Dagur


Dagur - 15.01.1982, Qupperneq 12

Dagur - 15.01.1982, Qupperneq 12
Akureyri, föstudagur 15. janúar Erum farín að taka á H( áM \ \ P°nturlum & árs- \ yJKr/ / hátíðina og þorramat. Laugardaginn 16. janúar rjj! skemmta Sigríður Ella, |SM|uaN| Simon Vaughan og -Sími 21818. Jónas Ingimundarson. JJr gömlum firá árlnu 1961 Að þessu sinni grípum við niður í Degi frá því herrans ári 1961. Forsíða fyrsta tölu blaðs ársins er full af frétt- um að vanda, og þar má m.a. sjá frétt þess efnis að konur séu í meirihluta á Akureyrí. Ekki þó í bæjar- stjórn, heldur í manntal inu. Konur á Akureyri voru samkvæmt manntali 1. des. 1960, 140 fleiri en karlar. Samkvæmt mann- talinu voru 8785 heimilis- fastir í bænum. - Á sömu forsíðu gat að líta frétt þess efnis að Stefán Júlíusson frá Leifsstöðum hefði fund- ið tundurdufl við Hörgár- ósa. Kom maður norður frá Landhelgisgæslunni og gerði duflið óvirkt. Diskó og Haraldur Hótel KEA bauð í febrúar upp á dansleik með Diskó og Haraldi. Diskó- æðið var því komið til Norðurlands árið 1961 þótt enn liðu 15 ár þar til það næði fótfestu annarsstaðar í heiminum. En reyndar, Diskó var aðeins hljóm- sveit, ekki það sem ungl- ingarnir í dag þekkja best undir sama nafni. „Á hangandi strái“ „Útgerð togaranna er á hangandi strái,“ sagði framkvæmdastjóri Útgerð- arfélags Akureyringa í við- tali við Dag þann 11. febrúar. Ekki var fram- kvæmdastjórínn nafn- greindur í fréttinni, en mikið aflaleysi átti megin- orsök á vandanum, auk þess sem hörgull var á sjómönnum og stúlkum til starfa. Fór kiöti í hamborgara? í lok febrúar var unnið af krafti í Frystihúsi KEA við beinskurð á kýrkjöti fyrir Bandaríkjamarkað. Kjötið var sett beiniaust í 13,5 kg öskjur og sent á sæmilegan markað í USA eins og sagði í frétt Dags. Vonandi hafa kýrnar smakkast vel þar eystra, hvort sem þær hafa endað sem „McDonalds” hamborgarar á diskum þarlendra sælkera eða ann- arsstaðar. Landhelgismálið Þann 1. mars var flenn- istór „stríðsletursfyrir- sögn“ þvert yfir forsíðu Dags: LANDHELG- ISMÁLIÐ, og undirfyrir- sögn hljóðaði þannig: „Ríkisstjórn íslands nú af- hjúpuð“. - Það munaði ekkert um það! En megin- mál greinarinnar sem fylgdi þessari risafyrirsögn, að ríkisstjórnin hafi lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem henni yrði heimilað að semja við Breta í landhelgisdeilu þjóðanna. Fjallaði tillagan um að heimila Bretunum að veiða innan 12 mílnanna og sumstaðar reyndar innan 6 mílna. Dagsmenn voru óhressir með þessa til- lögu og sögðu að hún myndi í reynd þýða að ís- lendingar afsöluðu sér rétti til einhliða útfærslu land- helginnar á landgrunninu. Gamla óheppnin Knattspyrnumenn undir merki ÍBA kepptu við KR syðra og töpuðu 3:6, mest vegna óheppni. í leikslok tóku þeir sér flugfar heim en ekki var hægt að lenda á Akureyri svo aftur var flog- ið suður. Þar var tekin far- þegabifreið á leigu og komst hún alla leið að Öxnadalsheiði þar sem hún bilaði og braut handrið brúar, en kapparnir