Dagur - 29.10.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 29.10.1981, Blaðsíða 4
maji Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifatofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Aukin miðstýring Fjórðungssamband Norðlendinga hefur sent formönnum allra þing- flokkanna ályktun síðasta fjórð- ungsþings, þar sem fjallað er um síaukna miðstýringu þjóðfélags- ins frá Reykjavík, en þar var látinn í Ijósi sá ótti, að með væntanlegri breytingu á kjördæmaskipan ykist þessi miðstýring og byggðarösk- un hiytist af. Ætlunin er að taka efni þessarar ályktunar fyrir á næsta samstarfs- fundi landshlutasamtaka sveitar- félaga um miðjan næsta mánuð og farið hefur verið fram á að af viðræðum geti orðið milli lands- hlutasamtakanna og fulltrúa þingflokkanna, að loknum sam- starfsfundinum. Þessi ályktun Fjórðungsþings byggist á skýrslu um skiptingu ríkisútgjalda eftir byggðasvæðum á árunum 1976-1978, samkvæmt A-hluta ríkisreiknings. f skýrsl- unni kemur m.a. fram, að á þess- um árum hefur tæplega 70% aukningar ríkisútgjalda miðað við þjóðarframleiðslu farið til höfuð- borgarsvæðisins, en röskiega 30% til hinna landshlutanna allra samanlagt, eða frá 2,2%-8%, sem kom í hlut Norðurlands eystra. Á sama tíma varð hins vegar þveröf- ug þróun í hlutfalli innheimtra rík- istekna, sem sýnir svart á hvítu, að höfuðborgarsvæðið hefur ekki lagt til ríkisrekstrarins meira en áður og ekki í neinu samræmi við stóraukna hlutdeild þess í ríkisút- gjöldum. Skýrsla Fjórðungssambands Norðlendinga segir okkur að íbú- ar landsbyggðarinnar afla ríkinu tekna í stórauknum mæli á meðan þessum sameiginlegu sjóðum er í sívaxandi mæli eytt í Reykjavík og nágrenni. Þessar niðurstöður sýna svo ekki verður um villst, að ríkisbúskapurinn er geysilega þýðingarmikill í þjóðfélagsþróun- inni og jafnframt, að nær öll aukning „báknsins“ er í Reykja- vík. I' lokaniðurstöðum skýrslu Fjórðungssambandsins segir m.a., að ríkisbúskapurinn með hinni miklu miðstýringu fylgi ekki þeim megin markmiðum, sem markviss byggðastefna verður að byggjast á. Með tilliti til þess, að æ stærri hluti vinnuafls þjóðarinnar leitar til þjónustustarfa, sem er að stórum hluta tengd ríkisstarfsemi, er Ijóst að staðsetning stjórnsýsl- unnar og velferðarstarfsemi ríkis- ins getur haft úrslitaáhrif á bú- setuþróun í landinu. Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum þingflokkanna við málaleitan landshlutasamtak- anna. Skyldi miðsæknin vera orð- in svo rótgróin, að jafnvel samtök sveitarstjórnarmanna víðs vegar um landið fái litlu eða engu ráðið í þessum efnum? Jón Hjartarson F. 26. sept. 1911 - D. 3. okt. 1981 Kveðja frá barnabörnum Við helgum þér afi, hjartans mál, og hlýr er sá þakkaróður. Þitt ylríka viðmót ungri sál, varð okkur sem helgur sjóður. Á fjársjóð þann aldrei fölva slær, í faðmi þér glöð við undum. Til blessunar er það blóm, sem grær á bernskunnaryndisstundum. í rósemi okkur réttir hönd, því reikult er barn í spori. — Ei haustveðrin ná að hefta bönd sem heyra til blíðu vori. Þótt við þér oft blöstu veðraský, þú vel sóttir fiskimiðin. Þín víðkunna stjómun, vökul, hlý, bar vitni um hjartafriðinn. Er byrgt hafði fyrir sumarsól, þá svalinn um vanga næddi. Og fokið þá var í flest öll skjól, er fársjúku hjarta blæddi. Og hinsta var kveðja heilög stund, þó hugkvæmdist fátt til ráða. — Á hafið var sótt með hetjulund, þú hugprúður gekkst til náða. Þín elskaða minning afi kær, ber endurskin fyrri daga. Hún mildað fær söknuð, máttug, tær, um manndóm er öll þín saga. J.S. Frá vinstri: Arni, Marlin og Hermina. Mynd: á.