Dagur - 15.01.1982, Page 11
Guðlaug Hermannsdóttír skrifar:
Myndin er tekin á æfingu á leikritinu „Þrjár systur“, en systumar leika Sunna Borg, Ragnheiður E. Amardótt
ir og Guðbjörg Thoroddsen. Mynd: Þengill.
FRÉTTIR ÚR
LEIKHÚSINXJ
Það sem af er vetri hefur starf-
semi Leikfélags Akureyrar
gengið mjög vel, má með
sanni segja að félagið hafi
fengið byr undir báða vængi.
Hvort tveggja er að styrkir
hafa hækkað og sýningar
ganga óvenju vel - þarf þó
varla að tíunda það hér að
halda þarf utan um hverja
krónu í því húshaldi, sem og
öðrum í þessu landi.
Fyrsta leiksýning LA á þessu
leikári „Jómfrú Ragnheiður“
hlaut einróma lof gagnrýnenda
og leikhússgesta. Sýningar urðu
17 og sýningargestur 3100.
Má geta þess að í áramóta-
uppgjöri sínu um stöðu íslensks
leikhúss í Dagblaðinu/Vísi, segir
Jón V. Jónsson sýningu LA
„Jómfrú Ragnheiði" bestu leik-
sýninguna í íslensku leikhúsi á
liðnu ári. Það er ástæða til að
nefna síaukna aðsókn úr ná-
grannabyggðunum sem stunda
leikhúsið á Akureyri æ betur.
Þessi aukni áhugi bendir til þess
að við séum á rétti leið.
„Dýrin í Hálsaskógi“ voru svo
frumsýnd 28. desember við
mikinn fögnuð leikhússgesta.
Síðan hafa verið 9 sýningar fyrir
nálega fullu húsi. Næstu sýning-
ar verða laugardag 16. janúar og
sunnudag 17. janúar og eru að-
eins fáir miðar eftir. Við viljum
benda utanbæjarfólki á að draga
leikhúsferðina ekki úr hófi, þar
sem allra veðra er von á þessum
árstíma.
Það er orðinn árviss atburður
að LA sýni barnaleikrit og vandi
eigi síður til þeirra en annarra
sýninga félagsins. Er það trú
okkar að þar með sé verið að
opna nýjum kynslóðum sýn inn í
heim leikhússins - því hið for-
kveðna „hvað ungur nemur
gam-
all temur" er enn í fullu gildi.
Mun a.m.k. nokkur hópur
þeirra barna sem fóru á góða
leiksýningu ung, halda þeim
vana fullorðin.
Æfingar á leikritinu „Þrjár
systur“ eftir Anton Tsékhov
standa nú yfir og er frumsýning
áætluð 19. febrúar. leikstjóri er
Kári Halldór - ungur leikhús-
maður sem starfað hefur jöfnum
höndum erlendis og hérlendis;
við nám, leikstjórn og kennslu.
Hann var t.d. meðleikstjóri
Kaisu Korhonen í þeirri frábæru
uppfærslu „Sænska Leikhúss-
ins“ í Helsingforsum „Konurnar
frá Niskavuori“, sem sýnd var í
Þjóðleikhúsinu í byrjun septem-
ber síðasta árs. Kári hefur einnig
kennt við Leiklistarskóla
íslands.
Leikritið „Þrjár systur" er eitt
af síðustu verkum Tsékhovs og
jafnframt eitt af þeim sem oftast
hafa verið sýnd. íslenskt leikhús
hefur þó aðeins einu sinni sett
„Þrjár sytur“ á svið, en fyrir 25
árum var leikritið sýint í Iðnó.
G.H.
Slgurður Om í
Rauða húsinu
Nk. laugardag, þann 16. janúar
kl. 16.00, hefst í Rauða húsinu
sýning á verkum eftir Sigurð
Orn Brynjólfsson.
Sigurður Örn fæddist í
Reykjavík 1947. Hann stundaði
nám í auglýsingadeild Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands á
árunum 1964-1968 og fram-
haldsnám í Rotterdam.
Sigurður er þekktur af teikni-
afrekum sínum í dagblöðum
landsins. hann vann til verð-
launa á heimssýningu teiknara,
„Cartoon 77“, en þar kepptu 647
teiknarar frá 52 löndum.
Sýning Sigurðar stendur til
sunnudagsins 24. janúar og er
opin frá kl. 16.00 til 20.00.
