Dagur - 09.02.1982, Blaðsíða 6
A-listi borinn fram af sljórn og trúnaðarmannaráði
Jón Helgason. Sævar Frímannsson. Úlfhildur Rögnvaldsd. Aðalheiður Þorleifsd. Bjöm Snæbjömsson. Guðrún Skarphéðinsd. Ágúst K. Sigurlaugsson
Höfum leitast við að fá til starfa
þá sem sýnt hafa féiaginu áhuga
Guðmundur Sæmundsson hcfurver-
ið pennalipur upp á síðkastið, enda
mikið í húfi, hvort takast mcgi að
velta forustunni í Einingu úr stólun-
um.
Milli jóla og nýárs scndi hann frá
sér órökstuddar dylgjur um for-
ustuna, sem lýsa bcst innræti manns
ins og afstöðu til manna og málefna.
Svo hcfur og cinnig verið í skrifum
hans á undanförnum árum um ein-
staka forystumenn í verkalýðshreyf-
ingunni. Þar hefur hann ekki vandað
mönnum kveöjurnar, frekaren hann
gcrir nú í skrifum sínum um forustu
Einingar, þó einkum formann
hennar. scm ertalinn aðalbölvaldur-
inn og stóri þröskuldurinn í vegi al-
mcnnrar velmegunar launafólks á
félagssvæðinu.
Guðmundur telur sig frcmri öðr-
um aö setja sig í dómarasæti oggera
úttckt á forustunni, þó hann sé ný-
fluttur á svæðið og þekki lítið til
manna og málefna. Nú skal metn-
aður hans til forráða, ráða ferðinni
eftir vonbrigði á öðrum vígstöðvum,
og skulu öll tiltæk vopn notuð til
þess. En oft verður það svo hjá slík-
um mönnunr, aö vopnin snúast í
hendi og beinast að þeim sjálfum,
svo hefur og nú orðið hjá Guðmundi
Sæmundssyni að þessu sinni.
Stjórnarmenn í Einingu og for-
menn deilda hafa sent frá sér mjög
hógværa yfirlýsingu vegna þessara
rætnu skrifa og hrtikið hans fullyrð-
ingar til föðurhúsanna. Er því æski-
legt að félagar í Einingu lcsi hana og
kynni sér einnig pólitískan feril
Guðmundar áður en þeir ánetjast í
neti hans. Ég treysti á að flest fólk
láti sína eigin dómgreind frckar ráða
í því máli, cins og ég hcf gert fram að
þcssu, og vona að svo verði framveg-
is.
Ég hef ekki vcrið mikið fyrir það
að cyða orku minni í að standa í
blaðaskriíum, þó að mér væri ráðist
og öðrum þeim sem meö mér hafa
unnið með persónulcgum rógburöi
og gróusögum, eins og Guömundur
og co. hafa stundað í blöðum og
manna á meðal. í Dagblaðinu og
Vísi 18. janúars.l. skrifarG.S. kjall-
aragrein. Þar skyldi rökstuðningur
nú aldeilis lagður fram, til að sanna
hans íullyrðingar varðandi for-
ustuna. Grein þessi er frá upphafi til
enda dæmigerður þvættingur, sem
ekkert er bitastætt í, og sama rullan
sem hann hefur verið að tyggja aftur
og aftur og því fæst svaravert.
G.S. byrjar orðrétt: „Forustan í
Verkalf. Einingu við Eyjafjörð er í
sjálfu sér ekkert verri en forusta ann-
arra stærri verkalýðsfélaga. En hún
er heldur ekkert skárri. Og það er
ansi lítill munur á, hvort forusta
slíkra félaga cr mörkuð píslarflokki
krata eins og hcr er um að ræða, eða
hvort eyrnamörkin eru ættuð úr klif-
urgrindum allaballa, íhalds eða
framsóknar".
Engan þarf að undra sem kynnir
sér forsögu G.S. og hefur kynnst
honum eitthvað og hans lífsviðhorf-
um, þó hann beri ekki mikla virðingu
fyrir þeim stjórnmálaflokkum sem
eru til staðar í þessu landi og
áhrifavaldar í þjóðlífinu.
Guðmundur Sæmundsson viður-
kennir ekki okkar þjóðskipulag á
nokkurn hátt, vegna þess að hann er
byltingarsinnaður að eðlisfari, en
ekkert nema sakleysið uppmálað
þegar hann er að tala við fólkið,
utanvið alla flokkapólitík og svo full-
kominn lýðræðissinni, að þar finnst
ekki annar eins. En hvað er svo
innanvið huliðshjúpinn? Gott fólk,
haldið þið að maðurinn sem ætlaði
sér að komast til áhrifa og valda í ný-
stofnuðum Kommúnistaflokki
íslands, sé svo lýðræðissinnaður,
sem hann vill vera láta. Nei, aldeilis
ekki. Aðferð slíkra manna hefur allt-
af verið sú að nota huliöshjálm og
blekkingarvefi, til að ná til fólks, og á
því mun ekki verða breyting.
