Dagur - 09.02.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 09.02.1982, Blaðsíða 3
Mjólkurf ramleiðslan: Samdráttur í sölu nýmjólkur Mjólkursamlag KEA á Akureyri tok a móti 21.2 milljónum lítra Á síðastliðnu ári var innvegin mjólk hjá mjólkursamlögunum samtals 102.958.972 lítrar. Það var rúmlega 4 milljónum lítrum minna en árið 1980 (4.058.588 ltr.) eða 3.8%. Hlutfallslega var samdráttur í mjólkurfram- leiðslunni mestur á svæði mjólkursamlagsins í Neskaup- stað þar var tekið á móti 12,6% minna af mjólk en árið áður. Hjá mjólkursamlaginu í Borg- arnesi varð samdrátturinn 9,6%, Hvammstanga 8,8%, Akureyri 1,6% og hjá Mjólkur- búi Flóamanna 3,5%. Þar var invigtað rúmlega 37,6 milijónir i Itr. Mjólkursamlag KEA á Akureyri tók á móti 21.2 milljónum ltr. Sala nýmjólkur var 1.8% minna á síðasta ári miðað við árið 1980, það voru seldir um 44.5 millj. ltr. Nokkur aukning var í sölu á rjóma, eða um 2.5%. Það voru seldir 1560 lestir af skyri, sem var 2.2% minna en árið áður. Verulegur samdráttur var í fram- leiðslu osta og smjörs. Af smjöri voru framleiddar 964 lestir sem var 6.9% minna en árið áður. Sala innanlands var 1099 lestir en það var um 570 lestum minni sala en árið áður, en það munaði mest um útsöluna sem var á smjöri seint á árinu 1980. Birgðir af smjöri 1. janúar sl. voru aðeins 383 lestir, en það er langt síðan að birgðir hafa verið þetta litlar til í landinu. Framleitt var af ostum um 2830 lestir, sem var 21% minni fram- leiðsla en árið áður. Það varð 9% söluaukning í ostum. Sala í feitum ostum varð rúmlega 25% meiri, en samdráttur í sölu magra osta varð um 17%. Tvær nýjar mjólk- urvörur komu á markaðinn á síð- asta ári, smjörvi og léttmjólk. Seldir voru rúmlega 840 þúsund lítrar af léttmjólk, en það varð að- eins meira en samdráttur í sölu nýmjólkur. Björgvin Júníusson látinn Björgvin Júníusson, bíóstjóri í Borgarbíói og hljóðtípptöku- maður útvarpsins á Akureyri, varð bráðkvaddur í gær. Björgvin var fæddur 1919 og því 63 ára þegar hann lést. Eftir- lifandi kona hans er ísafold Jóna- tansdóttir. Starfsmenn Dags senda ættingjum og vinum Björg- vins dýpstu samúðarkveðjur. 69 íbúðir í smíðum Á síðasta ári voru fullgerðar 19 íbúðir á Sauðárkróki. Einnig voru fullgerðar 18 bílageymslur og 4 aðrar byggingar. Byrjað var á 14 íbúðum, 13 bílageymslum og 4 öðrum byggingum á árinu. Um áramótin voru í smíðum 69 íbúðir, 48 bílageymslur og 12 aðrar bygg- ingar á Sauðárkróki. Meðalfallsþungi dilka 1981 í 1. fréttabréfi ársins 1982 frá Upplýsingaþjónustu landbúnað- arins, stóð að meðalfallþungi idilka haustið 1981 hefði verið 0,99 kg minni haustið 1981, en árið áður, það er ekki rétt. Samkvæmt endurskoðuðum sláturskýrslum reyndist meðalfallþunginn vera 1,01 kg. lægri en hann var haustið 1980, en þá var hann 14,66 kg. en síðastliðið haust reyndist hann vera 13,65 kg. FULLT HÚS AF NÝJUNIVÖRUM geriógóókaup Veríð rétt útbúin á skíðin Skíðavörur Við bjóðum mjög gott úrval af skíðaútbúnaði, m.a. FISCHER svig- og gönguskíði. DA CHSTEIN skíðaskó. SAL OMON bin dingar. Einnig stafi og skíðaáburð. Sportvörudeild. Skíðafatnaður REINALTER skíðafatnaður, sérlega fallegur. Þýsku karlmarma strech buxumar komnar aftur. Kuldastakkar, mjög fjölbreytt úrval. Karlmannaföt, ný sending. Herradeild. SEC litsjónvörp ITT litsjónvörp 20“, 22“, 26“ FINLUX litsjónvörp 20 “,22“ 26“ NEC hljómflutningstæki á mjög góðu verði. KENWOOD hljómflutningstæki, tækni framtíðarínnar. Allar plötur samdægurs í rekkunum í Hljómdeild. Vorum að fá margar gerðir af hinum ódýru SKULTUNA pottum og pönnum. Jarn- og glervörudeild. GOLFTEPPIA GÖMLU VERÐI: Eigum ennþá eftir nokkrar tegundir af gólfteppum á gömlu verði. Einnigný teppi með nýjum munstrum. Amerísku gólfteppin væntanleg. Hin vinsælu stöku ullarteppi á hagstæðu verði. Sníðum og leggjum - fljót og góð þjónusta. Bjóðum auk þess góða greiðslu- skilmála. Tennadeilrf. HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI ■ SÍMI (95)21400 9. febrúar 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.