Dagur - 29.01.1982, Blaðsíða 10

Dagur - 29.01.1982, Blaðsíða 10
Dagbók Hvað er hægt að gera? Skíði: Skíðamiðstöðin í Hlíðarfjalli verður opnuð í byrjun janúar verði nægur snjór. Lyfturnar eru opnar alla virka daga frá kl. 13.00 til 18.45, nema þriðjudaga og fimmtudaga til klukkan 21.45. Eftir 15. febrúar verður einnig opið fyrir hádegi. Um helgareropiðkl. 10.00til 17.30. Veit ingasala alla daga kl. 9.00 til 22.00. Sími Skíðastaða er 22930 og 22280. Sund: Sundlaugir) er opin fyrir al- menning sem hér segir: Mánudaga til föstudaga kl. 07.00 til 08.00, kl. 12.00 til 13.00 og kl. 17.00 til 20.00, laugardaga kl. 08.00 til 16.00 og sunnudaga kl. 08.00 til 11.00. Gufu- bað fyrir konur er opið þriðjudaga og fimmtudaga k I. 13.00 til 20.00 og laugardaga kl. 08.00 til 16.00. Gufu- bað fyrir karla er opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13.00 til 20.00 og súnnudaga kl. 08.00 til 11.00. Kennsla í sundi fyrir karla og konur er í innilauginni á fimmtudög- um frá kl. 18.30 til 20.00, kennari er Ásdís Karlsdóttir. Síminn er 23260. Skemmtistaðir Hótel KEA: Sími 22200. H100: Sími 25500. Smiðjan: Stmi 21818. Sjúkrahús og heilsugæslustöðvar Sjúkrahúsið á Akureyri: 22100. Heimsóknartími kl. 15-16 óg 19-20. Heilsugæslustöð Dalvíkur: 61500. Afgreiðslan opin kl. 9-16. Mánud., fimmtud. og föstud. kl. 9-12. Sjúkrahús Húsavíkur: 41333. Heimsóknartími: kl. 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahús Siglufjarðar: 71166. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19-20. Heilsugæslustöð Þórshafnar: 81215. Héraðslæknirinn, Ólafsfirði. Læknastofa og lyfjagreiðsla: 62355. Sjúkrahúsið á Sauðárkróki: 5270. Heimsóknartími: 15-16 og 19-19.30. Héraðshæli Austur-Húnvetninga: 4206, 4207. Heimsóknartími alla daga kl. 15-16 og 19.30-20. Læknamiðstöðin á Akureyri: 22311. Opið 8-17. Lögregla, sjúkrabflar og slökkviliðið Akureyri: Lögregla 23222, 22323. Slökkvilið og sjúkrabíll 22222. Húsavík: Lögregla 41303, 41630. Sjúkrabíll 41385. Slöjckvilið 41441. Dalvík: Lögregla 61222. Sjúkrabíll, á vinnustað 61200 (Eiríkúr), heima 61322. Ólafsfjörður:Lögregla og •sjúkrabíll 62222. Slökkvilið 62115. Siglufjörður: Lögregla og sjúkrabíll 71170. Slökkvilið 71102 og 71496. Sauðárkrókur: Lögregla 5282. Slökkvilið 5550. Blönduós: Lögrcgla 4377. Raufarhöfn: Lögregla 51222, hcima 51232. Hvammstangi: Slökkvilið 1411. Þórshöfn: Lögregla 81133. Bókasafnið á Ólafsfir,.i:Opið alla virka daga frá kl. 16 til 18, nema mánudaga frá kl. 20 til 22. Bóka- vörður er Erla. Bókasafnið á Raufarhöfn hefur nú opnað aftur á Aðalbraut 37 jarðhæð. Það er opið á miðvikudögum kl. 20.00 til 22.00 og á laugardögum kl. 16.00 til 18.00. StarísmaðurerMarta Guðmundsdóttir. Apótek og lyfjaafgreiðslur Akureyrarapótek og Stjörnuapótek: Virka daga er opið á opnunartíma búða. Apótekín skiptast vikulega á um að sinna kvöld-, nætur- og helgi- dagavörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19ogfrá kl. 21-22. Á helgidögum er opið frá kl. 11-12,15-16 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Hvammslangi, lyfsala: 1'345. Siglufjörður, apótek: 71493. Dalvíkurapótek: 61234. Sjónvarp um helgina FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 19.45 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Ádöfinni. Umsjón: Karl Sigtryggsson. 