Dagur - 29.10.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 29.10.1981, Blaðsíða 8
BAGUIR Akureyri, fimmtudagur 29. október 1981 BÍLAVÍR - RAFGEYMAKAPLAR LEIDSLU5KÓR - KAPALSKÓR GEYSIVÆNIR DILKAR KOMU FRÁ VALLHOLTI Miklir búferlaflutningar til Akureyrar og á milli bæjar- hverfa hefur gert það að verkum að kjörskráin sem er miðuð við 1. desember 1980 er orðin með öllu úrelt. Ljóst er að mikil vinna verður í að gera kjör- skrána rétta fyrir prestkosning- arnar í vetur. Að sögn Þormóðs Einarssonar, sóknarnefndarfor- manns í Glerárhverfi, verður sú vinna að mestu leyti innt af hendi af starfsfólki á bæjar- skrifstofunni. Þormóður sagði að það væri allt of algengt að fólk trassaði svo mánuðum skipti að tilkynna um nýtt heimilsfang. T.d. er fjöldi fólks í Glerárhverfi ekki á kjörskrá þar heldur á öðrum stöðum í bænum eða í öðrum landshlutum. Hér er um að ræða fólk sem hefur flutt eftir I. desember 1980. Þormóður vildi hvetja þetta fólk og einnig íbúa í öðrum hverfum sem eins er ástatt fyrir að tilkynna sig sem allra fyrst svo það væri örugglega á kjörskrá á réttum stað þegar þar að kemur. Ný sport- vöruverslun Ný sportvöruverslun, SPORT- LÍF, hefur verið opnuð á Akur- eyri. Verslunin er til húsa í Kaupangi, og er eigandi hennar Sigurjón Egilsson. Verslunar- stjóri er Guðjón Guðjónsson. SPORTLÍF er með HUMMEL íþróttavörur á boðstólum í miklu úrvali. Auk almennra íþróttavara leggur verslunin áherslu á að sinna þeim sem stunda hestamennsku. Þá selur verslunin SUPERÍA reiðhjól og þrekhjól, og skíðavörur yfir vetrartímann. Strætis- vagnarnir fá for- gangsrétt Frá og með mánudeginum 2. nóvember fá strætisvagnarnir á Akureyri forgangsrétt út í um- ferðina frá biðstöðvum. Þetta hefur tíðkast í Reykjavík og Kópavogi um nokkurt skeið og er gert til að auðvelda akstur vagn- anna með tilliti til tímasetningar á leiðum þeirra. Sérstakt merki verður sett á afturrúður vagnanna til að minna ökumenn á þennan forgangsrétt bíla S.V.A. Sauðárkróki 27. okt. Slátrun sauðfjár hjá Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga lauk þann 22. október. Alls var slátrað 59,894 kindum, þar af 54 þúsund dilkum. Meðalþungi dilka reyndist vera 13,604 kg, eða o,657 kg minni en á síðasta ári. Vetrarstarf hinna fjölmörgu félaga á Dalvík er að hefjast. Nú er búið að rífa æskulýðshúsið á staðnum og flyst starfsemin þaðan mikið í skólann. Skát- arnir eru að fara af stað og verður starfsemi þeirra svipuð í vetur og í fyrra. Skíðafélagið er einnig að hefja starfsemi. Skíðamenn eru að fá troðara, sem mun gjörbreyta skíðaað- stöðunni í fjallinu. Að sögn for- ráðamanna skíðafélagsins er von á troðaranum í nóvember. Troðarinn verður einnig notað- ur sem björgunartæki ef því er að skipta. Ungmennafélagið er að fara af stað með sína vetrarstarfsemi. Á vegum félagsins erður haldið kar- Skóverksmiðjan Iðunn er nú langt komin með að framleiða eitt þúsund pör af skóm fyrir tékkneskt fyrirtæki og hefur framleiðslan sem slík gengið ágætlega. „Við vitum ekki hvort framtíð er í þessu og ekkert hægt að segja um það fyrr en Tékkamir koma með Heildarmagn innlagðs kjöts var 873,680 kg. Þyngsta dilkinn átti Hafsteinn Lúðvíksson Ytra-Vall- holti og var hann 34,2 kg. Meðal- þyngd dilka frá Vallholti reyndist vera 17,842 kg en alls var slátrað 344 dilkum þaðan. atenámskeið og það eru félagar í Karatefélagi Akureyrar sem munu kenna. Einnig erfélagið meðfrúar- leikfimi og boltaíþróttir. Hesta- mannafélagið verður með svipaða starfsemi í vetur og undanfarin ár. Þeir eru að enda góða vertíð ef svo mætti að orði komast. í sumar voru hestamenn með reiðskóla og í hon- um voru um 80 unglingar. Þessi þáttur starfseminnar hefur aldrei verið jafn viðamikill og í sumar. Áhugi almennings og bæjaryfir- valda á æslulýðsmálum virðist oft á tíðum vera mjög lítill. Þessi mál lenda alltof oft á of fáum herðum, en vonandi