Dagur - 15.01.1982, Side 9

Dagur - 15.01.1982, Side 9
Erlent skemmtiferðaskip á Akureyrarpolli. Þau stóru skemmtiferðaskip sem ssekja Akureyri heim, hafa hvert um sig mun meira gistirými en hótelin í bænum. Einhvern veginn tölum við iðu- lega um skólabæinn Akureyri á viðmóta sjálfsagðan hátt eins og ferðamannabæinn Akur- eyri. Önnur nafngiftin virðist eiga við um bæinn að vetri - hin um Akureyri að sumrí. Þessi kennimerki hafa um langt ár- abil verið nefnd óafvitandi - enda voru þau réttnefhi um miðbik aldarinnar og líklega fram að byrjun áttunda áratu- garins. En á síðustu árum hefur mátt heyra á máli manna og lesa víða gagnrýnar raddir skólamanna þar sem þeim finnst eins og Akureyri hafi dregist aftur úr. Uppbygging skóla hafi setið á hakanum síðasta áratuginn eða jafnvel lengur, meðan skólar hafa sprottið upp víða um landsbyggðina. Skólamál Akureyringa og nánustu byggðar- laga hafi beinlínis staðið í stað, hvað þá að um afgerandi upp- byggingu hafi verið að ræða. Vitaskuld er nokkuð til í þessu. En á það ber þó að líta að það hlýtur að verða keppikefli allra landshluta að námsaðstaða verði bætt heima í héraði, og meðan stórt átak hefur verið gert í þeim efnum síðasta áratug hefur þróun- in í þeim efnum í sjálfum skóla- bænum (þ.e.a.s. þeim utan Reykjavíku) orðið að bíða um sinn, en vonandi eru nú stórvirki í vændum. Hótel spretta upp Á sama hátt hefur það gerst síð- ustu tvo áratugi, að hótel hafa verið byggð upp víða um land, víða sem sumarhótel í tengslum við byggingar heimavistarskóla, eða beinlínis sem hluta af félags- heimilabyggingum. Ef til vill hafa bjartsýni og metnaður haft ein- hvers staðar undirtökin í glímunni við arðsemissjónarmið, en á það ber þá að líta, að einhvers staðar þarf að byrja. Ekki er hægt að hefjast handa um uppbyggingu ferðamannamóttöku nema gisti- aðsstaða sé fyrir hendi - og gisti- aðstaða nýtist heldur ekki nema önnur aðstaða sé fyrir hendi, eða sé gerð í framhaldi. Nú hefur það hins vegar orðið svo, að Akureyri, sem fyrir tveim til þrem áratugum síðan þótti hin sjálfsagða miðstöð ferðalanga á Norðurlandi, getur varla staðið undir heitinu „ferðamannabær,,. Varla fremur en margir aðrir staðir. Þó er ekki fokið í öll skjól. Sé það vilji bæjarbúa, bæjar- stofnana og fyrirtækja að efla ferðamannaþjónustu á Akureyri, þá þarf hins vegar að hefja veru- legt átak í þeim efnum. Heppileg- ast virðist vera að það sé gert í samvinu þeirra fyrirtækja, sem þegar starfa á einn eða annan hátt að ferðamálum og hins opinbera, bæði Akureyrarbæjar og Ferða- málaráðs. í rauninni þyrfti helst að koma til eins konar Ferða- málaráð Akureyrar, sem myndi móta stefnu og sam hæfa krafta. Mörg rök hníga að því. Kynningarstarf 1. Þegar er varið talsverðu fjármagni til bæjarkynningar, með auglýsingum og öðru móti. Þetta gera aðilar hver fyrir sie oe án samráðs. Það er kunn stað- reynd að auglýsinga- og kynning- arfé nýtist best, þegar því er ráð- stafað á heildstæðan hátt eða til verulegrar kynningar á einstökum verkefnum. Eitt árið gæti það ver- ið skíðaaðstaðan, annað árið ráð- stefnuhald o.s.frv. 2. Nú þegar íhuga fleiri aðilar en einn að aukningu gistirýmis. í rauninni má það furðulegt teljast að gistirými hafi ekki aukist á Ák- ureyri að nokkru nemi síðan heimavist MA var tekin í notkun sem sumarhótel fyrir tæpum 20 árum. Engin ný hótelbygging. Vera kann að nýbygging hótels sé svo viðamikið verkefni að til þyrfti að koma samstarf tveggja eða fleiri aðilja eigi að verða unnt að ráðast í slíkt, ekki síst þegar hafður er í huga hinn gífurlegi fjármagnskostnaður sem fylgir miklum byggingaframkvæmdum. Og hugleiðing í framhaldi af því: Hvers vegna fá ekki þau hótel, sem rekin eru allt árið og veita þjónustu alla 12 mánuðina, að annast rekstur Edduhótelanna á þeim stöðum, þar sem hvort tveggja eru rekin yfir sumarmán- uðina? Ráðstefnuaðstaða 3. Það er staðreynd, sem er þeim vel kunn, er starfa að mót- töku ferðamanna á Akureyri, að ekki er hægt að bjóða upp á að- stöðu fyrir hinar stærri ráðstefn- ur, sem haldnar eru hér á landi - vegna skorts á gistirými, fundar- sölum og annarri ráðstefnuað- stöðu á einum og sama staðnum, eða í sömu húsaþyrpingu. Það er engin von til þess að nokkur ein- staklingur, fyrirtæki né félaga- samtök reisi á næstunni „ráð- stefnuhótel“ á Akureyri - en sam- starf gæti þarna leyst það mál. Fyrirhugað er að verkalýðsfélög mörg hafa áhuga á að reisa stór- hýsi, einskonar félagsheimili með skrifstofuaðstöðu fyrir félögin. Enn er miðbæjarskipulagið nokk- uð sveigjanlegt - og ekki hefur enn verið gert ráð fyrir neinni um- ferðarmiðstöð við miðbæinn. Þarna má huga að sam starfi allra hlutaðeigenda aðilja. Hver um sig gæti úr slíku samstarfi fengið allt, sem upphaflega er til stofnað, og allir í sameiningu gætu að auki haft hag af slíkri samræmdri að- stöðu. Það erreyndaróhjákvæmi- legt að á næstu tuttugu árum verði eitthvert slíkt stórátak að koma til. Samstarf En hver á að hafa frumkvæðið að samstarfsnefnd á þessu sviði? Það liggur e.t.v. beinast við að eins konar fulltrúaráð þeirra, sem þegar starfa að þessum málum, ásamt fulltrúum bæjaryfirvalda og Ferðamálaráðs, verði stofnað og það velji síðan framkvæmda- ráð með verulegt umboð tij ákvarðana og framkvæmda. í rauninni getur því hver þeirra, sem vill stíga fyrsta skrefið haft frumkvæðið. Það ætti ekki að verða erfitt að fá menn til að starfa saman. Það er vonandi enn í gildi, þriðja kennimerki Akur- eyrarbæjar, „samvinnubær". Bjarni Sigtryggsson. Bjaml Slgtryggsson: .. þvíþað var rum fynr j s 1 í gistihúsb 1IIU 15. janúar 1982 DAGUR - 9

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.