Dagur - 14.01.1982, Side 7

Dagur - 14.01.1982, Side 7
Þessi mynd er komin nokkuð til ára sinna, en á henni sést mæta vel failegt bæjarstæði og vegurinn sem hlykkjast upp eftir Múlanum. Ólafsfjörður er fallegur bær, en það er best að viðurkenna það strax að það er ekki á hvers manns færi að aka þangáð. Ólafsfjarðarmúli hefur a.m.k. þau áhrif á tíðindarmann Dags að hann er þeirri stundu fegn- astur þegar Múlinn er að baki. En Ólafsfirðingar, sem eru Múlaveginum vanir, hafa alltaf hlegið að hræðslu manna og EITT SETUR STRIK í REIKNINGINN Eitt setur þó strik í reikninginn. Atvinna er of einhæf, eins og raunar má segja um flesta staði líka Ólafs- firði. Fólk neyðist til að stunda þá atvinnu sem býðst, þótt hvorki áhugi né heilsa sé fyrir hendi. Að öðrum kosti verður fólk að sitja heima eða hverfa á brott. Þetta held ég standi húsnæðisþörf nýrra fyrirtækja í framleiðsluiðnaði, sem stofnuð eru í Ólafsfirði og fyrirtækja, sem vilja flytja starfsemi sína til Ólafsfjarðar og ekki eru í beinni samkeppni við þau fyrirtæki, sem fyrir eru í Ólafs- firði,“ segir í Fjarðartíðindum. MAÐURINN LIFIR EKKI AF BRAUÐINU EINU SAMAN lýðræðis, fari ekki alltaf saman. Kemur mér þá m.a. í hug samtal, sem ég átti við Ragnar Arnalds, þá- verandi menntamálaráðherra í veislu einni góðri er hann hélt skóla- stjórnarmönnum á Hótel Sögu. Ég var eitthvað að kvarta undan skorti á fjárveitingum til skólanna, m.a. hér í Ólafsfirði. Þá segir Ragnar eitthvað á þessa leið: Bergsveinn, það þýðir lítið að kvarta við mig. Talaðu held- ur við þinn mann, Tómas Árna- son, hans er valdið í þeim efnum. Skil ég þessi orð nú betur en áður eftir lestur bókar Vilhjálms, en held- ur fundust mér svörin ókarlmannleg. Féll svo niður þetta tal. Síðan þetta gerðist hafa leikar svo farið í orrahríð stjórnmálanna, að nefndur Ragnar er orðinn fjármála- ráðherra og hefur þar með valdið góða. En okkar maður, Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra. Hugsa ég gott til glóðarinnar, að Ragnar verði skilningsríkari og ör- látari á gullið góða en Tómas forðum að mati Ragnars. Hef ég raunarekki ástæðu til að ætla annað. AFTUR HEIM í HÉRAÐ - En hvað er að gerast í málefnum mennta og menningar í Ólafsfirði? - Hér er starfandi grunnskóli með um 240 nemendum. Hann er starf- ræktur í tvennu lagi, þ.e. barnaskóli með um 150 nemendum, 6. bekk, auk forskóla og hér er Gagnfræða- skóli með um 100 nemendum (7.-9. bekk), auk framhaldsdeildar. Þótt Ólafsfirðingum fjölgi hægt og bít- andi fækkar skólaskyldum nemend- um verulega, eða um 50 á síðustu fjórum árum. Þettaersamaþróun og víðast á íslandi, og raunar flestum Norðurlöndunum, að kjarnafjöl- skyldan minnkar. Þetta virðist í fyrstu vera öfugþróun, en það er það ekki svo í kennslufræðilegu tilliti. Þegar skólar eru ofhlaðnir, eins og hæfari einstaklinga til að lifa í nútíma samfélagi fjölmiðla og firringar. AF GÖMLU OG GAGN- LEGU PRESTSETRI Þó að góðir skólar séu þungamiðja fyrir þroska æskunnar, þarf búið fleira við. Nauðsyn er á heppilegum leiðum til símenntunar og endur- menntunar er skóla sleppir, auk þess sem þarf að skapa vettvang fyrir holla