Dagur - 17.12.1981, Blaðsíða 12

Dagur - 17.12.1981, Blaðsíða 12
 ONY-FLEX VATNSKASSAHOSUR Akureyri, fimmtudagur 17. desember Á aðfangadagsmorguninn klukkan 9.05 verður fluttur óska- lagaþáttur í útvarpinu. Þátturinn nefnist: Með kærri kveðju. Í þættinum munu börn frá Akureyri senda jólakveðjur til vina og ættingja, og leikin verða jólalög af hljómplötum. Stjórnandi þáttarins er Heiðdis Norðfjörð. Þessi mynd var tekin er hljóð- ritun fór fram. Sitjandi frá vinstri: Halldór Jóhannsson, Svanhildur Björgvinsdóttir, Jóhann V. Gunnarsson og Logi Ragnarsson. Standandi frá vinstri: Hrönn Aðalheiður Bjöms- dóttir, Heiðdis Norðfjörð og Sigriður Margrét Jónsdóttir. Mynd: á.þ. Hlíðarfjall: OPIÐ UM HÁTtDARNAR Tónleikar fyrir alla Strengjasveitir Tónlistarskólans á Akureyri halda Jólatónleika sina á fimmtudaginn 17. des. kl. 8.30 e.h. i Akureyrarkirkju. Strengjasveitirnar hafa æft síðan í haust undirstjórn Olivers Kentish og Hrefnu Hjaltadóttur. Á efnis- skrá verða stutt verk eftir m.a. Mozart og Satie ásamt hinu fræga verki Albinonis, „Adagio" fyrir orgel og strengi. Yngri nemendur nrunu einnig flytja Jólasyrpu útsett af Robert Bezdek. Einleikarar að þessu sinni verða Árni Hilmarsson (orgel) og Sigrún Viktorsdóttir (þverflauta). Bæjarbúar eru hvattir til þess að styðja þetta unga tónlistarfólk með því að fjölmenna á tónleikana sem eru jafnt fyrir unga sem aldna. Að- gangur er að sjálfsögðu ókeypis. LEIKFÉLAG AKUREYRAR: „ÞRJÁR SYSTUR“ Þessa dagana á sér stað spenn- andi vinna í leikhúsinu á Akur- eyri, eins og reyndar alltaf þegar byrjað er á nýju góðu verkefni. Leikararnir eru að taka sín fyrstu spor á fjölunum í skemmtilegum hlutverkum í hinu snilldar vel skrifaða leikverki. Og nú hef- ur L.A. fengið 4 unga leikara að sunnan til liðs við sig. Þessir nýju liðsmenn félagsins eru, Ragnheiður Arnardóttir, Ingibjörg Björnsdótt- ir. Guðjón Pedersen og Þröstur Guðbjartsson. Þegar í sumarbyrjun var ákveðið að „Systurnar" yrðu fyrsta verk- efnið á nýju ári og má segja að þar með hefjist forvinnan a.m.k. fyrir leikstjóra og leikmyndateiknara. Að ráði Kára Halldórs og undir hans leiðsögn eyddu allir aðstand- endur sýningarinnar hér vikutíma í endaðan ágúst, til að skoða verkið og kynnast hvert öðru og ber leik- urunum saman um það hafi lukk- ast mjög vel og sé góður undirbún- ingur fyrir æfingatörnina. Það þarf mikið átak og mikla bjartsýni fyrir litið leikfélag að taka tvö jafn viðamikil leikverk og „Jómfrú Ragnheiði“ og „Þrjár systur" á sama leikárinu. Allir vita hversu vel til tókst með „Jómfrúna" og sýndi tala leikhúss- gesta að þeir kunnu vel að meta vel unna og heiðarlega sýningu, jafnvel þó að efni hennar vekti trega en ekki hlátur. GRAFIK- SÝNING TIL JÓLA Sýning 6 grafiklistamanna að Klettagerði 6 sem staðið hefur yfir frá 5. desember fer nú senn að Ijúka, en síðasti sýningar- dagur er þann 23. desember. Á sýningunni eru alls 45 myndir og eru þær til sölu. Sýningin þykir vera mjög góð, og er því full ástæða til þess að hvetja alla til þess að láta hana ekki framhjá sér fara. Nú er nægur góður skíðasnjór í Hlíðarfjalli. Um næstu heigi verða lyfturnar opnar kl. 10-16, einnig mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Um jólin verður lokað. Sunnudaginn 27. verður opið kl. 10-16 og alla daga fram að gaml- ársdegi. Lokað verður gamlársdag Um þessar mundir ganga undir- skriftarlistar víða á vinnustöðum, þar sem er að finna félagsmenn í verkalýðsfélaginu Einingu. Á list- unum er skorað á Guðmund Sæ- Jón. Guðmundur. Byggingavörudeild Kaupfélags Húnvetninga hefur flutt í nýtt og stærra húsnæði. Eftir flutn- inginn verður deildin mun betur í stakk búin til að sinna þörfum íbúa Blönduóss. Vöruflokkum hefur verið fjölgað og einstök- um vörutegundum meiri sómi sýndur — t.d. með betri útstill- ingu. Hávarður Sigurjónsson, deildar- stjóri, sagði að gamla húsnæðið hefði verið um 100 fermetrar, en og nýjársdag en opið kl. 