Dagur - 29.01.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 29.01.1982, Blaðsíða 12
Akureyri, föstudagur 29. janúar 1982 JJr firá árlnu 1945 Þá grípum við niður í gömlum blöðum af Degi, nánar tiltek- ið frá árinu 1945. Fyrsta blað ársins kom út þann 5. janúar og á forsíðunni var frétt um „Stórkostlegt verðlagsbrot heildsala“ eins og sagði í fyrirsögninni. Munu heildsal- arnir í höfuðborginni hafa stundað þá Ijótu iðju sumir hverjir að hafa fyrst lagt á vöruna erlendis og síðan tek- ið hámarksálagningu heima. „Málið vekur feikna athygli um allt land“ sagði Dagur. Það er bara svona! Mér krossbrá þegar ég fletti upp á blaðsíðu 2 í þessu ein- taki af Degi, því þar stóð í fyrirsögn: Fjárlögin fölsuð. Það er nú varla nema von að manni bregði við, er nokkuð óeðlilcgt við það að heildsal- ar reyni að klóra í bakkann þegar höfundar fjárlaga falsa þau? Þegar barni er kalt . . . Á þessum tíma var þáttur í Degi sem bar heitið „Móðir, kona,meyja“ og var þar fjall- að um ýmislegt tengt heimil- ishaldi og fleira í þeim dúr. Þar gat að líta eftirfarandi ráðleggingu: „Ef barnið þitt er fótkalt í rúminu skaltu sauma litlar hosur við nátt- fataskálmarnar. Þá munu skálmarnar ekki brettast upp, barninu verður hlýrra og það mun sofa værar.“ Og ef máln- ingarlykt var að ergja menn n þessum tíma var einnig til gott ráð við því: „Ef þú þarft að ná málningarlykt úr her- bergi, skaltu setja heytuggu (handfylli) ofan í fötu með vatni í og láta fötuna standa inni um stund.“ Félagar góðir! Þann 25. janúar 1945 var í fyrsta skipti íþróttaþáttur í Degi, og var Jónas Jónsson frá Brekknakoti ráðinn til að annast þennan þátt. Jónas skrífaði opið bréf til lesenda í fyrsta þáttinn, og lauk því með þcssum orðum: „Félag- ar góðir, í austri og vestri, inni við fjöll og úti við sjó! Mætumst hér framvegis, spyrjandi, fræðandi, tiliögu- góðir - og ætíð sem sannir íþróttamenn. Heilir að starfi!” Blysför til skáidsins Davíð Stefánsson frá Fagraskógi varð fimmtugur 21. janúar þetta ár, og þús- undir Akureyrínga fóru blys- för að heimili hans. Var þetta mjög tilkomumikil athöfn og skáldið kom út á tröppur hússins og mannfjöldinn hyllti hann innilega. Ekki er samt víst að allir sem gátu því við komið, hafi tekið þátt í blysförinni, því sagt var frá því í Degi að kommúnistar í Verkamannafélagi Akureyr- arkaupstaðar væru í byltinga- brölti miklu um þær mundir. Sala á rúsínum 1. febrúar auglýsti Kaupfélag Eyfirðinga eftirfarandi: „A morgun (föstudag) hefst sala á rúsínum til félagsmanna gegn ávaxtamiða no. 2. Skammturinn er 1 kg á fél.númer.“ Kommarnir töpuðu Deildarfundum í Kaupfélagi Siglfirðinga lauk 5. júní, og guldu kommúnistar mikið afliroð eins og sagði í fyrír- sögn á forsíðu 7. júní: Komm- únistar bíða ósigur í Kaupfé- lagi Siglfirðinga - og er síðan skýrt frá því að þeir hafi að- eins fengið 17 fulltrúa kjörna en borgaraflokkarnir 47 - óstjóm þeirra á félaginu einsdæmi í sögu íslenskra samvinnumála sagði enn- fremur í undirfyrirsögn. Var í greininni farið hörðum orð- um um rekstur kommúnista í kaupfélaginu. Og það er víst best að fara að slá botninn í þetta glugg í gömul blöð, því víða virðist hafa gengið mikið á. Fyrirsögn á forsíðu 6. september hljóðaði þannig: „Vaxandi fjármál- aspilling og siðleysi í opin- beru lífi undir verndarvæng ríkisstjórnarinnar.” Var meðal annars skýrt frá því að sendimenn ríkisins erlendis hafi staðið í verslunarbraski fyrir sjálfa sig á meðan þeir áttu að starfa við viðskiptas- amningum fyrir íslenska ríkið. Munið að ÞORRAMATUR er afgreiddur alla daga, en betra er að panta með 2-3ja tíma fyrirvara. KAFFIHLAÐBORÐ íneðrisal, alla dagafrákl. 14,30-16,30. Munið að panta borð tímanlega, því oft er fullbókað með löngum fyrírvara, sérstaklega laugardagskvöld. JVHg langar í landsliðið 6Í eins og pabbi — Rætt við 7 ára skíðagöngukappa á Olafsfíröi Nafn Kristjáns Haukssonar frá Ólafsfirði hefur sést í íþróttafréttum í haust, enda hefur hann tvívegis borið sig- ur úr býtum á skíðagöngu- mótum í heimabæ sínum. En það skemmtilega er að Krist- ján er aðeins 7 ára, og hann hefur sigrað í þessum mótum þótt hann hafi keppt í 9 ára flokki. Við slógum á þráðinn til Kristjáns. „Ég man eiginlega ekki hve- nær ég byrjaði að fara á göngu- skíði, og það er erfitt að sejya um hvenær ég keppti fyrst. Ég æfi oftast með pabba og hann hefur kennt mér allt sem ég kann í þessu. Jú, mig langar til að verða jafn góður og hann og komast í landsliðið þegar ég verð stór.“ - En hvernig stendur á þí að þú sigrar í mótum þegar þú ert að keppa við 9 ára stráka? „Ég held að það sé vegna þess að ég æfi meira en þeir.“ „Hann er efnilegur“ Kristján á ekki langt að sækja það að vera snjall skíðagöngu- maður, því faðir hans er enginn annar en Haukur Sigurðsson, margfaldur íslandsmeistari og landsliðsmaður okkar í þessari íþróttagrein. Haukur er af flest- um talinn sterkastur skíða- göngumaður okkar í dag, en við spurðum hann um soninn. „Ætli hann hafi eki verið þriggja ára þegar hann byrjaði að fara á skíði með mér. Ég held að það sé óhætt að segja að hann sé efnilegur, norskur þjálfari sem var hér í fyrra sagði að hann hefði ekki séð meira efni á þess- um aldri.“ - Hvenær æfir strákurinn? „Hann ræður því alveg sjálfur. Oft kemur hann í skíða- kennslu sem ég er með síðdegis fyrir krakkana, en ef hann er búinn að fara á skíði, t.d. þegar ég kem heim úr vinnu, fer hann bara aftur. Hann er ansi dugleg- ur að standa í þessu.“ Það er varla vafamál að Krist- ján Hauksson er geysilegt efni’í skíðagöngumann. Við sendum honum okkar bestu kveðjur og vonum að hann eigi eftir að vinna marga glæsta sigra í íþrótt- inni um mörg ókomin ár. Kristján Hauksson. Ljósm. Jón Æ. Klemensson. wmsyj-i Þaö nýjasta frá POP húsinu Buxur Peysur Blússur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.