tómstundaiðju. Þótt sjónvarp og vídeó sé gott reynir það lítt eða ekki á móttakanda og hann verður óvirkur og getur orðið auðveld bráð, ýmsum áróðri og auglýsingum. Til að bæta úr þessu, og hamla gegn gegndarlausum glysáróðri, þarf hvert byggðarlag félags- og menn- ingarmiðstöðvar sem standa undir nafni. Við höfum tvær slíkar hér í Ól- afsfirði, Félagsheimilið Tjarnar- borg, sem þjónar sem leikhús, kvik- myndahús, danshús og til ýmiskonar fundarhalda og skemmtana, glæsileg bygging sem setur svip á bæinn. Hitt er gamalt prestsetur, sem um skeið var rekið sem hótel og margir kann- ast eflaust við. Á sl. ári voru gerðar nokkrar ódýr- ar breytingar á þessu húsnæði, skömmu eftir að hótelið flutti í nýtt og glæsilegt hús. Aðalhæðin var gerð að bæjarbókasafni, en safnið hafði áður verið í gömlum skúr. Stórbatn- aði öll aðstaða. Þá er um þessar mundir verið að útbúa sérstaka barnadeild með aðstöðu fyrir börnin til að koma saman, Iesa og ræða mál- in í þægilegu og þroskandi umhverfi. Bókavörður er Erla Magnúsdóttir, sem hefur sér til aðstoðar áhugasama sjálfboðaliða, einkum af yngri kyn- slóðinni. Það er virkilega notalegt að heimsækja safnið. Meginhluti bóka- safnsins eru afþreyingabækur, en ætlunin er að bæta úr því eftir því sem gullið gefst úr greipum þeirra sem þess gæta. Það hefur gengið mis- jafnlega, en þó aldrei betur en sl. ár. Eins og oft vill verða, er hægt að finna einn mann á bak við þegar eitt áhugamál verður öðrum ofar í byggðarlagi eins og Ólafsfirði. Menn, sem af þrautsegju og festu ganga fram fyrir skjöldu og fá hina til að fylgja sér. Fóma flestum tóm- stundum og leggja mikið í sóknina fyrir málefnið. Hér á ég vitanlega við Björn Þór Ólafsson, íþróttakennara, en vitanlega leggja fleiri drjúpa hönd á plóginn. NÝR LEIKSKÓLI ISMÍÐUM Þó svo að skíðaíþróttir vegi þungt í blómlegu starfi Leifturs, er þó líka kvæðið. Ef maður hins vegar bendir á hvort ekki væri hægt að fá tvo lækna, kemur í ljós, að ekki leysti það þennan vanda, því tekjurnar nægðu ekki fyrir tvo, auk þess sem ríkisvaldið telur íbúa héraðsins ekki nógu marga fyrir tvo lækna, en hér búa um 1200 manns. Þetta er hnútur sem þarf að leysa, ef fólk hér á að búa við sjálfsagt og eðlilegt öryggi í nútíma þjóðfélagi. Um áramótin fór héðan ágætur læknir, Arthur Löve, eftir 3ja mánaða dvöl. Ekki er í sjón- máli neinn í staðinn. Hins vegar hafa læknar á FSA sýnt þá ábyrgð og drengskap, þegar svona hefur staðið á, að dvelja hér til skiptis þar til úr rætist og mun svo enn. slæmra samgangna. Er ekki hræði- legt að aka fyrir Múlann? Víst er það glæfralegt að vetrarlagi og í rigning- artíð að sumri að aka þessa leið. Eina úrræðið virðist vera að gera göng í gegnum fjallið og því fyrr því betra. En miðað við þær aðstæður sem nú eru, má merkilegt heita hversu vel gengur að halda veginum opnum og greiðfærum. Má eflaust þakka það eljusemi Valdimars Steingríms- sonar, eftirlitsmanni vegarins. Þá má geta þess að á sl. 2-3 árum hefur Ólafsfjarðarvegur til Akureyrar stórbatnað og er þá vægt til orða tekið. En það er hægt að komast til Ólafs fjarðar eftir fleiri vegum en á Að ajálfsögðu er kaupfélag í