Dagur - 17.12.1981, Page 4

Dagur - 17.12.1981, Page 4
IMá3W Útgefandl: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skriffitofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Simi,auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamenn: Askell Þórisson, Gylti Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. I tilefni jóla „Griður verður ekki undirbúinn með ófriði. Ást verður ekki framkölluð með hatri. Réttlæti verður ekki komið á með heift. Friður, þannig til kominn er falskur og hættulegur“. Þannig kemst séra Hjálmar Jónsson á Sauðárkróki að orði í jólahug- vekju sem birt er í jólablaði Dags. Hjálmar segir ennfremur: „Meinsemdin liggur dýpra. Vígbúnaðaræðið er heimsku- legt og viti firrt. En það er ekki ieikur nokkurra stjórnmála- manna, heldur mannkynsins alls. Þeir sem nú krefjast friðar gera það á röngum forsendum. Þeir hafa sjálfir ekki nokkurn frið í sínum beinum. Mennirnir verða sjálfir að umbreytast inn- an frá. Það sem veldur ófriðnum er tortryggni, ótti, kvíði, öfund, hroki og hatur, svo nokkuð sé nefnt af meinum mannsins. Þau stafa aftur af því, að hann hefur misst sambandið við höfund sinn. Hann reynir að leysa mál sín einn og óstuddur. En lausnir hans eru dæmdar til að mistakast, því hann er frið- laus“. Síðar í hugvekju sinni um friðinn segir séra Hjálmar Jónsson: „Gerum það að bæn okkar á komandi jólum, að Kristur fái að lýsa innra með okkur. Þiggjum þá náðargjöf, sem hann er fús að veita af gefandi kærieika sínum. Og hversu mikill sem ófriðurinn í kringum okkur annars er, þá eigum við innri frið, því að við erum í sátt við skapara okkar og frelsara“. Dagur þakkar lesendum sfn- um og velunnurum um allt land samstarfið á árinu. Gleðileg jóll 4 - DAGUR - 17. desember 1981 Er óskandi að veðurfar verði okkur hliðhollara á næsta hausti. K.R.A. vill þakka öllum þeim er gerðu Firmakeppnina mögu- lega og vonar að sem flestir hafi „ ... haft nokkuð gaman af. Knattspyrnuráð Akureyrar heldur Akur- Keppt verður í yfir lOflokkumogbúastmá Að lokum vilj ráðið færa sér. eyrarmót f innanhússknattspymu í við sem áður jafnri og spennandi keppni. stakar þakkir til Hauks Torfa- fþróttaskemmunni dagana 28. og 29. des- Skorar ráðið á sem flesta að mæta og hvetja SOnar er með óeigingjörnu starfi ember n.k. og hefst keppnin kl. 17.00 báða sínamenn. lagði mikið að mörkum til að- dagana. stoðar starfi K.R.A. á árinu. AKUREYRARMÓT I INNANHÚSSKNATTSPYRNU TAP OG SIGUR HJÁ Gunnar Kárason og Elmar Geirsson með grípinn góða. Ljósm. Reynir Eiríksson. KA hlaut „Dragon<£ styttuna í ár Á hverju ári er því liði í 1. og 2. deild fs- mannlegustu knattspyrnuna í 1. og 2. deild landsmótsins í knattspymu sem fæst refsistig veitt styttan, og kom það í ár í hlut Elmars hlýtur í mótinu veitt hin svokallaða „Dragon Geirssonar fyrirliða KA að veita styttunni stytta“, en styttu þessa gaf franskur maður viðtöku. KA hlaut sem sagt fæst refsistig, en fyrir nokkrum árum. Þórsarar komu í 2. sæti. Sem fyrr sagði er því liði sem leikur prúð- Skíðagöngumenn keppa í Kjarna - Mótið m.a. úrtökumót fyrir H.M. Um næstu helgi verður keppt í skíðagöngu í Kjarnaskógi