Dagur - 14.01.1982, Page 9
Tvíburabræðurnir sem
tyfta 20-40 tonnum á dag
„Við erum að æfa þungt
núna, erum að búa okkur
undir Meistaramót unglinga
sem verður í næsta mánuði,“
sagði lyftingamaðurinn Garð-
ar Gíslason, er við slógum á
þráðinn til hans í vikunni.
Þegar Garðar segir „við“, á
hann við sjálfan sig og tvíbur-
abróður sinn Gylfa, en þessir
tveir hressu Akureyringar
sem eru aðeins 18 ára, eru tví-
mælalaust í hópi allra efnileg-
ustu lyftingamanna landsins.
Það kom best fram á Norður-
landamóti unglinga á síðasta ári
hversu sterkir þeir eru. Þar varð
Gylfi Norðurlandameistari í sín-
um þyngdarflokki, en Garðar
missti af gullverðlaununum
vegna þess að hann var 200 g
þyngri en sænskur keppandi sem
lyfti sömu þyngd. Varð Garðar
því að gera sér silfurpeninginn
að góðu.
„Þetta eru einhver hroðaleg-
ustu 200 grömm sem ég man
eftir að hafa vitað af,“ sagði
Garðar er við spjölluðum við
hann. En það þýðir ekkert að
súta þetta, það kemur bara
næst,“ bætti hann við.
40-80 tonn á dag!
Okkur lék forvitni á að fá að
vita hvernig þeir tvíburabræður
haga æfingum sínum, en þeir æfa
ávallt saman 4 sinnum í viku, 2-3
klukkustundir í einu í viku
hverri allt árið um kring.
„Við byrjum hverja æfingu á
léttum upphitunaræfingum, en
síðan er tekið til við að lyfta. Það
er dálítið misjafnt hvernig við
æfum, síðasta mánuðinn fyrir
keppni lyftum við ekki jafnmikl
um þunga og annars, en leggj-
um þá meiri áherslu á tækn-
ina og annað þess háttar. En eins
og ég sagði áðan þá erum við
núna að búa okkur undir mót
sem verður eftir rúman mánuð,
og því lyftum við þungu á æfing-
um þessa dagana. Ætli það láti
ekki nærri að hvor okkar lyfti
þetta 20-40 tonnum á hverri
æfingu ef allt er talið með, en
hvor okkar lyftir svona 280 lyft-
um á viku.“
Garðar sagði að þeir bræður
æfðu eftir rússnesku æfinga-
kerfi, sem Guðmundur Sigurðs-
son lyftingamaður í Reykjavík
hefði sniðið aðeins til svo það
hentaði þeim betur.
Góðir vinir
„Við æfum alltaf saman og
segjum hvor öðrum til, því við
höfum engan þjálfara. Það er
geysilega mikilvægt að menn
hjálpist að og séu vinir, og það
erum við Gylfi þótt við bregðum
auðvitað á leik með stríðni gagn-
vart hvor öðrum eins og gengur
og gerist. En við hjálpumst að,
og nuddum t.d. hvorn annan tvi-
svar í viku. Það þýðir ekkert
annað en að standa saman í
þessu öllu saman.“
Á Meistaramóti íslands fyrir
unglinga sem framundan er í
næsta mánuði, ætlar Garðar að
keppa í 90 kg flokki, en Gylfi
keppir í 100 kg flokki. Báðir
stefna á sigur á því móti, og það
þyrfti engum að koma á óvart
þótt þeir stæðu á efsta þrepi
verðlaunapallsins í mótslok.
Þeir leggja sig a.m.k. svo mikið
fram, að þeir eiga það svo sann-
arlega skilið þessir ungu og
hressu piltar.
Þeir eru synir Gísla Braga
Hjartarsonar og Aðalheiðar Al-
freðsdóttur, og eiga þrjá bræður
og eina systur. Þessi fjölskyida
er ein allra mesta íþróttafjöl-
skylda landsins, Alfreð og
Gunnar Gíslasynir báðir lands-
liðsmenn í handknattleik,
Hjörtur bróðir þeirra margfald-
ur meistari í lyftingum hér fyrr á
árum og landsliðsmaður í frjál-
sum íþróttum. Heimilisfaðirinn
mjög liðtækur golfleikari, en
konurnar í fjölskyldunni hafa
ekki getið sér frægðarorð á
íþróttasviðinu þótt þær hafi eins
og gefur að skilja lagt sitt af
mörkum til þess að gera afrek
karlmannanna að veruleika.
