Dagur - 02.02.1982, Page 6
Finnbogi
Jónsson
deildar
stjóri:
Ráðum við
alla þessa
þætti
Finnbogi Jónsson sagði að orkan
væri auölind sem landsmenn
mættu ekki hafna fyrirfram. „Fað
kunna ýmsir að segja að orku-
frekur iðnaður krefjist tækni-
þekkingar. sem við höfum ekki
yfir að ráða, hráefni sem ekki sé
til staðar í landinu, að mörkuðum
ráði fjölþjóðahringar og kostn-
aður sé svo mikill, að við ráðum
ekki við hann. Ég er þeirrar skoð-
unar að við ráðum við alla þessa
þætti, en það kostar að við verð-
um að ieggja mikið á okkur. Og
við getum keypt í flestum tilfcll-
um þá tækniþekkingu sem til
þarf. nægir þar að nefna álfram-
leiðslu, kísilmálmframleiðslu og
fleira. Hvað hráefni og markaðs-
mál varðarþáerut.d. markaðirn-
ir að opnast og tiltölulega auðvelt
að ná langtfma samningum um
hráefni, og það er unnt að koma
vöru á markað óháð stórum fjöl-
þjóðahringum".
„Það hefur sýnt sig á undan-
förnum árum að fyrirtæki sem
starfa utan stóru fjölþjóðahring-
anna, skila oftast nær betri ár-
angri en dótturfyrirtæki stóru
fyrirtækjanna".
Eftir aö hafa sagt að það nægði
ekki fyrir íslendinga að selja ein-
vörðungu orku, þcir yrðu að nýta
hana í þágu fyrirtækja, sagði
Finnbogi' að nokkrir kostir væru
til athugunar hjá hinu opinbera
og þ.á.m. álverksmiðja með 65
þúsund tonna afkastagetu og 350
til 400 starfsmönnum. Finnbogi
tók fram aö Staðarvalsnefnd
myndi taka þætti eins og félags-
lega röskun, mengun o.fl. ckki
siður til athugunarcn arðscmi, en
hún væri ein af meginforsendum
fyrir því að hægt væri að ráðast í
byggingu nýrrar álverksmiðju. I
sambandi við mengun sagði Finn-
bogi að ekki væri hægt að líkja
saman mengun frá gömlum álver-
um í Noregi og þeim nýjustu sem
væru rcist í dag. „Pað er miðað
við að í arðsemisathugunum verði
í fyrstu könnuð hagkvæmni 65
þúsund tn. verksmiðju, sem síðar
hefði möguleika á að stækka í allt
að 130 þúsund tn. Nú er veriö að
vinna að hagkvæmniathugun og
henni á að vera lokið í ágúst, en
þá fæst væntanlega úr því skorið
hvórt borgar sig að fara út í áliðn-
að hér á landi og staðarvalsathug-
un er í gangi. Auk þess þarf ýtar-
lega umhverfisrannsókn áður en
staður fyrir verksmiðjuna veröur
endanlega ákveðinn, þ.e. ef á
unnað borð er tulið hagkvæmt að
fara út í þennan iðnað".
I lok erindis síns sagði Finnbogi
að hvcr orkueining til áliðnaðar
hér á landi gæti kostað um 15
aura. cn fyrr á fundinum haföi
Karl Georg Höycr sagt að áliðn-
aðurinn væri tilbúinn til að greiða
5 aura. Finnbogi sagði að cf verð-
ið væri svo lágt væri Ijóst að verk-
smiðja myndi aldrei standa undir
sér. en hann benti á að hér á landi
greiddi álverið 1/6 af því orku-
veröi sem sambærileg fyrirtæki í
U.S.A. þurfa að grciöa. „Ef þaö
er talið hagkvæmt að reka álver í
Bandaríkjunum með 6 sinnum
hærra raforkuvcröi þá hcld ég aö
það hljóti aö vcra hagkvæmt að
reka álver á íslandi. þó það
greiddi 3var sinnum hærra verð
en álverið í Straumsvík. sagði
Finnbogi og bætti því við að stór-
iöja væri í sjálfu sér engin lausn á
atvinnuvanda íslendipga. en
mikilvægt spor í þá átt að leysa
hann.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson bóndi:
Efasemdir um rétt-
mæti orkufreks stór-
iðnaðar þurfa ekki
að tákna andstöðu
Ef aðeins er litið á þróun atvinnulífs við
Eyjafjörð það sem af er þessarar aldar
kemur í Ijós að þar hefur verið um að
ræða stöðuga þróun þar sem haldist
hafa í hendur landbúnaður, sjávar-
útvegur, úrvinnsluiðnaður úr innlend-
um hráefnum ásamt ýmiskonar opin-
berri þjónustu og smærri og stærri iðn-
fyrirtækjum. Það má segja að hér hafi
hin sígandi lukka ráðið ferðinni.
