Dagur - 29.01.1982, Blaðsíða 8
I
Eyjan rís af hafsbotni
Það er upphaf þess máls að olíuleit-
arskip frá USA varað venjubundn-
um störfum (common crusade) á
Kyrrahafinu, einhversstaðar í
millum Hawaii-eyja og Suður-
skautslandsins, og tóku vísinda-
menn um borð þá skyndilega eftir
því að mælar skipsins tóku við-
bragð og sýndu mikla upphækkun á
þessum annars flata sjávarbotni
(sbr. plötukenninguna). Hóll þessi
óx nú hröðum skrefum og þurfti
skipið að setja á fulla ferð á bak-
borða til að lenda ekki á þurru
landi, því fyrr en varði var þarna
komin eyja í hafinu, og meira að
segja dálítið fjall upp úr henni. Það
einkennilcga við eyjuna var það,
að ekkert rauk úr henni, og því gat
ekki verið um venjulegt eldgos að
ræða.
Sjóliðar voru nú sendir í land á
eynni, í gúmbát með bandaríska
fánann. Þcir klifu fjallið og reistu
fánann efst á því. Þar var og brotin
kampavínsflaska og var eynni gefið
nafn á forna vísu og kölluð „Carter-
ia" til heiðurs Jimmy Cartcr for-
scta. Jarðfræðingar af rannsókna-
skipinu tóku sýni af grjóti eyjarinn-
ar og reyndist það allt saman vera
möl og sandur, af mismunandi
grófleika, efnið nær eingöngu
basalt cn eilítið blandað líparíti,
ennfrcmur jökulleirogýmisskonar
dóti öðru.
Síðan sigldi skipið til Kaliforníu
og þar kom fréttin í sjónvarpi litlu
síðar og vakti mikla athygli. Þegar
þeta spurðist í Washington var uppi
fótur og fit og þcgar gefin út yfir-
lýsing um að Cartcria væri „ævar-
andi hluti bandarísks lands" (etern-
al US-property), og til frekari stað-
festingar á þessu var herskip sent til
eyjarinnar og fíraði á hana 21 fall-
byssuskoti. Jafnframt var rcist á
eyjunni lítið herstöð og þar komið
fyrir hríðskotabyssu með sjálfvirk-
um tölvubúnaði, sem stilltur var
þannig, að byssan skyldi skjóta ef
fyrir hana bæri merki með hamri og
SÍgð. jj
Vísindalegar rannsóknir
og eftirgrennslan
Sýnin sem olíuleitarskipið tók af
eynni Carteriu voru nú send til
efnagreiningar á hinum ýmsu rann-
sóknastofum um öll Bandaríkin og
smámolar voru jafnvel scndir til
vísindastofnana hjá vinveittum
þjóðum í livrópu og víðar. Ríkti
mikill spenningur á þessum stofn-
unum hver niðurstaðan yrði, og
höfðu menn ekki upplifað slíkt síð-
an Armstrong fór til tunglsins og
hafði með sér sýni þaðan.
Þegar sýnin töldust hæfilega
rannsökuð var boðið til ráðstefnu
(symposium) um niðurstöðurnar
og komu þar saman allir helstu vís-
indamenn þjóðarinnar, ekki færri
en sex þúsund, og fluttu þeir allir
erindi, löng og ýtarleg, um málið.
(Að sjálfsögðu voru þeir ekki í
einni málstofu, heldur var ráð-
stefnunni skipt í deildir, og deild-
unum aftur í undirdeildir og undir-
dcildunum síðan í smærri einingar,
sem hver var margskipt, eftir við-
fangsefninu. T.d. var ein deild sem
tók fyrir lögun sandkornanna, og
lýsti þeim með tölfræðilegum að-
ferðum). Sumir vísindamannanna
lögðu fram fullbúnar ritgerðir,
jafnvel prentaðar bækur urn þetta
efni og komu þar fram ýmsar kenn-
ingar, eins og nærri má geta, og
voru margarþeirra þrútnaraf mikl-
um lærdómi, svo varla var á ann-
arra færi en höfundarins að skilja
þær.
Ekki eru nein tök að rekja hér
allar þessar kenningar enda munu
Acta ráðstefnunnar verða gefin út í
240 bindum næstu árin, og nægir að
vísa til þeirra.
Svo einkennilega vildi til. að eitt
sýnisbrot úr grjóti eyjarinnar hafði
verið sent til eyjarinnar Iceland (en
margir munu kannast við það ey-
land af því að þar er einn af aðset-
urstöðum sjóhersins, Keflavík Na-
val Base). Hafði þetta sýni (líklega
af einhverri vangá) verið sent til
Museum of Natural History (á ís-
lensku Náttúrugripasafnið) í staðn-
um Akureyri. Þar hafði vísinda-
maður að nafni Hall-grímsson
fengið það til meðferðar (líklega
hefur hann verið forstjóri jarð-
efnadeildar safnsins sjá nánar um
hann í Womens’ Biographycal
Dictionary). Vísindamaður þessi
hafði að vísu ekki komið til ráð-
stefnunnar (því hann er flughrædd-
ur) heldur hafði hann sent þangað
ritgerð um rannsókn sfna.