Ólafsfirði og stendur það við aðalgötuna. „ Gott aö búa í Ólafsfirði“ bent á að slysatíðni er mun hærri á ýmsum fáfarnari vegum. Nóg um það. Degi lék forvitni á að vita sitthvað um manlíf í Ólafsfirði og því var leitað til nýs fréttaritara Dags í Ólafsfirði, Bergsveins Auðuns- sonar, skólastjóra Barnaskól- ans. HÉR BÝR FÓLK VEL OG RÍKULEGA Jól og áramót fóru vel fram hjá okkur í Ölafsfirði. Yfirbænum hvíldi friðurog ró. Menn skrýddu híbýli sín svo sem siður er á jólum og heim- sóttu hverjir aðra. Mikið var um marglit Ijós og nokkur stór jóiatré settu svip sinn á staðinn, ljósum prýdd. í fjallinu ofan við bæinn var að venju komið fyrir Ijósum, scm sýndu ártalið 1981 fyrir áramót, en var breytt í 1982 á miðnætti aðfarar- nætur 1. janúar. Sóknarpresturinn, séra Hannes Örn Blandon, messaði fimm sinnum yfir jól og áramót. Þetta eru hans fyrstu jól hér. Hefur hann getið sér gott orð fyrir dugnað og drengskap í starfi sínu. Nú bíða menn eftir hvað blessuð nýjárssólin færir okkur í blíðu og stríðu í þeim hversdagsleik, sem á eftir þessari hátíð Ijóssins kemur. Annars væri e.t.v. rétt að huga að atvinnumálum okkar Ólafsfirðinga og þegar það er gert er eðlilegt að líta á atvinnumöguleika og afkomu fólks. í Ólafsfirði byggist nær allt á sjávarútvegi, fiskveiðum og vinnslu aflans í landi. Segja má að þessir þættir séu í góðu lagi og er þá miðað við það sem annarsstaðar gerist. Fólk hefur næga atvinnu og afkoma fólks verður að teljast mjög góð, menn hafa vel til hnífs og skeiðar. Hér býr fólk vel og ríkulega. vexti byggðarlaga, eins og Ólafsfirði, mest fyrir þrifum. Ungt og efnilegt fólk, sem hverfur til framhaldsnáms, kemur oft ekki aftur vegna þess að það fær ekki starf við hæfi. Hinir, sem eftir sitja, hafa ekki úr miklu að velja, en á móti kemur að afkomu- möguleikar þeirra eru góðir með mikilli vinnu. Þegar litið er yfir velli mennta og menningar hér í Ólafsfirði, ber ýmis- legt fyrir augu. Koma mér þá í hug ýmis orð og hugrenningar Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrverandi mennta- málaráðherra, er hann hefur lýst í nýútkominni bók sinni „Raupað úr ráðuneyti“. Ekki ætla ég þó að vitna í hana að öðru leyti að sinni. Vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla að vorlagi. Hér í bæ er starfandi atvinnumála- nefnd, sem m.a. ætlað er það hlut- verk að bæta úr þessu ástandi. Helsta úrræði hennar er að kanna byggingu iðngarða. Er þeim fyrst og fremst ætlað „að leysa úr tímabundinni Þungur er oft róðurinn okkar er sigla viljum sjó menningarinnar, er sækja skal fé í greipar fjármálavalds- I ins. Og mér finnst stundum að orð og athafnir þeirra er kenna vilja sig við hugsjónir samvinnu, jafnaðar og oft vill verða, er lítið svigrúm til að koma fram meginmarkmiði grunn- skólalaganna, auk þess sem skólar eru ekki byggðir með þessi markmið í huga, fyrr en á allra síðustu árum. Kostir nemendafækkunar eru þá þeir, að um leið og fækkar bekkjar- deildum, losnar rými til annarrar starfsemi, s.s. bókasafns og fl. og - Mynd: áþ. minna álag verður á hvern kennara og hann verður þá virkari til að sinna hverjum og einum og öll aðstaða batnar