Dagur - 08.12.1981, Blaðsíða 12

Dagur - 08.12.1981, Blaðsíða 12
Akureyri, þriðjudagur 8. desember 1981 \ [ RAFGEYMAR VEUœ RÉTT W I 1 bIlinn, bátinn, vinnuvélina herki 1 ■ ■ ' — ■ Iðnþróunarfélag í uppsiglingu: Gæti stuðlað að auknum iðnaði „Guernica Um nokkurt skeið hefur nefnd unnið að stofnun iðnþróunar- félags Eyjafjarðarbyggða. Aðal- tilgangur fyrirhugaðs félags er að stuðla að og auðvelda stofn- un nýrra iðnfyrirtækja. Einnig að auðvelda eldri fyrirtækjum að taka upp nýja starfsemi með ráðgjöf og tæknilegum undir- búningi. Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var lögð fram fundargerð frá um- ræddri nefnd þar sem lagt er til að stofnað verði iðnþróunarfélag í formi hlutafélags og boðað verði til stofnfundar félagsins fulltrúum frá öllum sveitarfélögum, stéttarfélög- um og kaupfélögum á svæðinu, auk fulltrúa frá sýslunefnd Eyjafjarð- arsýslu. Bæjarráð lagði til að fela bæjarstjóra að halda áfram þátt- Um helgina voru þrir ökumenn teknir, grunaðir um ölvun við akst- ur. Nú hafa tæplega 130 ökumenn verið teknir á þessu ári, en allt árið i fyrra voru þeir 149 að tölu. Árið 1979 voru 162 ökumenn teknir töku í undirbúningi að stofnun félagsins. Samkvæmt upplýsingum blaðsins binda menn töluverðar vonir við félagið og að því takist að stuðla að auknum iðnaði. Um þátttöku í félaginu er óljóst og verður svo þar til nálgast stofn- fund, sem ætti að geta orðið snemma á næsta ári. Eins og fram kom hafa forráðamenn Akureyrar- bæjar áhuga á málinu og sömu sögu mun vera hægt að segja um flest önnur sveitarfélög við Eyja- fjörð. Upphaf þessa iðnþróunarfélags má að nokkru leyti rekja til sam- þykktar stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga sem hvatti til þess á sín- um tíma að það yrði stofnað. Auk þess hefur Fjórðungssamband Norðlendinga hvatt til stofnunar svipaðs félags. grunaðir um meinta ölvun við akst- ur. Um helgina gistu fjórir fanga- geymslur lögreglunnar. Einum bfl var stolið í Glerárhverfi, en hann fannst óskemmdur skömmu síðar. Á fimmtudagskvöld verður opnuð I Gagnfræðaskólanum á Akureyri heimildasýning um listaverkið „Guernica“ eftir hinn heimsþekkta spænska list- málara Pablo Picasso. Á sýn- ingunni verður sýnd Ijósprentun af upprunalegu myndinni og í sömu stærð og frummyndin, þ.e. 3,5x8 metrar. Einnig eru á sýn- ingunni sýndar myndir af skyss- um af þessu þekkta verki, þannig að áhorfendur geta nánast fylgst með þróun og tilurð þess. Nemendur og kennarar skólans munu annast uppsetningu þessarar heimildasýningar. Picasso var miðaldra, 56 ára að aldri, þegar hann málaði „Guernica“, en efni hennar er sótt í loftárás á bæinn Guernica á Spáni 26. apríl 1937, eða í spænsku borg- arastyrjöldinni, þár sem bærinn var nánast lagður í rúst og flestir bæj- arbúarfórust. í málaralistinni hafði Picasso valdið byltingu með kúbis- manum þegar hann málaði „Guernica". Þegar í janúar 1937 hafði honum verið falið að mála veggmynd fyrir heimssýninguna í íí sýnd á Akureyri París, en var ráðþrota með mynd- efni, þar til eftir árásina á Cuernica. Ástæða er til að hvetja fólk til að sjá þessa sýningu, sem auk þess að vera áhrifamikil ætti að geta aukið skilning á starfsháttum þessa snill- ings. Sýningin opnar eins og áður sagði á fimmtudagskvöld kl. 20.30. Hún verður opin öll kvöld kl. 20-22 fram á miðvikudaginn 16. des- ember, en um helgina verður hún opin frá kl. 14-22. Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, mun opna sýninguna í Gagnfræðaskólanum á fimmtudagskvöld. Þeim fækkar sem aka ölvaðir Blönduvirkjun: SUNN leggst gegn tilhögun 1 Tónleikar á Sal Tónlistarfélag M.A. hefur á undanförnum árum gengist fyrir tónleikahaldi í skólanum og fengið hingað kunna listamenn til að flytja list sína. Fimmtu- daginn 10. desember mun Pétur Jónasson halda gítartónleika á Sal í boði Tónlistarfélagsins. Pétur hefur haldið einleikstón- leika í Mexíkóborg og víðs vegar á íslandi og hlotið mjög lofsamleg ummæli gagnrýnenda. Tónleikar Péturs hefjast á Sal í gamla Menntaskólahúsinu klukk- an 20.30 á fimmtudagskvöldið. Á efnisskránni eru verk eftir Haug, Coste, Walton, Villa-Lobos, Tárrega, Moreno-Torroba og Al- béniz. Öllum er heimill aðgangur að tónleikum þessum og miðar verða seldir við innganginn. Stjórn SUNN segir í ályktun um Blönduvirkjun að hún átelji harðlega þá stefnu stjórnvalda að halda til streytu þeirri virkj- unartilhögun við Blöndu, „sem hefur í för með sér mesta eyð- ingu gróðurlendis, þ.e. tilhögun I með stiflu við Reftjarnarbungu og 400 GL miðlun.