Dagur - 14.01.1982, Síða 12
ÞJÓNUSTA
FYRIR
r r
■ K
HAÞRYSTISLONGUR
OLÍUSLÖNGUR og BARKA
PRESSUM
TENGIN Á
FULLKOMIN TÆKI
VÖNDUÐ VINNA
M
CM
(O
O)
I
w
Snjómokararnir sýndu Ijósmyndaranum bfl, sem stóð við Höfðahlíð. Þeir munduðu skóflumar, en Jóhann sagði að
þeir myndu ekki moka þennan bfl upp að sinni, heldur vildu þeir benda fólki á í hve mikilli hættu bflinn væri þegar svo
væri komið sem hér má sjá. Á innfelldu myndinni eru þeir Pétur (t.v.) og Jóhann. Mynd: á.þ.
Eigandinn ansaði
ekki dyrabjöllunni
Snjóruðningsmenn í erfiðleikum:
„Dæmið er svo gróft, að það er
varla hægt að segja frá því, en
þó er best að láta það í blaðið.
Ég hringdi bjöllu í húsi í Gler-
árhverfi, en á götunni stóð bfll
húsráðanda og þurfti að færa
hann svo hægt væri að hreinsa
snjó af götunni. Enginn kom til
dyra, en ég sá eiganda bflsins
inni. Lögreglan kom og hringdi
bjöllunni, en maðurinn svaraði
ekki. Á meðan við vorum að
bera bílinn til kíkkaði eigand-
inn út og sáu lögreglumennirnir
það einnig. Það hefði verið
ólíkt auðveldara ef eigandinn
hefði látið okkur fá lykilinn að
bílnum eða fært hann fyrir
okkur,“ sagði Jóhann Jóhanns-
son, starfsmaður Akureyrar-
bæjar.
Að undanförnu hafa Jóhann og
starfsbræður hans átt í miklum erf
iðleikum með að hreinsa sumar
götur bæjarins vegna þess að eig-
endur bíla hafa ekki hirt um að.
færa þá og auðvelda þannig
snjómoksturinn. Þess eru dæmi
að snjór hafi með öllu hulið bílana
og að snjóruðningstæki hafi
skemmt þá. Jóhann tók það fram
að dæmi eins og hann sagði frá í
upphafi væru sem betur fer mjög
sjaldgæf, og að bróðurpartur
bæj arbúa væri allur af vilj a gerður
til að hjálpa þeim.
„Aðalmálið er að fólk sé liðlegt
við okkur, og tilbúið til að færa bíl
ana,“ sagði Pétur Ásgeirsson, og
minntist þess að í vetur hefði bíll
verið skilinn eftir á miðri götu og
fennt í kaf. Veghefill stór-
skemmdi bílinn á götunni, enda sá
stjórnandi hans ekki bílinn á göt-
unni. Pétur hvatti líka ökumenn
að aka ekki fram úr snjóruðnings-
tækjum að nauðsynjalausu.
Refabúið að Ðöggvisstöðum:
Veröa með 3000 dýr þegar
nýi skálinn er tilbúinn
Dalvík, 12. janúar.
Eins og sagt var frá í Degi fyrir
nokkru voru væntanlegir refir
til minkabúsins aö Böggvis-
stöðum við Dalvík. Fyrstu 60
refimir komu til búsins sl. föstu
dag, en alls verða fengnir 175
refir frá Grávöru á Grenivík.
Þar af eru 130 læður og láta
mun nærri að þær geti gefið af
sér um 1000 hvolpa árlega ef
pörun tekst vel, að sögn Þor-
steins Aðalsteinssonar, fram-
kvæmdastjóra minkabúsins að
Böggvisstöðum.
Þorsteinn sagði einnig að bygg-
ingu skála fyrir refina miðaði vel
áfram, en bygging hófst sl. sumar.
Áætlað er að fullbúinn verði skál-
inn fullnýttur þegar í hann eru
komnir um 2500 til 3000 dýr, og
mun þá fjöldi læða vera 300 til
400.
Mismunur á refa- og minkarækt
er nokkur. Þorsteinn sagði að um-
hirða refa væri meiri á vissum tím-
um árs og markaðir sveiflukennd
ari á refaskinnum. Um tíma hef-
ur þó markaðurinn verið tiltölu-
lega stöðugur og vænta menn
áframhalds á því.
Sem dæmi um mismun á verð-
mæti refa- og minkaskinna, sagði
Þorsteinn að meðalútflutnings
verð á refaskinni væri 670 krónur
en 270 á minkaskinni. Fóður refa
er svipað og minka, þ.e. aðallega
fiskúrgangur og sláturmatur. At-
hyglisvert er að minkar eta refa-
kjöt og öfugt. Þá kom fram hjá
Þorsteini að sé refa- og minkarækt
rekin samhliða, skapar það meira
öryggi í rekstri og betri nýtingu á
aðstöðu. Á minnkabúinu að
Böggvisstöðum vinna nú 7 manns
og fleiri yfir þann tíma sem
skinnin eru verkuð. AG
Landssamband iðnaðarmanna:
Afmælisárið
hefst með
fundi á
Akureyri
Á þessu ári eru 50 ár liðin frá
stofnun Landssambands iðnað-
armanna, sem eru samtök
atvinnurekenda i löggiltum
iðngreinum. Með vissum hætti
má rekja stofnun Landssam-
bandsins til iðnaðarmanna á
Akureyri og hefur því verið
ákveðið að fyrsti liðurinn í af-
mælisdagskrá verði fundur um
málefni landssambandsins og
iðnaðarins, haldinn á Hótel
KEA laugardaginn 16. janúar,
en ráðgerðir eru ýmsir viðburð-
ir á þessu ári vegna afmælisins.
