Dagur - 01.12.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 01.12.1981, Blaðsíða 5
Iðnaðarmanna- félag Akur- eyrar endurreist Nú er í gangi tilraun til að hleypa nýju lífi í starfsemi Iðn- aðarmannafélags Akureyrar, en félagið hefur ekki starfað nokk- ur undanfarin ár. Félagið var stofnað árið 1904 og hafði þá m.a. eftirfarandi mark- mið, sem ekki eiga síður við í dag: Að styðja að því að nýtir iðnað- armenn alist upp. Að hlynna að því að innlendur iðnaður festi dýpri rætur en nú er í þjóðfélaginu. Að hlutast til um að nýjar iðngreinar verði stofnsettar á Akureyri. Eitt helsta verkefni félagsins frá upphafi hefur verið að stuðla að betri iðn- og verkmenntun og rak félagið Iðnskóla frá 1905 svo til óslitið þar til ríki og bær tóku við rekstri hans árið 1955. Síðastliðið vor var haldinn aðal- fundur Iðnaðarmannafélagsins. Þar var rædd hugsanleg starfsemi félagsins á næstunni og kosin ný stjórn. Samþykkt var að megin- verkefnin skyldu tengjast iðn- fræðslu, stuðningi við byggingu nýja verkmenntaskólans og þátttöku í mótun hugmynda um iðnfræðsl- una. Einnig var ákveðið að efna til fræðslufunda, þar sem flutt yrðu erindi um mál er varða hagsmuni iðnaðarmanna. Jafnframt yrði leit- að eftir samstöðu iðnaðarmanna um að efla hag félagsins. í framhaldi af þessu hafa verið haldnir þrír fundir á vegum félags- ins. Á fyrsta fundinum gerðu Haukur Árnason formaður bygg- inganefndar Verkmenntaskólans og Aðalgeir Pálsson skólastjóri Iðnskólans grein fyrir skólaskoð- unarferð til Norðurlanda og Eng- Hjólreiða- keppni Fyrir nokkru fóru fram loka- úrslit í Hjólreiðakeppni skól- anna. 16 bestu sem kepptu í milliriðlum í vor tóku þátt i lokaúrslitunum. Keppt var í tveimur riðlum, á Akureyri og i Reykjavík. Eins og áður var úrslitakeppnin þríþætt, þ.e. spurningar um umferðarmál, góðakstur og hjól- reiðaþrautir. Alls höfðu 16 kepp- endur áunnið sér rétt til þátttöku en 14 mættu til leiks.. I átta efstu sætum urðu: 1. Theódór Kristjánsson, Hagaskóla Reykjavík 414 2. Einar B. Malmquist, Gagnfræðask. Akureyrar 406 3.-4. Agnar Guðmundsson, Grunnsk. Blönduósi 392 3.-4. Kristinn Guðlaugsson, Öldutúnssk. Hafnarfirði 392 5. Hjörtur Þór Grétarsson Árbæjarskóla Reykjavík 387 6. Kári Lúthersson, Réttarholtssk. Reykjavík 386 7. Kristjana G. Bergsteinsd., Laugalandsskóla Eyjaf. 385 Keppendur voru mjög jafnir og munur í stigum lítill. Þeir Theódór og Einar sem urðu í 1. og 2. sæti keppninnar fara sem fulltrúar fs- lands í hjólreiðakeppni á vegum P.R.I. — alþjóðasamtaka umferð- arráða, en hún verður haldin í Hollandi í maí mánuði n.k. Þar munu ennfremur 2 vélhjólapiltar, þeir Rúnar Guðjónsson frá Selfossi og Karl Gunnarsson Reykjavík keppa í vélhjólaakstri, en þeir sigruðu - úrslitakeppni vélhjóla- pilta sem haldin var í Reykjavík, á vegum Bindindisfélags ökumanna o.fl. í samráði við Umferðarráð, 3 okt. s.l. lands og kynntu byggingaáform Verkmenntaskólans. Á næsta fundi kynntu bankastjórar og fjármála- sérfræðingar Iðnaðarbankans h/f lánakjör iðnaðarins