og verða allir bestu göngumenn KA GEGN VÍKINGUM íslandsmeistarar Víkings í handknattleik leika gegn KA í íþróttaskemmunni á Akureyri í kvöld, og hefst viðureign liðanna í 1. deild íslandsmótsins kl. 20. Sem kunnugt er hlutu KA-menn sín fyrstu stig um síðustu helgi er þeir sigruðu HK úr Kópavogi, en hætt er við að róðúrinn verði þyngri gegn meisturunum í kvöld. KA með jólaskemmtun Hin árlega jólatréskemmtun KA fer að þessu sinni fram í Sjálfstæðishúsinu, og hefst kl. 14, 2. dag jóla. landsins meðal þátttakenda. Fyrir mótinu standa Skíðasamband íslands og Skíðaráð Akureyrar. Mót þetta er m.a. úrtökumót vegna Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Noregi í febrúar n.k. Keppt verður i flokkum 17-19 ára og 20 ára og eldri. Á laugardag 19. des. kl. 13.30 verður keppt í 10 km. göngu. Annað göngumót hliðstætt þessu verður svo haldið 9. og 10. janúrar n.k. Þegar nægur snjór er í Kjarnaskógi er gönguaðstaða þar mjög góð, lands- lagið fjölbreytt og fallegt, upplýst braut á kvöldin, brautir troðnar með nýjum snjó- sleða, sem skógræktin hefur nýlega fest kaup á og aðstaða er til að bera á skíði í upphituðu húsi rétt við göngubrautina. Með þessum göngumótum sem nú verða haldin vill Skíðaráð Akureyrar og Skógrækt- arfélagið vekja athygli almennings á þessari ágætu aðstöðu og hvetja fólk til að notfæra sér göngubrautina. ÞÖR Þór lék um helgina tvo leiki i þriðju deildinni i handbolta. Fyrri leikurinn var við ögra og þann leik sigruðu Þórsarar örugglega með 32 mörkum gegn 13. Að sögn Amars Guð- laugssonar þjálfara Þórs var þarna um algjöra einstefnu að ræða, og mótspyrnan nánast engin. Þess má geta að leik- menn ögra em nýliðar í hand- boltanum og eru allir heymar- skertir. Síðari leikurinn var svo gegn Ármanni sem ásamt Þór hefur verið á toppi deildarinnar. Þórs- arar unnu Ármenninga nokkuð auðveldlega í fyrri leik liðanna, en í þessum leik hefndu Ár- menningarnir ófaranna frá fyrri leiknum og unnu nokkuð auð- veldan sigur 24 mörk gegn 19. Staðan í hálfleik var 12 gegn 8 Ármanni í vil. Arnar sagði að nokkurrar taugaspennu hefði gætt hjá leikmönnum Þórs fyrir þennan leik. „Við vorum með af- brigðum óheppnir,“ sagði Arnar. Eftir þetta tap hjá Þór er staðan í þriðju deild orðin mjög spenn- andi, en þrjú lið, Þór, Ármann og Grótta hafa öll tapað þremur stigum. Þór gerði jafntefli við Gróttu fyrr í vetur, og hefur nú lokið báðum leikjum sínum við Ármann. Þá er einnig möguleiki að Akranes og Keflavík geti tekið stig af einhverjum þessara liða. JC-mót í lyftingum JC-mót í lyftingum verður haldið laugardag kl. 14 í Glerárskóla. Meðal keppanda eru gestir að sunnan og má nefna þá Guð- mund Sigurðsson og Þorkel Þórs- son. HIBÝLI SIGRAÐI Firmakeppni Knattspyrnuráðs Akureyrar lauk laugardaginn 5. desember s.l. Sigurvegari varð lið Híbýlis er vann lið Otgerðarfélags Akureyr- inga í úrslitaleik 4-1. Eru þeir vel að sigrinum komnir því þeir töpuðu ekki leik í keppninni og með markahlutfall 15:5 í 6 leikjum. Alls voru 25 leikir í keppninni er hófst 17. september og er því búin að standa í tvo og hálfan mánuð.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.