Bein afleiðing af þessu er sú stað-
reynd að atvinnulíf hér við Eyjafjörð er
að öllum líkindum fjölbreyttara og
stöðugra en dæmi eru um í öðru af-
mörkuðu svæði hérlendis í dag. Ástæða
þessa stöðugleika og farsældar í
atvinnuuppbyggingu er eflaust að stór-
um hluta sú að hér hafa heimamenn
ráðið ferðinni að mestu leyti. Bæði
hafa dugmiklir einstaklingar einir sér
og með samvinnu sín á milli verið hér
að verki og ekki síst kemur til að hér
var uppgangur samvinnufélaga hraður
og með þeim sameinuðu héraðsbúar
krafta sína til stórátaka í atvinnumál-
um. Þá má eki gleyma því að á Akur-
eyri setti SÍS niður aðalstöðvar fyrir
sinn iðnað.
Ætla má að bein afleiðing þess sem
áður er sagt hafi orðiö sú að hér varð
hlutur aðkominna stórspekulanta ald-
rei eins afgcrandi og í mörgum öðrum
byggðarlögum og ég læt ykkur góðir
fundarmenn um að draga af því
ályktanir hvers virði frumkvæði heima-
manna á hverjum stað sé í atvinnumál-
um.
Eg ætla áður cn lengra er haldið að
ræða aðeins um byggðir Eyjafjarðar
sem landbúnaðarhéraðs. Ekki ætti að
þurfa að fjölyrða um hlutverk og kosti
Eyjafjarðar sem slíks. Vegna ýmissa
landfræðilegra og veðurfræðilegra
þátta má óhikað telja byggðir Eyja-
fjarðar eitt besta landbúnaðarhérað
landsins og með tilliti til öryggis upp-
skeru það besta. Sem sagt farsælasta
landbúnaðarhérað landsins. Má í því
sambandi minna á að síðustu áratugi
hefur Eyjafjörður verið óformlegt
forðabúr fyrir aðra hluta landsins þegar
uppskera gróffóðurs hefur brugðist.
Það ætti ekki að þurfa að minnast á, að
enn sem komið er erum við algjörlega
háð þeim gróðri sem vex á jörðinni
ásamt með grænum plöntum hafsins
um að sinna frumþörfum okkar þar
sem fæðuöflunin er. Ég segi þetta þó
hér vegna þess að sá grunur læðist að
mér að í hringiðu neysluþjóðfélagsins
og með aukinni fjarlægð alls þorra
fólks frá frumatvinnuvegunum. Það
séu sífellt fleiri sem yfirsést þessi stað-
rcynd. En með þetta í huga ætti að vera
Ijóst að gróið land ásamt með lífvæn-
legustu hlutum sjávar eru í eðli sínu
margfalt verðmeiri auðlind en uppruni
þeirra efna sem setj a mestan svip á hina
efnislegu umgjörð okkar. Af þessu má
óhikað draga þá ályktun að Eyjafjörð-
ur með þeim möguleikum sem hann
hefur frá náttúrunnar hendi sé ein okk-
ar dýrmætasta auðlind og beri að virða
hann sem slíkan. Ég mun síðar koma
að því hverjir möguleikar héraðsins eru
á þessu sviði.
Ef við snúum okkur nú aftur að
atvinnulífinu við Eyjafjörð í dag þá
stoðar ekkert annað en viðurkenna að
þar ríkir nokkur óvissa og ástandið er
vissulega ekkert allt of bjart. Ljóst er
að vegna réttmætrar kröfu launamanna
um viðunandi lífskjör af dagvinnu einni
og samkeppni við erlenda aðila bæði í
útflutningsiðnaði og þeim sem keppir
við lítt heftan innflutning þá hnífa öll
rök að því að stefnt verði að auknum
afköstum á hverja vinnustund. Afleið-
ing þess er að þau fyrirtæki sem nú eru
starfrækt koma til með að þurfa minni
mannafla en nú er, miðað við óbreytt
framleiðslumagn og reyndar er þessi
þróun nú þegar í fullum gangi.
Þá er ekki hægt að horfa fram hjá því
að mörg af stærstu fyrirtækjunum
standa á hálfgerðum brauðfótum.
Þeim hefur ekki verið sköpuð sú að-
staða að þau hafi getað byggt sig upp
með eigin fjármagni og afleiðing þessa
hefur orðið sú að hugmyndir um aukna
uppbyggingu iðnfyrirtækju hafa
drukknað í daglegum reddingum.
Nú finnst kannski einhverjum að ég
sé full neikvæður og svona til þess að
bæta þar aðeins um, vil ég minna á, að
síðasta áratug hefur átt sér stað stór-
kostleg uppbygging í atvinnumálum
dreifbýlisins. Fyrst og fremst með upp-
byggingu í fiskveiðum og fiskvinnslu,
einnig í landbúnaði. En nú er svo kom-
ið að við verðum að skapa iðnfyrirtækj-
um sömu skilyrði ef um áframhaldandi
uppbyggingu á að vera.
