Dagur - 02.02.1982, Síða 8
Molar af
borðum
bæjars-
tjórna:
Akureyri:
Bifreið til flutnings
fatlaðra
Það kom fram á fundi bæjarráðs
Akureyrar fyrir skömmu, að
komin væri til landsins bifreið,
sem pöntuð var til flutnings á fötl-
uðu fólki. Bæjarráð heimilaði
bæjarstjóra að láta leysa bifreið-
ina út úr tolli og semja um smíði
sérbúnaðar í hana fyrir fatlaða.
Innheimta bæjargjalda
A árinu 1982 var til innheimtu, að
meðtöldum dráttarvöxtum, kr.
98.230.281, þar af innheimtust kr.
91.256.765 eða 92,9%. Af útsvör-
um og aðstöðugjöldum innheimt-
ust 93,6% af fasteignagjöldum
96,7% og af dráttarvöxtum
69,8%.
Mötuneyti fyrir
starfsmenn
Á bæjarráðsfundi voru lögð fram
þrjú bréf, öll dagsett 5. október
1981, frá starfsmönnum Hitaveitu
Akureyrar, starfsmönnum
slökkvistöðvar Akureyrar og
starfsmönnum tæknideildar/
gatnagerðar, þar sem þess er farið
á leit við bæjarráð og/eða viðkom-
andi stofnun, að nú þegar verði
framkvæmd ákvæði um mötu-
neyti fyrir starfsmenn í STAK.
Bæjarráð fól bæjarstjóra, bæjar-
verkfræðingi og bæjarritara að
gera tillögur til bæjarráðs um
mötuneytisaðstöðu fyrir starfs-
menn bæjarins. í bréfi starfs-
mannanna kom fram að beiðni
þeirra er byggð á grein í aðal-
kjarasamningi félagsins frá 1.
ágúst 1980.
Vatnsveitan
rýmir hús
Stjórn vatnsveitunnar lagði til að
bæjarsjóður Akureyrar yfirtæki
verkstæði og bragga vatnsveit-
unnar, ásamt lóð á Gleráreyrum,
fyrir fasteignamatsverð húsanna.
Húsin verði afhent jafnóðum og
vatnsveitan rýmir þau. Á sama
fundi samþykkti stjórn vatnsveit-
unnar að taka upp rekstur mötu-
neytis fyrir starfsfólk vatnsveit-
unnar.
Læra líkamsrækt
íþróttaráði barst fyrir skömmu
bréf frá Lyftingaráði Akureyrar
með beiðni um styrk til handa
þeim Sigurði Gestssyni og Gísla
Rafnssyni vegna námsferðar til
Bandaríkjanna í líkamsrækt. Þar
sem íþróttaráð er ekki með styrk-
veitingar til félaga eða einstak-
linga á sinni fjárhagsáætlun var
vísað á æskulýðsráð. Þangað fóru
líkamsræktunarmennirnir og
samþykkti ráðið að veita til þessa
5 þúsund krónur.
Ólafsfjörður:
93,6% um áramót
Innheimta bæjargjalda á Ólafs-
firði hefur gengið svipað sl. ár og
árin á undan. Um ármót var inn-
heimtan 93,6%.
Lóðir í Ólafsfirði
Bygginganefnd Ólafsfjarðar kom
saman á fund í byrjun janúar og
var rætt um úthlutun lóða á þessu
ári. Nefndin samþykkti að aug-
lýsa eftirtaldar lóðir lausar til um-
sóknar: Aðalgata, þrjár iðnaðar-
lóðir austan götu og tvær iðnaðar-
lóðir vestan götunnar, eina rað-
húsalóð við Bylgjubyggð, þrettán
einbýlishúsalóðir við Hlíðarveg,
eina iðnaðarlóð við Námuveg,
eina fjölbýlishúsalóð við Ólafsveg
og sjö lóðir undir einbýlishús við
sömu götu. Við Vesturhöfn verð-
ur úthlutað fimm lóðum undir
sjóhús og fjórum einbýlishúsalóð-
um við Ægisbyggð.
