Dagur - 01.12.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 01.12.1981, Blaðsíða 6
Útgofandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SkrifHtofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Rít?tjórnarsfmar: 24166 og 21180 SímLauglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Krlstjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Að deila og drottna? Ríkisstjórnln hefur nú tekið þá ákvðrðun að leggja það í hendur heimamanna hvort nœsta stórvlrkjun verðl í Blöndu. Raunar heitlr það svo á pappírnum, að riklsstjórnin hafi ákveðið að fyrst í rðð stórvirkjana verði Blðnduvlrkjun, enda takist að ná samkomulagi um það vlð heima- menn. Samkvæmt þessu hefur ákvörðun verið tekln um að láta til- tölulega fáa notendur afrétta á Blöndusvæðinu ákveða hvort þjóðar- hagur og hagkvæmni ráði röð stór- virkjana eða einhver allt önnur sjón- armið. Stífni helmamanna, eða jafnvel stífnl embættismanna á hinn veginn, getur skipt sköpum fyrlr uppbyggingu atvlnnulífs á Norðurlandi í næstu framtfð. Þetta er ekkl góð nlðurstða. Þetta er dæml um uppgjöf stjórnvalda fyrir þrýstihópavaldinu, sem sffellt hefur færst í aukana á síðustu árum. Nema þetta sé klókt spll elnhverra sem hagsmuna elga að gæta, dæmi um það hvernlg megl della og drottna með góðum árangrl. Melrlhlutavllji er fyrlr því á alþingl og meðal þjóðar- innar að hagkvæmasta leiðln verði valin og Blönduvlrkjun fyrst í röðinni. Ekkl er óeðlllegt að menn farl að velta því fyrlr sér hver sé að verða þróun lýðræðlsins í þessu landi. Það er mjög mlður ef ekki næst samkomulag um hagkvæmustu virkjunarlelð vlð Blödnu og jafnframt um bætur fyrlr landsspjöll. Það er miður ef eignarréttur á afréttum, sem sumir telja véfengjanlegan, verður tll að stöðva þetta þjóðþrifamál. Ef svo fer er nokkuð IJóst, að kröfur munu aukast um að afréttir verðl ríkis- eða almenningselgn. Eignamámshug- myndum mun vaxa flskur um hrygg, enda er þar um að ræða lelð sem þjóðfélaglð hefur tll að leysa ágreln- Ingsefnl elns og það, sem skapast hafa vegna Blönduvlrkjunar, þar sem hagsmunlr eru metnir af þar tll kvöddum, óvllhöllum mönnum. Jafnrétti til atvinnu ( ræðu sem Stefán Valgelrsson, al- þinglsmaður, hélt á KJÖrdæmlsþlngi framsóknarmanna í Norðurlandl eystra sagði hann m.a.: „Mlkll um- ræða fer nú fram í landlnu um Jafnrétti kynjanna. Sú umræða snýst þó að minnstu leyti um það, sem mestu sklptlr tll að ná raunverulegu Jafnrétti. Að mfnum dóml er það atvlnnumála- stefnan, hvernlg sé hægt að tryggja jafnt konum sem körlum svipað at- vinnuval og launakjör.... Vlð getum afskrifað allt raunverulegt jafnréttl í náinnl framtfð, ef vlð byggjum ekkl atvinnulfflð þannig upp að bæði kynln hafl svlpað atvlnnuval og launakjör." Einbjörn Hansson — Skáldsaga oftlr Jónas Jónasson. Útg. Vaka, 1981. Jónas Jónasson hefur unnið Ríkis- útvarpinu dyggilega lengst af og hann hefur samið margt og mikið á vegum þess. Hann hefur og skrifað þrjár bækur, hverja í sinni tónteg- und. Fyrst kom bókin Brú milli heima, bók um Einar á Einarsstöð- um, nærfærin og hlý, þá kom unglingabókin Polli ég og allir hin- ir, stórgóð drengjasaga, byggð á