þ. Hefur aflað upplýsinga um 300 hagyrðinga Þótt hann sé kominn á áttræðisaldur lætur Vest- ur-íslendingurinn Marlin J. Magnússon ekki deigan síga. í hitti fyrra kom út eftir hann bókin Nýjar rúnir og nú er hann að safna heimildum um hag- yrðinga í Vetsurheimi. Marlin er kominn mep upplýsingar um 300 hag- yrðinga og hefur í hyggju að auka við safnið til mik- illa muna. Sum skáldanna hafa aldrei ort á íslensku og má í því sambandi FELL H.F. I NYTT HUSNÆÐI Valtýr Hreiðarsson (t.h.) og Gtinnar Jónsson. Mynd: á.þ. Fell h.f. hefur flutt í nýtt hús- næði við Kaupvangsstræti 4, úr Strandgötu 7. Fyrirtækið var stofnað um áramótin 1977/78 og var upphaflegt markmið al- hliða viðskiptaþjónusta, en aðalstarfssvið hingað til hefur verið bókhald, uppgjör og fram- töl fyrirtækja og einstaklinga. Einnig hefur fyrirtækið annast einstaka verkefni við rekstrar- fræðilega útreikninga. í því sambandi má geta útreikninga á hagkvæmni, kostnaðaráætlanir, pappírsvinnslukerfi og fl. Ráðn- ingarþjónusta fyrirtækisins er all virk, sem sjá má af auglýs- ingum í bæjarblöðunum. í fréttatilkynningu frá Felli segir að of lítið húsnæði í Strandgötu hafi sett fyrirtækinu skorður og m.a. var ekki unnt að bæta við starfsfólki, en eftir flutninginn hef- ur Fell h.f. mun betri möguleika á úrvinnslu stærri verkefna og hafa forráðamenn fyrirtækisins mikinn áhuga á úrvinnslu verkefna varð- andi ýmis konar rekstrarráðgjöf. Starfsmenn fyrirtækisins eru 3 til 4. Framkvæmdastjóri er Valtýr Hreiðarsson, viðskiptafræðingur og skrifstofustjóri er Gunnar Jóns- son. minnast Arthurs Reykdals, sem orti eingöngu á ensku. Marlin kom til Akureyrar á dög- unum ásamt konu sinni Hermínu, sem er af tékkneskum ættum. Árni Bjarnarson bókaútgefandi á Akur- eyri mun taka á móti upplýsingum fyrir Marlin sem íslendingar geta veitt þeim síðarnefnda um skáld í Vesturheimi t.d. um ættir þeirra hér á landi. Öll vitneskja er vel þegin, sagði Marlin. Ekki sagðist Marlin geta fullyrt hvort þessar upplýsingar yrðu gefnar út í bókar- formi, en hann hefði í hyggju að safna þeim saman á einn stað svo fræðimenn seinni tíma ættu greiðan aðgang að þeim. ,,Eg hef ekki tekið sýnishorn af kveðskap hvers og eins. Þá er hægt að saka mann um hvers vegna þetta var tekið en ekki hitt. Annars er þetta óendanlegt starf og ég lét skáldagáfu hvers og eins ákvarða hvort hann er tekinn með í safnið. Við verðum að viðurkenna fleiri sem skáld en þá mestu, þá sem fengu birt kvæði í bókum og blöð- um. Sumir komust aldrei á prent, en eiga skilið að eftir þeim sé mun- að,“sagði Marlinaðlokum. Valdimar Brynjólfsson heilbrigðisfulltrúi á Akureyri: MERKINGAR MATVÆLA Fyrirmæli um merkingu á matvæl- um og öðrum neyslu- og nauð- synjavörum eru bundin í ákvæðum reglugerðar nr. 250/1976 og síðari breytingum á þeirri reglugerð þ.e. reglugerðum nr. 101/1977 og nr. 162/1977. Tilgangur merkinga matvæla er að veita upplýsingar um vöruna, svo þeir sem með hana fara og þeir sem neyta hennar viti um hvaða vörutegund er að ræða og hvernig skuli geyma hana svo hún verði ekki fyrir skemmdum og geti þannig orðið hættuleg heilsu manna. Eins og sést á ártali reglugerð- anna hafa framleiðendur fengið góðan aðlögunartíma til að koma merkingum í gott lag en því miður er enn nokkur misbrestur á að svo sé hjá sumum fyrirtækjum. Merk- ing einstaka matvælategunda er slík að ætla mætti að vísvitandi sé verið að vanmerkja í þeim tilgangi að villa um fyrir kaupendum og reyna þannig að selja v: ru sem ekki er söluhæf lengur. Þau matvæli sem sérstaklega þarf að hafa í huga eru svokölluð viðkvæm matvæli en það eru mat- væli sem þurfa sérstakar geymslu- aðferðar með til þess að þau haldist óskemmd. Aðallega er átt við kælivörur og frystivörur, v: rur sem þarf að geyma við ákveðið hitastig og gæta þess að kælikeðjan sé aldrei rofin á leið sinni til neytandans, frá fram- leiðslu, í dreifingu og í geymslu í verslun. Ef litið er nánar á hvernig viðkvæm pökkuð matvæli skulu merkt þá skal koma fram á um- búðunum: 1. Nafn og heimilisfang framleið- anda eða pökkunarfyrirtækis. 