Dagur - 01.12.1981, Blaðsíða 9

Dagur - 01.12.1981, Blaðsíða 9
HEIÐARLEIKI - DRENGSKAPUR? „Miklu veldur sá er upphafinu veldur“ Með þessum orðum byrjar grein eftir Áma Bjöm Ámason, gjald- kera Verkstjórafélags Akureyrar. Ég sem þessar línur rita, lít svo á að þessi upphafsorð eigi við um hann og menn þá sem í forsvari standa fyrir félagið. Ekki hefði móðir mín skrifað opið bréf til eiganda og dvalargesta Vatnsenda, ef hún hefði ekki séð sig tilneydda til þess, eins og fram kom í grein þeirri sem hún skrifaði. Þar sem hún segir mér að hún muni ekki skrifa á móti grein Áma, þar sem flest sem hún hefði sagt hafi verið rangfært eða af ásettu ráði misskilið, sé það ekki til neins að skrifast á við þann sem vísvit- andi gerir orð hennar að engu. En þar sem ég hef undanfarin ár fylgst með þessum málum, og veit að yfir- gangur sá sem hún talaði um er sannur, get ég ekki stillt mig um að skrifa fáein orð, aðeins til að rifja upp nokkur atriði. Ég vil þó fyrst af öllu segja: Ef einhver hefur skert æru orlofsgesta Vatnsenda, eru það þeir menn sem veita dvalargestum fullt leyfi til að brjóta lög og reglur fyrir allra augum. Ég hef undir höndum ljósrit af bréfi því sem bæjarfógetinn í Ólafsfirði sendi Verkstjórafélaginu 28. ágúst 1980, þar sem segir orð- rétt: „Að gefnu tilefni er þvf nú beint til yðar vegna dvalar gesta á jörð- inni Vatnsenda f Ólafsfirði, eign yðar, að virtar verði reglur og veiðivenjur í Ólafsfjarðarvatni. Sá misskilningur virðist vera uppi um það að eigendur veiðiréttar að vatninu megi allir nota almenning vatnsins. Það er rétt, þó með tillitti Húsavík: Opinberar byggingar erfiðar fyrir fatlaða Pálmi Þorsteinsson, bygginga- fulltrúi á Húsavík, gerði fyrir skömmu athugun á opinberum byggingum með tiliiti tii þarfa fatlaðra. Að sögn Páima var út- koman fremur siæm, en Húsavík mun þó ekki vera eftirbátur annarra bæjarfélaga í landinu hvað þetta snertir. Byggingar sem hafa verið reistar eftir að ný byggingareglugerð var sett, sem kveður á um sérútbúnað af ýmsu tagi vegna fatlaðra, komu vel út úr könnuninni og má þar nefna húsnæði Pósts og síma og Hvamm, dvalarheimili aldraðra. Hins vegar er ekki sömu sögu hægt að segja um bæjarskrifstofurnar á Húsavík eða húsnæði sýslumanns- embættisins svo dæmi séu tekin. Góður fundur í Hlíðargötu Hann var vei sóttur búðarfund- urinn að Hlíðargötu 11 þann 16. þ.m. Þar var bæði fræðsla, og skýrð voru mörg málefni sem snerta KEA og okkur sem njót- um þar þjónustu. Þjónustu sem hefur verið og er sérstaklega góð. Hana ber að þakka eins og annað sem samvinnustefn- an hefur gert fyrir viðskiptavini sína. Brjánn Guðjónsson, Þórarinn Sveinsson og Gunnlaugur P. Krist- insson fræddu okkur. Held ég að fundir sem þessi skýri margt og geti leiðrétt ýmsan misskilning. Hafi þeir þremenningar og starfslið allt, þakkir fyrir kvöldið. L.S. til þeirrar venju, sem virðist vera að landeigandi nýti aðeins almenning úti fyrir sínu landi. Þá ber að varast að fara á bátum um lagnasvæði nágranna og má ekki veiða án heimildar í netlögúm nágranna né samkvæmt venju í al- menningnum fyrir utan netlögin og aldrei i miðju vatni. Vinsamlegast setjið upp skýra auglýsingu að Vatnsenda um þessi atriði þannig að ekki verði um villst. Annars er eðlilegt að þér kannið hjá öðrum veiðiréttareigendum, hvernig hátta ber veiði með hliðsjón af veiðivenjum. Með fylgir i Ijósriti yfirlýsing frá Birni Stefánssyni, fyrrv. skóla- stjóra. Virðingarfyllst, Baröi Þórhallsson. Ámi minntist ekki á að hann hafi séð yfirlýsingu Bjöms Stefánssonar áður, en reynir að mistúlka af ásettu ráði þ.e.a.s. að veiða sam- kvæmt fornum venjum, og sé hann þakklátur frúnni fyrir að benda á yfirlýsingu Björns Stefánssonar, sem skilja mætti sem svo, að hefð- bundnir veiðistaðir Vatnsenda- bænda hafi fyrrum verið fyrir landi Hólkots. Allir hljóta að sjá hvað hlægilegt er að segja þetta. Fom venja kemst ekki á, nema notað sé land óslitið í einhvern tiltekin ára- fjölda án leigu. En ekki þó leyfi hafi fengist til veiða eitt og eitt skipti gegnum árin. Misskilningur er að eigendur veiðiréttar að vatninu megi allir nota almenning vatnsins. Það er ekki svo í öllum tilfellum. 