Tvíburabræðurnir Gylfi og Garðar Gíslasynir
3. DEILD
Mynd ÓÁ
Nokkuð er nú liðið á leiki
þriðju deildar í handbolta.
Þórsarar eru þar í toppbar-
áttu, og eiga mikla möguleika
á að vinna sig aftur upp í aðra
deild. Staðan er nú þessi:
Þór 10 8 1 1 269-216 17
Ármann 10 8 1 1 253-179 17
ÍA 11 7 1 3 303-227 15
Grótta 9 6 1 2 244-178 13
ÍBK 9 6 0 3 224-165 12
Reynir 9 3 0 6 209-231 6
Selfoss 7 2 0 5 121-160 4
Dalvík 10 2 0 8 181-287 4
Skallagr. 7 0 0 7 100-222 0
KNATTSPYRNUMENN
ÐYRJAÐIRÆFINGAR
Þórs-mót
í svigi
Þórsmótið í svigi fer fram í
Hlíðarfjalli á laugardag.
Keppt verður í fimm flokkum.
Keppnin hefst við Strýtu kl.
11,30 og verður keppt í 10, 11
og 12 ára flokkum. Á sama
tíma verður keppt í flokki 7, 8
og 9 ára við Hjallabraut.
ÞÓRSARAR
EFSTIR í
Knattspyrnumenn eru nú
búnir að taka fram æfíngar-
búninga og farnir að hlaupa.
Þrekæfingar eru hafnar hjá
báðum Akureyrarfélögunum
Þór og KA og þjálfarar lið-
anna næsta keppnistímabil
báðir væntanlegir innan
skamms.
Að sögn Karls Lárussonar,
formanns knattspyrnudeildar
Þórs, æfa Þórsarar eftir „æfing-
arprógrammi" frá Reynolds
þjálfara sínum, en eingöngu er
æft þrek.
Karl sagði að Reynolds kæmi
strax uppúr næstu mánaðamót-
um, og þá yrði farið að æfa af
fullum krafti undir hans stjórn.
Karl bjóst við að Þór yrði með
sama mannskap og í fyrra, en þó
sagði hann Jón Marinósson vera
genginn yfir í KA. Einnig sagði
hann að ef til vill væri von á ein-
um nýjum leikmanni, en það
mundi skýrast innan skamms.
Þórsarar leika næsta sumar í
annarri deild, en þar má búast
við harðri keppni, en ekki er
auðveldara að sigra í þeirri deild
en að halda sæti sínu í þeirri
fyrstu.
Að sögn Gunnars Kárasonar
formanns knattspyrnudeildar
KA, kemur Willoughby þjálfari
þeirra fyrsta mars nk. Þangað til
sér Hollendingurinn Kees um
þjálfun liðsins. Gunnar sagði
það klárt að Steinþór Þórarins-
son ætlaði að leggja skóna á hil-
luna, en aðrir hefðu ekki ákveð-
ið að hætta, ekki heldur Elmar
þrátt fyrir fréttir dagblaðanna
þess efnis.
Gunnar sagði það geta verið
að nýir leikmenn komi til liðs við
KA, en það mundi skýrast á
næstunni.
KA leikur í fyrstu deild, og
þar verður róðurinn erfiður eins
og ævinlega, en þeir eru nú að
hefja sitt fjórða í þeirri deild.
Nýliðar deildarinnar eru ísfirð-
ingar og Keflvíkingar. Keflvík-
ingar eru þar hagvanir, en ísfirð-
ingar hafa ekki leikið þar umára
bil, og eflaust verður róðurinn
erfiður fyrir þá.
Ekki er vitað til að félögin hér
í nágrenni Akureyrar hafi ráðið
sér þjálfara, en þau leika bæði í
þriðju og fjórðu deild, en nú
verður í fyrsta sinn leikið í fjórðu
deild.
Margrét
og Ásgeir
þjálfa
Skíðamenn hér á Akureyri æfa
nú af fullum krafti fyrir skíða-
mót vetrarins.
Yfirþjálfari í alpagreinum er
Margrét Baldvinsdóttir, marg-
faldur meistari á skíðum og
henni til aðstoðar er Ásgeir
Magnússon, en þau hafa bæði
numið skíðaþjálfun í Noregi og
Svíþjóð.
9w?AG WfU4r)an^1 §82.