2. Nafn vörunnar og aðrar upplýs- ingar sem framleiðandi vill að komi fram. Engar blekkjandi upplýsingar má gefa um vör- una, hvorki á umbúðum né í auglýsingum. 3. Hvernig varan skal geymast. a) Djúpfrystar nauðsynjavörur (undir -t- 20° C) skal merkja með „djúpfryst“ á umbúðir. b) Kælivörur, viðkvæm matvæli sem geyma skal í kæli, skal merkja „Geymist í kæli“. Þessar vörur skal geyma við 0-4° C. 4. Geymsluþol. Skal það skráð á pökkunarstað þannig að fram komi pökkunardagur og síðasti leyfilegi söludagur: „Pakkað .....“ „Síðasti söludagur .....“. Framleiðandi skal ábyrgjast það geymsluþol sem hann gefur upp en eftirlitsaðila ber að fylgjast með að það standist. Verslunum er óheimilt að geyma vörur öðruvísi en merk- ing segir fyrir um. Verslanir mega ekki frysta kælivöru og allra síst eins og nokkur brögð hafa verið að, að geyma kæli- vöruna fyrst sem kælivöru og síðan frysta hana þegar geymsluþolið er búið. Þá má ætla að gerlafjöldinn í vörunni sé kominn í það hámark sem leyfilegt er og varan batnar ekkert við það að frjósa, gerl- arnir lifa frystinguna af. 5. Fyrirmæli um þyngd og sam- setningu vörunnar er ekki að finna í reglugerðum en ákvæði eru um að Heilbrigðiseftirlit ríkisins geti sett slík fyrirmæli. Það hefur hingað til verið gert í því formi að mælst hefur verið til þess að framleiðendur merki vöruna með þessum upplýsing- um. Mikið skortir á að hægt sé að fylgjast með hvort uppgefin inni- haldslýsing sé rétt. Matvælarann- sóknir ríkisins eiga að annast efna- og gerlarannsóknir vegna heil- brigðiseftirlits í landinu en hefur enga aðstöðu til efnarannsókna enn sem komið er. Þar verður úr að bæta hið bráðasta. Einstakar rann- sóknir er að vísu hægt að gera við aðrar stofnanir og er það gert þegar þörfin er brýnust eða um sérstök verkefni er að ræða. Æskilegt er að framleiðendur sjálfir veiti kaupendum þá sjálf- sögðu þjónustu, að gefa upp magn og innihaldslýsingu, en meðan ekki er með góðu móti hægt að rannsaka hvort uppgefin innihaldslýsing stenst, þá er alveg út í hött að setja fram almennar kröfur um nákvæma lýsingu á samsetningu vörunnar. Öðru máli gegnir þó ef um varasöm aukaefni er að ræða. Að lokum eru neytendur hvattir til að fylgjast vel með merkingum á vörunum því það verður ávallt sterkasta eftir litið. Valdimar Brynjólfsson. llmsjón: Ólafur Ásgeirsson Kristján Arngrímsson Tvlburabræöurnir Gunnar og Gylfi Gíslasynir keppa á Norðurlandamóti ung- linga I lyftingum um helgina ásamt Haraldi Ólafssyni. Þeir keppa í Noregi - Þrír lyftingamenn frá Akureyri á NM unglinga Þrír kornungir og stórefnilegir lyftingamenn frá Akureyri eru í íslenska unglingalandsliðinu í lyftingum sem keppir á Norðurlandamótinu í Bergen í Noregi um helgina. Þetta eru Haraldur Ólafsson, og tvi- burabræðurnir Garðar og Gylfi Gíslasynir. Haraldur á Norðurlandameist- aratitil að verja á mótinu og eru taldar mjög góðar líkur á að hann snúi heima með gullverðlaun. Þá hefur Garðar náð sérstaklega góðum árangri á æfingum að undanförnu og er til alls líklegur < eins og Gylfi reyndar líka. Á sama tíma og unglingarnir etja