Dagur - 08.12.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 08.12.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 64. árgangur ■^GSflHflflHHflflBBBflflflflflflSBflHflflBflBBflBBSBðHfli ■BflflBBflBBflHHHH^HnflBflHBflBBBflBBHBBBI Akureyri, þriðjudagur 8. desember 1981 SBH Bfl BHBflflHBBflfli 93. töiublað Prestkosningar á Akureyri: GÓD ÞÁTTTAKA - atkvæðatölur liggja fyrir á fimmtudaginn Mikil þátttaka var í prestkosn- ingunum á Akureyri og í Gríms- ey s.l. sunnudag. Allir sem gátu kusu í Grímsey, en þar voru 12 að heiman og áttu þess því ekki kost að velja sér prest. Kosið var á þremur stöðum, þ.e. í Glerár- KVEIKT I BILA AKUREYRI Aðfararnótt s.l. sunnudags var kveikt í bíl, sem stóð í sundinu sunnan við Útvegsbanka íslands við Hafnarstræti. Einnig logaði eldur í plasti sem hefur verið tjaldað utan um glugga bank- ans, en unnið er að viðgerð á þeim. Töluverðar skemmdir urðu á bflnum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar var slangur af fólki í miðbænum þegar þessir atburðir áttu sér stað, og því hljóta að vera til vitni að þeim. „Það getur vel verið að viðkomandi hafi ekki ætl- að sér að kveikja í bílnum, en hafi tekið logandi plast og hent því frá sér með þessum afleiðingum,“ sagði lögregluþjónninn sem rætt var við. Rannsóknarlögreglan vinnur nú að lausn málsins, en allir þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um það, eru beðnir um að láta vita af sér sem fyrst. Samdráttur á fasteigna- markaði „Markaðurinn hefur dregist mjög mikið saman. Það kemur mjög lítið inn af nýjum íbúðum á söluskrá, en þær seljast yfirleitt fljótt eftir að það gerist,“ sagði fasteignasali á Akureyri í sam- tali við Dag. Fasteignasalinn sagði að aðal- ástæðan fyrir samdrætti á fast- eignamarkaðinum væru væru sú að lítið hefði verið byggt á Akureyri, og fólk í eldra húsnæði seldi það ekki fyrr en það væri búið að tryggja sér nýtt. „Það er staðreynd að það fæst minna fyrir krónuna og það er líka ljóst að almenningur er ekki enn búinn að átta sig fyllilega á myntbreytingunni. Allt eru þetta atriði sem hafa sín áhrif.“ Vinsælustu íbúðirnar eru 2ja og 3ja herbergja íbúðir. Þegar kemur að raðhúsum eru íbúðir á einni hæð með bílskúr vinsælastar. Tiltölu- lega fá einbýlishús koma í sölu og seljast þau yfirleitt nokkuð fljótt. skóla, í Oddeyrarskóla og í félagsheimilinu í Grímsey. At- kvæðaseðlarnir verða sendir suður á biskupsstofu og úrslit eiga að liggja fyrir á fimmtudag. Alls kaus 51 í Miðgarðasókn og 1702 í Lögmannshlíðarsókn. Kaupsýslumenn frá Saudi- Arabíu hafa verið á ferð hér á iandi að undanförnu, í þeim til- gangi að afia sér viðskiptasam- banda. Þessir arabisku aðilar hafa kom- ið á fót fyrirtæki í samvinnu við íslenskan aðila, og er ætlunin að hefja útflutning á ýmsum matvör- um til Saudi-Arabíu. Um helgina voru Arabamir á ferð á Akureyri, og ræddu þá við forráðamenn K. Jónssonar og Co. Mikael Jónsson hjá því fyrirtæki neitaði algjörlega að gefa nokkrar upplýsingar um málið, taldi það ekki þjóna neinum tilgangi að segja frá því í blöðum. Kosningaþátttaka á síðarnefnda staðnum var 