Sektir vegna vanskila
Menningarmálanefnd Ólafsfjarð-
ar kom saman og m.a. var rætt um
sektir vegna vanskila á bókum, en
nokkuð hefur verið um það að
bókum sé ekki skilað á réttum
tíma. Eftirleiðis verður hringt
heim til fólks og það áminnt um
að skila bókunum. Við fyrstu að-
vörum skal greiða fimm krónur.
Ef að þarf að ítreka eða sækja
bókina heim, hækkar sektin í tíu
krónur.
Á dögunum luku múrarar við að renna í gólf I nýbyggingu Dagsprents og
innan skamms verður nýr inngangur tekinn í notkun. Ef áætlanir standast
verður húsnæði Dags og Dagsprents fullbúið eftir nokkrar vikur. Mynd: á.þ.
Ý
Jónas Jónasson
frá Brekknakoti
Fæddur 1. júní 1901 — Dáinn 12. janúar 1982
Hinn 20. janúar sl. var til moldar
borinn á Ákureyri, Jónas Jónsson
frá Brekknakoti.
Hann fæddist í Brekknakoti í
Reykjahverfi í Suður-Þingeyjar-
sýslu l. júní 1901, næstyngstur
átta systkina, barna þeirra hjóna,
Jóns Frímanns Jónssonar bónda
þar og Hólmfríðar Jónsdóttur.
Bæði voru þau hjónin ættuð úr
Mývatnssveit, afkomendur Jóns
snikkara í Vogum og Jóns
Hinrikssonar skálas á Helluvaði.
Jónas kenndi sig ætíð við fæð-
ingarbæ sinn, sem stendur í
vesturhlíð Reykjafjalls, ekki
langt frá Syðstahver. Síðustu
ábúendur í Brekknakoti voru
tveir bræður Jónasar, þeir Böðvar
og Þórður og byggðu þeir sér á
fimmta áratugnum sitt nýbýiið
hvor í landi Brekknakots og
nefndu Bláhvamm og Laufahlíð.
Húsvíkingar, sem fyrir allmörg-
um árum komu sér upp hitaveitu,
njóta heita vatnsins frá Reykja-
hverfi, meðal annars frá hinu
gamla landi Brekknakots.
Hinn látni aldamótamaður,
Jónas Jónsson frá Brekknakoti,
fæddist að telja má inn í hina
miklu menningarstrauma, sem
hér á landi urðu sterkastir og
áhrifaríkastir í Þingeyjarþingi
fyrir aldamót og fram á okkar öld.
Þingeyingar, sem ólust upp á
fyrstu áratugum aldarinnar, voru
laugaðir í þessum menningar-
straumum og enginn vitiborinn
héraðsmaður komst hjá því að
verða fyrir miklum áhrifum þeirra
strauma og um leið þeirra framúr-
skarandi andans- og fram-
kvæmdamanna, er settu svip sinn
á héraðið, látnir og lifandi. Má í
því sambandi nefna menn eins og
Jón á Gautlöndum og syni hans,
Benedikt Sveinsson, Guðmund
og Sigurjón Friðjónssyni frá
Sandi, Sigurð ráðherra í Ystafelli,
Sigurð búnaðarmálastjóra frá
Draflastöðum, Jakob Hálfdánar-
son, Benedikt á Auðnum, Jón
Trausta, Þorgils gjallanda og
Tryggva Gunnarsson og þannig
mætti áfram telja.
Það er sennilega ekkert merki-
legt, að næsta þingeyska kynslóð-
in, sem nú er að kveðja, yrði um
margt merkileg og víða í fremstu
röð ágætustu manna, nærð og hert
í hugsjónaeldi sinnar tíðar.