III
Skýring hins íslenska
vísindamanns á tilurð
Carteriu
Ritgerð íslendingsins var lesin á
ráðstefnunni í deild nr. 999 og vakti
þar óskipta athygli hinna miklu vís-
indamanna. Frásögn íslendingsins
er í stuttu máli þannig:
Ég hef móttekið steinmola þann
(fragmentum petri), sem þér send-
uð til rannsóknar fyrr á þessu ári.
Við lauslega athugun sé ég ekki
betur en að hér sé um að ræða ís-
lenskt grjót. Gerði ég mér ferð upp
á Glerárdal á sunnudaginn til að
bera steinbrotið saman við þá möl
sem þar er að finna í miklu magni,
og er fljótsagt að því ber í öllum at-
riðum saman við nefnda möl. (Eg
verð að vísu að segja að gott hefði
verið að hafa svolítið stærra sýni,
t.d. svo stórt að það hefði sést með
berum augum, en ég skil fyllilega
vanda yðar þar sem þér höfðuð í
svo mörg horn að líta). Ég tel því
hafið yfir allan vafa (undirstrikað í
handriti) að umrætt grjótsýni sé
raunverulega ættað af Glerárdal og
leyfi mér að setja fram eftirfarandi
skýringu á tilurð „Forsetaeyjar":
Framan af þessu ár var unnið við
byggingu svonefndrar hraðbrautar
(auto-spced highway) í gegnum
Akureyrarbæ, til að auðvelda
bæjarstjóranum að komast til flug-
vallarins og frá honum. Var braut
þessi að mestum hluta lögð sjóleið-
ina (sem annars er fremur óvana-
legt). Fyrir framan stofnun vora
(þ.e. Náttúrugripasafnið) reyndist
vera hola mikil í jörðina, sem því
miður lenti í vegstæðinu, miðju.
Þar sem hönnuðir vegarins um-
rædda voru hins vegar ófáanlegir til
að brcyta veglínunni (um þó ekki
væri nema nokkra metra), var ekki
um annað að gera en reyna að fylla
holuna. Það reyndist hins vegar
ekki auðvelt verk. Dag og nótt
voru allir vörubílar staðarins á
ferðinni með möl ofan af Glerár-
dal, scm steypt var í þetta mikla
ginnungagap, en allt kom fyrir
ekki. Hvernig sem sturtað var í
holuna, sást þar ekkert nema
grængolandi sjór. Einnig var reynt
að ýta með jarðýtum (bulldozer)
ofan í holuna, en við það lækkaði
landið umhverfis og fór líka niður
fyrir sjávarborð, og munaði
minnstu að ýtan hrykki líka ofan í
gapið og færist með rnanni og mús.
Bæjarstjórnin settist nú á rök-
sóla og réði ráðum sínum um þenn-
an mikla vanda. Þótti sýnt að öll
möl á Glcrárdal myndi ekki nægja
til að fylla ginnungagapið og er hún
þó ekkert smáræði.
Fræðimenn voru kallaðir til, og
töldu þeir líklegt að hér myndi vera
um að ræða „hafsauga" það sem
getið er um í fornum ritum vorum
og kemur cinnig fyrir í kunnu orð-
taki „aö óska einlíverjum út í hafs-
auga", þ.e. norður og niður. Var
því trúað að þar væri hafið botn-
laust, og myndi því ekki þýða að
gera fleiri tilraunir til að fylla ho-
luna.
Bæjarstjórinn vildi þó ckki trúa
þessari kenningu og jók nú bílaflot-
ann að mun og setti á hann tvöfald-
an hraða og gekk svo fram allt vor-
ið og lengi sumars, að stöðugt var
ekið möl í hafsaugað og sá þó ekki
högg á vatni í holunni.
Hafa fróðir menn reiknð út, að
það myndi á við meðalfjall að rúm-
máli, sem komið var ofan í holu
þessa hina miklu, enda var nú upp-
gengin að mestu mölin á Glerárdal.
Gerðust bæjarstjórnarmenn nú
örvæntingarfullir því að þeir sáu
fram á algert gjaldþrot bæjarsjóðs
vegna þessarar framkvæmdar, og
óttuðust að þeir myndu fá orð í
eyra hjá skattgreiðendum, jafnvel
falla í næstu kosningum ef svo héldi
SAGAN AF:
A
Y
fram. Á hinn bóginn töldu flestir
bæjarbúar að þetta væri hin þarf-
asta framkvæmd, ekki síst vegna
þess að það auðveldaði bæjar-
stjórnarmönnum að sækja fjár-
magn til höfuðstaðarins og myndi
spara tíma í ferðum milli flugvallar
og bæjarins.