æsku hans sjálfs og ævintýrum, þá leikritið Glerhúsið, dulúðugt og ljóðrænt verk. Nú ræðst hann til atlögu við skáldsöguna og mig langar til að segja frá henni eins og hún kemur mér fyrir sjónir. Þetta er saga einmana einstakl- ings, sögð í l. persónu. Hann er þolandi þeirra tíma er sambönd manna hafa rofnað í borgaþjóðfé- lagi og lífsgæðaspennu. Enginn vill öðrum sinna. Hann er einnig að eðlisfari næsta ófær að mynda vin- áttutengsl, jafnvel náinn kunnings- skap við annað fólk. Og það kemur í ljós er málkunningi hans treður upp á hann hundi sínum til gæslu meðan farið er til útlanda, tíkinni Bínu, að Einbjöm getur ekki tjáð henni hug sinn. Hann getur jafnvel ekki aðlagast sjálfri náttúrunni. Þó að hann hjálpi mótbýliskonu sinni í garðinum íþættir hann ekki gróðri hans. En hann er ekki andlega dofinn. Hann vinnur reglulega, ánægður á skrifstofu, vélrænt að vísu, og hann kann þá list að skapa sér viðmælendur. Hann býr til alls konar persónur í huga sér og ræðir við þær með forkostulegu orðafari og hugmyndaauðgi. Höfundi tekst að gera þann hluta verksins sérlega skemmtilegan. Til dæmis varð varsla tíkarinnar Bínu tilefni hlægilegra rökræðna við ímyndað- an lögregluþjón enda Jiundahald bannað. Sjálft nafn mannsins, Einbjöm Hansson, segir sitt. Æska hans var litlaus í samfylgd foreldra. Hann missir þau bæði í bílslysi en það breytir sáralitlu. Einmani er hann sem flýr á vit hugsmíða og drauma um mannleg samskipti. En þau verða óvenjuleg og brosleg af því að hann þekkir ekki raunverulega það lífsform. En svo gerist allt í einu nokkuð markvert í lífi hans. Stúlka í hjóla- stól flytur í næsta hús. Hún er ein- angruð vegna fötlunar sinnar en ekki óhæfni til mannakynna. Og Einbjörn finnur til einhvers konar skyldleika við þessa stúlku sem er fjötruð líkamlega eins og hann er sjálfur í andlegum hjólastól. Með óvenju næmri samkennd tekst höf- undi að laða þessa einmana saman. Einbjöm er líkamlega fær, hún andlega. Og smátt og smátt þokast sagan fram, án alls flausturs, sem vænta mátti, en öruggt, markvisst að lokapunkti. Höfundur færist hér raunar mikið í fang, því að hættan á til- finningavæmni vofir yfir í svo vandasömu atriði að jafn innhverf- ar persónur opni hjarta sitt, hvort fyrir öðru. En Jónasi tekst þetta vel — og sagan öðlast ris, ljúfa fegurð. Það verður engin æsileg vorleysing í brjóstum þeirra heldur hægfara sólbráð. Gáfuð kona sem las þessa bók sagði: „Ég hló undir lestrinum en eftir á lá mér við gráti.“ Sögunni verður ekki betur lýst. Kristján frá Djúpalæk. Glæsilegt slátuitiús á Blönduósi Blönduósi 9. nóv. Mánudaginn 2. nóvember var tekið til notkunar nýtt stór- gripasláturhús Sölufélags Aust- ur-Húnvetninga á Blönduósi. Vegna þessa hafði tíðindamaður blaðsins tal af sláturhússtjóran- um, Gísla Garðarssyni. Hann tjáði undirrituðum að fram- kvæmdir við byggingu hússins hefðu hafist um mánaðarmótin maí-júní. Skiptist það i tvær hæðir, þ.e. húða- og gæru- geymslu á jarðhð hæð og slátur- sal, rétt, uppihengi og skrifstof- ur á efri hæð. Úm mánaðármótin ágúst-sept- ember hófst fyrri slátrun stórgripa í húsinu, en þá var unnið með gamla hefðbundna