Dagur - 12.01.1982, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSÍMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Atvinnurekendavaldið
og íhaldið
Einn kaflinn í áramótagrein Ingvars Gísla-
sonar í Degi, ber heitið „Atvinnurekenda-
valdið og íhaldið". Þar segir Ingvar meðal
annars:
„En það eru einmitt öfgar í efnahags- og
kjaramálum sem nú þarf að varast. Ríkis-
stjórnin þarf vissulega að gæta sín á öfgum
og oftrú á ákveðnar formúlur, en forystu-
menn á öðrum sviðum ættu ekki síður að var
ast öfgar í orðum og athöfnum. Þetta á við
um forystumenn launþega, en ekki síður
málsvara atvinnurekenda, að ekki sé minnst
á stjórnarandstöðuna. Að vísu ætlast eng-
inn til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir
hagi sér öðruvísi en þeir gera. Hins vegar
ætti að mega gera þá kröfu til atvinnurek-
enda, að þeir ætli sér af í samskiptum við
ríkisstjórnina. Ekki verður þó betur séð en
atvinnurekendavaldið, sem borið er uppi að
mestu af harðsvíruðum Geirsmönnum í
Sjálfstæðisflokknum, hafi vahð þann kost að
vinna leynt og ljóst gegn ríkisstjórninni. Um
það eru skipuleg samtök sem ekki verða
dulin.
Sjálfstæðisflokkurinn beitir atvinnurek-
endavaldinu nú af því purrkunarleysi, sem
áður var alþekkt, en flestir héldu að heyrðu
sögunni til. Sjálfstæðismenn hafa oft brugð-
ið Alþýðubandalaginu um pólitíska mis-
notkun launþegahreyfingarinnar. En hvað
má nú segja um það nána samspil, sem er
milli Geirsarmsins og atvinnurekendavald-
sins í landinu gegn ríkisstjórninni? Slíkt
samspil hlýtur að leiða af sér öfgar og átök,
sem ekki verða til annars en óþurftar.
Þess er þörf nú sem oftast áður að valda-
öflin í þjóðfélaginu vinni saman og leggist á
eitt um að stjórn landsins fari sem best úr
hendi. Síst ættu atvinnurekendur að skera
sig úr um gott samstarf við ríkisstjórnina,
svo mjög sem stefna og störf hennar tengj-
ast efnahagsmálum og vanda atvinnu-
veganna með fullum vilja til þess að
atvinnulífið blómgist og geti staðið undir
góðum lífskjörum almennings í landinu."
Fóm til
frambúðarhagsældar
Síðar í grein sinni segir Ingvar Gíslason
m.a.: „Efnahagsaðgerðir sem framundan
eru geta því ekki miðast við almennar launa-
hækkanir, heldur það að vernda kaupmátt
launa og halda uppi fullri atvinnu. En jafn-
framt verður að treysta rekstrargrundvöll
atvinnuveganna, sem hlýtur að verða aðal-
markmið efnahagsaðgerðanna, ásamt
niðurfærslu verðbólgunnar. Óefað verða
menn að leggja eitthvað á sig í því sam-
bandi, m.a. það sem áður er sagt að fórna
kröfum um almnennar launahækkanir og
aðrar óraunsæjar kjarabætur. Ef slíkt er fórn,
þá er það fórn til frambúðarhagsældar og
atvinnuöryggis. “
odidasm
cdidos^j
Eigendur Pallas i húsakynnum fyrirtækisins. Frá vinstri eru Pétur Stefánsson, Hjördís Harðardóttir, Inga
Pálmadóttir og Guðmundur Svansson.
„Við höfum orðið varir við
mjög mikinn áhuga meðal
fólks, enda teljum við fulla
þörf á stað eins og þessum hér
á Akureyri,“ sögðu þeir
Guðmundur Svansson og Pét-
ur Stefánsson er þeir sýndu
blaðamönnum „Líkamsrækt-
ina Pallas“ sem þeir hafa opn-
að að Glerárgötu 26 ásamt
eiginkonum sínum, Ingu
Pálmadóttur og Hjördísi
Harðardóttur.
í Pallas er boðið upp á fjöl-
breytileg tæki til líkamsræktar.
Má nefna þrekhjól, „hlaupa-
braut“ og allskyns tækk til lyft-
inga. . Eigendur staðarins sem
hafa kynnt sér alhliða líkams-
rækt munu sjálfir starfa á staðn-
um og þar veita þeir viðskipta-
vinum allar upplýsingar eftir
því hvernig þeir vilja haga þjálf-
un sinni.
Eigendur staðarins tóku það
skýrt fram að hér væri ekki um
að ræða stað þar sem viðskipta-
vinir gætu eingöngu stundað
vöðvarækt. Þeir sögðust leggja
mikla áherslu á að þeir veittu
viðskiptavinum sínum tækifæri
til þess að stunda létta líkams-
rækt á hinn fjölbreyttasta hátt,
og styrkja þannig líkama sinn.
f Pallas er viðskiptavinum
boðið upp á margvíslegar að-
ferðir til að fara eftir við þjálfun-
ina, og fá þeir sérstök eyðublöð
sem þeir fylla út eftir hverja
komu, þannig að þeir geti fylgst
með árangri sínum. Þá útbúa
forráðamenn Pallas sérstök
kerfi fyrir þá sem sækja staðinn í
þeim tilgangi að ná aukakílóum
Á staðnum er einnig gufubað
og sólarlampar. Sérstakir tímar
eru fyrir karla og aðrir fyrir
konur. Kvennatímar eru á mán-
udögum kl. 8-12, þriðjudögum
8-22, fimmtudögum 8-22, föst-
udögum 8-12 og á laugardögum
kl. 9-12. Karlatímar eru á mán-
udögum kl. 12-22, miðvikudög-
um kl. 8-22, föstudögum 12-22,
laugardögum kl. 12-17 og á
sunnudögum kl. 10-17. Komu-
tími á æfingar er frjáls. Nánari
upplýsingar, s.s. um gjald eru
gefnar í síma 25013.
Hjálpræðisherinn hefur unnið mikið
starf I þágu aldraðra á Akureyri
undanfarin ár, auk þess sem
„herinn“ heldur reglulega samkom-
ur fyrir börn og unglinga. Um jólin
var samkoma í nýja samkomusaln-
um við Hvannavelli og var boðið
þangað öldruðu fólki. Á myndinni
má sjá nokkra gesti á samkomunni,
en á litlu myndinni eru Hjálpræðis-
hermenn að spila fyrir samkomu-
esti. -Mynd: áþ.
4 DAGUR-12. janúar 1982