Dagur - 08.12.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 08.12.1981, Blaðsíða 6
Útgafandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifatofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarslmar: 24166 og 21180 Simi auglýsinga og afgreióslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Höfuðáhersla á að tryggð verði full atvinna í landinu f stjórnmálaályktun kjördæmis- þings Framsóknarmanna í Norð- urlandskjördæmi eysfra er minnt á að myndun núverandi ríkis- stjórnar í febrúar 1980 hafi leyst langvarandi stjórnarkreppu og það samstarf sem þá hafi tekist innan Alþingis hafi reynst eina leiðin til myndunar þingræðis- stjórnar. Síðan segir orðrétt: „Ríkisstjórnin tók við erfiðu efnahagsástandi eftir upplausn- artímabil í stjórnmálum, sem m.a. orsakaðist af ótímabærum stjórn- arslitum haustið 1979. Ástandið var þannig í febrúar 1980 að út- gerð og fiskvinnsla var að stöðv- ast víða um land og sums staðar þegar stöðvuð, verðbólga var yfir 60% og stefndi í 80-90% verðbólgu á árinu ef ekki yrði að gert. Við stjórnarmyndun var þess ræki- lega getið að vandi efnahagslífs- 1ns yrði ekki leystur á skömmum tíma, heldur yrði að ætla stjórninni nokkur ár til þess að ná efna- hagsmarkmiðum sínum svo að viðunandi væri til frambúðar. Kjördæmisþingið lítur því svo á að Framsóknarflokknum beri að styðja af alhug núverandi stjórn- arsamstarf, enda ekki fyrir hendi aðrir kostir í því sambandi. Kjördæmisþingið hvetur ríkis- stjórnína til þess að ná þeim efnahagsmarkmiðum sem hún hefur sett sér; minnkandi verð- bólgu, stöðugu gengi krónunnar og jafnvægi í þjóðarbúskapnum án þess að atvinnuöryggi sé fórn- að. Kjördæmisþingið leggur höfuð- áherslu á að tryggð verði full at- vinna í landinu. Þess vegna ber að treysta rekstrargrundvöll atvinnu- veganna og líta með raunsæi á þau vandamál, sem einstakar at- vinnugreinar eða fyrirtæki eiga við að stríða. f því sambandi minnir kjördæmisþingið öðru fremur á vandamál útflutnings- og sam- keppnislðnaðar, svo og ferða- mannaþjónustuna, en þessar at- vinnugreinar, snerta mjög hags- muni fólks í Norðurlandskjör- dæmí eystra. Vandamál iðnaðar- ins eru sérstæð og þurfa sérstakra og brýnna aðgerða við.“ Tónaútgáfan á Akureyri hefur gefið út nýja hljómplötu með söng þeirra Jóhanns Konráðs- sonar og Kristins Þorsteinsson- ar, sem báðir eru þekktir borg- arar á Akureyri. Þessi plata er merkileg fyrir margra hluta sakir. T.d. eru lögin með sam- söng Kristins og Jóhanns einu upptökurnar sem til eru með þeim saman, en þau fylla aðra hlið plötunnar. Á hinni hliðinni er einsöngur Jóhanns og eru elstu upptökurnar frá 1947, áður en segulbandið kom til sögunnar og raunar einnig áður en stál- þráðurinn kom til. Upptökurnar voru gerðar á svokallaðar lakk- plötur. Þá var aðeins til eitt ein- tak af hverri upptöku og var það notað við útsendingar. Upptök- urnar eru allar fengnar hjá Rík- isútvarpinu, en þegar það eign- aðist segulbönd, var hljóðritað af lakkplötunum yfir á böndin. Plöturnar höfðu þá að sjálf- sögðu verið spilaðar mismun- andi mikið, en hljómgæðin á þessari plötu eru furðanlega góð, enda hinar gömlu upptökur búnar að fara í gegn um hreins- unareld nútíma hljóðritunar- tækni. Jóhann Konráðsson og KHstinn Þorsteinsson tóku lagið fyrir Dagsmenn og Kristinn lék undir á pfanó. Kristinn Þorsteinsson. Á A-hlið plötunnar, sem ber nafnið „Upp á himins bláum boga,“ syngja