Hér er ég ef til vill kominn að kjarna
málsins. En áður en ég held áfram vil
ég aðeins koma inn á viðbrögð manna
við núverandi ástandi. Mikið hefur ver-
ið rætt um orkufrekan iðnað til þess að
taka við þeim sem koma inn á vinnu-
markaðinn og ætla ég rriér ekki að for-
dæma hann sem slíkan. En ég vil varpa
þeirri spurningu til fundarmanna hver
muni verða samkeppnisaðstaða núver-
andi atvinnuvega í samkeppni við öfl-
ugan aðila sem lokkaður væri hingað
með boðum um ódýrari orku, sérsamn-
inga um opinber gjöld og ýmsum öðr-
um fríðindum. Svari nú hver fyrir sig.
Ég ætla að varpa fram annarri spurn-
ingu. Hvers vegna ekki að skapa þeim
atvinnuvegum sem fyrir eru þau skil-
yrði sem við þurfum að skapa hugsan-
legri stóriðju og sjá hvers þeir eru
megnugir. Þá og fyrst þá getum við
farið að leiða hugann að alþjóðlegri
stóriðju.
Ég held að við verðum að gefa okkur
tíma til þess að byggja upp okkar eigin
atvinnuvegi og sérstaklega þá sem
byggja á innlendum hráefnum. Við
getum ekki leyft okkur að sleppa úr
þeim þrepum sem stærri verkefni verða
að hvíla á ef talið um innlenda stóriðju
iá að verða annað en orðin tóm.
Nú er það svo að það er alltaf auð-
iveldara að gagnrýna en að benda á leið-
ir til úrbóta. Því ætla ég að koma með
dæmi um möguleika sem er fyrir hendi
;hér á svæðinu og byggir alfarið á inn-
áendu hráefni. Það er vinnsla á fata-
skinni úr íslenskum gærum. Láta mun
nærri að framleiðsluverðmæti þessarar
iframleiðslu í dag sé 15 millj. dollara en
með því að fullvinna allar gærur sem
hæfar eru til mokkasútunar hérlendis
mætti auka verðmæti þeirra í 25 millj.
idollara eða um 66% og veitti þessi iðn-
aður þá 300-350 manns atvinnu. Ef við
höldum áfram með þetta dæmi þá
mætti sauma úr þessum skinnum 140
þúsund flíkur og þá gæti skinnaiðn-
aðurinn hérlendis veitt 700-900 manns
atvinnu. Það er síðan pólitísk spurning
hve mikið af þessu gætikomið hér á
Eyjafjarðarsvæðið. En ef við gefum
okkur að þau skinn sem koma til vinnslu
hjá iðnaðardeild SÍS á Akureyri væru
unnin hér í flíkur, mætti reikna með að
hér gætu allt að 500 manns haft vinnu
við þessa framieiðslu á móti um 170 nú.
Þá ætla ég að nefna lagmetisiðnað
sem möguleika hér. Það finnst kannski
einhverjum það dálítil kokhreysti eins
og þróun þeirrar framleiðslu hefur ver-
ið hérlendis. Það má segja að þar hafi
verið um að ræða samfellda sorgarsögu
síðasta áratug. En þess ber að geta að
þar virðast hafa orðið mistök á mistök
ofan og sú opinbera stofnun sem átti að
vera leiðandi fyrir þessa framleiðslu
virðist aldrei hafa verið vanda sínum
vaxin og er ég ekki frá því að halda að
meinsemdin liggi fyrst og fremst í eðli
þess kerfis sem byggt var upp af mis-
vitrum stjórnmálamönnum. Hvers
vegna taka þau fyrirtæki hér á staðnum
sem hafa yfir að ráða grundvallarþekk-
ingu í matvælagerð (KEA mjólkur- og
matvælafræðingar) og eru að vinna að
markaðsöflun erlendis (iðnaðard.
SÍS), hvers vegna taka þessi fyrirtæki
ekki höndum saman um uppbyggingu
stórfellds lagmetisiðnaðar.
Einnig vil ég minnast á atvinnugrein-
ar sem við erum að missa út úr landinu
svo sem húsgagna- og innréttingaiðn-
aðinn. Nú eru fyrirtæki á Reykjavíkur-
svæðinu að gera átak í þessum grein-
um. Hvers vegna ekki líka hér.
Þessari upptalningu mætti eflaust
halda lengi áfram en hér læt ég staðar
numið.
Nú segja eflaust einhverjir. Við
vitum um alla þessa möguleika en
málið er bara það að þetta er ekki hægt.
Við erum bundnir af erlendum við-
skiptasamningum, fjármögnun slíkra
fyrirtækja er vonlaus, gengisþróun er
miðuð við fiskvinnsluna og fleira og
fleira. Ég segi aftur á móti: Dettur ein-
hverjum í hug að hér rísi stóriðja í ein-
hverri mynd án stórfelldra aðgerða?
