sé neitt sérstakt og þetta hafi hann gert hér á árum áður, en ég tel að þetta sé ekki á allra færi að taka upp við þessar aðstæður. Menn þurfa að búa yfir mikilli þolinmæði og þrautsegju ef það á að takast. S.L. Fjárhagsörðug- leikar Söltunar- félagsins Söltunarfélag Dalvíkur á nú í um- talsverðum fjárhagserfiðleikum. Erfiðleikarnir eru einkum skortur á rekstrarfjármagni, en eignastaða fyrirtækisins er góð. Málefni fyrir- tækisins hafa verið rædd á fundum bæjarstjórnar og kosin hefur verið nefnd til að fjalla um hugsanlegar úrbætur. í nefndinni eiga sæti fulltrúar bæjarins og Söltunarfé- lagsins. Dalvíkurbær á u.þ.b. einn þriðja hlutabréfa í fyrirtæk- inu, en stærsti hluthafinn er Snorri Snorrason. ÚTLAGINN SYNDURI BORGARBIÓI Kvikmyndin Útlaginn verður sýnd í Borgarbíói um helgina. Sem kunnugt er, þá er Útlaginn byggður á Gísla sögu Súrssonar. Leggur myndin áherzlu á þá ör- lagasögu um frændur, fóstbræður og hefndir sem þar er sögð. Sýning- artíminn er hundrað og fjórar minútur, en miklu var til kostað að búa myndina svo úr garði, að hún iýsi þeim atburðum undanbragða- leust, sem greinir frá í sögunni af Gísla. Þvf var lagt mikið fé f leik- sviðsgerð, búninga og byggingar og fengnir til sérfróðir erlendir menn til að bardagaatriði yrði trúverðug. gk 81 •-y.4r- t .yÚ J® t>v lilWl'i 'W* fl'IIIHHMBB—BMB— Akureyri, fimmtudagur 29. október 1981 84. tölublað Landsbyggðin borgar „báknið“ í Reykjavík Ríkis-„báknið“ vex aðeins í Reykjavík og nágrenni, þrátt fyrir það að fólk á landsbyggð- inni leggi sifellt stærri skerf hlutfallslega til rikisins í formi skatta. Þetta er meginniður- staða skýrslu sem Fjórðungs- sambánd Norðlendinga lét taka saman og nú hefur verið send öðrum landshlutasamtökum og einnig öllum þingflokkunum. í ályktun síðasta fjórðungsþings um þetta mál var lögð á það áhersla, að við væntanlega jöfnun á kosningarétti verði tekið tillit til þessa og ríkisstarfseminni verði jafnframt dreift meira um landið. Nú hefur verið farið fram á við- ræður milli landshlutasamtakanna og þingflokkanna um framgang þessarar tillögu en þetta mál verð- ur rætt á sámstarfsfundi lands- hlutasamtaka sveitarfélaga um miðjan næsta mánuð. { skýrslu fjórðungssambandsins kemur fram, að höfuðborgarsvæð- ið hefur ekki lagt hlutfallslega meira til rikisrekstrarins en áður og í engu samræmi við aukna hlut- deild í ríkisútgjöldum. Segja má að ríkið afli síaukinna tekna úti á landi og eyði þeim í vaxandi mæli á höf- uðborgarsvæðinu. Sem dæmi má nefna, að á árun- um 1976-78 hækkuðu ríkisútgjöld samkvæmt A-hluta ríkisreiknings um 12,8% og af þeirri aukningu fóru 69,2% til höfuðborgarsvæðis- ins en rösklega 30% til allra hinna landshlutaanna, þar af 8% til Norðurlands eystra. Og allt niður í 2,2% til Suðuriands. Á sama tíma lækkaði hlutfall höfuðborgarsvæð- isins í tekju- og eignaskatti til ríkis- ins úr 62,8% í 58,7%. Hlutfall höf- uðborgarsvæðisins í launagjöldum frá ríkissjóði hækkaði á sama tíma úr 66,8% í 71,9%. Þó að talsvert hafi verið unnið við að rifa gömlu síldar- öllu. Nú hefur einn eigandanna höfðað skaðabótamál á bryggjurnar á Siglufiröi, er enn langt f land að þær hverfi með hcndur bænum vegna niðurrifs bryggju hans. Mynd: H. Sv. Gamlar bryggjur rifnar á Siglufirði: EINN EIGANDANNA FOR IMÁL VIÐ BÆJARSJÓD „Þegar það stóð til að rífa þess- ar