Aldamótafólkið í þessu landi
var svo hamingjusamt, að eiga
þess kost að umskapa landið og
þjóðfélagið eftir langa kyrrstöðu.
Lítinn arf hafði það hlotið, fyrir
utan hrjóstugt land, bókmenntir
og tunguna. Þá var enginn vegur
til á landinu, engin brú, engin hús
úr varanlegu efni, engin hafnar-
mannvirki og ekkert skip og hám-
arkshraði var hestsins. Varla var
hægt að segja, að til væri sjúkra-
hús eða mannúðarstofnanir af
nokkru tagi.
Aldamótakynslóðinni auðnað-
ist að lyfta Grettistaki, sem nánast
má telja kraftaverk. Henni tókst
að hefja þjóðina til góðra lífs-
kjara, sem nálgast það besta með-
al vestræna þjóða. Hlutur þessar-
ar kynslóðar er svo mikill og lær-
dómsríkur, að nauðsynlegt er að
líta til nálægrar fortíðar og þess
þrekvirkis, sem þá var unnið. í þá
sögu geta næstu kynslóðir sótt
bæði þrek og visku.
Jónas í Brekknakoti fór að
heiman með léttan mal, ákveðinn
í að hasla sér völl þar sem þörfin
var mest, og má segja, að hann
hafi ávaxtað vel sitt pund og skil-
að miklu og góðu dagsverki.
Hann átti snemma þrek og bjart-
sýni og undanbragðalaus reglu-
semi var honum í blóð borin. Sú
þrá brann honum í blóði, að bæta
heiminn og það hefur mönnum
gengið erfiðlega. Jónas valdi sér
kennarastarfið og var þvf trúr
starfsævi sína alla.
Fyrst gekk hann í unglingaskóla
á Breiðumýri í Reykjadal, sem
var undanfari Laugaskóla í sömu
sveit, síðan gekk hann í íþrótta-
skóla Sigurðar Greipssonar í
Haukadal og var þá þegar orðinn
góðum íþróttum búinn. Síðar var
hann nemandi á lýðháskólanum
Tárna í Svíþjóð. Fimleika-
námskeið sótti hann í Kaup-
mannahöfn og varð síðan bæði
kennari og nemandi við tvo
sænska skóla, Jakobsberg og
Fornby, um nokkurt skeið. Loka-
áfanginn á námsbrautinni var svo
próf við Kennaraskóla Islands og
var þá Jónas kominn undir
fertugt.
Svo sem á þessari upptalningu
má sjá, var Jónas frá Brekknakoti
vel undir það búinn að hefja hið
eiginlega ævistarf og auk þess
hafði hann fágætlega mikinn
áhuga á æskulýðsmálum, ekki síst
íþróttamálum og menningarmál-
um almennt.
Jónas var fyrst barnakennari á
Tjörnesi og síðan á Húsavík og
var þar skólastjóri eitt ár. Um
skeið kenndi hann fimleika, sund,
frjálsar íþróttir og þjóðdansa í
Þingeyjarsýslum og Eyjafjarðar-
sýslu. Kennari og skólastjóri var
hann í Stykkishólmi í þrjú ár og
jafn lengi formaður Ungmenna-
felagsins Snæfellings. Að því
loknu réðist hann kennari við
Barnaskóla Akureyrar og kenndi
þar þangað til hann lét af störfum
sakir aldurs.
Jafnhliða erfiðri kennslu, sem
reyndist mörgum kennaranum
erfið, vann Jónas að ýmsum fél-
agsmálum íbænum. Hann vart.d.
formaður Þórs á Akureyri í ára-
tug, átján ár í stjórn Karlakórs
Akureyrar og þar af fimmtán ár
formaður kórsins. Öll eru störf af
þessu tagi mjög tímafrek. Auk
þess skrifaði hann í blöð og tíma-
rit, flutti útvarpserindi og fyrir-
lestra.
