Dagur - 29.10.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 29.10.1981, Blaðsíða 7
Nýstár- leg bók JC-Mosfellssveit hefur gefið út ítarleg upplýsingakort um skyndi- hjálp í nýstárlegum og handhægum umbúðum. Hér er um að ræða kort, sem eru i plasthulstrum og eru ekki stærri um sig en spilastokkur. Hulsturbókin er 42 blaðsiður að stærð og í henni eru upplýsingar um flest þau óhöpp og slys, sem kunna að henda i'daglegu lifi ásamt leið- beiningum um hvemig eigi að bregðast við þeim. Meðal þeirra slvsatilfella. sem fjallað er um eru: brunasár, drukknun, eitrun, elds- voði, gaseitrun, lost, kal, ofkæling, skordýrabit, umferðarslys og m.fl. JC-Súlur á Akureyri hafa tekið að sér sölu á þessari hulsturbók á Akureyri og munu ganga í hús og selja hana á næstunni. Upplýsingar í bókinni eru mjög aðgengilegar. Fyrst er efnisyfirlit, síðan er mjög fljótlegt að fletta upp á hverju efnisatriði og oftast fylgir mynd með. Spjöldin varðveitast mjög vel t.d. í bíl þar sem búast má við að þau verði fyrir hnjaski. Á Akureyri gefa þau Inga í síma 22498 og Magnús í síma 22469 upplýsingar um bókina. RASMUS KLUMPUR og félagar komnir til íslands Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út tvær litprentaðar teikni- myndabækur í bókaflokknum um Rasmus klump og félaga, nefnast þær Rasmus klumpur smíðar skip og Rasmus klumpur skoðar pýra- mída. Höfundur bókanna eru þau Carla og Vilheim Hansen en Andrés Indriðason þýddi textann á íslensku. Teiknimyndabækurnar um Rasmus klump og félaga hafa veitt milljónum barna um allan heim ótal ánægjustundir og mörg íslensk börn munu kannast við undraveröld þessara yndislegu sakleysingja úr dagblöðum og ÆSKUNNI þar sem sögurnar hafa oft birst Sem framhaldsþættir á undanförnum árum. Samhliða útgáfu framannefndra bóka hefur bókaútgáfan einnig sent á markað litlar gúmmíbrúður af helstu sögupersónum bókanna og fást þær í öllum bókabúðum og víðar. TEKUR AHÆTT UTMA? Þú þarft þess ekki lengur þvi nú getur þú fengið eldtraust- an og þjófheldan peninga- og skjalaskáp á ótrúlega hagstæðu verði. ÚVC/NGCRtnVN Lykill og talnalás= tvöfalt öryggi Innbyggt þjófaviðvörunarkerfi. 10 stæróir, einstakiings og fyrirtækjastæróir. Japönsk gæðavara (JIS Standard). Viðráðanlegt verð. Eldtraustir og þjófheldir. Japönsk vandvirkni i frágangi og stil. 1 S, Akurcyri . Pó«thólf432 . Vatnið ólgar í baðkarinu. Mynd: á.þ. Baðstofan Björk í síðustu viku opnaði Helga Árnadóttir nýja heilsurækt að Grenivöilum 22. Heilsuræktin er nefnd Baðstofan Björk. Helga sagði að hún byði upp á nýjung hér á Akureyri, en það er vatns- nudd og ioftnudd, sem fer fram í sérstöku baðkari. Einnig er sól- bekkur í Baðstofunni Björk, setustofa, sturta og viðskipta- vinirnir fá kaffi eftir að hafa notið meðferðar. „Þessi baðkör hafa rutt sér mjög til rúms og þetta mun vera það fyrsta hér í bæ. Þau þykja mikil heilsubót, góð við vöðvabólgu og til afslöppunar“, sagði Helga. „Talið er ráðlegt að fólk sé um 20 mín. í karinu. Ég get tekið á móti 2 við- skiptavinum í einu þannig að það er heppilegt fyrir t.d. hjón að koma. Meðan annað er í karinu getur hitt farið í sólbekkinn, sem gefur fólki jafnan brúnan lit. Ef við tökum dæmi þá er það gott fyrir fólk að fara í svona bekk áður en það fer til sólarlanda". Baðstofan Björk er í snyrtilegu húsnæði. Þar verður hægt að fá hjóna-, fjölskyldu-, karla- og kvennatíma. Síminn er 23083. Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 5. nóvember kl. 20.00 að Hótel KEA (gildaskála). Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Rætt um starfið í vetur. Félagarfjölmennið. Stjórnin. Frá Brunabótafélagi íslands Gjalddagi fasteignatrygginga var 15. október s.l. Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta. Brunabótafélag fslands Akureyrarumboð Glerárgötu 24. Hluthafafundur í Dagsprenti h.f. verður haldinn í gildaskála Hótel K.E.A. fimmtu- daginn 12. nóvember kl. 20.00. Fundarefni: 1. Stjórnarkjör. 2. Önnur mál. Kjördæmisþing sóknarmanna fram- Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra verður haldið á Akureyri dagana 13. og 14. nóv. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. REIÐ- TYGI SPORTLÍF I KAUPANGI sími24550 Niðursuða Óskum eftir að ráða nokkrar stúlkur til starfa í verksmiðjunni strax. K.Jónsson & Co h.f. sími21466 Kröfluvirkjun óska að ráða vélstjóra til starfa frá og með 1. febrúar 1982. Allar nánari upplýsingar varðandi starfið veitir yfir- vélstjóri virkjunarinnar (símar 96-44181 og 96-44182). Umsóknum sé skilað til skrifstofu Kröfluvirkjunar, Strandgötu 1, 600 Akureyri fyrir 20. nóvember 1981. Kröfluvirkjun. SAMBANO ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Iðnaðardeild • Akureyri Óskum að ráða mann í framtíðarstarf, sem þarf sérþjálfunar við. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu í meðferö véla. Einhver kunnátta í erlendum málum nauösynleg. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 21900 (20). Glerárgata 28 Pósthólf 606 Simi (96)21900 Leikfélag Akureyrar Jómfrú Ragnheiður Höfundur: Guðmundur Kamban Leikstjórn og leikgerð: Bríet Héðinsdóttir Tónlist: Jón Þórarinsson Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Lýsing: David Walter Þriðja sýning fimmtudag 29. október, fjórða sýning föstudag 30. október, fimmta sýning sunnudag 1. nóvember. Miðasala frá kl. 17-19 og sýningardagana frá kl. 17-20.30. Sími 24073. Leikfélag Akureyrar Í^TillRvmTTlBíl Verður í Kjörmarkaði KEA föstudaginn 30. október frá kl. 2-7 e.h. Kynnt verður: „HOLTA-KEX“ og „COLUMBÍU-KAFFI“ 29. október 1981 • DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.