Hér er ég kominn að því sama og áður.
Við byggjum atvinnuvegi okkar ekki
upp án þess að iaga til fyrir okkur og
skapa þeim viðunandi starfsgrundvöll.
Þar gildir einu hvort um er að ræða
orkufrekan iðnað eða frekari upp-
byggingu þess sem fyrir er.
Áður en ég segi skilið við landbúnað-
inn ætla ég að nefna eina af þeim nýju
búgreinum sem nú er rætt um, það er.
loðdýraræktina, og taka refaræktina
sem dæmi, enda virðist hún henta mjög
vel hér og þær tilraunir sem gerðar hafa
verið virðast lofa mjög góðu. Til þess
að gefa aðeins hugmynd um hvaða
möguleikar eru hér fyrir hendi ætla ég
að nefna til reynslu Finna í refarækt.
Þar var fjöldi dýra sem til nytja komu
3000 árið 1960 en í dag er fjöldinn kom-
inn upp í 1,6 millj. og mest hefur aukn-
ingin orðið á allra síðustu árum. Það
virðist ekkert geta komið í veg fyrir að
við getum fetað í fótspor Finna í þessu
efni. Öll ytri skilyrði eru okkur mjög
hagstæð. Við getum unnið fóðrið 90%
úr innlendum hráefnum mest fisk og
sláturúrgangi, veðurfar er hagstætt og
bændum landsins vantar aukin verk-
efni til þess að vinna að.
En hvernig gæti þetta komið við
atvinnulíf við Eyjafjörð. Til þess að
gefa svolítið dæmi þá skulum við gefa
okkur að hér yrðu stofnsett 50 refabú á
STÓRIÐJA VIÐ EYJAFJÖRÐ
SUNN, Samtök um náttúruvernd
á Norðurlandi héldu ásamt ýms-
um félagasamtökum, fund í
Borgarbíói s.l. laugardag um stór
iðju og var nær eingöngu rætt um
álver við Eyjafjörð. Fundurinn
var um margt fræðandi, en skoð-
anaskipti ekki nægjanleg því
sjónarmið þeirra sem vilja stór-
iðju, þó ekki sé um álverað ræða,
voru ekki kynnt nægjanlega vel.
Einnig virðast fundarboðendur
ekki hafagert Finnboga Jónssyni,
deildarstjóra í iðnaðarráðuneyt-
inu, nægjanlega grein fyrir um
hvað fundurinn snerist, því í upp-
hafi sagði Finnbogi orðrétt: . . .
„Það var talað við mig í desem-
ber um að koma á þennan fund
náttúruverndarmanna og taka
þátt í umræðum, en ekki að halda
hér ræðu og það kom mér mjög á
óvart að heyra í fréttunum s.l.
mánudag að ég ætti að tala um
hugmyndir stjórnvalda um stór-
iðju við Eyjafjörð. Ég mun hins
vegar ræða um almenna stefnu
ríkisstjórnarinnar í orkufrekum
iðnaði og virkjanauppbyggingu,
og mínar eigin hugmyndir, sem
heimamanns, hvaða möguleika
ég tel að séu hér á stóriðnaði".
Aðrir framsögumenn á fundin-
um voru þeir Karl Georg Höyer,
Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
Þóroddur F. Þóroddsson, jarð-
fræðingur á Náttúrugripasafninu
á Akureyri. Erindi þessara
þriggja birtast nær óstytt í opnu
blaðsins í dag og er þess vænst að
lesendur verði nokkuð fróðari
um stóriðju og það sem henni
tengist eftir lesturinn. Eftir fram-
söguerindi þeirra fjórmenning-
anna fóru almennar umræður, en
ekki er talin ástæða til að rekja
gang þeirra, enda kom fátt nýtt
fram sem ekki má finna í ræðum
þeim sem birtast í opnunni.
Fundurinn í Borgarbíói er von-
andi sá fýrsti af mörgum sinnar
tegundar, enda er það nauðsyn-
legt að almenningur sé sem best
upplýstur um málefni iðnaðar við
Eyjafjörð. Hins vegar verður að
gæta þess að hvergi hallist á í um-
ræðunni, þ.e. að sjónarmið
beggja komi skýrt fram. í frétta-
tilkynningu um fundinn sagði:
„Honum (þ.e. fundinum) er ætl-
að að vekja umhugsun og um-
ræður meðal almennings um mál-
efni sem ekki er einkamál þeirra
sem landinu stjórna, þ.e. hvernig
við nýtum og umgöngust landið
Karl G. Höyer kennari:
Einhæf iðjusvæði eru
vandamál nú á tímum
í útdrætti úr fyrirlestri Karl G.
