Dagur - 14.01.1982, Qupperneq 2
Lyftingaráð
Akureyrar:
SIMI
25566
Á söluskrá:
Smárahlíð:
2ja herb íbúð í fjölbýlis-
húsi, ca. 60 fm. Ekki alveg
fullgerð.
Skarðshlíð:
4ra herb. íbúð á 3. hæð í
fjölbýlishúsi, ca. 100fm.
Hamragerði:
Einbýlishús 120 fm, 5
herb. 57 fm, tvöfaldur
bílskúr. Skipti á 4ra herb.
raðhúsi koma til greina.
Dalsgerði:
6 herb. endaíbúð í rað-
húsi. I mjög góðu ástandi.
Skipti á 3ja-4ra herb. rað-
húsi á Akureyri eða í
Reykjavík koma til greina.
Höfum kaupendur að
3ja herb. íbúðum, 4ra
herb. íbúðum, rálhús-
um af öllum stærðum
RVSTOGNA&
skipasalaSSI
NORÐURLANDS O
Benedlkt Ólafsson hdl.,
Sölustjóri Pétur Jósefsson.
Er við á skrifstofunni alla virka
daga kl. 16.30-18.30.
Kvöld- og helgársími 24485.
Blómleg
starf-
semi
Starfsemi Lyftingaráðs Akur-
eyrar var blómleg á liðnu ári og
árangur af mótum betri en oftast
áður. Að öðru ólöstuðu munu
þó eftirfarandi afrek Akur-
eyrska lyftingamanna bera hæst:
Silfurverðlaun á Evrópumótinu
í kraftlyfingum, tvenn gullverð-
laun og ein silfurverðlaun á
Norðurlandamóti unglinga í
lyftingum, gullverðlaun á heims-
meistaramóti öldunga í kraftlyf-
ingum og gullverðlaun á alþjóð-
legu móti í lyftingum er fram fór
í Finnlandi. Eru þá ótaldir ís-
landsmeistaratitlar og fjöldi ís-
iands- og Akureyrarmeta.
Eins og undanfarin ár var æft í
húsnæði LRA í Lundarskóla
„Trölladyngju" og féll enginn
dagur úr á árinu. Má til gamans
geta þess að á aðfangadag jóla
voru skráðar 13 æfingar.
Æfingasókn jókst á árinu um
tæp 20% og urðu æfingar alls
5824. Mest aukning hefur orðið
á aðsókn þeirra er leggja stund á
vaxtarækt „body building“. All-
ir eru velkomnir til æfinga en
húsnæðið er opið virka daga kl.
17-22 og 14-17 um helgar. Æf-
ingagjöldum er mjög í hóf stillt.
Stjórn LRA færir íþrótta-
bandalagi Akureyrar, íþrótta-
félögum bæjarins og öðrum vel-
unnurum sínum bestu kveðjur.
Laugardaginn 2. janúar var jólafundur yngri dcilda KFUM og K haldinn í Lundaskóla. Að sögn Jóns Oddgeirs Guðmundssonar
komu um 130 börn á samkomuna, hlustuðu á sögur, léku sér og dönsuðu í kringum jólatré. Á myndinni má sjá hópinn sem kom í
Lundaskóla, en þess má geta að undanfarin ár hafa bömin oft verið fleiri á sambæriiegum fundum. Mynd: áþ
Amtsbókasaf nið:
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ
AFHENTI GÓÐA GJÖF
„Það er draumur Þjóðræknis-
félags Akureyrar að það verði
sérstök deild, eða herbergi, í
Amtsbókasafninu, þegar byggt
verður við það, þar sem í verði
rit tengd íslendingum í Vestur-
heimi. Einnig er það ósk okkar
að þetta herbergi beri nafnið:
Safn til sögu íslendinga í
Vesturheimi,“ sagði Árni
Bjarnarson bókaútgefandi, en
fyrir skömmu afhentu nokkrir
stjórnarmenn í Þjóðræknisfé-
lagi Akureyrar Amtsbókasafn-
inu að gjöf rit af ýmsu tagi.
Öll eiga þessi rit það sameig-
inlegt að fjalla á einn eða annan
hátt um íslendinga í Vestur-
heimi eða að vera rituð af þeim.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
félagið gefur Amtsbókasafninu
gjöf af þessu tági og sagði Árni
að alls myndu titlarnir, sem fél-
agið hefur gefið, vera um 500-
600 talsins. í Þjóðræknisfélagi
Akureyrar eru um 100 manns.
Þess má geta að margt af því
sem félagið hefur gefíð Amts-
bókasafninu er ekki til annars-
staðar á landinu og hefur t.d.
Landsbókasafnið fengið lánað
suður sumt af bókunum.
Stórútsalan Akuæyri
ótrúlegar verðlækkanir, td
Hljómplötur
og margt fleira
á útsöluverði.
Dömuúlpur
Gallabuxur barna
Barnaúlpur
Kuldajakkar herra
Háskólabolir herra
Flauelisbuxur barna
Inniskór dömu
Skíðaföt dömu
Dömubuxur frá
Herraskyrtur frá
Verð áður:
499,00
139,00
219,00
399,00
99.95
139,00
69.95
799,00
59.95
59,95
Verð nú:
299,00
89.95
149,00
299,00
69.95
89.95
49.95
499,00
Gerið góð kaup. Verslið ódýrt á
alla fjölskylduna, allt á sama stað
Norðurgötu
62
2 — DAGUR -14. janúar 1982