hættinum, í bekkjum, þar sem stólar og önnur sértæki voru ekki tilbúin til uppsetningar. Gamla trébekkjavinnan er aflögð svo og það strit sem henni fylgdi, en fláningsstólar sem eru loftknúnir gera fláningsmönnum kleift að vinna hverju sinni i þeirri hæð sem hentugast er, en gripimir eru nú á brautum og í krafttalíum eftir því sem við á. Fjreinlæti og meðferð vörunnar er því samkvæmt ströngustu kröf- um heilbrigðiseftirlits og neytenda, hvort heldur sem litið er til inn- lendra eða erlendra aðila. Ekki hvað Gísli mannskapssparnað af þessum tækjum en umtalsverða aukningu á afkastgetu hússins og það sem mestu máli skiptir, allt aðra og betri meðferð vörunnar. Nú er áætlað að slátra 250 naut- gripum og 1400-1500 hrossum sem er töluverð aukning frá síðasta ári og sláturtími líkast til 4 vikur. 11,8% aukning varð á slátrun sauðfjár í húsinu í haust frá síðasta ári en þar var slátrað 61,295 kind- um. Þar sem undirritaður vissi að auglýst hafði verið eftir fólki á Blönduósi til ýmissa starfa nú í sumar og haust var ekki fráleitt að spyrja hvemig gengið hefði að manna sláturhúsið. Sláturhússtjóri sagði að venju- lega hefðu unnið á milli 120-130 manns í húsinu en í haust hefðu það verið á milli 115-120 manns og stór hluti óvanur. Samt hefði mátt ætla að valinn maður hefði verið í hverju starfi því samheldni og samhjálp lítt reyndra og reyndra starfsmanna hefði verið sérstök enda segðu sláturtölur, allt að 2300-2400 fjár í slátrun dag eftir dag hjá 115-120 manns, meira en stór orð sem allan rétt hefðu þó á sér. Ég þakkaði Gísla sláturhús- stjóra fyrir spjallið og óskaði alls velfarnaðar í einu glæsilegasta sláturhúsi landsins. S.H. Gísli Garðarsson sláturhússtjóri. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra: Gengisfelling tvíeggjað vopn „Framsóknarflokkurinn er áhrifamesta stjórnmálaaflið á Norðurlandi. Hann er það og verður án tillits til þess hver kjördæmaskipan er frá einum tima til annars. Það sem veldur úrslitum í þessu efni, hvað sem líður stjórnskipunarlögum, er það að stefna Framsóknar- flokksins er í samræmi við hagsmuni Norðlendinga, hvort sem þeir búa i sveit eða við sjó. Hvort sem þeir eru bændur i Þistilfirði, iðnverkamenn á Ak- ureyri eða sjómenn á Dalvik og Húsavfk,“ sagði Ingvar Gisla- son, menntamálaráðherra f ræðu á kjördæmisþingi fram- sóknarmanna f Norðurlands- kjördæmi eystra. „Núverandi ríkisstjóm setti sér ákveðin markmið í efnahagsmál- um. Aðalmarkmiðið er að draga úr verðbólgu stig af stigi, þar til því marki verði náð að verðbólga hér á landi sé ekki meiri en gerist í við- skiptalöndum okkar. Með aðgerð- um sínum, einkum á þessu ári, hefur ríkisstjómin leitast við að ná þessu markmiði. Sá árangur hefur náðst að verðbólguhraðinn er minni en undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að verðbólgustigið á árinu verði um 40% i stað 60% áður. Þess má reyndar geta að spádómar voru um það af hálfu Félags isl. iðnrek- enda að verðbólgan yrði yfir 80% á þessu ári.....Þrátt fyrir þessa verðbólguhjöðnun á árinu er fjarri því að verðbólguvandinn sé leystur. 