kom- ust heim með annarri bifr- eið sem sótti þá frá Akur- eyrí. „Sennilega lofar þessi hrakför góðu“ sagði Dag- ur. Hellt úr nótinni Skipverjar á Ólafí Magn- ússyni frá Akureyri lentu í vandræðum í september. Þeir fengu svo stórt kast á síldveiðum 80-90 mílur austur í hafí að þeir urðu að „hella úr nótinni“ eins og Dagur orðaði það, áður en þeir gátu farið að hífa 900 tunnur um borð, en það magn fyllti skipið. Hnuplað úr görðum Orðrétt úr Degi frá 13. september: „Borgari á Oddeyri átti tal við blaðið í gær og kvartaði undan því, að bæði nú í sumar og undanfarin sumur væri enginn friður með græn- meti í görðum, hvorki gul- rætur eða kál. En nú eru það bara ekki rollurnar, heldur hnuplsamir menn sem þar eru að verki. ■ rWIMlTMrOriSflilnll Ian Holm „OTRULEGT HVAÐ ÍSLENDINGAR BORÐA JVHKI«“ „Það sem mér þótti furðu- legast í fari íslendinga er hve mikið þeir borða. Það er hreint ótrúlegt,“ sagði Ian Holm, tvi- tugur Vestur-íslendingur, sem unnið hefur í fískvinnu í Hrísey undanfarna mánuði. Hann var á ferð á Akureyri fyrir stuttu og þar náði Dagur tali af honum. „Ég hef hvergi annarsstaðar verið þar sem ég hef fengið jafn mikið að borða. Svo er kaffí næstum því á hálftíma fresti. En maturinn er góður, það er alveg klárt.“ Ian brosir breitt. Það er auðséð að hér er lífs- glaður frændi á ferð. Að gömlum og góðum íslensk- um sið er rétt að kynna manninn. Afi Ian var íslenskur, Lúðvík Sig- urðsson, fæddur að Vatnsenda í Eyjafirði, en flutti síðar að Stein- hólum. Ian sagði að afi sinn hefði flutt til Winnipeg og gifst þar ís- lenskri konu, Fanney. Sonur þeirra var Hjálmar Hólm, faðir Ian. Frændgarður Ian við Eyja- fjörð er stór og hefur Ian kynnst nokkrum þeirra síðan hann kom í ágúst á síðasta ári. Hér ætlar hann að dvelja fram á vor, en þá er ferðinni heitið til Evrópu. Ian yfirgaf heimaslóðir í september 1980 og hefur hann heimsótt einar 14 þjóðir fram til þessa og víða unnið. „Mér finnst íslendingar mjög líkir Svisslendingum. Til dæmis er vinnudagur þeirra þjóða mjög langur. Menn þurfa að vinna mikið og ég kann vel við það. Hins vegar eru t.d. Englendingár hálf latir. Hvað ég kann verst við? Verðið á brennivíninu. Það er alltof hátt. Eini kosturinn er þó sá að ég nota það mjög sjaldan. Annars er kaupið heldur lágt, eíi mér er sama um það. í Hrísey eru nokkrar stúlkur frá Ástralíu og Nýja Sjálandi og þær komu hing- að til að safna peningum. Það gengur ekki vel. Hvað sem öðru líður get ég sagt þér að mér finnst ég vera orðinn hálfgerður ís- lendingur og ég hef hugsað mér að vera slarkfær í málinu þegar ég fer héðan. Veðrið? Ég kann vel við svona hryssingslegt veðurfar eins og hefur verið hér að undanförnu. Og þegar menn kunna vel við matinn, veðrið og vinnuna - hvað annað er hægt að biðja um? - Ég gæti vel hugsað mér að búa á ís- landi hluta úr árinu. En það hefði e.t.v. eitthvað að segja í þeim efn- um ef maður fynndi „stelpa“.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.