Dagur - 01.12.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 01.12.1981, Blaðsíða 4
PORTO Ný hljómsveit „Það er erfitt að gefa segja til um það, hvenær hljómsveitin var stofnuð, en ætli það hafi ekki verið um mánaðamótin septem- ber-október,“ sagði Eria Stefánsdóttir, söngvari hljóm- sveitarinnar Portó. „Við erum tiibúin í slaginn og munum fara að spila á dansleikjum á næst- unni — í hljómsveitinni eru auk Erlu: Guðmundur Meldal (trommur), Frosti Meldal (bassi), Sverrir Meldal (hljómborð), Fróði Odds- son (gítar) og Björgvin Baldursson (söngur og gítar). Erla sagði að þetta væru allt reyndir menn, hefðu spilað áður í hljómsveitum hér í bæ. „Við munum reyna að gera fólki til hæfis — hafa á boðstólum ýmis konar hljómiist, sem fólk vill heyra og gott er að dansa eftir. Þar sem við erum þetta mörg í hljómsveit- inni eigum við nokkuð auðvelt með að spila fjölbreyttari tónlist en litlu hljómsveitirnar," sagði Erla og að- spurð um tilurð nafnsins — Portó — sagði hún að þetta væri bara nafn sem hljómsveitarmeðlimirnir hefðu komið sér saman um — það merkti í sjálfu sér ekki neitt. Nýja hljómsveitin á æfingu. Ljósm. KGA. H Cybernet Hijómtæki CTS 100T Tuner Lang-Mið-FM bylgja Kr. 2.165,00 CTS 300A Magnari 2 x 30 wött RMS Kr. 2.260,00 CTS 200C Kassettutæki Dolby og Metal stilling Kr. 3.335,00 HÁTALARAR og PLÖTUSPILARAR m mmmum*. m m m f « • m mm m srm r /UÍMíiBUÐ/flf Gránufélagsgötu 4, s. 96-22111 Sunnudaginn 6. desember Skemmtun fyrir alla fjölskylduna í veit- ingasalnum 2. hæð milli kl. 12.00 og 15.0CL Jólaboðog jólaglögg 0 Vefnaðarvöru- og Herradeild Vöruhúss KEA verða með tískusýningu og kynningu á nýjustu ilmunum fyrir herra og dömur. 0 Hljómdeild KEA kynnir nýju jólaplöturnar og hljómflutn- ingstæki. 0 Þess á milli ieikur Ingimar Eydal létta tónlist. • Skemmtun fyrir börnin í Gildaskálanum á 1. hæð verður videosýning fyrir börn matargesta. Þar fá börnin ókeypis pylsur og gosdrykki. »Jólaborðið: Kalt borð ásamt glasi af jólaglögg kr. 150,00. Kjósi börnin að borða með foreldrunum þá er hálft gjald fyrir börn 8-12 ára og ókeypis fyrir yngri. Pantið borð tímanlega HOTEL KEA AKUREYRI SÍMI: 96-22200 Hundahreinsun á Akureyri Vegna smápistils sem birtist í „Smátt og stórt“ í Degi 25. nóv. s.l. Varðandi hundahreinsun og jóla- bað hunda vil ég taka fram eftir- farandi. Ekki hafa enn allir hunda- eigendur mætt með hunda sína til hreinsunar. ' Aðaltilgangurinn með hunda- hreinsun er að útrýma bandormum sem valda sullaveiki í fé og mönn- um. Því miður er ekki búið að út- iýma sullaveikinni ennþá á íslandi. Þau lyf sem nú eru notuð drepa þessa (og fleiri) orma og egg þeirra inni í hundinum. Böðun er því óþörf þar sem ekki er um að ræða smitmöguleika frá eggjum kringum endaþarm hundanna eins og áður var þegar hundarnir voru látnir laxera. Lögum hér að lútandi hefur þó enn ekki verið breytt, en þar sem ekki næst síðri árangur með nýju lyfjunum nota flestir þá aðferð, enda þarf þá ekki að brjóta dýra- verndunarlög eins og margir telja að gert hafi verið með gömlu að- ferðinni með lýsolbaði. Þá vil ég gjarnan gefa nokkrar upplýsingar varðandi leyfisgjaldið. Ekki ætla ég að ræða upphæð gjaldsins sem slíka enda er það bæjarráð og bæj- arstjórn sem taka ákvörðun um upphæð þess. Hundaeigandi benti á að ekkert væri gert fyrir hundaeigendur fyrir gjaldið. Ég hef litið svo á að leyfis- gjaldið væri ekki innheimt fyrir hundaeigendur heldur til að standa straum af þeim kostnaði sem bæj- arfélagið hefur af hundahaldinu vegna skráningar og eftirlits með hundum í bænum þannig að þeir sem ekki eiga hunda þurfi ekki að bera kostnað hundanna vegna. Kostnaður sá sem bærinn hefur af hundahaldi er: 1. Merkiplötur, sem hver hunda- eigandi fær. 2. Lyf til hundahreinsunar (þau eru dýr) og kostnaður við fram- kvæmd hennar. 3. Kostnaður við eftirlit með hundahaldi í bænum, en það er hluti af starfi meindýraeyðis. 4. Húsnæði til vörslu hunda sem teknir eru úr umferð, en það hefur verið í smíðum á árinu og er nú n'ær fullbúið. Kostnaður í ár er kominn yfir 60 þús. Ótalinn er þá sá kostnaður sem er vegna þrifa á bænum, en því miður er allt of algengt að hundar fái að leggja frá sér á götum úti. Ef kostnaður við hundageymslu er tekinn inn í dæmið er ljóst að í ár verður greitt með hundahald- inu, en slík fjárfesting nýtist að vísu til frambúðar. Valdimar Brynjólfsson. Til jólanna Mikið úrval af vönduðum og fallegum jóla- fatnaði á börn, svo sem: Náttföt - náttkjólar - náttsloppar - blússur - skyrtur - pils - blússur - kjólar og m. fl. Stórglæsilegt úrval leikfanga, m.a.: Fisher Price þroskaleikföng - Playmobil - Lego/Dublo - brúður - bangsar - brúðu- vöggur - saumavélar - prjónavélar - bílar - efnafræðisett - spil og m. fl. } Sérverslun með barnavörur HORNIÐ s.f. Kaupangi, sími 22866 Ath.: Opið laugardaginn 5. des. milli kl. 9 og 16 4 - DAGUR - 1. desember 1981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.