40% verðbólga er augljóst sjúk- dómseinkenni í efnahagslífinu. Þess vegna hafa atvinnufyrirtækin átt í glímu við sömu erfiðleika í ár eins og undanfarin ár.“ Siðan gat ráðherra þess að það væri ætlun ríkisstjómarinnar að fara inn á nýjar brautir í efnahags- stjóm, t.d. með því að hverfa frá hinni sjálfvivku gengislækkunar- stefnu sem lengi hefur verið við lýði, og með því að halda uppi raunvaxtastefnu.... „Hvort tveggja er æskilegt, ef meiningin er að koma á heilbrigðu efnahagslífi i landinu, eftir langt tímabil óða- verðbólgu og samdráttar í pen- ingaspamaði.“ Síðan ræddi Ingvar Gislason um vandamál útflutningsfyrirtækjanna og sagði að þó að stöðugt gengi og raunvaxtastefna væri í sjálfu sér nauðsynleg forsenda fyrir heil- brigðu efnahagslífi, þá gætu slikar aðgerðir reynst fantatök gagnvart útflutningsfyrirtækjum meðan verðbólgan er jafn mikil og raun ber vitni. „Ríkisstjómin hefur sætt ámæli margra atvinnurekenda fyrir það að vera sein til aðgerða í rekstrar- vanda útflutningsfyrirtækjanna. Ég skal ekki draga úr því að ríkis- stjómin hafi um sumt verið sein á sér, a.m.k. hefur verið tregða 1 rík- isstjórninni að lækka gengið eftir pöntun.........Ætli hitt sé ekki sönnu nær að ýmsar kröfur i sam- bandi við efnahagsaðgerðir, og þá einkum í gengismálum, séu mis- jafnlega vel rökstuddar eða sóttar af helst til mikilli ákefð. í fyrsta lagi er gengislækkun alltaf tvíeggjað vopn. Þess vegna verður að beita sliku vopni með aðgæslu. Gengis- lækkun verður að visu aldrei úti- lokuð í verðbólguþjóðfélagi. En örar gengisbreytingar eiga þó ekki rétt á sér. í öðm lagi fer því fjarri að allur rekstrarvandi allra fyrirtækja stafi af óhagstæðri gengisskrán- ingu. Margt fleira kemur þar til. Það kemur í ljós að rekstrarstaða fyrirtækja f útflutningsgreinum er afar mismunandi, jafnvel fyrir- tækja i sömu greinum. Þótt frysti- iðnaður hafi verið talinn rekinn með 9 til 10% tapi að undanfömu, þá er staða margra fyrirtækja í frystiiðnaði alls ekki svona slæm þegar á heildarrekstur er litið. Auk þess þýðir ekki að leyna sig því að fjölmörg fyrirtæki í útgerð og fisk- vinnslu standa á brauðfótum vegna þess að þau eiga nánast ekkert. Þau em með allt rekstrarfé að láni auk mikilla skulda af fjárfestingu. Allt- Ingvar Glslason, menntamálaráðherra. of mikið af hinni marglofuðu tog- araútgerð i landinu stendur á þess háttar brauðfótum. Útgerð togara er feikna kostnaðarsöm og fyllilega tímabært að kanna hvort ekki sé hagstæðara að sækja meira sjó á kostnaðarminni fiskiskipum.“ En hvað er hægt að gera í sam- bandi við sérstakar aðgerðir í þágu útflutningsiðnaðarins? Ráðherra sagði að ýmsar hugmyndir hefðu verið uppi, en margar eiga það sammerkt að vera örðugar í fram- kvæmd, a.m.k. svo að hægt verði að grípa til þeirra fljótt og fyrirhafn- arlítið. „Það á t.d. við um þá hug- mynd að aflétta aðstöðugjaldi og launaskatti af iðnaðinum. Ef slíkt verður gert, þá þarf að finna nýja tekjustofna í stað þessara gjalda eða skera niður útgjöld að öðrum kosti. Það hefur því vafist fyrir mönnum að fara þessa leið. Margir benda á nauðsyn þess að taka upp vemdaraðgerðir fyrir útflutnings- iðnað og ekki síst samkeppnisiðn- aðinn. Persónulega