Virkar ekki stuðningur nýstofnaðs
Kommúnistaflokks íslands við Guð-
mund Sæmundsson illa á það fólk
sem látið hefur blekkja sig til fylgis
við hann á fölskum forsendum?
Fræðikenningar
Guðmundar
Guðmundur er trúr sínum fræði-
kenningum, þegar liann lcggur mig
sérstaklega í einelti, cn gefur í skyn
um leið, að það sé kannske hægt að
komast af við aðra úr forustusveit-
inni, ef ég verð fjarlægður þaðan
burt. Er það ckkert mótsagnakennt
að biðla til fólks um leið og því er bor
ið á brýn að það hafi ekki sjálfstæð-
ar skoðanir til manna og málefna, og
sé aðeins verkfæri í höndum for-
mannsins hverju sinni?
Er það ekki líka mótsagna-
kennt hjá Guðmundi Sæm., þegar
hann er búinn að gefa yfirlýsingar
um það, að hann geti ekki verið í
stjórn undir minni forustu, að ætl-
ast síðan til þess að aðrir gangi nauð-
ugir til starfa undir hans forustu? í ís-
lendingi 21. jan. segir hann að úr því
verði að fást skorið, hvort þetta fólk
sé í framboði einungis fyrir Jón
Helgason og Co. eða hvort það vilji
vinna að hagsmunamálum verka-
lýðsins á félagssvæðinu, óháð því á
hvorum listanum það væri.
Óþverravinnubrögð
manns úti á þekju
Ég þarf kannske ekki að vera mikið
hissa á svona málflutningi, eftir að
hafa verið með þessum manni í
stjórn í heilt ár, því vinnubrögð hans
hafa fyrst og fremst verið þau, að
kynnast viðhorfum stjórnarmanna
og verða síðan alfarið á móti þeim.
Án þess að ræða málin málefnalega á
stjórnarfundum, hefur hann oftast
komið í bakið á mönnum með tillög-
uflutningi, sem hann hefur ekki vilj-
að ræða meðal stjórnarmanna. Það
er fyrst og síðast hans mottó að vera
bara á móti, gera þá menn tortryggi-
lega sem taka á málunum eftir þeirri
samvisku sem þeir telja besta hverju
sinni. Hans hlutverk hefur aftur á
móti verið það, síðan hann kom
hingað norður, að vinna að glund-
roða og óánægju í félaginu, og hefur
honum orðið nokkuð ágengt í þeim
efnum.
Það kom mér því ekkert á óvart að
stuðningur við lista Guðmundar og
co. skyldi fyrst birtast í mál-
gagni Kommúnistasamtakanna,
„Verkalýðsblaðinu".
Hnitmiðað starf í
takt við tímann
Guðmundur og co. reyna að gera lít-
ið úr starfi Einingar og starfsemi
skrifstofanna á félagssvæðinu og tala
um að skrifstofan á Akureyri sé
stássskrifstofa, þar sem starfsfólkið
sé puntudúkkur, sem líti niður á hinn
almenna félagsmann og félagsfólkið
veigri sér við að koma þangað inn
vegna flottheita.
Hvað er hið sanna í þessu máli?
Það eru rúm 17ár síðan ég hóf störf
hjá Einingu og þá var starfsemi fél-
aganna sem ráku Skrifstofu verka-
lýðsfélaganna í algjöru lágmarki.
Upp úr því hófst uppbyggingarstarf
undir forustu Björns Jónssonar, þar
sem fjárhagsstaða félagsins efldist til
muna og skapaði félaginu starfs-
grundvöll og það starf hefur aukist ár
frá-ári, í takt við tímann og getuna
hverju sinni. Félögin við Eyjafjörð
gengu í Einingu hvert af öðru, vegna
þess að þau töldu hag sínum betur
borgið með því móti, sem óumdeil-
anlega er/étt mat.
Starfið og öll starfsemi félagsins
hefur síðan aukist jafnt og þétt á
þessum árum. Starfsemi skrifstof-
unnar hér á Akureyri hefur farið sí-
vaxandi ár frá ári, vegna-
síaukinnar þjónustu við hinn al-
menna félagsmann. Þangað koma
tugir manna daglega að leita fyrir-
greiðslu um margvísleg mál, svo
sambandið er meira en sumir vilja
vera láta. Síminn stoppar ekki frá
morgni til kvölds.
Á Dalvík hefur félagið eignast sitt
eigið húsnæði í Stjórnsýslu-
miðstöðinni á Dalvík, en hlutur Ein-
ingar er 10.13% af þeirri húseign.