Hjónin Simon Vaughan og Sigríður Ella Magnúsdóttir.
Söngtónlelkar
Akureyri
Sigríður EDa
í Smlðjunni
Sigríður Ella Magnúsdóttir og ur fram á öðrum stað í blað-
eiginmaður hennar, Simon inu, en á laugardagskvöldið
Vaughan, verða á ferð á Ak- munu þau syngja fyrir matar-
ureyri um helgina. Þau halda gesti í Smiðjunni við undirleik
tónleika í bænum eins og kem- Jónasar Ingimundarsonar.
Hin landsþekkta söngkona,
Sigríður EUa Magnúsdóttir,
ásamt eiginmanni sínum Simon
Vaughan baritónsöngvara og
píanóleikaranum Jónasi Ingi-
mundarsyni, flytja fjölbreytta
efnisskrá á 2. áskrifendatón-
leikum Tónlistarfélags Akur-
eyrar í Borgarbíói, n.k. laugar-
dag, 16. jan. og hefjast tónleik-
arnir kl. 17.
Á efnisskránni verða dúettar
eftir Mozart, Brahms, Rossini
o.fl., og einsöngslög m.a. eftir
Grieg, Purcell, Mendelsohn,
Borodin, Sigvalda Káldalóns og
Þórarin Guðmundsson. Sigríður
Ella vakti mikla athygli fyrir túlk-
un sína á Carmen fyrir nokkrum
árum, þegar samnefnd ópera var
sýnd í þjóðleikhúsinu. Einnig hef-
ur frammistaða hennar í söng-
keppnum verið með miklum
ágætum, en hún hefur þrívegis
unnið til verðlauna í alþjóðlegum
keppnum söngvara. Hún hefur
haldið tónleika víða um landið,
m.a. á 20 stöðum ásamt Jónasi
Ingimundarsyni. Tónleika hefur
hún einnig haldið víða um Evrópu
og íBandaríkjunum. Sigríðurhef-
ur sungið margoft í útvarpi og
sjónvarpi, og nýverið kom út
hljómplatan „Á vængjum
söngsins", með söng hennar.
Simon Vaughan hlaut Richard
Taube verðlaunin, sem fólgin
voru í 2ja ára námsdvöl í Vínar-
borg. Söngferil sinn hóf Simon við
ensku þjóðaróperuna, og hefur
hann sungið víða á Bretlandi, og
haldið tvenna sjálfstæða ljóða-
tónleika í London.
KVIKMYNDtk*
Borgarbíó sýnir hina geysispenn-
andi og áhrifamiklu litmynd „The
onion field“, eða „Laukakurinn"
eins og hún heitir f íslenskri þýð-
ingu.
Myndin byggir á samnefndri
sögu metsöluhöfundarins Joseph
Wambaugh - á sönnum atburð-
um. í aðalhlutverkum eru John
Savage og James Woods.
Kl. 3 á sunnudag sýnir Borgar-
bíó „Ungu ræningjana“, skemm-
tilega og spennandi mynd fyrir
alla fjölskylduna.
Helstu óperuhlutverk hans
hafa verið Papageno í Töfraflaut-
unni, Escaniello í Carmen, og
Amonasvo í Aida.
Jónas er einn af okkar afkasta-
mestu píanóleikurum, og hefur
hlotið verðskuldaða athygli fyrir
frammistöðu sína á tónleikum
með ýmsum nafntoguðum söngv-
urum.
Aðgöngumiðasala verður í
Bókabúðinni Huld og við inn-
ganginn. Enn er hægt að kaupa
áskriftarkort og gerast félagar, en
verulegur afsláttur er veittur frá
venjulegu miðaverði á þann hátt.
Lausnír
*
Kinvígið:
Rétt röð er B,D,A,C.
*
Talnahrmgir:
Talan í miðju hvers hrings er
summan af tölunum þremur í
hringfertinu. Talan er 24.
Krossgátan
% % % % % % s
% H 0 s S A R
4 V E i L U E
Ji % % E F M A Ð i
1 H R A R i M & A R
m j 'o rt S M t S S A
§ 'A M A ' D 1 Y p R A R
L A F A V rS n M A
% P R A G A Cr M A R
% A U R: S T A M S i
% R 'A fc A M s T k
& T V R *k A s A %
%. n V i 'A G b Ð A
k i Ð A J u M M u R
% i Ð A R; M A M • R A
15. janúar 1982 DAGUR-11