Og sjá, skyndilega skeði undrið:
Það var seint í ágústmánuði. í stað
sjávaröldunnar sem vaggað hafði
frjálslega á holunni það sem af var
árinu, skaut nú allt í einu upp mal-
arhrúgu í henni miðri, og eftir fáein
bílhlöss var holan fyllt. Bæjar-
stjórnin kom öll niðureftir til að líta
á undrið og margt annað stórmeni.
(Ég var svo heppinn að geta fylgst
með þessu af svölunum á safnbygg-
ingunni). Var hrópað ferfalt húrra
fyrir bílstjórunum og þeim sem
stýrðu vélskóflum, útum etc., og
síðan aftur ferfalt húrra fyrir hönn-
uðunum og loks fyrir bæjarstjórn-
inni.
Innskot: Ég hefi athugað dato
þessa atburðar og kemur í ljós að
hann hefur gerst nákvæmlega á
sama tíma (plús- mínus ein eða
tvær millisekúndur), og upprisa
eyjarinnar (Carteriu í Kyrrahafinu.
Það er því engum blöðum um
það að fletta, að hér hefur íslend-
ingum, einni hinna minnstu þjóða í
veröldinni, eða nánar til tekið Ak-
ureyringum, sem eru íbúar einnar
af minni borgunum þar, tekist það
sem enginn hefði trúað að óreyndu
að hægt væri, semsé að fylla upp í
hafsaugað.
Hér lýkur skýrslu hins íslenska
vísindamanns. Þegar hún hafði ver-
ið lesin og rædd nokkuð í deild 999,
var klukkum hringt, og allir sex
þúsund ráðstefnugestirnir kvaddir
saman til eins málfundar. Þar
skýrði forseti ráðstefnunnar
D.D.McBulldog frá því að lausnin
væri fengin, og hefði hún komið frá
ólíklegasta staðnum, nefnilega frá
íslandi, frá smáborg að nafni Akur-
eyri, sem myndi liggja ekki alllangt
frá Keflavík. Skýrslu íslendingsins
kvað hann hins vegar svo vel rök-
studda og setta fram af svo miklum
vísindalegum lærdómi og skarp-
skyggni, að ekki væri lengur hægt
að efast um að þar væri rétta lausn-
in, og væri málið því útrætt að
sinni.
Fundarmenn tóku þessari frétt
heldur dauflega í fyrstu, einkum
þeir sem skrifað höfðu stórar
bækur um málið, og sáu nú að allt
sitt erfiði var unnið fyrir gýg og
kom að engum notum. Á hinn bóg-
inn urðu þeir þó að fallast á um-
rædda skýringu, minnugir orða
Ara fróða: að jafnan skal hafa það
heldur er sannara reynist. f lok ráð-
stefnunnar var þó ákveðið að gefa
út allar ritgerðir og ræður sem
þangað höfðu borist, og var það
áætlað um 240 bindi svo sem þar
var getið um. Þótti vísindamönnum
það nokkur sárabót og síðan var
fundinum slitið.
IV
Deilt um eignarrétt
Carteriu
Er nú ekki að orðlengja það, að all-
ir fjölmiðlar í Bandaríkjunum birtu
fregnina um tilurð eyjarinnar Cart-
eriu (sem að tillögu íslenskrar
málnefndar var farið að kalla For-
setaey), og að lokum spurðist þessi
fregn til íslands.
Ólafur utanríkisráðherra kallaði
þá saman ríkisstjórnina í skyndi, og
skýrði henni frá málinu. Taldi hann
að samkvæmt alþjóðlegum þjóð-
réttarlögum myndi Forsetaey vera
réttilega talin eign fslendinga, þar
sem hún var gerð úr alíslensku
grjóti (möl af Glerárdal) og fyrir
tilstuðlan íslenskra yfirvalda (þ.e.
bæjarstjórnar Ak.), enda bæru ís-
lendingar (nánar tiltekið Akureyr-
ingar) allan kostnað af gerð
hennar. Sagðist Ólafur sjá sér þar
leik á borði, að lýsa yfir 200 mílna
fiskveiðilögsögu umhverfis eyna,
og síðan gæti floti vor veitt þar í
landhelgi eins og hann lysti, og
veitti ekki af því að lítið væri til
skiptanna hér heima fyrir, bætti
sjávarútvegsráðherrann við.
