Dagur - 01.12.1981, Blaðsíða 12

Dagur - 01.12.1981, Blaðsíða 12
Ytra- og Innra Lón f Kelduhverfi. Flatarmál lónsins er 2 ferkm. 1 Innra- Lóni er dýpi allt aó II metrar, en f Ytra-Lóni er dýpi 1-2,5 metrar. BÚIÐ AÐ SLÁTRA FYRSTU LÖXUNUM Fyrir helgi var hafist handa við að slátra fyrstu Iöxunum sem hafa verið aldnir í búrum í Lóni í Kelduhverfi. Að sögn Guðmundar Héðinssonar, sem hefur annast eftirlit með laxeld- inu, lauk verkinu í gær. Alls átti að slátra um 5 tonnum af laxi og fljótt eftir áramót verður slátrað 15 tonnum. ..Þetta hefur gengið sæmilega,“ sagði Guðmundur er rætt var við hann í gær. „Fiskur er nokkuð góður. miðað við þann stutta tíma sem hann hefur verið í búrunum, en sá fiskur sem við erum að slátra hefur verið í þeim í rúmt ár. Meðalþyngdin er um 2,5 kg. Það hafa fengist einir 5 fiskar sem eru yfir 5 kg að þyngd. Fiskurinn var upphaflega í hringlóttum kvíum, en í vor komu Norðmenn með fleiri búr og um leið var bætt við fiski. Gerði Guðmundur ráð fyrir að þeim fiski yrði slátrað næsta haust. Þess skal getið að fiskur er ekki eingöngu al- inn upp í búrum. í sumar var 20 þúsund seiðum sleppt í lónið og sagði Guðmundur ráð fyrir að þeim fiski yrði slátrað næsta haust. Þess skal getið að fiskur er ekki eingöngu alinn upp í búrum. í sumar var 20 þúsund seiðum sleppt í lónið og sagði Guðmundur að þeir fiskar sem skila sér næsta ár yrðu veiddir í gildrur. Utboðs- GÖGNIN VANTAÐI Samkvæmt áætlun átti að steypa þekju á hafnargarð á Sauðárkróki s.l. sumar. Fjárveiting var komin, en útboðsgögn vantaði frá Vita- og Hafnarmálaskrifstofunni. Sumarið leið og ekkert bólaði á útboðs- gögnunum. Sauðkrækingar tóku sig þá til og vörðu fjárveitingunni í að undirbúa grjótnám. Samkvæmt heimildum Dags, gera menn sér vonir um að útboðsgögnin verði tilbúin næsta vor og að fjárveiting fáist til verksins. Heimildarmaður Dags sagði það vera u.þ.b. vikuverk að gera útboðsgögnin. BYRJAÐ AÐ FYLLA UPPIHÖFNINA Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt framkvæmdaáætl- un vegna lagningu vegar frá Aðalstræti við Höpfnersbryggju meðfram sjónum og út að Grænugötu. Næstu daga verður hafist handa við að fylla upp i hluta af dokkinni, þar sem veg- urinn mun liggja í framtíðinni. Þessari framkvæmdaáætlun er skipt í þrjá aðalþætti: 1. Drottn- ingarbraut milli Aðalstrætis og Kaupvangsstrætis. Þessi hluti verksins er að mestu í því fólginn að ganga frá núverandi akbraut, en lagningu annarrar akbrautar, sem kemur vestar, er frestað um ó- ákveðinn tíma. Áætlaður kostnað- ur 1 milljón. 2. Glerárgata milli Kaupvangsstrætis og Strandgötu. Hér á að gera tvær akbrautir með graseyju á milli og gangstéttir. Áætlaður kostnaður er 5,1 milljón. 3. Glerárgata milli Strandgötu og Grænugötu. Áætlað er að leggja tvær akbrautir milli þessara gatna. Sameiginlegur fundur bæjarráðs og hafnarstjórnar hafði áður lagt til við bæjarstjórn að framkvæmda- áætlunin yrði samþykkt, en lögðu áherslu á að hraðað yrði skipulagi Akureyrarhafnar, sem nú er unnið að. þannig að unnt yrði að taka ákvörðun sem fyrst um Tram- kvæmdir við nýtt báta og skipalægi, í stað þess sem skerðist við fyrr- nefndar framkvæmdir. I framhaldi af samþykkt bæjarráðs og hafnar- stjórnar voru samþykktar eftirfar- andi tillögur. 