10-16 rneðan frí er í skólum fyrstu dagana í janúar. Stefnt er að því að hafa 3 lyftur í gangi þessa daga, Stóla- lyftu, Stromplyftu og Hólabraut. Þá verður einnig troðin göngu- braut. í Kjarnaskógi verður göngu- brautin troðin daglega gerist þess þörf. mundsson til að bjóða sig fram til formanns, en framboðsfrestur. rennur út í næsta mánuði og gert er ráð fyrir að kosningin verði í byrjun febrúar. Ef Guðmundur ákveður að verða við tilmælum þeirra sem á listana skrifa verða tveir menn í kjöri til formanns, þ.e. Jón Helga- son, núverandi formaður, og Guð- mundur Sæmundsson. Samkvæmt heimildum Dags er það ætlun stuðningsmanna Guðmundar að bjóða Reyni Helgason, starfsmann Ú.A., fram sem varaformann. það nýja er hvorki meira né minna en 500 fermetrar. Nýja deildin er viðbygging við aðalverslunina. „Nú verður allt á sama stað, en það má segja að við höfum verið með vöruflokkana út um hvippinn og hvappinn. Nú verðum við með dúka og teppi og við tökum líka sportvörur, reiðhjól og hljómflutn- ingstæki,“ sagði Hávarður. Fram til þessa hafa þrír starfs- menn verið í byggingavörudeild- inni, en Hávarður gerði ráð fyrir að þeim yrði fjölgað um einn. Um næstu helgi verður göngu- mót í Kjarnaskógi. Allt þetta mið- ast við að veður verði skikkanlegt. Verði veður og snjór um hátíðarnar líkt og nú síðustu dága er ástæða til að hvetja alla til að fara á skíði. % Hættulegt að hjóla Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar er talsvert um að börn séu að reyna að hjóla á götum bæjarlns. Lögreglu- þjónn sagði t.d. að það skap- aðl stórhættu þegar börnin væru að hnoðast áfram á hjól- unum í slæmri færð í skamm- deginu, og það sem verra væri, oft væru hjólin Ijóslaus og því vanbúin til notkunar í myrkri. Lögregluþjónninn hvatti for- eldra og forráðamenn barna og unglinga að beita sér fyrir því, að hjólin væru höfð helma í kjallara og ekki notuð fyrr en nokkuð væri liðið á nýtt ár. Ungur píanóleikari í Borgarbíói örn Magnússon píanóleikari heldur tónleika í Borgarbíói n.k. laugardag kl. 17. ■ Örn kemur frá Manchester þar sem hann stundar framhaldsnám á píanó hjá Georg Hdjinikos. Örn lauk 8. stigs prófi á píanó frá Tónlistarskólanum á Akureyri vor- ið 1979, og var Soffía Guðmunds- dóttir píanókennari hans. Sama vor lauk hann stúdentsprófi frá M.A. Næsta vetur stundaði Örn fram- haldsnám við Tónskóla Sigursveins í Reykjavík, en jafnframt kenndi hann við sama skóla. Síðan þá hef- ur Örn dvalið á Englandi. Öm hef- ur komið fram á tónleikum og hélt tónleika í Norræna Húsinu ásamt Óðni G. Óðinssyni flautuleikara vorið 1980. Einnig flutti Örn píanókonsert í D-dúr' eftir Haydn á tónleikum með hljómsveit Tónskóla Sigur- sveins í Reykjavík og hljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri vorið 1980. örn hlaut styrk úr Minning- arsjóði Þorgerðar fyrir frábæra námsframmistöðu við Tónlistar- skólann á Akureyri. Á efnisskrá Arnar verða prelúdí- ur og fúgur eftir Bach, sónata eftir Schubert, polonaise og impromptu eftir Chopin og tilbrigði við stef Schumanns eftir Brahms. Fólk er hvatt til að slaka á I jóla- annríkinu og að hlýða á tónleikana. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. § Tímamótí samningagerð í síðasta tölublaði var fyrirhug- aður samnlngur rlkisins og heimamanna birtur í heild og í framhaldi af því væri rétt að at- huga hvað hreppsnefnd Blönduósshrepps hafði að segja um hann: .....er Ijóst að samnlng- urinn markar tímamót ( samn- ingagerð milli landeiganda og opinberra aðila, verður stefnu- markandl fyrir aðra slíka samninga og kemur í veg fyrir að þeim kosti, sem verstur er, verði beitt — það er að landið verði tekið eignarnámi án þess landeigendur verði spurðir um eitt eða neitt.“ verður til afgreiðslu f rá og með 19. des. • • Olumboðið Hafnarstræti 86 Sími 22941 Verða tveir um formannssætið? Blönduós: Byggingavöru- deildin flytur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.