Var nú sett saman símskeyti til
Carters bandaríkjaforseta svo-
hljóðandi:
Herra Carter forseti, Washing-
ton. Eins og þér mun kunnugt,
samkvæmt nýjustu sjónvarpsfrétt-
um, þá hefur eyjan sem við þig er
kennd, en vér nefnum Forsetaey
(þ.e. President Island) reynst vera
alíslensk framleiðsla (made in Ice-
land) og gerum vér því, að tillögu
Ólafs, sem er manna fróðastur í al-
þjóðlegum rétti (þú hlýtur að kann-
ast við hann), tilkall til umrædds
eylands. Ef þér viðurkennið ekki
rétt vorn óskorðan til eyjar þessar-
ar og hafið tilkynnt oss það innan
sólarhrings frá sendingu þessa
skeytis, munum vér senda varðskip
vort til eyjarinnar, taka niður
bandaríska fánann sem var þar
reistur, og lýsa yfir 200 mílna fisk-
veiðilögsögu vorri umhverfis eyna.
Þetta skeyti var síðan afhent
sendiherra Bandaríkjanna á ís-
landi, sem samtundis sendi það
með telex til Hvíta hússins. Nú vildi
hins vegar svo til, að þegar skeytið
kom var Carter að búi sínu í Georg-
íu, að velja þar svín til ásetnings.
Honum var að vísu símað það til
svínahússins, að komið hefði skeyti
nokkurt, á óskiljanlegu máli (það
hafði gleymst að þýða það á
amerísku), frá Islandi. Bætti em-
bættismaðurinn því við, að líklega
væru Islendingar enn einu sinni að
segja upp herstöðvarsamningnum.
Carter hafði þá á orði, að hann gæti
sent þeim sem svaraði eins svíns-
verðs svo þeiryrðu ánægðir, og síð-
an var ekki meira um það hugsað,
fyrr en rúmum mánuði síðar, þegar
umgetið skeyti kom loksins á skrif-
borð forsetans þýtt á amerísku.
Kallaði forsetinn þá upp hárri
röddu, svo heyrðist um allt Hvíta
húsið: Nú erum við sviknir, því ís-
lendingar eru sennilega búnir að
stela Forsetaey.
En það er af íslendingum að
segja, að þeir sendu varðskip til
Kyrrahafsins á tilteknum fresti, og
fór það norðurleiðina gegnum hafís
og margfaldar kafbátagirðingar
Bandaríkjanna og kom að tveim
vikum liðnum til Forsetaeyjar. Sáu
menn þá varðstöðina og hríð-
skoðabyssuna sem út úr henni
skagaði, og varð ekki um sel í
fyrstu. Reyndu þeir fyrst að henda
steinum og ýmsu lauslegu af skip-
inu fyrir byssuna, en það múffaði
ekki í henni. Þótti mönnum það
kynlegt.
Þá tók skipsdrengurinn upp
gamlan og ryðgaðan ljá sem af ein-
hverri tilviljun lá þarna á dekkinu,
og henti í byssuna, og fór hún þá í
gang með miklum hávaða og gelti,
en ekkert skot kom þó úr henni.
Að lokum greip skipherrann
sleggju og kastaði að byssunni og
var þá ekki að sökum að spyrja,
snerist hún snöggloega í norðvestur
og fíraði á fáum sekúndum af sér
kynstrum af blýi.
Þegar menn þóttust vissir um að
meira blý væri ekki í byssunni,
gengu skipsmenn á land og upp á
fjallið, tóku þar niður bandaríska
fánann, sem orðinn var mjög trosn-
aður og vöfðu saman í stranga, en
settu þar þurrkaðan saltfisk í stað-
inn (hið forna skjaldarmerki). Síð-
an var gefin út yfirlýsing um 200
mílna íslenska fiskveiðilögsögu og
12 mílna landhelgi við eyna, og
send þráðlaust til allra ríkja verald-
ar þar á meðal til Hvíta hússins, en
að því búnu sigldi varðskipið heim.
Við eftirgrennslan í Hvíta húsinu
fannst reyndar skeyti með um-
ræddri yfirlýsingu. Um saina leyti
fréttist að varðskipið hefði þann
sama morgun komið til hafnar í
Reykjavík og var því óhægt um all-
ar aðgerðir í málinu.
Ofan á þetta allt saman bættist
það svo, að skeyti barst frá íslensku
ríkisstjórninni þess efnis, að ís-
lendingar myndu samstundis segja
upp Keflavíkursamningnum og
reka herinn úr landi, ef Banda-
ríkjamenn reyndu á nokkurn hátt
að skerða umráðarétt fslendinga
yfir Forsetaey.
Var því málið látið niður falla og
CIA fyrirskipað að aðhafast ekkert
í málinu („láta eins og það hefði
ekki gerst" er hin orðrétti texti for-
setabréfsins, sem um þetta fjallar).
Og lýkur þar að segja frá Carter-
iu sem íslenskir kalla Forsetaey.
Ritað á gamlársdag 1980. „
8 - DAGUR 29. janúar 1982