1. Bæjarstjórn samþykkir að láta þegar í slað fullgera deiliskipulag að hafnar- svæði á Torfunefi við Hofsbót þar sem verði smábáta- og farþegahöfn eins og gert er ráð fyrir i Aðalskipulagi Ak- ureyrar 1972/93 grein 4.4.4.3, sbr. einnig samþykkt bæjarstjórnar frá 24. apríl 1980 um höfn á Torfunefi. 2. Á hafnarsvœðinu verði búin aðstaða fyrir afgreiðslu við farþegaflutninga á sjó (flóabát) svo og fyrir þjónustu við ferðamenn og skemmtiferðaskip (upplýsingaskrifslofa) auk þess sem hugað verði að fisksölutorgi og úli- markaði. Einnig verði á hafnarsvæð- inu aðstaða á landi fyrir skemmtibáta og siglingamenn. Þá verði á hinni nýju höfn reynt að tryggja legurými fyrir fiskiskip og báta. Að lokum samþykkti bæjarstjórn að hafnar skyldu framkvæmdir við 1. hluta 2. áfanga nú þegar í sam- ræmi við fjárveitingar á þessu ári. En það felur í sér m.a. að hluti af gömlu dokkinni verður fylltur upp og þar lagður vegur yfir. Ennfrem- ur að svæðið milli Skipagötu og dokkarinnar verður undirbúið fyrir framtíðarbifreiðastæði, enda þótt kostnaður við gerð þeirra sé ekki í fyrrgreindri áætlun. JC SÚLUR OG SVFA NÁMSKEIÐ ISKYNDI- HJÁLP OG ELD- VÖRNUM Flugbjörgunarsveitin á Akureyri og JC Súlur eru um þessar mundir að fara af stað með námskeið fyrir bæjarbúa þar sem kennd verður skyndihjálp og leiðbeint um eldvarnir. Fyrsta kynningarkvöldið fer fram n.k. fimmtudagskvöld í Galtalæk og hefst það kl. 20. Það er ætlað þeim sem búa sunnan Þing- vallastrætis og Kaupangsstrætis. Nánar mun svo verða auglýst kynningarkvöld fyrir íbúa annara hverfa. Dagskrá kynningarkvöldanna er þannig að rætt er um skyndihjálp, tilgang hennar og markmið. Þá er fjallað um sálræn viðbrögð sjúkl- ings og skyndihjálparmanns. Rætt er um varnir og viðbrögð gegn nokkrum tegundum slysa í heima- húsum. Sýnd er kvikmynd og leið- beint varðandi blástursaðferð og læsta hliðarlegu. Þá verður fyrir- spurnum svarað. Víkingur Björns- son verður með kynningu á eld- vörnum í heimahúsum, s.s. reyk- skynjurum og fleiru. Borinn festist í Botnsholu „Við erum að komast yfir þetta vandamál og vonumst til að geta flutt borinn upp á Glerárdal á morgun,“ sagði Vilhelm V. Steindórsson, hitaveitustjóri, f viðtali við Dag í gær, en jarð- borinn sem verið hefur við bor- anir í Botni festist, þegar átti að draga hann upp, og hefur verið unnið við að losa hann á aðra viku. Samkomulag er um það milli Hitaveitu Akureyrar og Jarðborana ríkisins, að ekki sé greidd borleiga meðan ekki er borað og greiðsla til áhafnarinnar skiptist í ákveðnu hlutfalli milli hitaveitunnar og Jarðborana. Eins og kom fram hjá Vilhelm er ætlunin að fara með borinn upp á Glerárdal, þar sem ein af fjórum tilraunaholum verður virkjuð. Tvær þeirra gefa vatn, samtals um 10 sekúndulítra af sjálfrennandi vatni, en sú sem virkjuð. verður gefur um 6 sek./l. Búið er að leggja háspennulínu upp á dal og verið að leggja rör. Þórshafnartogarinn: Skipasmíða- stöðin er gjaldþrota „Við eigum eftir að fá nánari fréttir af þessu gjaldþroti, en við erum bjartsýnir eftir þeim