Höyer, sem er kennari við Sogn
og Fjordane Distriktshögskole,
segir í upphafi að síöasta áratug-
inn hafi orðið allmiklar umræður
um stóriðju í Noregi. Karl segir
að skipta megi stóriðju í nokkra
flokka eftir hráefni og fram-
leiðslu, svo sem álver, stálver,
járn og járnblendi, áburðarverk-
smiðjur og fl. Síðan segir orðrétt:
Áliðnaður notar langmesta orku.
Um 40% af raforku í Noregi fara til
stóriðju. Við fulla nýtingu er þessi
notkun um 30 teravattstundir á ári,
en það jafngildir orku frá um 30
stórvirkjunum. Stóriðjan notar
meira en tvöfalt meiri orku en allur
annar iðnaður í Noregi, en veitir þó
aðeins um 20.000 mönnum atvinnu,
þar sem annar iðnaður veitir aftur á
móti um 350.000 mönnum atvinnu.
Umræðurnar í Noregi hafa einkum
snúist um eftirfarandi efni:
a) Samband stóriðju og orkuöflun-
ar.
b) Vandamál einhliða iðjusvæða.
c) Mengun frá stóriðju.
d) Raforkuverð til iðnaðar.
e) Möguleikar á orkusparnaði.
Samband stóriðju og
orkuöflunar
í umræðum manna um stóriðju er
oft vikið að því að tryggja þurfi
atvinnu starfsfólksins. I því sam-
bandi má setja upp eftirfarandi
reikningsdæmi. Áliðjan veitir um
7000 manns vinnu. Síðan um 1950
hefur framleiðsla af áli sexfaldast
miðað við fjölda starfsmanna og þó
eru enn mörg gamaldags áliðjuver í
notkun. Sé miðað við framtíðará-
form um hagræðingu í álverum og
núverandi iðjuver í Japan, má var-
lega áætla að framleiðnin (þ.e.
framleiðsla á starfsmann) tvöfaldist
enn fram að árinu 2000. Til að halda
uppi vinnu fyrir 7 þúsund manns,
verður því að framleiða helmingi
meira ál, eða um það bil 1,5 milljón
tonn á ári. Þótt reiknað sé með betri
orkunýtingu en núna, t.d. 15.000
kwst/tonn, þarf samt sem áður 22,5
Twst. á ári og byggingu 8 nýrrra
stórvirkjana á þessum áratug, ein-
ungis til þess að tryggja atvinnu
þeirra er nú starfa dí áliðnaði. Svip-
uð dæmi má reyndar setja upp fyrir
aðra stóriðju. Við eigum því um tvo
kosti að velja:
1. Að halda áfram að byggja upp
stóriðju til að tryggja atvinnu í
þessum iðnaði, með aukinni
ásókn í síðustu óbeisluðu fall-
vötnin í Noregi og með olíukynnt
orkuver eða kjarnorkuver á
næsta leyti.
2. Að fækka þeim sem vinna við
stóriðju og setja þannig tilvist
margra einhliða stóriðjusvæða í
hættu, en jafnframt að skapa
önnur atvinnufyrirtæki og hafa
möguleika að vernda dýrmæt-
ustu vatnasvæðin víðsvegar um
landið.
Ársframleiðsla vatnsaflsvirkjana
í Noregi, sem teknar hafa verið í
notkun, verið er að byggja eða búið
að samþykkja byggingu á, er um 95
Twst, sem jafngildir um 95 stór-
virkjunum.
Þegar fjallað er um verndum
vatnsfalla eða vatnakerfa, er sjaldn-
ast átt við verndun gegn hvers konar
nýtingu, heldur gegn einhliða ný-
tingu þeirra þ.e. raforkufram-
leiðslu, sem vanalega takmarkar
eða útilokar önnur afnot.
í Noregi voru miklar vonir bund-
nar við opinbera könnun á vatna-
kerfum sem unnið er að, og átti að
ljúka á 2-3 árum, og nefnd var
„Heildaráætlun um nýtingu vatna-
kerfa“. Átti að skrásetja alla nýting-
armöguleika vatnasvæðanna, bera
þá saman á jafnréttisgrundvelli,
setja upp forgangsröð eftir ríkjandi
nýtinbgarmöguleikum og gera nýt-
ingaráætlun fyrir þau vatnakerfi þar
sem árekstrar gætu orðið. í slíku
verkefni er raforkuframleiðslan að-
eins einn af mörgum möguleikum til
nýtingar, og engin ástæða til að hún
hafi forgang fram yfir aðrar aðferð-
ir, t.d. neysluvatnsöflun, skógrækt,
náttúruvernd, minjavernd, útivist,
fiskirækt og veiðar.
Vandamál einhliða
iðjusvæða
Mörg stóriðjuver, þar á meðal
stærstu álverin, eru byggð á af-
skekktum stöðum, oft innst í þröng-
um fjörðum, með lélegt vegarsam-
band og lítið undirlendi. Vinnu-
markaðurinn er mjög takmarkaður
og iðjuverið oft algerlega ríkjandi á
þessum stöðum. Þessi einhæfu iðju-
svæði eru mikið vandamál nú á
tímum. Á síðastliðnum áratug náð-
ist jafnvægi í ýmsum afskekktum
byggðarlögum, en þessi einhliða
stóriðjusvæði hafa lent í verulegum
ógöngum, og atvinnuhorfur eru þar
víða mjög slæmar. í Sogni og í Fjör-
ðum er þetta mjög greinilegt.
