Dagur - 17.12.1981, Blaðsíða 10

Dagur - 17.12.1981, Blaðsíða 10
I.O.O.F. 2 — 16212188 '/: — jólaf. □ RÚN 598112207 —jólaf. Hjálpræðisherinn — Hvanna- völlum 10: Sunnudag 20. des- ember kl. 13.30 sunnudagaskóli fyrir börn. Kl. 17 almenn sam- koma, „Við syngjum jólin í garði“. Yngriliðsmenn sýna leikþátt, mikill söngur. Allir velkomnir. (Sjá jóladagskrá í jólablaðinu). Fíladelfía Lundargötu 11. Jóla- dagssamkoma kl. 17,00. Sunnudagur 27. Samkoma kl. 17,00, allir velkomnir. Mánu- dagur 28. Jólahátíð sunnudaga- skólans kl. 15,00. Gamlársdag- ur. Vitnisburðarsamkoma kl. 20.30. Nýjársdagur, samkoma kl. 17,00. Allir velkomnir. Kristniboðshúsið. Zfon: Hátíð- arsamkomur. Jóladag kl. 20.30. Ræðumaður Guðmundur Ó. Guðmundsson. Nýársdag kl. 20.30. Ræðumaður Jón Viðar Guðlaugsson. Allir hjartanlega velkomnir. Byggja barna- heimili á Ólafsfirði Vinna er hafin við innréttingu nýs barnaheimilis á Ólafsfirði. Að sögn Svandísar Júlíusdóttur, forstöðukonu heimilisins, er gert ráð fyrir að nýja húsið verði tilbúið í vor. Það stendur við Ólafsveg og er hið glæsileg- asta hús. Svandís sagði að þar yrði pláss fyrir um það bil 40 böm á tveimur leikskóladeild- um. Gamla barnaheimilið eryfirfullt og er langur biðlisti við það. Þegar það nýja verður tekið í notkun mun biðlistinn hverfa. Núverandi bamaheimiler allsendis ófullnægj- andi og sagði Svandís að það héldi hvorki vatni né vindi. Nýja húsið er byggt eftir sams- konar teikningu og Lundarsel á Akureyri. Að vísu er það heldur minna í sniðum, en er hægt að stækka eftir því sem þörfin eykst. Aðventukvöld í Stórutjarnaskóla 20. desember Sunnudagskvöldið 20. desember verður aðventukvöld í Stóm- tjarnaskóla á vegum Æskulýðs- félags Hálsprestakalls. Meðal efnis á aðventukvöldinu má nefna söng ungra barna undir stjóm Ingu Hauksdóttur organista, — einsöngur Hólmfríðar Bene- diktsdóttur skólastjóra Tónlistar- skólans á Húsavíic, — jólasaga verður lesin og jólakvæði flutt. Sr, Björn H. Jónsson sóknarprestur á Húsavík mun flytja frásögu af gömlum jólasiðum, og Björg Áma- dóttir og Inga Hauksdóttir munu leika saman á orgel og þverflautu. Að síðustu verður ljósahelgileikur, þar sem stúlkur úr æskulýðsfélag- inu lesa og syngja. Sóknarprestur- inn sr. Pétur Þórarinsson mun þar flytja stutta jólahugverkju. Aðventukvöldið í Stórutjarna- skóla hefst kl. 21.00 og er ætlað bæði ungum sem eldri. Frá Kjörmarkaði K.E.A., Hrísalundi Til jólanna: Marineruð lambalæri * Fyllt lambalæri * Fylltur lambabógur * Marineraður lambabógur + Marineraðar grillkótelettur * Nautasnittsel ^ Nautafile * Roastbeef * T-beinstelk * Beef-A-LA-MODE, eftir pöntunum i Fylltar svínakótelettur m/sósu ísklnku * Svínakjöt, nýtt, reykt og úrbeinað * Folaldakjöt, nýtt, saltað og reykt * Hangikjöt, úrbeinað og m/beini * Rjúpur, hamflettar og splkdregnar + Lundi, nýr og ^ Gæsir * Hrásalat + Rækjusalat * Ávaxtasalat + Sfldarsalat Gjörið svo vel að líta inn! Kjörmarkaður K.E.A., Hrísa- lundi Frá söngfélaginu Gígjunni Orðsending til þeirra sem vilja gefa vandaða jólagjöf: Við minnum ykkur á plötuna okkar. Á henni eru íslensk og erlend lög við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Söngfélagið Gígjan. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem við andlát og útför MAGNÚSAR JÚLÍUSSONAR Sunnuhvoll hafa vottaö minningu hans virðingu og auðsýnt okkur vinsemd og kærleika með blómum, bréfum, skeytum, minningargjöfum eða á annan hátt. Guð blessi ykkur öll. Þuríður Jónsdóttlr, börn, tengdabörn og barnabörn. BeLnskgytt og skemmnleg plata BÖOVAR GUDMUNDSSON þaóepengin þönfaókvarta 10 - DAGUR -’17. désémbét' 'véU'i'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.