Dagur - 29.01.1982, Blaðsíða 11

Dagur - 29.01.1982, Blaðsíða 11
Allt á fullu á heimUi Knudsen. Frá vinstri eru: Birgir Jónsson, Guðfinna Nývarðsdóttir, Loftur Guðmundsson Valgerður Schiöth og Jónsteinn Aðalsteinsson. Frumsýning í Freyvangi á sunnudagskvökl: „LEYNI- MELUR 13“ „Það hefur verið virkilega gaman að þessu, hópurinn ákaflega skemmtilegur og samstilltur og fólk hefur lagt mikið á sig við að koma þess- ari sýningu upp“ sögðu Hans- ína María Haraldsdóttir og Jósteinn Aðalsteinsson er þau litu við á ritstjórn Dags, en þau eru tveir af leikendum í „Leynimel 13“ sem Leikfélag Ongulsstaðahrepps og Ung- mennafélagið Árroðinn frum- sýna í Freyvangi á sunnudags- kvöld kl. 20.30. -Þau tjáðu okkur að þetta væri þriðja verkefnið sem félög- in setja upp sameiginlega, hin voru „Gengið á reka“ og „Þrír skálkar“ og voru viðtökur mjög góðar á þeim verkefnum. Alls eru það um 20 manna hópur sem starfa að þessari sýn- ingu. Ekki er ákveðið með sýn- ingarfjöda, hann ræðst af að- sókn en þau Hansína og Jón- steinn sögðust vona að fólk léti sýninguna ekki framhjá sérfara, enda „Leynimelur 13“ léttur leikur og skemmtilega góð af- þreying, ekki síst á þessum tíma árs. „Dæmigerður farsi“ Leikstjóri sýningarinnar er Theódór Júlíusson, sem starfar annars sem fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar. Við báðum hann að segja okkur ör lítið frá „Leynimel 13“. „Þetta er dæmigerður farsi eins og þeir gerast bestir“ sagði Theódór. „Leikurinn gerist á heimili K. Knudsen klæðskera- meistara sem hefur komið sér upp stóru og myndarlegu heimili og lifir þar í sátt og samlyndi með sinni heittelskuðu eigin- konu.“ „Þar kemur að ríkisvaldið set- ur lög um leigunám íbúða, það má eiginlega segja að hér komi upp sama staða og í Bæjarstjórn Reykjavíkur s.l. haust, nema að í Leynimelnum er skrefið stigið til fulls og þetta verður að veru- leika. Það skiptir engum togum að hús K. Knudsen fyllist af alls- konar fólki sem hefur leyfi frá ríkisvaldinu til þess að flytja inn á hann og hans konu, og í kring um þetta spinnast ýmis skemm- tilegheit. Ég held að það sé ekki ástæða til þess að fara nánar út í efnið, en þetta er allt ákaflega létt og skemmtilegt, og tilvalið fyrir fólk að koma og slappa af og hlægja hressilega yfir þessu verki“ sagði Theódór. Ólafur Theódórsson og Loftur Guðmundsson í hlut verkum sínum. Tveir heldur skuggalegir ásýndum. Birgir Jónsson og Jónsteinn Aðalsteinsson. PALLAS Sólin er farin að skína! Pallas hefur upp á öll þörfustu líkamsræktartæki til almennrar líkamsræktunar að bjóða að sögn heimsmeistarans í líkamsrækt, Andreasar Cahling. Ath.: Komutímar eru frjálsir. Húsinu lokað einni klst. fyrir auglýstan lokunartíma. Verið velkomin. Sími25013. Geymið auglýsinguna. Konur Karíar Mánud. 8-12 12-22 Þriðjud. Miövikud. 8-22 8-22 Fimmtud. 8-22 Föstud. 8-12 12-22 Laugard. 10-13 13-16 Sunnud. 10-16 Við opnum kl. 8 á morgnanna. Eldridansaklúbburinn Dansleikur í Alþýðuhúsinu laugardaginn 30. janúar. Húsið opnað kl. 21. Miðasala við inngang- inn. Allir velkomnir. Stjórnin. Vetrarafsláttur á bílaryðvörn. Akureyringar og nærsveitamenn! Nu er retti tíminn til aö láta okkur ryöverja bílinn fyrir voriö. Viðbjóðumykkur 1 0% afslátt á ryðvörn allan febrúarmánuð. Þaö kostar minna aö ryöverja bílinn en gera þaö ekki. RYÐVARNARSTÖÐIN KALDBAKSGÖTU AKUREYRI SÍMAR: 25857 OG 218 61 29. janúar1982 - PAGUR f* 11* Teikmstolan Still

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.