Töluverður fólksflótti er bæði
frá Höyanger og Árdal, þar sem eru
stór álver. Það hefur reynst erfitt að
skapa fjölbreytilegt atvinnulíf í
næstu árum að meðaltali 150 læður að
stærð. Miðað við það verð sem nú fæst
fyrir skinnið eða 52 pund (um 740 kr.)
þá gæfi þetta í gjaldeyristekjur rúmlega
33 milljónir (3,3 g milljarða). Þannig
að hér er ekki um neitt smámál að
ræða.
Ég ætla svo áður en ég hætti, að biðja
fundarmenn að íhuga hverjar afleið-
ingar það mundi hafa ef leysa ætti
atvinnumál okkar kjördæmis með
byggingu fyrirtækis með allt að þúsund
starfsmenn hér á Eyjafjarðarsvæðinu.
Yrði þá ekki um að ræða stórfellda
byggðaröskun hér innan fjórðungsins
og þá hljótum við að spyrja. Er byggð-
aröskun innan landshluta nokkuð betri
en sú sem á sér stað milli landshluta. Ég
held að slík framkvæmd sé alls ekki það
sem hinn almenni íbúi vill, auk þess
sem það brýtur algjörlega í bága við
það sem unnið hefur verið að síðasta
áratuginn. Þeir sem að þessum málum
vinna, verða að gera sér Ijóst að hér er
um að ræða hagsmuni og tilfinningar
fólks á stóru landsvæði og þetta verk-
efni er þess eðlis að þar verður ekki
reglustiku komið við. Hlutur stjórn-
valda hlýtur fyrst og fremst að vera sá
að örva og styðja við framtak heima-
manna.
Ef ég dreg nú aðeins saman það sem
ég hef verið að segja, þá búum við hér í
gjöfulu héraði sem enn býr yfir ýmsum
möguleikum frá náttúrunnar hendi til
aukinnar verðmætasköpunar og þá
möguleika, megum við ekki á nokkurn
hátt skerða.
Við búum hér við fjölbreytt og stöð-
ugt atvinnulíf sem á að geta orðið
grundvöllur að frekari atvinnuupp-
byggingu sem byggði sem mest á inn-
lendum hráefnum og innlendu fram-
taki og leitaðist við að halda því jafn-
vægi sem nú er á milli atvinnugreina.
Ég hef leitast við að sýna fram á að
efasemdir um réttmæti orkufreks stór-
iðnaðar nú þurfi alls ekki að tákna
andstöðu við framfarir og uppbyggingu
og við verðum að halda áfram að huga
að verkefnum sem geta nýtt orku okkar
án þess að valda óbætanlegri röskun
vegna stærðar sinnar eða umhverfis-
áhrifa.
okkar. Óskynsamleg vinnubrögð
í þessum efnum geta haft alvar-
legar afleiðingar um ókomna
framtíð“. Þetta sjónarmið hefur
núverandi ríkisstjórn haft að leið-
arljósi allt frá fyrstu tíð og tók
Finnbogi fram að ef náttúrufars-
leg, félagsleg eða fjárhagsleg at-
riði mæltu gegn stóriðju við Eyja-
fjörð yrði að sjálfsögðu ekki ráð-
ist í hana. Öll þessi atriði er nú
verið að kanna og verður ekkert
til sparað svo komist verði að
hlutlausri niðurstöðu. -á.þ.
kringum álver. Það hefur reynst erf-
itt að skapa fjölbreytilegt atvinnulíf
í kringum álverin. Fólkið sem þang-
að fluttist í upphafi var flest ungt og
á svipuðum aldri og einhæf aldurs-
skipting veldur enn ýmsum vand-
kvæðum. I einni skýrslunni um
Árdal er rætt um „einnar-kynslóð-
ar-þjóðfélagið“. Þegar börn fyrstu
kynslóðarinnar komast á vinnuald-
ur eru atvinnumöguleikar þeirra
mjög takmarkaðir, þar sem foreldr-
arnir eiga þá eftir um 10-20 ár fram
að eftirlaunaaldri. Mikill aðflutn-
ingur í upphafi og fólksflótti síðar
meir er höfuðeinkenni þessara
hreppa, sem deyfir allt frumkvæði
heimamanna og gerir örðugt um vik
að skapa eðlilegt mannfélag.
í heild má segja að þessir iðju-
verahreppar hafi fengið í hlut sinn
fles af hinum alkunnu vandamálum
stórborgasamfélagsins, svo sem
unglingavandamál, óstöðugleika,
hávaða og mengun af ýmsu tagi, án
þess þó að öðlast kosti stórborg-
anna, þ.e. fjölbreytt atvinnulíf með
tækifærum til vinnu, einnig fyrir
konur og unglinga.