20.45 Skonrokk. Popptónlistarþáttur. Umsjón: Þorgeir Ástvaldsson. 21.15 Fréttaspegill. 21.50 Ást á flótta. (L'Amour en fuite). Frönsk bíómynd frá 1979. Leikstjóri: Francois Truffaut. Aðalhlutverk: Jean-Pierre Leaud, Marie-France Pisier. Myndin segir frá Antoine Doinel, þritugum manni, sem er nýlega fráskilinn. Hann starfar sem próf- arka- lesari í Paris en vinnur jafnframt að annarri skáldsögu sinni, enda þótt hin fyrri hafi ekki beinlínis verið rifin út. í myndinni segir frá samskiptum Antoine við þær konur, sem hafa haft mest áhrif á hann um ævina. Þýðandi: Ragna Ragnars. 23.15 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 16.30 íþróttir. Umsjón: Bjami Felixson. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Tíundi þáttur. Spænskur myndaflokkur um far- andriddarann Don Quijote. Þýðandi: SonjaDiego. 18.55 Enska knattspyrnan Urasjón: Bjami Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Shelley. Þriðji þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur, Þýðandi: Guðni Kolbemsson. 21.00 Hrói og hrapparnir sjö. (Robin and the Seven Hoods). Bandarisk dans- og söngvamynd frá 1964. Leikstjóri: Gordon Douglas. Aðal- hlutverk: Frank Sinatra, Dean Martin, Sammy Davis Jr., Peter Falk, Bing Crosby o.fl. Myndin gerist í Chicago árið 1928 og er eins konar grín á þær kvik- myndir, sem gerðar hafa verið um fræga glæpamenn Chicago-borg- ar á þriðja áratugnum. Þýðandi: Þrándur Thoroddsen. 23.00 Hættuleg kynni. Endursýning. (Strangers on a Train). Bandarisk bíómynd frá 1951 eftir Alfred Hitchcock. Myndin er byggð á sögu Patricia Higsmith. Höfundur kvikmynda- handrits: Raymond Chandler. Aðalhlutverk: Farley Granger, Ruth Roman og Robert Walker. Myndin var áður sýnd í Sjónvarp- inu23. mars 1968. Þýðandi: Rannveig Tryggvadótt- ir. Myndin er ekki við hæfi barna. 00.40 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Guðmundur Sveinsson skólameistari flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. Fjórtándi þáttur. Nornin á Víðivöllum. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 17.00 Saga járnbrautalestanna. Sjö- undi og síðasti þáttur. Þýðandi og þulur: Bogi Amar Finnbogason. 18.00 Stundin okkar. Meðal efnis í þættinum verður söngur og leikur kvenpopparanna í Grýlunum, skrýtnu karlamir Dúddi og Jobbi skjóta upp kollin- um, sýnd verður mynd frá ísrael um uppeldi bama á kibbútzum (samyrkjubúum), erlendar teikni- myndir verða sýndar o.fl. Umsjón: Bryndís Schram. Stjóm upptöku: Elín Þóra Frið- finnsdóttir. 18.50 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmóli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Sjónvarp næstu viku. Umsjón: Magnús Bjamfreðsson. 20.40 Nýjar búgreinar. Þriðji þáttur. Fiskeldi. Þetta er síðasti þátturinn um nýjar búgreinar hérlendis. Texti og þulur: Sigrún Stefáns- dóttir. Umsjón: Valdimar Leifsson. 21.00 Fortunata og Jacinta. Annar þáttur. Spænskur myndaflokkur byggður á samnefndri sögu eftir Benito Peréz Galdós. Leikstjóri: Mario Camus. Aðal- hlutverk: Anna Belen og Maribel Martin. Þýðandi: SonjaDiego. 