Dagur


Dagur - 02.02.1982, Qupperneq 1

Dagur - 02.02.1982, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIDIR i SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 2. febrúar 1982 12. tölublað Fer Jón G. Sólnes á ný í slaginn? „Nújá, var ég tólfti,“ sagði Jón G. Sólnes þegar Dagur sagði honum þau tíðindi að hann hefði hreppt tólfta sætið í forvalinu sem fór fram innan fulltrúaráðs Sjálfstæðis- flokksins, og fastanefnda hans, um helgina. Jón vildi ekki segja neitt um hvort hann myndi gefa kost á sér í prófkjöri flokksins sem fer fram seinna í mánuðin- um. Forvalinu var ætlað að gefa kjósendum í próf- kjöri hugmynd um vilja flokks- manna. Úrslit í forvalinu urðu annars sem hér segir: 1. Gísli Jónsson (86 atkv.), 2. Sigurður J. Sigurðsson (72), 3. Bergljót Rafnar (70), 4. Björn J. Arnviðarson (59), 5. Sig- urður Hannesson (49), 6. Guð- finna Thorlacíus (44), 7. Stefán Sigtryggsson (41), 8. Nanna Þórs- dóttir (36), 9. Gunnar Ragnars,, 10. Margrét Kristinsdóttir, 11. Karólína Guðmundsdóttir, 12. Jón G. Sólnes, 13. Þórunn Sigur- björnsdóttir, 14. Gunnar Jónsson og 15. Bjarni Árnason. Um 80% fulltrúa í fulltrúaráðinu og þeirra sem sitja í fastanefndum bæjarins á vegum Sjálfstæðisflokksins tóku þátt í forvalinu. í gær var ekki ljóst hvort allir þeir sem lentu í 15 efstu sætunum myndu gefa kost á sér í prófkjör- inu. Þátttaka í því er ekki bundin því að hafa komist á blað í for- valinu og því verður hægt að velja úr mun stærri hóp en nefndur var hér að ofan. Lá við stórslysi Mesta mildi var að ekki varð alvarlegt slys neðarlega í Kaup- vangsstrætinu um hádegið í gær. Þar var kona með barn á ferð yfir gangbraut á móts við Hótel KEA, og hugðist öku- maður sendiferðabifreiðar hleypa henni yfír götuna. Þá bar að stóran vörubíl, og skipti engum togum að hann lenti aftan á sendiferðabílnum sem kastaðist á konuna. Hún féll í göt- una og fór barnið undir sendi- ferðabílinn á milli hjóla hans. Vörubifreiðin rann hins vegar meðfram hlið sendiferðabifreið- arinnar og var mesta mildi að kon- an varð ekki undir honum. Eftir óhappið voru konan og barnið flutt á sjúkrahús, en meiðsli þeirra reyndust ekki teljandi. Er óhætt að segja að þarna fór betur en á horfðist. Rætt um stóriðju við Eyjafjorð bls. 6-7 KA fallið í aðra i deild? bls. 9. 1 — 1 Og þá er sólin farin að skína á nýjan leik. Samspil Ijóss og myrkurs er mörgum Ijósmyndurum hugleikið viðfangsefni, og á þessari mynd má sjá sólargeisla yfír Akureyri í síðustu viku. Mynd: KGA Helgi Bergs bæjarstjóri á Akureyri: „FJARHAGSLEG AFKOMA GÓÐ Á SÍÐASTLIÐNU ÁRI“ „Ég held að það megi segja að rekstrar- og greiðsluafkoma bæjarins hafí verið mjög viðun- andi, nánast góð á síðastliðnu ári, sagði Helgi Bergs bæjar- stjóri á Akureyri þegar við spurðum hann um fjárhagslega afkomu Akureyrarbæjar. Það er erfitt að segja þetta al- veg nákvæmlega í tölum, en það má segja það að rekstraráætlun ársins 1981 hafi staðist í öllum meginatriðum. Að vísu eru bæði tekjur og gjöld heldur undir áætl- un en gjöldin eru meira undir áætlun hlutfallslega heldur en tekjurnar. Þarna kemur til, að eins og venja er, þá gerðum við áætlun um verðlagsþróun í áætl- uninni og tókum tillit til þess við áætlun í launum, t.d framreiknuð- um launin miðað við ákveðnar forsendur. Verðbólga á sl. ári varð heldur minni en við höfðum reiknað með, þannig að í heild varð nokkuð góð niðurstaða. Ef borin eru saman árin 1980 og 1981 þá var lausafjárstaða bæjar- ins allan síðari hluta ársins 1980 mjög slæm. Við vorum í stöðug- um vandræðum með að greiða reikninga á réttum tíma og vorurr að rúlla ákveðnum bolta á undan okkur. Greiðslustaðan var léleg um áramótin 1980-1981 en á sl. ári lagaðist þetta mjög mikið og greiðslustaðan batnaði stöðugt allt árið og var nokkuð góð um síðustu áramót." „Jú, ég held að það megi segja að framkvæmdir á vegum bæjar- félagsins hafi verið ívið meiri á sl. ári en í meðalári," sagði Helgi Bergs að lokum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.