Dagur - 29.10.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 29.10.1981, Blaðsíða 6
Hálsprestakall. Guðsþjónusta á Iilugastöðum n.k. sunnudag 1. nóv. kl. 14.00 Sóknarprestur. Brúðhjón Hinn 19. okt. voru gefin saman í hjónaband í Ak- ureyrarkirkju Þórey Tómas- dóttir húsmóðir og Albert Jens- en húsasmiður. Heimili þeirra verður að Bröttuhlíð 6, Akur- eyri. Krabbameinsfélagi Akureyrar hefur borist gjöf frá starfsfólki Útgerðarfélags Akureyringa til minningar um Jón Hjartarson að upphæð kr. 20.030,00. Kærar þakkir. F.h. Krabbameinsfélags Akureyrar Jónas Thordarson. I.O.O.F. — 2 —16210308 Vi Konur og styrktarfélagar í kvenfélaginu Baldursbrá fund- ur í Glerárskóla sunnudaginn 1. nóv. kl. 13.30. Inngangur að sunnan. Kynnt verður starfs- semi félagsins. Nýir félagar hjartanlega velkomnir. Munið happdrættið. Takið með bolla- pör. Stjómin. Aðalfundur Foreldraféiags Glerárhverfis verður haldinn fimmtudaginn 29. okt. kl. 20.30 í Glerárskóla. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um „óskabarn“ hverfisins, sundlaugina og sýnt likan af henni. Vonast er til að sem flestir mæti og að fram komi hugmyndir um verkefnaval vetrarins. Allir foreldrar eru hvattir til að vera með og stuðla að auknu samstarfi heimila og skóla, sem er aðalmarkmið félagsins. Munið minningarspjöld kven- félagsins Hlífar. Allur ágóði rennur til barnadeildar Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Spjöldin fást í bókabúðinni Huld, símaafgreiðslu sjúkra- hússins og hjá Laufeyju Sigurð- ardóttur Hh'ðargötu 3. Ferðafélag Akureyrar. Fjöl- skylduhátíð 1981 verður í Laugarborg laugardaginn 31. okt. kl. 20.30. Skemmtiatriði og veitingar. Félagsmenn og gestir þeirra velkomnir. Miðasala í skrifstofunni á föstudag kl. 18-19 og laugardag kl. 14-16. Pantanir í síma 22720 á sama tíma. Athugið að miðafjöldi er takmarkaður og ekki er hægt að treysta á sölu við innganginn. St. Georgsgiidið. Fundur verð- ur á Krossastöðum mánudag- inn 2. nóv. kl. 20.00 Lokaátak. Stjórnin. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 86., 91. og 94. tbl. Lögbirtlngarblaðslns 1980 á fasteigninnl Espilundi 15, Akureyri, þingl. elgn Braga Steins- sonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og Jóns Ingólfssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 3. nóvember n.k. kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 108. og 113. tbl. Lögbirtingarblaðsins 1980 og 3. tbl. 1981 á fasteigninni Karlsbraut 17, Dalvík, þingl. eign Sverris Sigurðssonar,'fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 04.11.1981 kl. 14.00. Bæjarfógetlnn á Dalvfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 47. og 52. tbl. Lögbirtingarblaðsins 1981 á fasteigninni Lerkilundur 7, Akureyri, þingl. eign Júlíusar Björg- vinssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns rlkissjóðs og bæjarsjóðs Akureyrar, á eigninni sjálfri þriðjudaginn 3. nóv- ember n.k. kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Leiðbeiningar fyrir þá sem vilja hætta að reykja „Ekki fórn heldur frelsun“ nefnist rit sem Krabbameinsfé- lag Reykjavíkur hefur gefið út og geymir ýmsar hagnýtar ábendingar og leiðbeiningar fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Þetta er 20 síðna fjölrit í fjórum köflum. í fyrsta kafla er drepíð á hið helsta sem mælir með því að hætta að reykja. Einnig er þar bent á hvernig menn geti skráð sínar eigin reykingavenjur og kannað reykingaþörf sina. í öðrum kafla er reykingamönn- um skipt í sex flokka eða gerðir eftir því hvað það er sem rekur þá til að reykja og sýnd er aðferð sem gerir hverjum reykingamanni kleift að finna út hvar hann stendur að þessu leyti. Jafnframt eru hverjum flokki gefin góð ráð í sambandi við að hætta að reykja. Nokkrar almennar ábendingar eru svo í þriðja kafla, m.a. uni al- geng fráhvarfseinkenni og fleiri vandamál sem geta skotið upp kollinum þegar menn hætta reyk- ingum og þar eru nokkrar „síðustu leiðbeiningar“ fyrir þá sem hafa ákveðið að hætta. Loks eru í fjórða kafla leiðbein- ingar sem miðast við fyrstu fjórtán reyklausu dagana. „Ekki fórn heldur frelsun“ fæst hjá Krabbameinsfélagi Reykjavík- ur. Suðurgötu 24, sími 