21.50 Tónlistin. Sjötti þáttur. Leiðir skiljast. Framhaldsmyndaflokkur um tón- listina í fylgd Yehudi Menuhins. Þýðandi og þulur: Jón Þórarins- son. 22.40 Dagskrárlok. Frank Sinatra, Peter Falk og fleirí í bandarísku myndinni „Robin and the Seven Hoods“, sem sjónvarpiö sýnir á laugardagskvöld kl. 21.00. ^i—————— Raddir í útvarpi Útvarpið hefur löngum verið vinsælt umræðuefni enda til á heimiium allra landsmanna. Menn geta endalaust deilt um gæði dagskrárinnar, því sitt sýn- ist hverjum í þeim efnum. Ég ætla að sleppa því hér að ræða um einstaka dagskrárliði, en taka til umfjöllunar það sem flestir eru sammála um. Útvarp- inu er mikil nauðsyn að hafa í þjónustu sinni fólk sem kann til verka og á auðvelt að koma frá sér efni, s.s. fréttum, dagskrár- kynningum og þáttum af ýmsu tagi. Ég tek það fram í upphafi að flestir af fastráðnum og Iaus- ráðnum starfsmönnum hljóð- varpsins búa yfir þeim kostum sem prýða mega góða útvarps- menn, þ.e. hafa skýra rödd og kunna að nota hana, eru áheyri- legir eins og sagt er. Það er gott að hlusta á Jóhannes Arason, svo dæmi sé tekið, því hann hef- ur gott vald á beitingu raddar- innar. En til eru undantekningar og eins og víða er öll starfsemin dæmd eftir þeim. Innan veggja útvarpsins eru til þeir þulir sem varla geta lesið eina málsgrein án þess að hnjóta um orð, lesa vitlaust, og verða að byrja á nýj- an leik. Það er hreint ótrúlegt hve lengi sumir geta leyft sér að velta setningum fyrir sér eða þagna í langan tíma. Aðrir þenja röddina í upphafi máls síns en lækka hana jafnt og þétt þar til varla heyrist annað en hvísl. Það er erfitt að fylgjast með slíkum útvarpsmönnum, þú verður helst af öllu að vera með fing- urna á styrkssnerlinum og hækka og lækka í samræmi við rödd þularins. Nú þykist ég vita að oft sé erf- itt að fá hæft dagskrargerðar- fólk, en e.t.v. ættu forráðamenn útvarpsins að setja sér fáein ein- föld skilyrði sem nýtt fólk ætti að geta uppfyllt áður en það hefur starf. Til dæmis gæti það lesið nokkrar blaðsíður í góðri bók fyrir einhvern ráðamanninn hjá útvarpinu, sem væri talinn kunn- áttumaður á þessu sviði. Að auki væri gott fyrir stofnunina ef sá hinn sami gæti kennt tilvon- andi og núverandi starfsmönn- um, þ.e. þeim sem hafa ekki gallalausa framsögn. Það er staðreynd að á umliðn- um árum hefur skólakerfið ekki staðið sig sem skildi hvað varðar lestrarkennslu.Að sjálfsögðu sýpur útvarpið seyðið af því. Fólk kann ekki að lesa upphátt, Fjölmiðlar en getur þess í stað farið á feikna hraða, hundavaði, yfir setningar með þeim árangri að enginn skil- ur hvað það var að segja. Þetta sama fólk tekur ekkert mark á punktum og kommum. Útvarpið gegnir ábyrgðar- miklu hlutverki þegar kemur að málþroska landsmanna. „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft“, segir máltækið og eru það orð að sönnu. Ég efa ekki að ráðamenn útvarpsins gera sér mæta vel grein fyrir þessu hlut- verki og að þeir viti um veika bletti á stofnuninni. Vafalaust má rekja hluta af vandanum til fjárhagsskorts, því alkunna er að ríkisútvarpið hefur verið i fjárhagssvelti árum saman. Auk þess er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. En hér er á ferð- inni stærra mál en svo að hægt sé að sitja auðum höndum. Rétt eins og Almannavarnir prófa lúðra sína með vissu millibili í Reykjavík verður að taka upp gömlu góðu lestrarprófin í Skúlagötu. Það verður að búa svo um hnútana að þeir sem koma fram í útvarpinu geti tjáð sig og að þeir viti um hlutverk punkta, svo ekki sé talað um kommur. áþ. 10 - DAGUR 29. janúa*1992

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.