gömlu bryggjur, var haft samband við eigendur þeirra og þeir spurðir að því hvort þeir vildu taka þátt í því og nota það tækifæri sem byðist þegar dýkunarskipið Grettir yrði hér. Mér skilst að þáverandi tækni- fræðingur bæjarins hafi reynt að hafa samband við Óskar Gari- baldason en það ekki tekist, og þess vegna hef ég látið hafa eftir mér að það hafi verið vafamál hvort við mættum rífa bryggjuna sem hann átti“ sagði Ingimund- ur Einarsson bæjarstjóri á Siglufirði í samtali við DAG. Ósjcar Garibaldason undi niður- rifi bryggjunnar illa, og hefur nú hafið málsókn á hendur bæjarsjóði Siglufjarðar. Vill hann fá 18.200 krónur í skaðabætur fyrir bryggju sína. „Allir aðrir eigendur samþykktu að láta rífa bryggjur sínar og það koma því ekki fleiri mál upp af þessu tagi“ sagði Ingimundur. „Það er tvímælalaust hægt að segja að þetta hafi verið ónýt mannvirki. Þau voru hættuleg og höfðu á sér slæmt yfirbragð. Voru ljót og vöktu athygli þeirra sem hingað komu. Þetta voru allt bryggjur frá „Gull- aldarárunum“ svokölluðu og það eru reyndar fleiri eftir sem ekki var kostur að rífa í þetta sinn.“ Ingimundur sagði að nú væri unnið við höfnina. Sprengt hefði verið utanvert í hlíðinni og grjót þaðan notað til uppfyllingar í smábátahöfn sem yrði út frá innri höfninni svokölluðu. Hinsvegar væri aðalhöfnin afbragðsgóð frá náttúrunnar hendi, og vonandi þyrfti ekki að kosta miklu fé til hennar næstu árin. „Það yrði þá ekki nema frekara viðlegupláss, þvi stærri og fullkomnari skip kalla á betri viðlegu" sagði Ingimundur Einarsson bæjarstjóri. Sæmilegur heyfengur Ytra-Hvarfi Svarfaðardal 28. október. Samkvæmt upplýsingum frá forðagæslumönnum er heyfeng- ur hér um slóðir sæmilegur, en einstaka mann mun þó vanta hey. Svo virðist vera sem hey séu ódrjúg og koma þar til ýmsar ástæður. Nýjar búgreinar hafa mikið verið til umræðu og í Svarfaðardal er Hjalti Haraldsson, Ytra-Garðs- horni, að undirbúa refabú. Hann gerir ráð fyrir að fara af stað með refaræktina næsta sumar. Eitthvað hefur misfarist af fé. Ég hef heyrt það frá mönnum að eina og eina kind vanti af því fé sem var komið heim, en enn mun líða langur tími áður en öll kurl koma til grafar í þeim efnum. Jóhann. Helgar-Dagur kemur út á morgun, fjölbreyttur af efni. Margrét Kristinsdóttir fjallar um meðferð á hráu lambakjöti, Jón Gauti Jónsson skrifar um hreindýr á Norðurlandi. Viðtal er við Örlyg Ingólfsson skipstjóra á Drang. Handavinnukennararnir Auður Sæmundsdóttir og Vilborg Aðal- steinsdóttir sjá um föndurþátt og sr. Hjálmar Jónsson um vísnaþátt. Opnuviðtölin eru við Karl Jóna- tansson og Sigvalda Þorgilsson hljómlistarmenn um kabarettinn „Gráu hárin“ sem frumfluttur verður í Sjálfstæðishúsinu á Akur- eyri um helgina, og rætt er við Örn Inga listmálara, sem opnar um helgina sýningu að Kjarvalsstöð- um. Þátturinn „Dagdvelja" er í umsjá Braga V. Bergmanns, Jón frá Garðsvík skrifar greinina „ Og nú er það hangikjötið," Helgi Hallgrímsson fjallar um náttúru- vernd, Noregspóstur frá Atla Rún- ari Halldórssyni er á sínum stað, einnig sjónmenntaþáttur Helga Vilbergs. Þá eru glefsur úr gömlum DEGI á sínum stað á baksíðunni og þar fjallar Hákur á sinn sérstaka hátt um skoðanakannanir. For- síðumyndin að þessu sinni er eftir Örn Inga listmálara.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.