þeir félagar saman níu lög við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur, píanóleikara, sem er dóttir Kristins Þorsteinssonar. Þessi lög voru hljóðrituð hjá Ríkis- útvarpinu árið 1964. Þar er meðal annars að finna lögin „Upp á him- ins bláum boga,“ „Hríslan og læk- urinn,“ „Kossavísur" og „Smala- drengurinn,“ svo eitthvað sé nefnt. „Við vorum saman í Geysi, þeg- ar þetta var, en höfðum auk þess æft saman heima með aðstoð Guðrúnar, dóttur minnar. Þegar upptakan var gerð vorum við á söngferð fyrir sunnan og má eigin- lega segja, að við höfum verið að bíða eftir ferð til Selfoss, þegar við ið með Karlakór Akureyrar á hlaupum, þegar ég kom í land af sjónum, og fengið svolitla tilsögn hjá Sigurði Birkis," sagði Jóhann Konráðsson í spjalli við Dag. Einsöngslögin hans Jóhanns eru á B-hlið plötunnar og þeirra á meðal má nefna lögin „f fjarlægð,“ „Lindin“ og „Gígjan.“ Platan var kynnt á fundi með fréttamönnúm á Akureyri á fimmtudag í síðustu viku. Við það tækifæri sagði Pálmi Stefánsson, sem rekur Tónaútgáfuna og hefur haft veg og vanda af því að þessi plata varð til, að aðdragandi þessa máls væri orðinn nokkuð langur, því hugmyndinni um að koma þessum gömlu hljóðritunum á mikill „míkrófónn“ var notaður við upptökuna. Maður varð að standa svo til grafkyrr og mátti helst ekki róta sér neitt, hvorki snúa sér til hægri né vinstri, því þá fór upptak- an út um þúfur. Nákvæmnin í uppstillingunni var svo mikil, að þegar menn voru orðnir ánægðir með tóninn var strikað hvítt strik á gólfið, og þar átti maður að hafa tæmar. Ég var þrítugur þegar þetta var og þetta var fyrsta hljóðritunin með mínum söng, en síðan eru þær orðnar ansi margar. Ég var á ferð með séra Pétri Sigurgeirssyni, vini mínum, í Reykjavík til að syngja á æskulýðssamkomum. Þórarinn Guðmundsson, tónskáld og starfs-' maður útvarpsins, lék undir og hann sagði við mig, að nú færum við bara niður á útvarp og tækjum þetta upp. Það var svo FritzAVeiss- happel sem lék undir 1 hljóðritun- inni. Þegar þetta var hafði ég 'ang- plötu hefði skotið upp kollinum fyrir a.m.k. 4-5 árum. Blaðamaður og ljósmyndari Dags tóku ekki í mál að mynda þá félaga nema þeir tækju lagið. Ekki stóð á því; Kristinn settist við pía- nóið á Hótel KEA, þar sem fund- urinn var haldinn, og síðan sungu þeir af krafti og næmleik nokkur stef, — hafði ekkert farið aftur, enda báðir syngjandi enn þann dag í dag. Hvort þeir færu nú í diskó- tekin til að kynna nýju plötuna, eins og tíðkast í dag, svaraði Krist- inn, að hann væri nú líklega orðinn nokkuð gamall fyrir slíkt, hálfátt- ræður maðurinn, enda vafasamt að þessi tónlist ætti erindi á slíka staði. „Söngmenn eru alltaf ung- ir, Kristinn minn“, sagði Jóhann þá, „þeir eldast aldrei, þeir bara deyja.“ Að svo búnu kvöddum við þessa öldnu, bráðhressu unglinga, ogóskuðum þeim til hamingju með nýju plötuna. Jóhann Konráðsson. Jóhann, Pálmi Stefánsson og Kristinn ræða um nýju plötuna. Ljósmynd: K.G.A. fórum niður á útvarp og tókum þetta upp, svona að nokkru til að eyða tímanum. Upptakan sjálf gekk mjög vel og þurfti sáralítið að endurtaka, enda vorum við Jóhann búnir að syngja töluvert mikið saman víðs vegar um Norðurland, þegar þetta var, auk þess sem við sungum saman eftir þetta,“ sagði Kristinn í viðtali við Dag. Hann sagðist hafa sungið síðan hann man eftir sér, sagðist þó efast um að hann hafi komið syn- gjandi í heiminn. Hann hefur