“ Stjórnin segist harma það virð- ingarleysi gagnvart náttúrufari landsins að ætla að sökkva allt að 60 ferkílómetrum af grónu landi. „Telur stjórnin að sjálfsagt sé að velja fremur þá tilhögun miðlun- arlóns sem byggist á því að bjarga Fimmtudagskvöldið 10. des. mun Framsóknarfélag Akureyrar halda bæjarmálafund að Hótel KEA. Til umræðu verða bæjarmál almennt en þó verður aðallega rætt um gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1982 allt að helmingi gróðurlendisins frá eyðingu þ.e. tilhögun II með stíflu við Sandárhöfða og 200 GL miðl- un. Þegar vatnsveitur þær, sem nú eru ákveðnar á Þjórsár- Tungnár- svæðinu og miðlunarlón Fljóts- dalsvirkjunar eru komin, yrði miðlunarstig landskerfisins nægj- anlegt með 200 GL miðlun Blöndu. Enn fremur er ljóst að allar áætl- anir um uppgræðslu og áburðar- gjöf á hálendinu umhverfis Blöndu byggja á mjög veikum forsendum. Heitir stjórn SUNN á stjórnvöld að virkja Blöndu og önnur fallvötn landsins þannig að gróðurlendi verði ekki spillt að óþörfu.“ sem nú stendur yfir. Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins munu mæta á fundinn og reyfa þessi mál. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er eins og áður sagði að Hótel KEA (uppi), og eru allir velkomnir. Akureyri: Fundurum bæjarmálin u nj £ Óvenjuleg upphefð Þessum þætti var sýnd óvenjumikll upphefð í vikunni sem leið. Oft hefur verið vitnað til ýmlslegs af því stóra og smáa sem í þætti þessum birt- ist, en sjaldan með slíkum glæsibrag sem s.l. flmmtu- dagskvöld í þættinum „Á vett- vangi." Þátturinn var ekkl einu sinni kominn fyrir augu les- enda blaðsins, þegar þeim gafst kostur á að heyra hann lesinn í útvarplð, nokkuð fljót- færnislega að vísu, enda vlrtist mikið llggja við að koma boð- skapnum á framfæri sem allra fyrst og prentsvertan vart kom- in á pappírinn. % Óbrigðult fréttamat Aldrei hefur „Sandkornl“ Vísis eða öðrum slíkum þáttum hlotnast þvflfkur heiður, sem „Smáu og stóru." Gott er til þess að vlta hvílíkum öndvegis mönnum sumir dagskrárþættir útvarpsins eiga á að skipa, —- með svona óbrigðult fréttamat, sbr. kantsteinana „Kennedy- bræðra“, þó svo að stelnarnir þeir séu enn „á vettvangi" skv. síðustu fréttum á öldum Ijós- vakans. Vonandi að fleiri starfsmenn útvarpsins, t.d. fréttamenn á fréttastofu, taki sér þetta tll fyrirmyndar. Fyrir utan það að „Smátt og stórt“ eigi ótvírætt erindi á öldur Ijósvakans, er slík umfjöllun einhver allra besta auglýslng f,- \h & JlL sem Dagur getur fengið. Meira af slíkul % Kvenna- framboð og prófkjör Kvennaframboðið hélt fund á laugardag, þar sem rætt var um drög að stefnuskrá og hugmyndina um sameiglnlegt prófkjör flokkanna og kvenna- framboðsins. Ekkl var tekin af- staða til prófkjörsins og jafn- framt ákveðið að endurskoða stefnuskrána betur. „Smáu og stóru“ varð það á, að segja frá því í síðasta blaði, að kvenna- framboðlð hefði ákveðið að vera ekki með í samelginlegu prófkjöri. Átti sú ákvörðun að hafa byggst á því, að aðstand- endur kvennaframboðsins væru farnir að sjá suma af ókostum prófkjörs, einkum þann að þegar það er viðhaft, er ekkl endilega tryggt að list- inn verði skipaður eins og þelr sem standa í eldlínunni hefðu viljað. # Erfið ákvörðun Samkvæmt því sem að ofan segir, var rangt sagt frá að búið væri að ákveða að kvenna- framboðlð tæki ekkf þátt í sameiglnlegu prófkjöri. Hins vegar virðist nokkuð Ijóst af framgangi málsins, að ákvörð- unln um sameiginlegt prófkjör er ekki eins einföld, elns og sumir hafa viljað vera láta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.