Dagur - 17.12.1981, Side 1

Dagur - 17.12.1981, Side 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI FIL.MUhúsw akureyhi 97. tölublað ammmmmmm Starfsfólk félagsmiðstöðva: Fíkniefni í umferð á Akureyri Starfsfólk félagsmiðstöðva æskulýðsráðs Akureyrar hefur sent frá sér bréf, þar sem fram kemur að það teiur að unglingar á Akureyri séu farnir að neyta eiturlyfja og að hafin sé sala á þeim í bænum. „Þetta hefur borist okkur til eyrna úr mörg- um áttum,“ sagði Helgi Már Barðason starfsmaður æsku- lýðsráðs í samtali við Dag. „Við höfum hins vegar ekki haft hendur í hári þeirra sem hlut eiga að máli.“ Helgi bætti því við að með bréfinu, sem barst Degi, væri starfsfólkið að vara al- menning við þeirri þróun sem ætti sér stað. Það kemur fram í bréfinu að unglingarnir geti orðið sér úti um eiturlyf, aðallega hass, og sagði Helgi að sér virtist sem þess væri aðallega neytt í heimahúsum — t.d. meðan foreldrarnir færu að heim- an og unglingarnir héldu sam- kvæmi á fneðan. „Ég hef heyrt dæmi um unglinga allt niður í 14 ára aldur,“ sagði Helgi þegar hann var inntur eftir aldri þeirra sem sagðir eru nota umrædd efni. „Við viljum að fólk sé vakandi í þessum efnum, því við teljum að það viti ekki almennt um að þetta sé til staðar. Raunar kom þetta nokkuð flatt upp á okkur þegar við fórum að frétta af þessu, en það eru ekki nema 2-3 vikur síðan.“ Helgi taldi víst að eiturefni hefðu verið algeng meðal unglinga í ein- hverja mánuði, því tæplega væri við því að búast að unglingar, sem sæktu Dynheima og félagsmið- stöðina í Lundarskóla, færu að segja frá tilvist eiturefnanna strax sama daginn og þau hefðu borist til bæjarins. „Ég vil að það komi skýrt fram að þetta hefur ekki komið til okkar kasta. Við erum að frétta þetta, en það hefur aldrei gerst áð- ur,“ sagði Helgi. Áfengisnotkun unglinga sem sækja umræddar félagsmiðstöðvar er ekki mikil, en um hverja helgi verður þó að vísa unglingum frá Dynheimum vegna drykkjuskapar. Unglingarnir fá áfengið einkum frá eldri systkinum, hnupla því úr vínbirgðum foreldranna og síðan en ekki síst kaupa fullorðnir áfengi fyrir unglingana — eða börnin öllu heldur. AÐSTOÐ VID PÓLVERJA Á stjórnarfundi Einingar sem haldinn var í vikunni, var sam- þykkt að gefa 40 þúsund krónur til Póllandssöfnunarinnar. Jafnframt voru pólsku þjóðinni sendar samúðar- og baráttu- kveðjur. Þá var launafólk hvatt til að taka þátt í landssöfnun til hjálpar Pól- verjum, sem nú fer fram á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar, Al- þýðusambands íslands og Kaþólsku kirkjunnar á fslandi. Gíróseðlar hafa nú verið sendir út og er fólk hvatt til að leggja fram sinn skerf. Míkió var af fólki í miöbæ Akureyrar f gær, enda veður gott og verslanir fullar af jólavamingi. UmferÓin mun hafa gengið stórslysalaust fyrir sig í gær, en búið er að ryðja snjó af helstu umferöargötum og bflastæði eru næg í nágrenni við miðbæinn. Það er hins vegar svo skrýtið að það er eins og allir vilji leggja bilum sínum við Hafnarstræti, nánar tiltekið þann hluta sem sést á myndinni. Mynd: K.G.A. Mengunarvarnir í Krossanesi: Fýlan brátt Frá Krossanesi. úr sögunni! Stöðugt er unnið við uppsetn- ingu á tækjabúnaði í Krossanesi, sem á að koma í veg fyrir að