Dagur - 29.01.1982, Blaðsíða 2

Dagur - 29.01.1982, Blaðsíða 2
Lesendahomld Snjósleða- akstur vió herbergis- gluggana „Þorpari“ hringdi! Ein er sú plága sem hefur riöið yfir Akureyri aö undanförnu, en það er akstur manna um bæinn á vélsleðum. Ég cr í sjálfu sér ekki að amast við þessum farartækj- um sem slíkum, því mérer kunn- ugt um að þau gcta verið til margra hluta nytsamleg. En þegar farið er að nota þessa sleðaeinsogt.d. hefur veriðgert af unglingum í Þorpinu að undanförnu hlýtur maður að mótmæla. Mér er ekki kunnugt um hvaða réttindi þarf til þess að fá að aka þessum sleðum, eða hvaða lög gilda um akstur þeirra að öðru leyti. Ég hlýt hinsvegar að efast um það að unglingar megi lögum samkvæmt aka þess- um tækjum yfir húsalóðir, jafn- vel yfir viðkvæma staði þar sem tré og annar gróður er undir. Svo langt hefur veriö gengið í þessum akstri að fram á nætur hefur maður mátt þola hávað- ann af þessum tækjum við her- bergisgluggann hjá sér þegar sleðakapparnir hafa brunað hjá. Mér þætti gaman að fá svör við því hvaða lög gilda um notkun þessara tækja. SVAR: Ólafur Ásgeirsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn á Akureyri tjáði okkur að til þess að mega aka vélsleða þyrfti próf á eitt- hvað ökutæki. Pað þýðir að 15 ára unglingur sem hefur próf á skellinöðru má aka vélsleða. Skylt er að skrá sleðana og greiða af þeim tryggingar. Ólafur sagði að vélsleðum mætti að sjálfsögðu ekki aka á einkalóðum fremur en bifreið- um. Hann sagði að furðulega lít- ið hefði verið kvartað yfir vél- sleðaakstri í bænum miðað við að á Akureyri og í Eyjafjarðar- sýslu væru um 200 sleðar á skrá og sennilega væru einhverjir óskráðir. Hvatti hann alla sem ættu þessa sleða til þess að skrá þá svo þeir væru löglegir í um- ferðinni. Ítíl efniaf hátí&a.rárí Samvirmurtumu býSur Wladcild Sambanásms og kaupfclögin 15% afslátt af vamKlutum í heyvínnuvéiar frá Vétadeíláínni. TILBOP ÞBTTfl GJLPIR TIL 31 MflRS UK. wn MeofiN BIRÖPIR FNPflSZ KAUPFÉLÖGINOG VELADEILD SAMBANDSINS Pegar Akureyrarbær fékk hjartaáfall Ferðamaður að sunnan skrifar: Ég tek heils hugar undir orð „Ballmanns", sem skrifar les- endabréf í Dag nú í dag, föstu- dag, um þann mikla missi sem Akureyrarbær varð fyrir þegar gamli, góði Sjallinn brann. Ball- maður líkir Sjallanum við hjarta Akureyrar, og það má með sanni segir að bærinn hafi orðið fyrir hjartaáfalli við þennan bruna. En það dugir ekki að láta hjartasjúkling liggja afskipta- lausan eigi að bjarga lífi hans. Það má ekki langur tími líða frá því hjartað stoppar þar til farið er að hnoða það, eigi ekki að bíða þess að stirðnun komi í lík- amann og dauðinn setjist að. Nei, einhverjir verða að taka af skarið. Mér er sagt að banki og bæjarfógeti séu nú að bræða það með sér að kaupa húsið á brunaútsölu og setja þar upp skrifstofur. Slíkar ákvarðanir verða aldrei teknar nema nokkr- ar nefndir séu fyrst skipaðar til að ígrunda málið. Þannig getur óratími liðið áður en eigendur hússins geta í rauninni tekið ákvörðun um það hvort þeir muni á annað borð hefja lífgun- artilraunir á „hjarta bæjarins". En hverjir eiga þessir ein- hverjir að vera? Mér skilst á bréfritara að það séu ekki svo fáir, sem hafa þar hagsmuna að gæta. Hætta sé á að ógiftar döm- ur bæjarins neyðist ef til vill að ganga í heilagt hjónaband. Það þætti okkur sunnanmönnum óbætanlegur skaði - og þá fara hótelin að tapa gestum.því að til hvers ættum við að vera að koma norður á skíði, ráðstefnur eða á vegum fyrirtækjanna, ef ekki væri hinn föngulegi kvenkostur bæjarins fyrir okkur að berja augum í Sjallanum? Hvernig væri að einhverjir snjallir veitingamenn tækju sig saman og söfnuðu hlutafé meðal almennings? Ef til vill myndu einhver fyrirtæki, sem hag hafa af ferðamannasstraumi til bæjarins geta lagt líka sitt af mörkum. Hluthafar gætu síðan vitjað arðsins af hlutafé sínu einu sinni á ári, en hann yrði væntanlegur greiddur út í fljót- andi formi á aðalfundi, sem haldinn yrði í hinum nýju húsa- kynnum! Góður vinur minn hér í bæ, hvatti mig til að tjá mig um þetta mál í bæjarblöðunum eftir að hafa hlustað á fyrirlestur minn um þetta vandamál heilt kvöld. Þess vegna sendi ég Degi þessar línur til birtingar, og ég vil hvetja aðra, sem áhugamenn eru um hjartavernd af þessu tagi, að láta sínar raddir heyrast óspart, á mannamótum, í vina- hópi og í blöðum bæjarins. Tök- um höndum saman, heima- menn og aðkomumenn - og von- um að nýr Sjalli, eða sá gamli góði, rísi ekki síðar en í vor. Seljið hálfsdagskort í Hlíðarf jalli „Skíðapabbi“ skrifar: Mér finnst það dálítið furðulegt að ekki skuli vera hægt að kaupa hálfdagskort í Hlíðarfjalli ef farið er á skíði fyrri part dags. Ég vil hafa orð á þessu vegna þess að um síðustu helgi fóru börnin mín þangað á skíði. Þau fóru snemma morguns og komu aftur heim rétt eftir hádegið. Þau gátu ekki keypt hálfdags- kort eins og þau hefðu getað gert ef þau hefðu komið á skíði eftir hádegið og verið fram á kvöld. Þetta finnst mér að sé ekki nægilega gott hjá þeim Hlíðar- fjallsmönnum, og bendi þeim vinsamlega á að taka þetta til endurskoðunar. Þetta er ekki sett fram í neinni reiði, en það er óneitanlega orðið dýrt „að gera börnin út“ í þessa íþrótt og ekki fara aðeins á skíði fyrripartinn. hjálpar það til að þurfa að kaupa Mætti ekki hafa tvenns konar fyrir þau heilsdagskort, ef þau hálfdagskort, mismunandi lit?. 2 - DAOUR - 29. janúar 1982.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.