Dagskrá fundarins, sem hefst
klukkan 13.30 stundvíslega, verð-
ur með þeim hætti, að Haraldur
Sumarliðason, formaður afmæl-
isnefndar, flytur setningarávarp,
og þar með hefst afmælisár sam-
bandsins. Sigurður Kristinsson,
forseti Landssambandsins, mun
þvínæst flytja erindi um sögu sam-
bandsins og stefnu.
Þriðji iiðurinn á dagskrá fund-
arins nefnist ástand og horfur í
einstökum greinum innan Lands-
sambands iðnaðarmanna. Undir
þeim lið verða fluttar nokkrar 10
mínútna langar ræður. Ingólfur
Jónsson, framkvæmdastjóri
Reynis á Akureyri, ræðir um
byggingariðnað, Gunnar
Ragnars, forstjóri Slippstöðvar-
innar, um málmiðnað, Hannes
Vigfússon, rafverktaki úr Reykja-
vík, um raf- og rafeindaiðnað,
Haukur Árnason, framkvæmda-
stjóri Haga, um húsgagna- og inn-
réttingaiðnað, Júlíus Snorrason,
bakarameistari, um brauð- og
kökugerð og Guðlaugur Stefáns-
son, hagfræðingur, um þjónustu-
greinar.
Að loknu kaffihléi flytur Þór-
leifur Jónsson, framkvæmdastjóri
Landssambands iðnaðarmanna
erindi um starfsskilyrði iðnaðar.
Síðan verða almennar umræður
og að þeim loknum verður boðið
upp á veitingar.
# Áhorfendur
til trafala
Slökkviliðsstjóri kom að máli
við S&S í fyrradag og sagði að
sjaldan eða aldrei hefðu
slökkviliðsmenn átt í eins
miklum vandræðum vegna
áhorfenda og þegar brann í
Furulundi 10. Varaliðsmönn-
um gekk illa að komast á stað-
inn vegna bílaumferðar og
gangandi fólks, sem flýtti sér
á vettvang til að missa ekki af
neinu. Slökkviliðsstjóri benti
réttílega á að bæjarbúar ykju
öryggi sitt, ef þeir hættu þeim
leiða sið að elta uppi hvern
einasta bruna i bænum. Þess-
um tilmælum slökkviliðs-
stjóra er hér með komið á
framfæri við almenning.
# Efþúsvarar
ekki...
Hvað gerist ef þú svarar ekki
keðjubréfi? Svarið er eftirfar-
andi: Þú eyðileggur bílinn,
fót- eða handleggsbrotnar,
f jölskyldulffið fer í rúst og/eða
náinn ástvinur eða þú sjálfur
ferð yfir móðuna miklu. En
hvað gerist ef þú svarar: Þú
vinnur peninga, færð betra
starf, ferð ( skemmtilegt og
ódýrt ferðalag, verður ham-
ingjusamur og sæll til lífstíð-
ar. Framangreint má sjá í hin-
um svokölluðu keðjubréfum
sem öðru hvoru skjóta upp
kollinum hér á landi. S&S fékk
í hendur eitt slíkt og þar eru
hótanir á borð við þær sem
sagt er frá hér á undan. Að
auki eru í bréfinu 13 meinleg-
ar stafsetningarvillur, á borð
við: Þektari, annari og bílslís. (
loK bréfsins segir: „Af engum
ástæðum má slíta þessari
keðju“. Og trú er blandað
saman við allt sem á undan er
gengið. í miðju bréfinu er bæn
sem einhver hefur hnoðað
saman og á eflaust að ýta
undir fólk að senda þennan
hrærigraut áfram.
# Ruslakarfan
réttur staður
Það er aðeins einn staður sem
hæfir bréfum eins og keðju-
bréfunum og það er rusla-
karfan. E.t.v. vilja sumir halda
því fram að hún sé of góð fyrir
keðjubréf og má það rétt vera.
Sé tekið mið af efni umrædds
keðjubréfs og hvernig það er
ritað má Ijóst vera að sá, eða
þeir, sem settu það saman
eiga við andlega bresti að etja
og er leitt til þess að vita.
# Orðum
einkennilega
skipt
Lesendur Dags hafa eflaust
rekið augun ( einkennilegar
skiptingar orða ( blaðinu að
undanförnu. Þetta á rót sína
að rekja til nýrra tækja, sem
Dagur hefur tekið í notkun, en
smám saman mun þetta
hverfa og orðum verður skípt
eins og lög og reglur mæla
fyrir um.