og var sá fundur fjölsóttur. Á þriðja fundin- um flutti svissneski arkitektinn André Studer fyrirlestur og sýndi skyggnur um byggingarlist og sér- stæðar hugmyndir við hönnun bygginga. UNNIÐ FYRIR LÁNSFÉ „Við undirritaðir bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, óskum eftir að eftirfarandi verði bókað vegna afgreiðslu ársreikninga bæjarsjóðs árið 1980: Við gerum ekki athugasemdir hvað varðar tölulegt réttmæti reikninganna. Aftur á móti undirstrika þessir reikningar, það sem við höfum áður bent á, bæði við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins, og síð- ar í umræðum i bæjarstjórn, að nær ekkert af tekjum bæjarsjóðs hefur farið til verklegra fram- kvæmda, enda sýna reikning- arnir óumdeilanlega, að svo er. Jafnframt viljum við ítreka, að ekki er hægt að halda áfram rekstri bæjarsjóðs á þessari braut, og hér verður að breyta um stefnu í fjármálastjórn bæj- arins.“ Undir þessa bókun skrifa þeir Bogi Sigurbjörnsson og Skúli Jónasson, bæjarfulltrúar á Siglufirði. „Við teljum að núverandi meiri- hluti hafi engan veginn staðið sig. Nú er staðan þannig að nær allt eigið fé bæjarins fer í rekstur hans. Hér eru engar framkvæmdir 1 gangi og svo hefur verið þrjú síðustu ár,“ sagði Bogi, er blaðið innti hann nánar um málið. „Og ef við athug- um framkvæmdir í sumar og hug- um að gatnagerðarframkvæmdum, þá kemur í ljós að þær eru unnar fyrir erlent lánsfé. Með öðrum orðum þá virðist allt benda til að staðan í ár verði ekki betri en í fyrra — verri ef eitthvað er. í verklegar framkvæmdir á eigið aflafé að fara, en erlend lán eiga að fara til orku- framkvæmda.“ „í sambandi við reikninga bæj- arins fyrir 1980 má geta þess að einu verklegu framkvæmdirnar eru þær, að ráðhúsið var klárað, en það hefur verið í byggingu síðan 1963. Einnig var greiddur hluti í snjó- troðara," sagði Bogi að lokum. KYNIMIIMG Á TOSHIBA ÖRBYLGJUOFNUM Verður haldinn í húsnæði Haga við Glerárgötu 26. Boðið verður upp á kjúklingarétti frá Alifuglabúinu FJÖREGG Dröfn H. Farestveit, hús- stjórnarkennari, sérfræð- ingur okkar í meðferð og matreiðslu í örbylgjuofn- um heldur matreiðslu- kynningu sem hér segir: Fimmtudag 3. desember kl. 16-18 og 20-22 Föstudag 4. desember kl. 10-12 og 17-19 Verið velkomin og kynnist því hvernig hægt er að matreiða allan venjulegan mat í TOS- HIBA örbylgjuofninum á ótrú- lega stuttum tíma. Hvers vegna margir réttir verða betri úr TOSHIBA ofninum en gömlu eldavélinni. Og þér er óhætt að láta börnin baka. Verð frá kr. 3.990,- TOSHIBA örbylgjuofnarnir hafa slegið í gegn í Evrópu og Ameríku fyrir einstaklega jafna dreifingu á örbylgjun- um og örugga uppbyggingu með 3-földu öryggi er gerir ofninn hættulausan. Og síðast en ekki síst. Svo þú fáir fullkomið gagn af ofnin- um þínum höldum við mat- reiðslunámskeið fyrir eigend- ur TOSHIBA ofna. RAF Glerárgata 26, Ak. Sími 25951 Einar Farestveit & Co. hf. Bergstaðastræti 10a, Rvík. Sími 16995 1. desember 1981 - DAQUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.