til heilla og þroska fyrir alla aðila. Það leiðir af sér menntaðri, gagnrýnni, frjálsari og umfram allt JtSli Hluti neðstu hæðar þessa gamla prestseturs var ráðstafað til Skátafél- agsins Útvarða, en það var áður á hrakhólum með húsnæði. Fer þar nú fram blómleg starfsemi. LJÓS í FJALLINU FRAM Á NÆTUR Það má geta þess að nýlega var stofnuð AA-deild hér í bæ og hefur hún einnig not af umræddu húsi. Sóttu á annað hundrað manns kynn- ingarfund AA og SÁÁ og A1 Anon og sýnir það glöggt þörf fyrir slíka félagsstarfsemi. Auk þeirrar starfsemi, sem áður er getið í húsinu, þjónar það áfram sem heimavist fyrir nemendur úr hinum dreifðari byggðum Ólafsfjarðar. Sjá má af þessari upptalningu að mikil starfsemi fer nú fram í gamla prest- setrinu og er sá einn galli á að það mætti vera stærra. Þá held ég að sé rétt að vinda sér yfir í íþróttamálin, ekki mega þau verða útundan. í upphafi er rétt að minna á að Ólafsfirðingar eru miklir skíðamenn. Einkum er þar að finna snjalla göngumenn. Þá bestu á fs- landi. Til þess að virkja þennan mikla kraft íþróttamannanna réðst íþróttafélagið Leiftur, auk bæjar- sjóðs og íþróttasjóðs í að kaupa snjótroðara, sem kostar kr. 575.000.00, og er þá miðað við að tollar og aðflutningsgjöld verði felld niður. Þetta er nýtt og myndarlegt tæki, sem hefur mikið verið notað síðan það kom fyrir skömmu. Má sjá ljós frá því langt fram á nætur í fjallinu fyrir ofan bæinn. Þá réð íþróttafélagið hingað norsk- an skíðakennara, Hávard að nafni. Hann hefur verið hér áður og vænta menn sér góðs af starfi hans. starfað inn. Þar á ég við starf félags- ins í íþróttasal Barnaskólans sem hefst kl. 19 öll kvöld og stendur langt fram eftir og jafnvel fram á nótt, auk allra laugardaga. Eru þar ýmsar íþróttagreinar stundaðar, þó grunar mig að badminton sé þeirra vinsæl- ust. Þú spyrð um leikskóla og dagvist- un. f Ölafsfirði er starfræktur leik- skóli í þröngum og ófullkomnum húsakynnum. Ég furða mig oft á hve vel fóstrur og annað starfsfólk skila dagsverkum í þágu þessara yngstu borgara við bágar aðstæður. Nú er hins vegar vænta að úr rætist, því bygging nýs leikskóla er langt á veg komin. Ætla menn að hann verði kominn í gagnið um miðj- an apríl nk. Hér er um að ræða myndarlegt hús við Ólafsveg 25. Unnið var við lóð leikskólans í sumar, en hana teiknaði Auður Steinsdóttir, landslagsarkitekt. Fjár- veiting ríkissjóðs til byggingarinnar á fjárhagsárinu 1982 er kr. 325.000.00 og miðað við jafnhátt framlag bæjar- sjóðs, á að takast að hefja starfsemi á tilgreindum tíma. Þó verður starfs- fólk að láta sér nægja að aðstaða fyrir það bíði bjartari tíma. Sá þáttur sem einna lakastur er hér í Ólafsfirði, er heilbrigðisþjónustan. Erfitt hefur reynst að fá lækni til langdvalar. Ber þar ýmislegt til. f samtölum mínum við lækna er hér hafa dvalið undanfarið, kemur í ljós að þeim finnst álagið of mikið fyrir einn mann, „alltaf á vakt“ er við- En tilveran er líka björt á sumum sviðum. Undanfarin ár hefur verið unnið að glæsilegri byggingu heilsu- gæslustöðvar og dvalarheimilis aldraðra. Sú bygging er nú svo langt komin að 1. áfanga, þ.e. dvalar- heimili aldraðra, sjúkraálmu