Málefni æskunnar og menning-
armál lét hann mest til sín taka og
sagði mönnum oft ótæpt til synd-
anna, þegar honum þótti þurfa,
en gladdist innilega þegar vel
gekk. Áhugi hans á ýmsum vel-
ferðarmálum var svo brennandi,
að hann gat ekki orða bundist og
valdi þann kostinn, sem oftast er
erfiðastur, að tala opinskátt um
hin ýmsu mál og taka á sig þær
óvinsældir manna, sem flokka
réttmæta og rökstudda leiðsögn
undir nöldur.
Ég kynntist Jónasi frá
Brekknakoti austur á Laugum.
Hann var fullþroska ungur
maður, þá orðinn þrautþjálfaður
íþróttamaður og hinn vaskasti,
traustur ungmennafélagi og þar í
forystusveit, hagur í höndum, vel
máli farinn sögumaður og dans-
maður og að öllu vel á sig kominn.
Skapfestumaður hefur hann ætíð
verið, ákveðinn í skoðunum og
hélt þeim skoðunum fram, sem
hann áleit réttar. Bágstöddum var
hann hjálpsamur, harður við
sjálfan sig, féll sjaldan verk úr
hendi og var umhyggjusamur
heimilisfaðir.
Oft kom Jónas á skrifstofur
Dags og ætíð færandi hendi, oft
með góðar ábendingar um hin
ólíklegustu efni, og stundum með
greinar til birtingar. Skapríkur
maður var Jónas og stundum tals-
vert óþjáll málafylgjumaður. En
þá var hann að vinna fyrir aðra, en
ekki fyrir sjálfan sig.
Á heimili hans vitna margir
fagr-
ir munir um hagleik hans og
vinnusemi, bæði útskornir í tré og
útsaumaðir. Og þar er fiðlan hans
og orgelið, sem fyrrum veittu
honum og fjölskyldunni yndis-
stundir.
Fyrir tveim áratugum tók Jónas
sér fyrir hendur að skemmta
gamla fólkinu á elliheimilinu með
upplestri úr nýjum bókum. Það
gerði hann síðan tvisvar í viku
þegar veikindi hömluðu ekki.
Heima hjá sér las hann einnig og
hélt á þann hátt við gamalli heim-
ilisvenju, sem kennd er við kvöld-
vökur.
Dagbók skrifaði hann reglulega
í rúm sextíu ár og jafnvel veikindi
komu ekki í veg fyrir þann fasta
vana, því þá las hann konu sinni
fyrir og hún ritaði fyrir hann í
bókina. Geyma dagbækurnar
fróðleik um margvísleg efni, auk
þess sem þar má lesa ævisögu hans
sjálfs.
Árið 1954 kvæntist Jónas eftir-
lifandi, ágætri konu sinni, Borg-
hildi Einarsdóttur hjúkrunar-
konu. En hún er dóttir hjónann
Einars Guttormssonar frá Ósi,
sem enn lifir og Jórunnar Páls-
dóttur, sem er nýlega látin. Þau
Jónas og Borghildur eignuðust
tvær dætur, Valhildi Margrétu
kennara, sem gift er Jóni William
Andréssyni og búa þau í Reykja-
vík og Svanhildi Jórunni, sem gift
er Agli Geirssyni og búa þau á
Akureyri.
Jónas Jónsson frá Brekknakoti
var af sterkum, þingeyskum
stofnum kominn og sjálfur heil-
steyptur og fjölhæfur atorku-
maður, goður kennari svo kalla
mátti sóma sinnar stéttar.
Einlægur trúmaður var Jónas
og hefur eflaust hugleitt leyndar-
dóma ævilokanna og jafnvel fund-
ið nálægð þeirra í eigin æðaslög-
um. Um leið og hann hverfur inn í
birtu eilífðarinnar, þakka ég
hálfrar aldar kynni og sendi
vandamönnum samúðarkveðjur.
Erlingur Davíðsson.
8 - DAGUR 2. febrúar 1982