Dagur - 09.02.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 09.02.1982, Blaðsíða 5
Afgreiðsla fjárhags- áætlunar frestað Bæjarráð Akureyrar tókst ekki að Ijúka við gerð tillagna vegna fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs Akureyrar í síðustu viku, eins og menn höfðu vonað og greint hafði verið frá í Degi. Af þessari ástæðu varð að fresta fyrri umræðu um fjárhagsáætlun- ina, en hún átti að vera í dag. Samkvæmt upplýsingum Dags er fyrirhugað að umræðan verði eftir viku. Sömu heimildir gátu þess að ljóst væri að rekstur bæjarfélags- ins yrði sífellt kostnaðarsamari og getan til framkvæmda minni en menn höfðu gert sér vonir um í upphafi. íbúum fjölgar á Akureyri Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofunni reyndust íbúar á Ak- ureyri vera 13.504 hinn 1. des- ember 1981. karlar voru 6657 en konur 6937. Fjölgun íbúa frá bráðabirgðatölum 1. desember 1980 er 186 eða 1,4%. Tónleikar Helgu áSal Fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20.30 leikur Helga Ingólfsdóttir á sembaló - forverk píanósins - tónverk eftir gömlu meistarana Johann Sebastian Bach og Johann Kuhnau. Helga dregur einnig fram aðstæður milli tímanna með því að flytja ný tónverk eftir Jón Ásgeirsson og Leif Þórarinsson. Þessir tónleikar fara fram á Sal gamla menntaskólahússins, en þar er hinn besti hljómburður, sem þekkist á Akureyri. Helga Ingólfsdóttir hefur haldið tón- leika hér heima og erlendis, og vakið athygli fyrir ágætan sembal- leik. Föstudaginn 12. febrúarkl. 17- 19 og 20.30-22, heldur Helga fyrirlestra og námskeið um sem- baltónlist Bach á sama stað. Tímar þessir eru sérstaklega ætl- aðir nemendum í efri stigum á píanó eða orgel og kennurum á sömu hljóðfæri. M Oskudagurinn er 24. febrúar Vorum að taka upp grímur, bæði augngrímur og andlitsgrímur. Nef og gleraugu, flautur og lúðra. Margar gerðir af byssubeltum, kúrekahöttum og kúrekarifflum. Verslið meðan úrvalið er mest. mirmkirinn HAFNARSTRÆTI 96 SIMI 96*24423 AKUREYRI 25-40% afsláttur!!! Fimmtudaginn 11. febrúar nk. hefst ÚTSALA á bamafatnaði Allt nýlegar vörur, m.a. Úlpur - stakkar - vesti - útigallar - peysur - buxur - kjólar - nærfatnaður. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Næg bílastæði. Opið laugardaga 10-12. H0RNIÐ sf. Kaupangi sérverslun með barnavörur. 0 22866. Vorum að taka upp hinar marg eftirspurðu Maó-kragaskyrtur, pliseraðar hvítar, röndóttar og einlitar hvítar. „Stone Washed“ gallabuxur, Hang Ten æfingagallar, Jackpot khakybuxur með teygju í streng. Dömusnið. ipagötu 5 Akureyri Sími22150 Leyni- melur 13 Sýning þriðjudag 9. febrúar, uppselt Sýning miðvikudag 10. febrúar Midapantanir í síma 24936 og við innganginn. Sýningar hefjst kl. 20.30. J Freyvangur. Höfum opnað að nýju byggingavöruverslun okkar eftir flutning á neðri hæð að Furuvöllum 13. Verið velkomin. hf Furuvöllum 13 I Akureyri Sími 96-23830 9. febrúar 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.