72,70%, en alls höfðu þar 2.329 kosningarétt. Þessar tvær sóknir tilheyra Glerárprestakalli eins og kunnugt er. í Akureyrarprestakalli kusu 4.204, en 6.403 höfðu rétt til þess. Þátttakan er því 62,85%. Á Akur- Samkvæmt upplýsingum Dags sem telja má öruggar voru Arab- arnir að kynna sér hvað K. Jónsson og Co. gæti selt þeim af vörum, en eyri voru nokkur vafaatkvæði sem yfirkjörstjórn á eftir að taka tillit til. Gunnlaugur P. Kristinsson, formaður sóknarnefndar Akureyr- arprestakalls og Þormóður Einars- son, form. sóknarnefndar í Lög- mannshlíðarsókn, voru sammála um að kosningin hefði gengið vel. ekki er ljóst hvort einhverjir samn- ingar hafa verið gerðir, eða eru á döfinni. KVEIKT I HÚSIÁ DALVÍK Dalvík 7. de>ember Þegar Dalvíkingar risu úr rekkju s.I. sunnudagsmorgun tóku margir eftir því að mikinn reyk lagði frá húsi við Grundar- götu. Eldur hafði komið upp í húsinu nr. 13 snemma um morguninn. Hús þetta var mannlaust, óíbúðarhæft og eign bæjaryfirvalda, og átti að rífa húsið fljótlega. Að sögn Sigurðar Jónssonar, slökkviliðsstjóra á Dalvík, var slökkviliðinu tilkynnt um eldinn um kl. 06. Húsið var fljótt alelda og var það látið brenna þar sem átti að rífa það. Talið er víst að hér hafi verið um íkveikju að ræða. Margir héldu að þetta væri slökkviliðsæfing því nýlega afhenti Dalvíkurbær slökkviliðinu annað hús, rétt fyrir ofan það sem brann, og var ætlunin að láta það loga einn góðan veðurdag. Sigurður sagði að sú æfing yrði fljótlega. Slökkviliðið á Dalvík ætti því að vera fært í flestan sjó eftir þessar æfingar. A.G. Dalbær: NÝ ÁLMA TEKIN í NOTKUN Dalvík 7. desember. Um helgina var tekin í notkun ný álma í Dalbæ, heimili ald- raðra á Dalvík. í þessari álmu eru 13 einstaklingsíbúðir með fullbúnu eldhúsi og baði. í kjall- ara þessarar álmu er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir vinnustofu, sjúkraþjálfun, föndur og fleira. Einnig verður þar í framtíðinni svokölluð dagdeild og hvfldar aðstaða. Fljótlega verður byrjað á að inn- rétta kjallarann og er stefnt að því að þessi aðstaða verði tilbúin um mitt næsta ár. Þangað til verður fremur þröngt um sameiginlega aðstöðu að sögn Guðjóns Brjáns- sonar, forstöðumanns Dalbæjar. íbúar Dalbæjar eru 43 eftir þessa stækkun, en enn er biðlisti eftir dvöl þar þrátt fyrir stækkunina. Jafnan er mikið um að vera á Dal- bæ og þá ekki síst nú fyrir jólin. Nýbúið er að halda námskeið í glermálun, dansi og leirvinnu og ætlunin er að halda námskeið í vefnaði, keramikvinnu og fleiru. Nemendur grunnskólans á Dalvík hafa s.l. tvö ár séð um jólaskreyt- ingar í Dalbæ og svo mun einnig verða í ár. Hefur þetta mælst vel fyrir hjá íbúunum. Þá er einnig framundan laufabrauðsgerð og annað tilheyrandi jólunum. A.G. Húsnæði K. Jónssonar og Co. Verður framleitt þar fyrir S-Arabiumarkað? Kosningarnar fóru rólega af stað. Fólk kom ekki á I var tekin f Glerárskóla skömmu fyrir hádegi s.l. sunnudag. kjörstaðina í neinum mæli fyrr en um klukkan 15. Þessimynd | Mynd: á.þ. Framleiðir K. Jónsson og Co. fyrir S-Arabíu? AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.