og inn- gangi, á verktaki að skila 1. apríl nk. og verður ekki annað sé en það eigi að standast, og ætti því að vera hægt að flytja inn í íbúðimar fyrir aldraða fljótlega eftir það. Auglýst var eftir Bergsveinn Auðunsson. forstöðumanni að þessu heimili og var Kristján H. Jónsson ráðinn í starfið. Er vonandi að þessi stórbætta að- staða heilsugæslustöðvarinnar laði að góðan heilsugæslulæni við hlið héraðslæknisins og báðir hafi nóg að bíta og brenna. GAMLI GÓÐI DRANGUR STENDUR FYRIR SÍNU Oft er ég spurður að því hvort ekki sé erfitt að búa í Ólafsfirði vegna landi. Gamli góður Drangur stendur ætíð fyrir sínu og er alltaf tryggur og öruggur fararskjóti, þótt ekki þyki hann fljótur né þægilegur nú á tímum. Þriðja leiðin er líka til og hefur valdið byltingu í samgöngumálum Ólafsfirðinga. Þar á ég við flugleið- ina Ak-Ól-Rek-Ól-Ak, svo notaðar séu skammstafanir, en þetta flug er á vegum Flugfélags Norðurlands og er hvérn virkan dag og um helgar ef þörf krefur. Þetta flug var hafið fyrir rúmu ári og hefur gengið mun betur en menn þorðu að vona. GOTT AÐ BÚA í ÓLAFSFIRÐI Þegar á allt er litið er á ýmsan hátt gott að búa í Ólafsfirði, svo sem að framan er lýst. Alltaf má þó bæta og á að bæta. Til þess eru m.a. stjórn- málamennirnir. Mega þeir allvel við una hér í Ólafsfirði, þau bráðum fimm ár sem ég hef búið hér. Ýmsum góðum málum hefur tekist að þoka áfram og margt stendur til bóta. Ekki er að sjá mikinn mun á stjórn og stjórnarandstöðu í bæjarmálum, a.m.k. ekki á yfirborðinu. Allir virð- ast vinna vel saman, sagði Berg- sveinn og er þá lokið Ólafsfjarðar- þætti hinum meiri. ífe OF MIKIÐ ÁLAG FYRIR EINN- OF LÍTIÐ FYRIRTYO FÆRRI TEGUNDIR EN OFT ÁÐUR Almennur fuglatalningardagur var að þessu sinni 27. desember 1981. Veðri var þannig farið, að það var suðaustan 3 og 5 stiga hiti, skyggni ágætt. Akur- eyrarpollur var íslaus og klak- ahrögl í fjörum. Bflfæri og gangfæri var erfitt vegna snjóa. Þeir, sem töldu fugla á Akur- eyri að þessu sinni, voru: Jón Sig- urjónsson, Gunnlaugur Péturs- son, Þorsteinn Þorsteinsson og Árni Björn Árnason. Athugunar- svæðið var ströndin frá flugvelli að Skjaldarvík, ásamt görðum og lóðum bæjarins. Þessar fuglategundir sáust: Auðnutittlingar 3, skógarþrest- ir 12, snjótittlingar 74, rauðhöfð- aönd 1, gulendur 32, toppendur 17, stokkendur 182, hávellur 22, húsönd 1, teistur 2, bjartmávar 72, hvítmávar 108, hettumávar 130, svartbakar 130, silfurmávar 172, stormmávur 1, smyrill 1, hrafnar 94, æðarfuglar 265, ó- greindir, stórir mávar 325. Alls eru þetta 19 tegundir fugla og voru tegundir með færra móti að þessu sinni. Til viðbótar má geta þess, að við húsið Grænumýri 10 á Akur- eyri, komu daglega í „fuglamat- inn“ 4 silkitoppur. En 8.desember gerði stórhríð og eftir það hefur aðeins ein silkitoppa komið í „fuglamat". Við sama hús sáust 23. desem- ber sl. 32 þrestir, 1 silkitoppa, 1 gráþröstur og 1 stari og hafa þessir fuglar sést nær daglega síðan við Grænumýri 10. Fálki hefur sést í bænum öðru hverju í vetur. 6 - DAGUR 14. janúar 1982 14. janúar 1982 - DAGUR 7

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.