kappi við jafnaldra sína frá hinum Norðurlöndunum í Berg- en mun Kristján Falsson frá Ak- ureyri verða í sviðsljósinu á miklu lyftingamóti sem fram fer í Finn- landi. Þar verða keppendur víða að og óvíst að segja að Kristján verður þar í góðum félagsskap. Eirfkur Sigurösson Þórsari reynir körfuskot (leik Þórs og Tindastóls um slðustu helgi, en Þér vann yfirburðasigur I þeirn leik. Ljósm. KGA: Ánægðir Norðmenn Íþróttasíðunni hefur borist blað sem gefið er út í Noregi, af Kongsberg idretts forbund. Þar greinir frá ferð skíðamanna á Andrésar Andar leikana sem haldnir voru á Akureyri s.l. voru. Þar má sjá að mikil ánægja ríkti hjá þeim með þessa ferð, og rómuðu þau allar móttökur hér á Akureyri svo og framkvæmd mótsins, og síðast og ekki síst að- stoð þá sem Akureyrarbær veitir skíðakeppni eins og þéssari. Síðast í greininni segir farar- stjórinn m.a. þetta. „Við spurðum krakkana þegar þau komu heim, hvernig þeim hafði líkað ferðin. Jú keppnin var stórkostleg, en hugsaðu þér hvað við raunar upplifðum í þessari ferð. Það munum við svo lengi sem við lif- um.“ Það er gaman fyrir forustu- menn skíðamála hér á Akureyri að fá svo góðan vitnisburð, og þann er um getur í norsku blaða- greininni. :KIF-alpinister til ISLAND KIF's alpingruppe ble invitert til á del- ta i árets Donald Duck-raesterskap pá Is- land etter invitasjon fra Skiklubben pá Akureyri. Bakgrunnen for invitasjonen var at islendingene flere ganger har del- tatt i Donald Duck-raesterskapet her pá Kongsberg. Turen ble pá alle máter vellykket. Været avreisedagen var strálende slik at fly- turen til Reykjavik og videre til Aku- reyri ble en opplevelse for store og smá. Pá flyplassen ble vi tatt i mot av islen- dingene og KIF's "representant" Hávard Saude, som har vært skitrener i Olafs- fjordur i vinter. Vi ble plassert pá Ski- hotellet oppe i fjellet der konkurransen skulle gá.et sted som passet oss ypperlig og hvor vi alle folte oss som “hjerarae". KA réð Gunnar Knattspyrnudeild KA hefur ráðiö Gunnar Gíslason starfs- mann hjá sér næsta sumar. Gunnar lýkur námi í íþrótta- kennaraskólanum næsta vor, og mun hann þjálfa unglinga á knattspyrnuvöllum KA næsta sumar. Þá er Gunnar einnig einn af máttarstólpum KA liðsins í knattspyrnu, og nú í vetur leikur hann handknattleik með KR við hlið stóra bróður síns Alfreðs Gíslasonar. Gunnar er eins og bræður hans allir, fjölhæfur íþróttamaður, og hefur m.a. verið valinn íþróttamaður Akureyrar. Gunnar Glslason Blakað um helgina Á laugardaginn verða fyrstu lekirnir í Blaki á þessu hausti. Þá verður keppt í fyrstu deild bæði karla og kvennaflokki. Kl. 15.00 leika UMSE og ÍS í fyrstu deild karla og þar gæti orðið um hörkuleika að ræða. Eyfirðingar hafa æft vel undan- farið undir stjórn Halldrós Jóns- sonar þjálfara, og hafa þeir fengið til liðs við sig marga knáa leik- menn, sérstaklega úr MA. Strax á eftir leika i fyrstu deild kvenna IS og KA. Þetta er i fyrsta sinn sem KÁ leikur í fyrstu deild kvenna, en KA stelpurnar hafa æft vel undir stjórn Hinriks Þór- hallssonar þjálfara síns. Báðir þessir leikir fara fram í íþróttahúsinu i Glerárhverfi og eru áhorfendur hvattir til að fjöl- menna meðan húsrúm leyfir. HANDKNATTLEIKUR Á föstudagskvöld kl. 20.30. keppa Þór og Dalvíkingar í þriðju deild í handbolta. Þórsarar hafa verið mjög sigursælir til þessa, en spumingin er hvort Dalvikingar stöðva sigurgöngu þeirra. Þess vegna ættu áhorfendur að fjölmenna í skemmuna og sjá spennandi leik. 4 - DAGUR - 29. október 1981 29. október 1981 • DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.