Dagur - 29.01.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 29.01.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSÍMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Innlend orka dýari en innflutt vegna orkuskorts í viðtali sem Dagur átti við Hjört Eiríksson, framkvæmdastjóra Iðnaðardeildar Sam- bandsins, kom fram, að sambandsverk- smiðjurnar á Akureyri greiða tvöfalt hærra orkuverð vegna þess að þar er notuð inn- lend orka en ekki innflutt olía. Óneitanlega eru svona staðhæfingar stingandi, á sama tíma og allir vilja kappkosta að draga úr notkun innfluttrar orku og að íslendingar verði sem mest sjálfum sér nægir í þessum efnum. Von er að menn spyrji hvort þetta geti virkilega staðist, en þetta er því miður staðreynd og þarf ekki flóknar útlistanir til að skýra málið. Verð á innfluttri svartolíu er í dag rösklega 24 aurar á hverja kílówattstund. Sé notað vatn frá Hitaveitu Akureyrar kostar kíló- wattstundin 28 aura. Það sem mestu veldur er þó það, að Sambandsverksmiðjurnar á Akureyri verða nú að greiða tæplega 52 aura fyrir hverja kílówattstund rafmagns. Mest- ur hluti orkureiknings verksmiðjanna stafar af raforkukaupum og því er nú svo komið, að innlenda raforkan til verksmiðjanna er meira en tvöfalt dýrari en innflutt svartolía. Enn kann mönnum að finnast málið furðu- legt og vafasamt í meira lagi og það er raun- ar hárrétt. „Það er náttúrlega hörmulegt, að innflutt orka skuli vera ódýrari en sú sem við framleiðum sjálfir, “ sagði Hjörtur Eiríksson í viðtalinu við Dag. Þetta er þeim mun furðul- egra, þegar tekið er mið af því, að við búum í mjög orkuríku landi og innflutt orka til þessa verið talin mjög dýr. Skýringin á þessu öllu saman felst í því, að í vetur og raunar undanfarna vetur hefur verið vatnsskortur á vatnasvæðum raforku- veranna sunnanlands. Því hefur ekki verið um neina afgangsorku að ræða og af þeim sökum hafa Sambandsverksmiðjurnar og e.t.v. önnur fyrirtæki orðið að kaupa orkuna á forgangsverði. Iðnreksturinn á Akureyri þarf að búa við þetta háa rafmagnsverð hálft árið, eða því sem næst. Þetta eru váleg tíðindi. Þau sýna okkur að nýrra virkjunarframkvæmda er ekki aðeins þörf vegna uppbyggingar orkufreks iðnað- ar, heldur það að næg orka er ekki fyrir hendi í dag. Þau sýna okkur ennfremur, að nauð- synlegt er að virkja í öðrum landshlutum en hingað til hefur verið lögð áhersla á, því veðurfar getur verið misjafnt eftir lands- svæðum og minni líkur á svona áföllum ef vatnasvæðin eru dreifð um landið. Það hefur lengi þótt góð lat- ína í framboðsræðum þing- mannsefna að fara fögrum orðum um nauðsyn þess að efla iðnað og sér í lagi þann iðnað, sem framleiðir til út- flutnings. Hver kannast ekki við ræðu sem þessa: „Öllum má ljóst vera að fiskimið okkar eru fullnýtt og jafnvel meira en það, ekki verður um vöxt að ræða í landbún- aði. Ljóst er því að það er iðnaðurinn sem verður að taka við þeim vinnufúsu höndum, sem bætast á vinnu- markaðinn á komandi árum.“ Eftir 5 ára kynni af rekstri iðnfyrirtækja má ég fullyrða, að ekkert hefur verið að gert til að skapa iðnaðinum þau skilyrði að honum geti vaxið fiskur um hrygg. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort menn- irnir meini hreint ekki neitt með því sem þeir segja. Illt er að trúa því um þingmenn okkar. Miklu líklegra þykir mér að tvennt komi til, ann- ars vegar það, að hin eilífa barátta við verðbólguna, hefur orðið til að eyðileggja góð áform í þessu efni eins og svo mörgum öðrum. Hins vegar það, að forráðamenn í iðnaði hafa skirrst við að beita þeim aðgerðum til þrýstings á stjórnvöld, sem sjávarútvegurinn hefur beitt. Það er nú að verða árlegur atburður að skipum sé siglt til hafnar og starfsfólk í fisk- vinnslu sé sent í launalaust frí. Lfndir slíkum þrýstingi hafa stjórnvöld hvað eftir annað gripið til sérstakra að- gerða til stuðnings sjávar- útvegi og hafa þá aðrar grein- ar útflutnings ekki notið góðs af. Því er svo komið að fisk- iðnaðurinn býr við rekstrar- grundvöll sem er miklu betri en rekstrargrundvöllur út- flutningsiðnaðar. Gengi ísl. krónunnar er aftur á móti miðað við þarfir fiskvinnsl- unnar eða a.m.k. þann fræga 0 punkt. Ekki þarf að undra, að lít- ill vöxtur verði í útflutnings- iðnaði landsmanna með þessu fyrirkomulagi. Eigi að byggja upp eina atvinnu- grein, öðrum fremur, þarf að tryggja þeirri atvinnugrein betri rekstrarskilyrði en öðrum. Fyrirtæki sem að fram- leiða til útflutnings eða eiga í samkeppni við innfluttan varning þurfa að hafa þá af- komu, sem gerir þeim kleift að byggja sig upp og auka umsvif sín. Þá yrði fjölgun starfa í iðnaði og meðfylgj- andi aukning gjaldeyris- tekna. Eg er ekki í nokkrum vafa um það, að hefði af- koma iðnaðarins á Akureyri verið betri á undanförnum áratug, væri hann í dag mun öflugri og bjartara framund- an í atvinnumálum byggðar- lagsins. Við þyrftum þá ekki, í tímaþröng og örvæntingu, að velta vöngum yfir því, hvort hér skuli byggja er- lenda álverksmiðju eða aðra stóriðju á næstu árum. Öll umræða um atvinnumál væri á öðru og miklu heillavæn- legra plani ef vofa atvinnu- leysis biði ekki við næstu dyr. Að sjálfsögðu eigum við að nýta orku fallvatnanna í einhverjum orkufrekum iðn- aði, en sígandi lukkaerbest- sá iðnaður sem fyrir er þarf einnig að fá að dafna. ,4-.PAGUfl-29íjjart1ýai:yJ>982;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.