líst mér vel á slíkar aðgerðir og tel að margt geti komið til greina í því efni.............En meðan ekki næst samkomulag um að létta gjaldabyrði af iðnaði, t.d. hvað varðar launaskattinn, sem er ansi viðamikið mál, þá verður að leita annarra leiða sem fljótvirkari eru, jafnvel þótt þær kosti nokkurt fjár- magn eins og t.d. það að létta lána- byrði iðnaðarins með breyttum lánskjörum." „Hvað útflutningsiðnað og sam- keppnisiðnað snertir þá verður vandinn ekki leystur með gengis- fellingum einum saman. Iðnaður- inn þarf á sérstökum aðgerðum að halda umfram það sem gerist hjá fiskvinnslunni.“ „Eitt er þó það atriði, sem aldrei má til kosta í sambandi við efna- hagsaðgerðir og það er að stofna til atvinnuleysis eins og svo víða þekkist í nálægum löndum. Það er þungbær fóm og mesta þjóðfélags- bölið. Næg atvinna á að vera ófrá- víkjanlegt stefnuskráatriði. Núver- andi ríkisstjóm heldur uppi slíkri stefnu, enda verður ekki annað sagt en að atvinna hafi almennt verið næg í landinu þrátt fyrir stað- bundna og tímabundna erfiðleika, sem komið hafa fyrir. En i þessu efni verða menn að vera vel á verði, ekki síst í þessu kjördæmi.“ Um hið pólitíska ástand sagðist ráðherra vilja vera fáorður, en taldi að stjórnarsamstarfið hefði gengið áfallalaust og hann vildi minna á að núverandi stjómarsamstarf hefði verið eini kosturinn til myndunar meirihlutastjómar eftir síðustu kosningar. „Að mínum dómi er rétt og eðlilegt að stefna að því að ríkisstjómin sitji út kjör- tímabilið, enda heid ég að allir framsóknarmenn séu sammála um það. Um stjómarandstöðuna skal ég vera fáorður. Hún hefur að vísu sóit í sig veðrið í margs konar áróðri upp á síðkastið, þótt ekki séu allir tilburðir hennar áhrifamiklir. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé mikill í orði, þá er ástandið á þeim bæ þannig að þaðan er varla mikillar forystu að vænta eða vilja til sam- starfs." MEISTARARNIR STERKARI í LOKIN FRÁBÆR HITTNI Áhorfendur á þessum leikjum urðu oft á tiðum vitni að frá- bærri hittni Bandarfkjamann- anna. í fyrri leiknum átti t.d. Higgins 100% stiganýtingu úr vitum sfnum sem voru fjölmörg. Sama var uppi á teningnum f siðari leiknum, en þá gerði Danný betur. 1 fyrri hálfleik hitti hann úr öllum skotum á körfuna nema einu, og flest öll skotin voru hans sérstæðu langskot. I þeim vftum sem hann tók átti hann ekki aðeins 100% stiga- nýtingu heldur líka 100% skot- nýtingu þ.e.a.s. fengi hann þrjú skot til að gera tvær körfur, notaði hann aldrei nema tvö. Körfuknattleiksdeild Þórs bauð um helgina úrvalsdeild- arliði Njarðvíkinga í heimsókn og léku þar tvo leiki við Þór. f þessum leikjum styrktu Þórs- arar lið sitt með Bandaríkja- manninum Tim Higgins sem annars leikur með fyrstu deildar liði Keflvfldnga. Hug- mynd Þórsara að þetta yrði fjáröflun fyrir annars erfiðan rekstur deildarinnar rann út i sandinn, þar er áhorfendur sýndu þessu framtaki lítinn áhuga, og að sögn eins stjórn- armanna deildarinnar var bull- andi tap á þessari heimsókn. Leikmenn Þórs voru hins veg- ar reynslunni rikari, en þeir fengu þarna að leika gegn mörgum af bestu leikmönnum úrvalsdeildarinnar, en