Dagur


Dagur - 12.01.1982, Qupperneq 1

Dagur - 12.01.1982, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 12. janúar 1982 3. tölublað Er flotanum lagt vegna fisk- verðs sem ekki er farið eftir? — því er haldið fram, að ekki sé fyrr búið að semja um nýtt fiskverð, en yfirborganir hefjist á Suður- og Vesturlandi Til hvers er verið að karpa um fískverðsákvörðun, þegar ekk- ert er farið eftir henni á vertíð- arsvæðinu fyrir sunnan og vestan? Er ekki að bera í bakka- fullan lækinn, að leggja flot- anum vegna deilna um físk- verð, ef ekkert er síðan farið eftir þessu fískverði? Þess- um spumingum er hér varpað fram, vegna þess að tíðkast hef- ur að fískverkunarfyrirtæki á Suður- og Vesturlandi yfírborgi afla, einkum sem fer í skreið og salt, samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem Dagur hefur aflað. Eigendum báta á Norðurlandi hefur verið boðið upp á yfír- borganir, séu þeir tilbúnir til að koma í viðskipti. Gjarnan er þetta gert með því að greiða fyrir allan físk eins og væri hann í fyrsta flokki. Aðalgeir Olgeirsson, útgerð- armaður á Húsavík, sagði í viðtali við Dag, að þessar yfirborganir hefðu ekki aðeins þær afleiðingar, að bátarnir fyrir norðan hættu að afla fyrir sínar heimabyggðir, heldur skekkti þetta einnig allar forsendur, sem notaðar væru til útreiknings fiskverðsins. Hann sagði, að vegna þessara yfirborgana liti svo út, sem staða bátaflotans í heild væri betri en hún í raun væri og staða fisk- vinnslunnar að sama skapi verri. Þetta kæmi verst við þá sem „að- eins“ gerðu út báta, en væru ekki jafnframt með fiskverkun. „Það þarf ekki að fjölyrða um það, hvaða áhrif þetta hefur á þeim stöðum, þar sem greitt er fyrir afla eftir matsverði. Fisk- verðið er ákveðið með hliðsjón af afkomu veiða og vinnslu í heild yfir allt landið. Betri afkoma bátanna fyrir sunnan og vestan, vegna þessara yfirborgana, skerð- ir því í rauninni afkomu hinna.“ Aðalgeir sagði, að m.ö.o. væru forsendur hins opinbera og hags- munaaðila, sem ákveða fiskverð- ið, rangar þegar staða útgerðar- innar væri reiknuð út. Hann sagði að útgerð á Norðurlandi eystra bæri þess merki að rangt væri að staðið og benti í því sambandi á ástandið á Raufarhöfn, þar sem bátaútgerð virðist vera að leggjast niður, eins og skýrt hefur verið frá í Degi. „Það er spurning hvort verið sé að karpa og leggja flotanum fyrir fiskverð, sen) aðeins, Iítið brot af vertíðarflotanum þarf að búa við. Ef svo er, er vissulega um alvar- legt mál að ræða,“ sagði Aðalgeir að lokum. Forval framsóknarmanna: Allir þeir sem eru félagar 25. janúar nk. geta tekið þátt Eins og fram kom í síðasta Degi, hefur fulltrúaráð Fram- sóknarfélags Akureyrar ákveð- ið að efna til forvals fyrir bæjar- stjómarkosningar í maí. For- valið verður leiðbeinandi fyrir uppstillingarnefnd, sem mun annast framkvæmd þess. Allir þeir sem eru félagar í Framsóknarfélagi Akureyrar 25. janúar, en þá lýkur forvalinu, geta tekið þátt í því. Þeir sem ekki eru félagsbundnir Framsóknar- menn í dag, en vilja hafa áhrif á framboðslistann til næstu bæjar- stjórnarkosninga, geta gengið í félagið með því að snúa sér til skrifstofu Framsóknarfélags Ak- ureyrar að Hafnarstræti 90 og starfsmaður flokksins, Snorri Finnlaugsson, mun taka við inn- tökubeiðnum. Fólk