Dagur - 14.01.1982, Side 5

Dagur - 14.01.1982, Side 5
Færðu nauðsynlegar upplýsingar um rekstrar- stöðu fyrirtækis þíns nægilega fijótt? Við bjóöum fyrirtækjum og einstaklingum: Áreiðanlega og sífellda bókhaldsvinnslu í tölvum, uppgjör, löggilta endurskoðun, áætlanagerð, skattskil og skattframtöl, rekstrarráðgjöf og aðra viðskiptaþjónustu. ENDURSKOÐUNARÞJÓNUSTAN S.F. Gránufélagsgötu 4, sími 25609 Akureyri. Orðsending til launagreiðenda á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu. Atvinnurekendur og aðrir launagreiðendur eru hér með minntir á að senda embættinu hið fyrsta skrá yfir launþega vegna þinggjaldainnheimtu, sbr. 113. gr. laga nr. 75/1981 Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 13. janúar 1982. Einn af starfsmönnum endurhæfingarstöðvarinnar sýnir gestum hvernig nota á eitt af tækjum stöðvarinnar. Almenningi boðið til Iíkamsræktar Þann 1. okt. sl. flutti Endur- hæfíngarstöð Sjáalfsbjargar starfsemi sína úr gamla Bjargi í hið nýja að Bugðusíðu 1. í framtíðinni verður starfíð að nýja Bjargi tvískipt. Annars- vegar verður hefðbundin sjúkraþjálfun, og hinsvegar forvörn,þ.e. fjölbreytt líkams- rækt til þess að fyrirbyggja atvinnusjúkdóma. Sá hluti hússins sem nýlega var tekinn í notkun, er ætlaður sjúkraþjálfuninni. Húsið er allt reist fyrir almannafé, og þess vegna er talið sanngjarnt að al- menningur fái strax að njóta þeirrar aðstöðu sem fyrir hendi er. Attþú þér draum ? Ljúft er að láta sig dreyma og enn Ijúfara að láta þá rætast Þeirsem spila meö í HHÍ82 þurfa ekki aö láta koma sér á óvart þó jafnvel lygilegustu draumar þeirra geti ræst. Hvernig líst þérá aö vera meö þegárviðdrögum út 136 milljónir króna? Vinningaskrá: r- • •• ■■■■■ ■•■■•■■■ ■•■■•■■■ ■•■■ • ••• •••■ •••• •■•• •■••■■•• ■••••••■ ■■■• ■••■ •■•• ■•■ L. A 9 @ 9 — 9 — 198 — 1.053 — 27.198 — 106.074 — 134.550 450 — 135.000 200.000- 50.000,- 30.000,- 20.000- 7.500- 1.500,- 750,- 3.000- 1.800.000- 450.000,- 270.000,- 3.960.000,- 7.897.500,- 40.797.000,- 79.555.500,- 134.730.000- 1.350.000,- 136.080.000,- HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS hefur vinninginn Tækjakostur að Bjargi býður upp á mjög margvíslega mögu- leika til líkamsræktar. Nýjustu tækin eru hönnuð af norskum sjúkraþjálfara, Olav Evjent, sem er víðkunnur sérfræðingur og kennari í meðferð á baksjúkdóm- um. Að Bjargi geta allir komið sem hafa áhuga á líkamsrækt, og þar er einnig tekið á móti hópum, s.s. íþróttafólki, vinnuhópum, og kyrrsetumenn, sem vilja gera eitt- hvað fyrir líkama sinn, eru sér- staklega velkomnir. Forráðamenn Bjargs tóku það skýrt fram er þeir kynntu rekstur stöðvarinnar fyrir blaðamönnum og fleiri gestum, að þeirra metn- aður væri að hafa ávallt til staðar leiðbeinendur sem vissu hvað þeir væru að gera. Meðal leiðbeinenda eru íþróttakennari og fyrrum af- reksfólk úr íþróttum, sem á það sameiginlegt aðvera menntaðir sjúkraþjálfarar. Þar af leiðir að eftirlit og kennsla er eins góð og framast er unnt, og farið er fram á það við þá sem að Bjargi koma, að þeir snúi sér strax til leiðbein- endanna varðandi þau vandamál sem upp kunna að koma. Tilgangurinn með rekstri stöðvarinnar að Bjargi er ekki sá að byggja vöðvafjöll, þó slíkt sé framkvæmanlegt, heldur að hjálpa fólki að halda eðlilegu lík- amsástandi. Margra ára reynsla sýnir, að fólk verður að sjúkling- um í vinnu sinni og tómstundum með of-, van-, - eða einhliða beit- ingu líkamans. Oft má koma í veg fyrir þetta og það vill starfs- fólk stöðvarinnar gera. Hafi þeir sem sækja stöðina, hinsvegar ósk- ir um sérstaka uppbyggingu á- kveðinna vöðvahópa eða líkams- hreyfieiginleika, til að takast á við sérstök verkefni sem þeir eiga framundan, verður reynt að að- stoða þá eftir megni. Segja má að á Bjargi sé komin fullkomin aðstaða fyrir þá sem vilja stunda alhliða líkamsrækt, undir stjórn og umsjón sérmennt- aðra leiðbeinenda. Hin almenna líkamsrækt er opin kl. 19-22 á kvöldin og kl. 14-17 á laugardög- um, lokað á sunnudögum. Karla- tímar eru á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum, kvennatímar á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Nánari upplýsingar, t.d. um verð, eru veittar að Bjargi, sími 21506. 14’.janúar 19821- DAGUR 5!

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.