19820 og Reykingavarnanefnd, Lágmúla 9, sími 82531. Ritið er ókeypis og verður sent viðtakendum að kostn- aðarlausu hvert á land sem er. Hægt er að fá ritið í Heilsugæslu- stöðinni á Akureyri, svo og aðra bæklinga Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Opið á laugardögum Höfum opið á laugardögum frá ki. 10-12 ívetur. Verið velkomin. Gleraugnaþjónustan Skipagötu 7, sími 24646 Starfsfolk verksmiðj- anna gefa FSA baðvagn 20. maí sl. afhenti starfsfólk verksmiðja SÍS á Akureyri Fjórðungssjúkrahúsinu höfð- ingiega peningagjöf til minning- ar um fyrrverandi formann Iðju, Jón Ingimarsson. Skyldi pen- ingunum varið til kaupa á bað- vagni ásamt nauðsynlegum hjálpartækjum. Baðútbúnaður þessi er nú kom- inn til sjúkrahússins og er hann staðsettur á lyflækningadeildinni. Baðvagninn er notaður til að baða sjúklinga lyflækningadeildar, sem eiga erfitt með eða geta ekki notað venjulegt baðker. Með tilkomu þessa baðútbúnaðar breytist öll aðstaða til að baða lasburða og lamaða sjúklinga mjög til hins betra. (Fréttatilkynning) Heimildarmynd um Dalvíkur- jarðskjálftann Á næstu dögum er væntanleg kvikmyndaspóla til Dalvíkur, en á henni er stutt heimildarmynd, sem Þjóðverjar tóku, tveim, þremur dögum eftir jarðskjálft- ann 1934. Stjórn Héraðsskjala- safns Svarfdæla samþykkti að kaupa eintak af myndinni, en Þjóðverjar eru tregir til að veita heimild til að láta gera kópíu af myndinni sem er nú í vörslu Kvikmyndasafns fslands. Júlíus Kristjánsson, formaður stjórnar Héraðsskjalasafnsins sagði Sjaldan eins mikill og góður skíðasnjór „Það hefur sjaidan eða aldrei verið eins góður skíðasnjór í Hlíðarfjalii og núna og í fyrra varð t.d. aldrei eins góð aðstaða til skíðaiðkana og nú er í fjall- inu,“ sagði ívar Sigmundsson, framkvæmdastjóri Skíðastaða í viðtali við Dag. „Meðan rigndi sem mest í bæn- um snjóaði stöðugt í Hlíðarfjalli, þannig að snjórinn er nægur,“ sagði fvar ennfremur. Sem kunn- ugt er var skíðalandið opnað al- menningi 17. október, en gamla opnunarmetið er 19. nóvember fyrir meira en áratug. Tvær lyftur verða opnar í fjallinu um helgina, stólalyftan og toglyftan rétt ofan við hótelið. Opið verður frá 10-16 laugardag og sunnudag. að Erlendur Sveinsson, hjá Kvik- myndasafni íslands, hefði séð þessa mynd og fleiri þegar hann fór til Austur-Þýskalands á sínum tíma, síðar fékk safnið kvikmyndirnar. Júlíus sagði að Kvikmyndasafnið myndi fá vél til umráða sem gerir kleift að taka venjulegar ljósmynd- ir eftir kvikmyndum og yrði sú leið farin ef Þjóðverjarnir segðu þvert nei að lokum. Nú er annað bindi af sögu Dal- víkur að koma út og ritun þess þriðja hefst fljótlega. Myndir úr títtnefndri kvikmynd verða vænt- anlega notaðar í það síðarnefnda. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31., 34. og 36. tbl. Lögbirtingarblaðsins 1981 á fasteigninni Litluhlíð 2A, Akureyri, þingl. eign (vars Sigurjóns- sonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 3. nóvember n.k. kl. 16.30. Bæjarfógetlnn á Akureyrl. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 62. og 65. tbl. Lögbirtingarblaðsins 1981 á fasteigninni Óseyri 7, Akureyri, þinglesin eign Híbýli h.f., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri þriðju- daginn 3. nóvember n.k. kl. 11.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Hrossasmölun fer fram í Glæsibæjarhreppi 31. október n.k. Hrossin þurfa að vera komin í Þórisstaðarétt fyrir kl. 12.30. Fjallskilastjóri. Úttör eiginkonu minnar og móður okkar ÞÓRU JÚNÍUSDÓTTUR verður gerð frá Bægisárkirkju laugardaginn 31. október kl. 2 e.h. Jarðsett verður að Myrká. Ármann Hansson og börn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu LÍNEYJAR SIGURÐARDÓTTUR Dvalarheimlllnu Hlíð. Rósant Slgurðsson, Sveinbjörg Rósantsdóttir, Slgursvelnn Friðriksson, Grétar Rósantsson, Dísa Slgfúsdóttlr, Barnaböm. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður míns og tengdaföður SIGURÐAR GfSLASONAR Hvamml, Hrísey Bestu þakkir til allra er hjúkruðu honum í veikindum hans. Erla Sigurðardóttir, Jóhann Sigurbjörnsson og aðrir vandamenn. 6 - DAGUR - 29. október 1981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.