er hvatt til að hafa sam- band við skrifstofuna, ef það ósk- ar nánari upplýsinga um forvalið, en síminn þar er 21180. Nánar verður gerð grein fyrir reglum, sem gilda eiga um forvalið, síðar. Slökkvilið Akureyrar var kallað út sl. sunnudagskvöld en kviknað hafði í íbúð í raðhúsinu nr. 10 við Furulund. Sam- kvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar er íbúðin gífuriega mikið skemmd. íbúðin er á jarðhæð og íbúð á ann- arri hæð skemmdist einnig töluvert, m.a. sprungu gler í gluggum og svalarhandrið sviðnaði og þakskegg sömuleiðis. Eins og sjá má á myndinni er fátt heillegt í íbúðinni. Mynd: áþ. Ódrengilegt að reyna að afla fylgis með því að nota: Dylgjur og rakalausar fullyrðingar — segir í yfirlýsingu frá stjórnarmönnum í Einingu og formönnum deilda félagsins Stjórnarmenn í Einingu, nema formaður og Guðmundur Sæmundsson og formenn Ólafsfjarðar-, Dalvíkur-, Hrís- eyjar- og Grenivíkurdeildar fél agsins hafa sent frá sér undirrit- aða yfirlýsingu, þar sem svarað er „dylgjum og rakalausum fullyrðingum“ Guðmundar Sæmundssonar, en hann hyggst sem kunnugt er gefa sig fram tH formannskjörs í Einingu. í yfirlýsingunni segir m.a.: „Það er ekkert nema gott um það að segja að fólk hafi tækifæri til að velja í þessu tilfelli um for- ystu verkalýðsfélagsins Einingar, milli lista trúnaðarmannaráðs fél- agsins og lista Guðmundar Sæ- mundssonar, en það er ódrengi- legt að reyna að afla sér fylgis með dylgjum og rakalausum fullyrð- ingum, en það er einmitt það sem við teljum að Guðmundur Sæ- mundsson geri í grein sinni. Það er órökstudd fullyrðing að segja að forysta félagsins vinni á „einræðislegan" hátt. Stjórn fél- agsins vinnur eftir lögum þess, en þau hafa verið samþykkt á félags- fundum af meirihluta fundar- manna. Lagabreytingatillögur GS komu einnig fyrir félagsfund og voru afgreiddar þar á lýðræðisleg- an hátt. Ennþá, að minnssta kosti, telst það lýðsæðisleg ákvörðun þegar meirihlutinn ræður.“ í yfirlýsingunni er síðan svarað fullyrðingum Guðm. Sæmunds- sonar. Segir þar m.a. að vafa- laust hafi vegið þyngst á metun- um, þegar listakosning var valin sem leið til kjörs í trúnaðarstöður, að félagið sé mjög stórt, spanni yfir stórt svæði og margar og ólík- ar starfsgreinar. Þá séu það engir afarkostir, að þurfa 3,3 prósent félagsmanna á bak við lista til breytinga á forystu félagsins. Athyglisvert er að formenn allra deildanna undirrita þessa yfirlýsingu, en Guðmundur talaði m.a. um „ofríki gagnvart deildum félagsins“. Um samningamálin sagði Guðmundur að forusta fél- agsins væri tilbúin til að éta ofan í sig kröfugerð félagsins og ýmis stór orð, en því er svarað á þann hátt, að bráðbirgðasamningarnir, sem GS eigi sennilega við, hafi verið afgreiddir með lýðræðisleg- um hætti á almennum félagsfundi. Svo mikil tengsl hafi forystan a.m.k. haft við félagsfólk, að hún hafi gert sér grein fyrir því, að fólk hafi ekki verið tilbúið til stórátaka í desember og yfirvofandi hafi verið verkfall hjá sjómönnum frá áramótum, þó Guðmundur Sæ- mundsson hafi verið tilbúinn til aðgerða. Undir yfirlýsinguna skrifa allir stjórnarmenn, nema Jón Helga- son og að sjálfsögðu Guðmundur Sæmundsson, svo og formenn allra deildanna, eins og áður sagði.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.