nú sungið í kirkjukór í 60 ár og í karlakómum Geysi síðan árið 1930. Hann hafði aðeins tvívegis áður sungið í útvarpið, þegar sam- söngur hans og Jóhanns var hljóð- ritaður. „Þetta var nú svolítið kúnstugur útbúnaður, sem notaður var við upptökurnar 1947. Tekið var upp á lakkplötur og aðeins einn, stór og Auðveldur sigur Þórs gegn (sfirðingum - og Þórsarar virðast nær öruggir með að komast í úrslitakeppni 2. deildar Á laugardaginn léku i annarri deild í körfubolta Þór og ís- firðingar. Kvöldið áður léku ísfirðingar við Tindastól frá Sauðárkróki, og sigraði Tindastóll með tveimur stig- um. Leikur Þórs og ísfirðinga byrjaði frekar illa, hittni var léleg hjá báðum liðum, og mikið um mistök leikmanna. Þegar leikið hafði verið í fimm mínútur höfðu Isfirðingar forustu með 12stigum gegn 8, en fimm mín. síðar höfðu Þórsarar náð fimm stiga forustu og eftir það fór dæmið betur að ganga upp hjá þeim og varð sig- urinn þeirra, 69 stig' gegn 51, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 35 gegn 27 Þór í vil. Allir leikmenn Þórs fengu að spreyta sig í þessum leik, en oft vill það verða svo að þjálfarar verða íhaldssamir á innáskiptingar, og þrátt fyrir það að leikurinn sé gjörsamlega sigraður, leyfa þeir varamönnum ekki að koma inná. Leikreynslu öðlast enginn nema hann fái að leika í alvöruleik. Eftir að Eiríkur fór að finna körfuna í þessum leik var hann frábær og skoraði alls 27 stig. Valdimar skoraði 16, Björn 8, Jón og Bjarni 4, og Einar Þórður og Þórhallur 2 hver. Dómarar voru Rafn Bene- diktsson og Gunnlaugur Björns- son og dæmdu þeir ágætlega. Isfirðingar verjast Jóni Héðinssyni. Haustmót IFA Um helgina hélt íþróttafélag fatl- aðra á Akureyri árlegt haustmót sitt. Keppt var í boccía, borð- tennis og bogfimi. Mót þetta var haldið í tengslum við sjö ára af- mæli íþróttafélagsins, en það átti afmæli 7. desember. Úrslit í mót- inu urðu þessi: Boccia. 1. Hafdís Gunnarsdóttir. 2. Sigurrós Karlsdóttir. 3. Björn Magnússon. Borðtennis. 1. Hafdís Gunnarsdóttir. 2. Rúnar Björnsson 3. Sigurrós Karlsdóttir. Bogfimi. 1. Rúnar Björnsson 2. Aðalbjörg Sigurðardóttir 3. Hafliði Guðmundsson. Þórsarar með KA í kennslustund Á fimmtudagskvöldið léku Þór og KÁ í haustmóti meistara- flokks. Þessi lið höfðu ekki mæst í opinberum leik fyrr á þessum vetri, en KÁ leikur í fyrstu deild en Þór í þriðju. Þórsarar eru nú á toppi þriðju deildar en KA á botni þeirrar fyrstu. Það er skemmst frá því að segja að Þór vann stórsigur á fyrstu deildar liðinu, en Þór skoraði 25 mörk en KA aðeins 17. Þá hafði KA ekki skorað nema eitt mark síðustu 15 minútur leiksins en á þeim kafla gerðu Þórsarar sjö mörk. KA menn létu mótlætið fara í taugarnar á sér, og ekkert gekk þeim í haginn. Stundum stóðu einn eða tveir úr KA liðinu og röfluðu við dómarana, meðan Þórsarar dunduðu sér við að skora. Leikur KA olli miklum vonbrigðum þar sem miklar kröfur eru gerðar til liða sem leika í fyrstu deild í íslenskum handknattleik. Sóknarleikurinn var máttlaus og vömin í molum. Eini maður- inn sem hélt höfði i KA liðinu var Magnús Birgisson, en hann gerði m.a. falleg mörk úr homunum og skoraði alls 4 mörk. Guðjón var markhæstur hjá Þór með 8 mörk, en hann ásamt Áma Gunnarssyni voru bestir Þórsara. Eirikur sendir boltann i körfu tsfirðinga. Ljósm. KGA. 6 - DAGUR - 8. desember 1981 8. desember 1981 - DAGUR • 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.