stendur þetta allt til bóta í vetur og að Dalvíkingar styðji vel við bakið á íþrótta og æskuiýðsmálum og taki þátt í hinu fjölbreytta starfi sem á boðstólum raunhæft tilboð. Aðalspurningin varðandi það hvort þetta gæti gengið er sú, hversu sterkt dreif- ingarkerfi þeirra er á Bandaríkja- markaði. Ef það er gott og öflugt ættu að vera möguleikar fyrir þessa framleiðslu", ságði Hjörtur Eiríks- son, framkéæmdastjóri Iðnaðar- deildar Sambandsins, er Dagur innti hann eftir þessum málum. Slátrun stórgripa hófst 26. okt. og stendur fram í nóvember. Ekki er ljóst hversu miklu verður slátrað en ljóst að það verður með meira móti. Undanfarandi harðindi hafa höggvið skarð í heyfeng bænda sem ekki var of mikill fyrir. Allar handvirkar stöðvar í sólar- hrings „Það er alltaf gaman að segja frá þegar við getum aukið þjónustuna,“ sagði Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri Pósts og síma, en hans umdæmi nær frá Hrútafirði og allt austur til Langaness. „Innan tveggja mánaða verður búið að koma öllum handvirku stöðvunum í sólarhrings þjónstu. Þær njóta að sjálfsögðu afgreiðslu hjá sínum stöðvum á afgreiðslu- tíma, en utan hans verða þær tengdar öðrum stöðvum. Hand- virkir notendur við Fosshól verða utan afgreiðslutíma Fosshóls í sól- arhringsþjónustu við Húsavík. Það sama gerist í Miðfirði. Fyrir utan afgreiðslutíma stöðvarinnar á Hvammstanga verða handvirkir notendur þeirrar stöðvar tengdir við Sauðárkrók í sólarhrings- þjónstu. Þessu fylgir að sjálfsögðu mikið öryggi,“ sagði Ársæll. Not- endurnir sem hér um ræðir eru rösklega 100 að tölu. G.Ó. ~rj % Að skattleggja skattinn „Ég fékk á dögunum til- kynningu um brunabótaið- gjald og nam upphæðin 187 krónum. Á sama miða kom fram enn hærri upphæð, nefni- lega viðlagatryggingariðgjald upp á 203 krónur. Síðan var lagður söluskattur á allt saman og nam hann 92 krón- um. Ég hélt í einfeldni minni að viðlagagjaldið væri eins konar skattur, sem fest hefði í sessi í kjölfar Viðlagasjóðs, sem varð tii í Vestmannaeyjagosinu. Ég get ekki með nokkru móti skil- ið hvernig hægt er að standa á því a skattleggja skattinn, þ.e. leggja söluskatt á viðiaga- gjaldið. Mér finnst þetta hreinasta ósvinna," sagði viðmælandi Dags og er sjónar- miðum hans hér með komið á framfæri. % „Jómfrúin“ hlýtur góða dóma Eins og lesendum Dags er kunnugt frumsýndi L.A. lelkrit- ið „Jómfrú Ragnheiði" s.l. föstudagskvöld. Leikritið hefur híotið mikið lof áhorfenda, enda er leikur lelkstjórn með því besta sem gerist á fjölunum í Samkomuhúsinu. í blaðinu í dag er auglýsing frá L.A. og er fólk hvatt til að athuga hana, og tryggja sér miða í tíma á leik- sýningar helgarinnar. ■cr % Togarar sigla Það vekur alltaf svolitla furðu þegar togarar landsmanna halda yfir pollinn og selja fisk í nágrannalöndunum. Nýlega kom Kolbeinsey til Húsavíkur eftir söluferð, en meðan á ferðinni stóð var gæftaleysi og ekki of mikill fiskur í frysihús- inu á Húsavík. Án efa eiga for- ráðamenn togarans til hald- góðar útskýringar á siglingu þessa glæsilega skips, en því verður ekki á móti mælt að togararnir eru gerðir út frá ver- stöðvum a Islandi til að skapa vinnu á fslandi — og bæta má við að útgerð a.m.k. sumra togara landsmanna er stórlega styrkt með fé úr opinberum sjóðum. % Undurog stórmerki Á dögunum gerðust þau undur og stórmerki að allir þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra komu til Hvammstanga. í þeim hópi voru tveir ráðherrar, þeir Pálmi Jónsson og Ragnar Arn- alds. Þeir skoðuðu m.a. skól- ann sem er allsendis ófull- nægjandi og þeir ræddu við forráðamenn fyrirtækja. Ekki voru mörg loforð gefin en von- ast er tll að skilningur þing- manna á málefnum Hvamms- tanga hafi aukist verulega. FJÖLBREYTT FÉLAGSLÍF Dalvík 19. októbcr. erA.G. Framleiðsla á tékknesku skónum: Óvíst með framhaldið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.