heim- ildum sem við höfum, er ólíklegt að við verðum fyrir nokkru skakkafalli vegna gjaldþrots- lns,“ sagði Ólafur R. Jónsson, sveitarstjóri á Þórshöfn, en þær fréttir bárust frá Noregi um helgina að skipasmiðastöðin i Kristjánssandi, sem smíðar tog- arann fyrir Þórshafnarbúa, hefði lýst sig gjaldþrota. Ólafur sagði að skipasmíðastöð- in hefði á sinum tíma lagt fram bankaábyrgð vegna smíðar skuttogarans og það væri ljóst að viðskiptabanki stöðvarinnar tapaði mun meira en ella ef hann tæki ekki við rekstrinum og lyki a.m.k. við þau verk sem væru í gangi í stöðinni. Það kom einnig fram í viðtalinu við Ólaf að gert var ráð fyrir því að skipið yrði tilbúið á tímabilinu 20. febrúar til 15. mars. „Það má búast við að afhendingu skipsins seinki eitthvað fram á vorið“, sagði Ólaf- ur. % Samruni Samrunl síðdegisblaðanna Vísis og Dagblaðslns í eina sæng með áletruninni „Dag- blaðið og Vísir“ skók heldur betur blaðaheimlnn s.l. fimmtudag enda gerast ekkl önnur eins tfðindi ekki á hverj- um degi. Það að „rauðvíns- pressan" og Svarthöfðl væru farln að starfa saman undir einu þakl var hlutur sem menn áttu ekki von á, og höfðu sumir á orðl að Svarthöfðl hefði villst upp f til Jónasar og C.o. í timburmönnum. Starfsfólkið mætti til vinnu um morguninn á bæði blöðin og var þá annað- hvort boðlð hátíðlega velkomið til starfa á nýju blaði eða þá að það fékk - hendur uppsagnar- bréf sem tók þegar gildl. 0 Ellert skynsamur en Vfsls-svlpur sást alls ekkl á króanum. Blaðið var með rauðu letri í haus og kili, fyrir- sagnarletur var Dagblaðsins, og flestar sfður blaðsins svo og „hausar" í því voru nánast síður DB þótt í DB og Vísi væri. % Bókagerðar- menn reiðir Eftir öruggum heimildum höf- um við það að bókagerðarfólk í Blaðprent, þar sem Vfslr var áður unnlnn, hafi nánast feng- ið slag þegar fréttln skall yfir, og í Ijós kom að nýja blaðið yrði ekkl unnið þar. Það er skiljanlegt að þelm brygði í brún, Vísir lagði til stóran hluta af vlnnu starfsmanna fyrirtæk- isins, sem nú var farin, og staðreyndln blasti við: Engar aukavaktir né yflrvinna í des- emberl Að fá slfkt yfir sig í kjölfar verkfalls er auðvltað ekki gott. Þeir Jónas Kristjánsson rauð- vínssamakkari og Ellert B. Schram verða ritstjórar hins nýja „óháða og frjálsa blaðs", og hófst samstarf þeirra í skjóli náttmyrkurs aðfararnótt fimmtudagsins. Tókst það svo vel að Jónas lýsti því yflr f Rfkisútvarpinu daginn eftir að Ellert værl mjög skynsamur fagmaður sem gott væri að vinna með, enda hefðu þeir starfað saman þá um nóttina. Svo þegar blaðlð kom á göt- urnar mátti skilja ánægju Jónasar. Það kom nefnllega f Ijós að frumburðurinn bar öll einkennl Dagblaðslns sáluga, % Fráónefndum húsverði f Smáu og stóru í sfðustu viku var vísa frá ónefndum húsverði f oplnberri bygglngu. Einnig var þar klausa, en í hennl var húsvörðurinn hvattur tll að búa til aðra vísu þar sem fram kæmi „slagorðlð" hjá kvenna- llstanum. Snemma á föstu- dagsmorguninn hrlngdl hús- vörðurinn og mælti í sfmann: Eðlinu fnr englnn breytt, eða nnr að letja, melra ó oddlnn mjúkt og heltt, munu konur aetja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.