Þóroddur Þóroddsson jarðfræðingur:
Verðum að not-
færa okkur reynslu
nágrannaþjóðanna
Þóroddur sagði m.a. í sínu erindi að
þegar rætt væri um stóriðju væri mörg-
um ofarlega í huga mengunarhætta sem
gjarnan fylgir slíkum iðjuverum, „og
ekki er hægt að horfa framhjá henni
þegar rætt er urn staðarval fyrir slík
fyrirtæki. Mengunarhætta er að sjálf-
sögðu mismikil frá ólíkum greinum
iðnaðar og stóriðjunafninu þarf ekki
endilega að fylgja dauði og tortíming.
Mörg fyrirtæki sem eru smærri í sniðum
geta sent frá sér mjög skaðleg efni og
þarf ekki síður að hafa eftirlit með
stofnun og rekstri þeirra.
Hér við Eyjafjörð hefur verið rætt
um byggingu álvers en mengunarhætta
fra slíkum iðnaði er vel þekkt og því
ekki óeðlilegt að skiptar skoðanir séu
um ágæti slíks fyrirtækis hér við
fjörðinn. Bera menn þá gjarnan fyrir
sig að náttúruofarslegar aðstæður séu
óhentugar og mengunarhætta af þeim
sökum mikil, jafnvel frá tiltölulega litl-
unt úrgangi.
En hvað er svo sérstakt við náttúru-
far í Eyjafirði? í stuttu erindi sem þessu
er ekki hægt að fara út í smáatriði eða
beinan samanburð við önnur héruð, en
benda má á nokkur atriði. Fjörðurinn
og dalirnir inn af honum eru urn 100 km
á lengd, meðalbreiddin er einungis 5-
10 km og 1000-1500 m há fjöll umlykja
hann á alla vegu.
Fyrirbyggjandi aðgerðir, þó
kostnaðarsamar séu, reynast mun
ódýrari og áhrifameiri en tilraunir til
úrbóta eftir að í óefni er komið og eig-
endur fyrirtækja sem skyldaðir eru til
að gera kostnaðarsamar breytingar
vegna mengunarvarna eru ekki alltaf
hrifnir af að þurfa að leggja stórfé í
slíkt.
Nágrannaþjóðir okkar hafa orðið
fyrir dýrkeyptri rey.nslu af völdum
mengunar og við höfum engin efni á að
læra af sömu slysum heldur verðum við
að notfæra okkur reynslu þeirra og
byrgja brunninn í tíma.
í framhaldi af þessu tel ég skylt að
gera grein fyrir því að Staðarvalsnefnd
lðnaðarráðuneytisins hefur falið Nátt-
úrugripasafninu á Akureyri að gera
forkönnun á náttúrufari í Eyjafirði sem
væntanlega leiðir til nákvæmra rann-
sókna ef ákvarðanir verða teknar um
byggingu stóriðju eða annars iðnaðar
sem mengunarhætta stafar af. Könnun
þessi er rétt að hefjast og nýtist því ekki
í þessu erindi.
Mengun frá iðjuverum
Mengun frá iðjuverum má skipta
gróflcga í þrjá flokka: loftmengnun,
vatnsmengun og mengun frá föstum
úrgangi, sem komið er fyrir á þurru
landi eða í sjó og getur urn síðir mengað
ferskt vatn og sjó. Úrgangi sem komið
er fyrir á þurru landi er oftast hægt að
velja þannig stað að mengunarhætta er
tiltölulega lítil eða búa þannig um hann
að efni úr honum fari ekki eftirlitslaust
út í náttúruna. Einnigmáganga þannig
frá að hægt sé að endurnýta hann síðar.
Mengaða læki er hægt að hrcinsa mcð
ærnum tilkostnaði, en því sem sleppt er
út í hafið eða andrúmsloftið ráðum við
ekki lengur yfir og má í því sambandi
nefna t.d. kvikasilfursmengun ísjónum
við strendur Danmerkur og súra úr-
komu sem drepið hefur allan fisk í
hundruðum vatna í suður Svíþjóð og
Noregi.
Mengun frá álverum
Álverum fylgir mengunarhætta frá
útblæstri, skolvatni sem notað hefur
verið til að hreinsa útblásturinn og frá
föstum úrgangi. Tækni við hreinsun út-
blásturslofts hcfur fleygt fram á undan-
förnum árum og var reyndar orðin tals-
vert fullkomin þegar álverið í Straums-
vík var byggt. en fyrirtækið sem við
sömdum við í það skiptið réð líklega
ekki yfir fullkomnustu tækni. í fyrstu
var útblástur frá kerskálum álvcra
hreinsaður með vatni og olli það um-
talsvcrðri vatnsmengun. en nú er þurr-
hreinsun með endurnýtingu orðin skil-
yrði í öllum nýjum álverum, leyfi ég
mér að fullyrða.