1. mgr. 8. gr. laganna um lax- og sil- umgsveiði hljóðar svo: Landeig- endum sem land eiga að stöðuvatni er einum heimil veiði í almenningi vatnsins og er hún þeim öllum jafnheimil. Og 2. m.gr. 8. gr.: Nú er forn venja að veiðiréttur í almenn- ingi stöðuvatnsins fylgi tiltekinni eða tilteknum landareignum, og skal sú venja gilda framvegis sé eigi öðruvísi um mælt. Svo mörg eru þau orð! I Ólafsfjarðarvatni er sú forna venja, að landeigandi nýti aðeins almenning úti fyrir sínu landi. Eins og móðir mín talaði um í grein sinni eru það grynningar einar sem tilheyra Vatnsendalandi af vatn- inu. í grein Árna segir: Ég vil benda á að ekki hefur verið sannað eitt einasta brot á veiðilögunum á gesti Vatnsenda. Það er ósatt, lögreglan dró upp net úr landi Hólkots, sem Vatnsendamenn áttu og farið var fram á að greidd yrði sekt, sem aldrei var greidd. Ámi skrifar: Hafi einhver gesta Vatnsenda farið með veiðarfæri i netalög Hólkots, er það ekki gert með vitund né vilja stjómar félags- ins og er henni harmsefni hafi slíkt komið fyrir. Sýnist það eitthvert vafamál, af öllu undanskrifuðu, eða getur Árni sagt það berari orðum, að allt sem móðir mín taldi upp í grein sinni sé lýgi. Það er kannski ekki von að gert sé neitt með það sem hún segir, þegar ekki er farið eftir lögreglu né bæjarfógeta. í Ólafsfirði. Ég vona að sá grunur sem fest hefur rætur í huga mér hafi ekki við rök að styðjast. En það er að, ef til vill hafi verið ætlunin að nýju eigendumir á Vatnsenda ynnu sér til hefðar veiðirétt sem Hólkotsland á, ef þeir gætu sannað að í einhvern tiltekin árafjölda hafi þeir notað réttinn. Ekki er ég hissa þó Árna hafi verið þungt að festa á blað það sem hann skrifaði, ef hann hefur samvisku. Visvitandi reyndi hann að misskilja skýrustu orð. Það mun enginn fara fram á að þeir láti af hendi rétt sinn til vatnsins, en láti af því að ásælast annarra rétt, fram á annað var aldrei farið. Vonandi verður allt í sátt og samlyndi næsta sumar, en til þess að svo megi verða er fyrsta skilyrði að stjóm Verkstjórafélags- ins virði lög og veiðivenjur sem gilda við Ólafsfjarðarvatn. Álfheiður B. Karlsdóttir. Hvassafelli, Eyjafirði. Lykillinn að vel heppnaðri ferð! m Utsýn opnar á Akureyri Föstudaginn 4. desember opnar Útsýn ferðaskrifstofu að Kaupvangsstræti 4 (gengið inn frá Skipagötu), þar sem við bjóðum: • Alhliða ferðaþjónustu • Alla farseðla innanlands og utan • Örugga leiðsögn í fargjaldafrumskóginum Verið velkomin mánudaga til föstudaga kl. 09 til 18 og laugardaga kl. 10 til 12. Síminn er 22911 Ópnunarhátíð Útsýnar I tilefni dagsins verður Útsýnarhátíð í Sjálfstæðishúsinu föstu- daginn 4. desember. Húsið opnar kl. 20.00, þegar hátíðin hefst með borðhaldi. • Ljúffengur veislumatur, verð kr. 130 • Karlakór Akureyrar syngur 0 Ferðakynning, Ingólfur Guðbrandsson 0 Tískusýn- ing, fatnaður er frá Vöruhúsi KEA £ Ferðabingó, glæsilegir vinningar • Hljómsveitin Jamaica leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Forsala aðgöngumiða og borðapantanir í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 2. desember kl. 18.30 til 20.00. öryggi Þæglndl Þjónusta 1. desember 1981- DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.