Njarð- vfkingar hafa þar verið á toppnum nú um árabil. Með þeim leikur blökkumað- urinn Danny Shouse sem hefur leikið með þeim í tvö ár, en hann lék áður með Ármenningum. Hann þykir mjög góður leikmað- ur, lágur vexti en stökkkrafur og hittni hreint ótrúleg. f fyrri leiknum voru það Bandaríkjamennirnir í hvoru liði sem léku aðalhlutverkið. Allt spil og samleikur Njarðvíkinga fer í gegnum Danny, og að sjálfsögðu var Higgins yfirburðamaður í liði Þórs. Hann er mjög skemmtilegur leikmaður og afburðasnjall bæði í sókn og vöm og tvímælalaust einn besti Kaninn sem hér hefur leikið. Þórsarar byrjuðu vel í leiknum og eftir fimm mín. var staðan orðin 9 gegn 6 þeim í hag. Smám saman fóru Njarðvíkingar að finna körfumar í skemmunni og komust fljótlega yfir og þegár fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan orðin 18 gegn 15 þeim í hag. Það sem eftir var hálfleiks var staðan 26 gegn 30 Njarðvík í hag. Jafnt var í síðari hálfleik og á elleftu mín. jafnar Higgins fyrir Þór 47 gegn 47. Njarðvíkingar voru sterkari á endasprettinum og sigruðu með 73 stigum gegn 62. Higgins var lang stigahæstur hjá Þór með 32 stig. Jón Héðins- son var með 10, Erlingur 6, Valdimar og Eiríkur 4, og Bjöm og Bjami 2 hvor. Danny var stigahæstur hjá Njarðvíkingum með 27 stig. fljótlega tókst Njarðvíkingum að ná yfirhöndinni sem þeir þá héldu út leikinn og þegar hann var flutaður af var staðan 88 gegn 77 fyrir úrvalsdeildarliði Njarð- víkinga. Þrátt fyrir tap Þórsara þurfa þeir engu að kvíða því lið þeirra er örugglega á réttri leið. Þótt gaman væri að sjá í liði þeirra einn snjallan kana, er ekki víst að það skili sér í betri árangri síðarmeir þar er ungu strákarnir fá þá lítið að spreyta sig. Hér á árum áður þegar Mark Cristiansen lék með þeim vann hann leiki í úrvalsdeildinni nán- ast einn, og um innáskiptinga- menn var varla talað um. Nú fá hins vegar allir strákarnir að spreyta sig og margir af þeim lofa góðu. Danny var stigahæstur í leikn- um með 36 stig, Higgins var með 18, Jón 8, Erlingur 6, Bjöm 4, og Eiríkur 2 og Guðmundur 2. Síð- ustu körfuna í þessum leik gerði Danny með miklum tilþrifum, en þá fékk hann langa sendingu fram og óð upp að körfunni og „tróð“ eins og það er kallað, með miklum tilþrifum þrátt fyrir það að hann var einn af lávöxnustu mönnum liðsins. Dómarar í báðum leikjunum voru Hörður Tuliníus og Rafn Benediktsson og dæmdu þeir ágætlega. .. OG SVO AFTUR í SfDARI LEIKNUM f síðari leiknum sem leikinn var á sunnudaginn fengu Þórsarar til liðs við sig Danny Shouse, og nú voru það þeir Danny og Higgins sem léku aðalhlutverkið, en þeir komu yfirleitt inn á þegar halla fór undan fæti hjá Þórsurum og voru oftast snöggir að koma þeim yfir. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 20 stig gegn 18 Þór í vil og það sem eftir var hálfleiksins var Þór alltaf yfir. í hálfleik var staðan 46 gegn 43 fyrir Þór. I byrjun síðari hálfleiks hvíldu báðir kanarnir hjá Þór, og Jón Héftinsson svtfur að körfu Njarðrfldnga og skorar örugglega. Ljósm. KGA. 6 - DAGUR - 1. desember 1981 1. desember 1981 • DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.