Vatns-sjávarmengun
Flúorinnihald í yfirborðsvatni og
köldu grunnvatni er mjög lágt og cru
ferskvatnslífverur viðkvæmar fyrir citr-
un af völdum aukins flúors þó það sé
mjög breytilegt eftir tegundum.
Talsvert magn fastra úrgangsefna
kemur frá álverum og geta þau bæði
valdið óþrifnaði og verulgri mengun
vegna flúorinnihalds og cyansam-
banda. Þessi úrgangur getur auðveld-
lega mengað vatnsbói, grunnvatn, ár
og stöðuvötn ef honum er komið fyrir
við óheppilegar aðstæður á landi eða
óhöpp verða í meðferð hans. Hluta
þessa úrgangs er hægt að endurnýta og
er æskilegt að það sé gert sem mest.
Víða er honum komið fyrir í uppfyll-
ingu í fjöru og virðist mengunarhætta
af honum þarekki mikil. Hluti flúors-
ins fellur út í sjónum og safnast í botn-
setið en hluti berst upp í andrúmsioftið
við uppgufun og skilar sér á ný með
úrkomunni. Cyan gengur hins vegar í
sambönd við Iffræn efni. Sem fyrr
skiptir miklu máli að þynning efnanna
verði sem mest og er því þörf á ná-
kvæmum straummælingum og athug-
unum í nálægð við fiskimið áður en los-
unarstaður í sjónum er valinn. Þol-
mörk einstakra sjávarlífvera eru mjög
misjöfn en rannsóknir hafa einnig leitt í
Ijós að flúor sest aðallega í roð og
hreistur fiska svo óhætt er að éta
fiskinn. Rannsóknir við Straumsvík
Itafa ekki leitt í Ijós ntengun sjávar þar
svo mér sé kunnugt um.
Stórt iðjuvcr þarf mikið landrý'mi og
er talið að verksmiðjulóð álvers þurfi
að vera um 2 km á lcngd og 'k km á
breidd með tilheyrandi hafnarmann-
virkjum og samgönguleiðum á landi.
Slík mannvirki verða vart falin á milli
holta og ckki þykja þau beint prýða
umhvcrfið. Verksmiðjulóðin má þó
líklega teljast talsvert stærri cn áður var
sagt því landsvæði næst verksmiðjunni
verður hvorki notað til bei tar eða
ræktunar því takmörk eru fyrir því
hvað skepnurnar mega éta af flúor á
degi hverjum. Við Straumsvík er svæði
innan 3 km fjarlægðar frá ntiðjum ker-
skálanum nánast talið tilheyra verk-
smiðjulóðinni. Töluvert jarðrask fylgir
lagningu háspennulína, vatnslagna og
vinnslu jarðcfna til vega-, hafnar og
annarrar mannvirkjagerðar og getur
hefðbundin nýting all stórra landsvæða
takmarkast af þeim sökum. Ekki verð-
ur hjá því komist að veruleg aukning
verði í ferðum stórra og smárra skipa
um fjörðinn og umferð á landi verður
einnig veruleg milli verksmiðjunnar og
íbúðar- og þjónustusvæða. Þessari um-
ferð fylgir aukin hætta á olíumengun i
firðinum og útbláturs og hávaðameng-
un frá bílum. Umferð bifreiða á aðal-
vegum hér í nágrenninu er nú þegar
talsverð og bundið slitlag hefur minnk-
að rykið en aukið hraðann og e.t.v.
umferðina líka. Umferðinni fer því að
fylgja vcruleg mengunarhætta fyrir
gróður í nágrenni veganna.
Það er nokkuð auglóst að stóriðja
hvað nafni sem hún nefnist þarf talsvert
landrými undir mannvirki og getur auk
þess haft áhrif á náttúrufar og heíð-
bundna nýtingu landsvæðis sem skiptir
a.m.k. tugum km. Við staðarval fyrir
slík iðjuver hlýtur að vcrða að taka tillit
til núverandi nýtingar landsins og
aukningar á því sviði auk annarra at-
riða. Það cr því von mín ef ég má láta
hana í ljós hér að gróðursælasta land-
búnaðarhérað landsins verði metið að
verðlcikum en ckki sclt undir borðið í
viðskiptum stjórnmálamanna.
Aö lokum vil ég leggja aherslu á að
þörf er verulegra rannsókria á náttúru
Eyjafjarðar áöur cn ráðist veröur i
uppsetningu hvers konar iðnaðar sem
veruicg mengunarhætta stafar af, og vil
ég benda á að við sitjum nú þegar uppi
með vcrulcgt rnagn eiturcfna frá þeirn
iðnáði og umferö sem er hér í dag.
6 - DAGUR 2. febrúar 1982
2. febrúar 1982 - DAGUR - 7