hin alræmda „Krossanesfýla“ angri öllu lengur skilningarvit Akur- eyringa. Hluti búnaðarins, soð- kjarnatækin, eru nú þegar kom- in í gagnið og gert er ráð fyrir að uppsetningu alls búnaðarins Ijúki endanlega um mánaða- mótin janúar/febrúar. Pétur Antonsson, framkvæmda- stjóri Krossanesverksmiðjunnar, sagði að uppsetningin hefði tekið lengri tíma én áætlað var í upphafi. Margt var til að tefja, veður var óhagstætt og hiutir í tækin bárust ekki á réttum tíma svo dæmi séu tekin. Auk þess var verkið viða- meira en menn höfðu gert sér grein fyrir. Ekki vildi Pétur spá neinu um heildarkostnað við uppsetningu tækjabúnaðarins, en sagði þó að verkið yrði dýrara en ráð var fyrir 'gert. Mengunartækin í Krossanesi eru þau fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Þau eru keypt frá Noregi og sagði Pétur að forráðamenn ann- arra mjölverksmiðja hér á landi fylgdust náið með framvindu mála í Krossanesi. Ef tækin þar reynast vel má því allt eins búast við að íbúar fleiri bæjarfélaga losni við þá ólykt sem ætíð fylgir fiskimjöls- verksmiðjum. LÝST EFTIR BRENNU- VÖRGUM Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri biður alla þá, sem geta gefið einhverjar upplýsingar um brunann á Dalvík þann 6. desember að láta sig vita — eða lögregluna á Dalvík. Eins og Dagur sagði frá á sínum tíma, var kveikt í húsinu nr. 13 við Grundargötu á Dal- vík að morgni sunnudagsins 6. desember. Húsið var látið brenna niður, enda var það ónýtt. Ekki dugir að láta brennuvargana ganga lausa og því verða Dalvíkingar að rifja upp hvort þeir urðu varir við grunsamlegar mannaferðir um- ræddan morgun. Hitaveitan: 20% MINNI NOTKUN í lok síðustu viku urðu starfs- menn Hitaveitu Akureyrar varir við að notkun á heitu vatni hafði dregist saman um 20%. Þessi samdráttur í notkun kom í kjöl- farið á orðsendingum frá H.A. þess efnis að notendur á Akur- eyri væru hvattir til að draga úr notkun á heitu vatni. Ástæðan var bruni á dælubúnaði að Laugalandi. Ef bæjarbúar hefðu ekki sýnt þennan skilning á vanda H.A. hefði þurft að grípa til skömmtunar. En þar með er ekki öll sagan sögð. Birgðir hitaveitunnar eru langt frá því að vera óþrjótandi og fram- undan er tími, þar sem gera má ráð fyrir mikilli notkun á heitu vatni. Áð sögn Vilhelms Steindórssonar, hitaveitustjóra, skiptir miklu máli að notendur fari eins sparlega með heita vatnið og þeim er unnt, enda þótt viðgerð á dælubúnaðinum sé lokið. Um leið og hann hvatti not- endur til að spara vatnið áfram vildi hann þakka bæjarbúum þann skilning sem þeir hefðu sýnt á dög- unum, og benti á að með slíkri samstöðu væri hægt að koma í veg fyrir neyðarástand og óæskilegar ráðstafanir í tilfellum eins og á dögunum. Vilhelm benti á að ýmislegt væri hægt að gera til að spara heitt vatn. Forráðamenn stofnana og fyrir- tækja gætu t.d. minnkað hitann yfir hátíðamar, meðan ekki er unnið. Hvað einstaklinga varðar þá geta þeir t.d. dregið úr notkun á neyslu- vatni, lækkað hita í herbergjum, öðrum en svefnherbergjum, og reynt að halda hitanum inni sem mest með því að loftræsta sem minnst, skilja t.d. ekki eftir opnar útihurðir eða stóra glugga. Jólablað Dags kemur út á morgun, föstudag AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.