Þar rekur Eining skrifstofu fyrir fél-
agsfólkið, sem er opin hálfan daginn.
í Ólafsfirði er einnig rekin skrifstofa
í húsi félagsins þar, sem er opin rúm-
lega hálfan daginn og nú hefur einnig
verið ákveðið að hefja slíka þjónustu
í húsnæði félagsins í Hrísey í ein-
hverjum mæli og taka herbergi á
leigu í Grenivík til þess að það fólk
fái einnig aukna þjónustu.
Þetta sem ég hef hér sagt svarar ó-
réttmætri gagnrýni á forustu Eining-
ar og starfslið. Þetta hefur ekki gerst
með neinni byltingu heldur þrot-
lausu starfi þess starfsfólks
sem unnið hefur hjá félaginu á
þessum árum og þess fólks sem hefur
helgað félaginu krafta sína.
En alla þessa starfsemi er hægt að
lama og eyðileggja, ef menn gera
það að markmiði sínu, eins og sumir
virðast hafa mestan áhuga á. Verka-
lýðsfélaginu Einingu hefur tekist á
undanförnum árum að skapa sér
nokkuð fjárhagslegan starfsgrund-
völl, sem skapa á félaginu bætt skil-
yrði til að starfa til hagsbóta fyrir fél-
agsfólkið á félagssvæðinu. Þennan
grundvöll er líka hægt að rífa til
grunna á skömmum tíma, ef til vill
koma ævintýramenn, sem hugsa
meira um að auglýsa sjálfa sig í stað
þess að gera sér grein fyrir ástandinu
hverju sinni og starfa samkvæmt því.
Sá sem hrópar hæst og kvartar mest
er ekki alltaf sá sem ráða skyldi ferð-
inni, þó vissulega sé skylt að hlusta á
hann á sama hátt og aðra.
Ég hef aldrei lofað gulli né græn-
um skógum á undanförnum árum og
mun ekki gera nú, aðeins starfa eftir
minni bestu sannfæringu hverju sinni
og þeirra sem með mér starfa. Reyna
að gera það sem ég tel að verði til
hagsbóta í framtíðinni fyrir hinn al-
menna félagsmann í stað þess að láta
stundarhagsmuni ráða.
Það hefur verið markmið okkar
sem höfum valist í stjórn, að leitast
við að taka fyrst og fremst til starfa
með okkur fólk, sem sýnt hefur
áhuga á félaginu og félagsstörfunum
og ennfremur að fá fólk frá sem flest-
um vinnustöðum, svo raddir fólksins
heyrist sem víðast frá.
mmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmm—^mmmmmm
Stjórr
í Ein
I------------------------------
Það hefur einnig verið markmið,
að gefa sem flestum kost á fræðslu í
Félagsmálaskóia alþýðu og þeim
námskeiðum sem haldin eru til að
fræða hinn al-
menna launþega um sín mál. Eining
er í tölu þeirra félaga sem flest fólk
hefur sent í skólann.
Góðir félagar, þann 13. og 14.
febrúar veljið þið ykkur forustu fyrir
næsta ár. Áður en þið takið afstöðu
þurfið þið að kynna ykkur menn og
málefni. Á lísta stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs, A-listanum, er það fólk
sem núverandi stjórn- og trúnaðar-
mannaráð taldi best fallið til áfram-
haldandi forustu í félaginu, en það er
ykkar að velja eða hafna.
Jón Helgason,
form. Einingar.
Valið stendur milli lýðræðis og einræðis
Ég hef að undanförnu oft verið
spurður af hverju ég fylgi Jóni
Helgasyni og félögum á lista trún-
aðarmannaráðs Einingar en ekki
mötframboðinu.
Því liefur verið fljótsvarað.
Stjórn Einingar, undirforustu Jóns
Helgasonar. hefur að mínu mati
unnið vel fyrir fólkið ogsýnt þaðog
sannað að hún er starfi sínu vaxin.
Ég hcf setið í trúnaöarmanna-
ráði undanfariö eitt ár og hef ekki
fundið aö Guðntundur Sæmunds-
son luifi komiö þnr með ncinar til-
lögur til úrbóta í málefnum félags-
ins. cins og hann hefur verið aö
skril'a um aö undanförnu. Ég tel að
skrif hans séu örvæntingarfull til-
raun til að blekkja fólk,
Hann talar mikið um cinræði í
félaginu og lætur að því liggja í
grein um daginn, aðfólkið í trúnað-
armannaráði og hinn almcnni fé-
htgi séu svo vitlausir að þeir lá'ti
stjórnast afeinum manni. Er hægt
að ganga lengra í því að lítilsviröa
félagsmenn?
Jón Helgason hefur verið trúr
sínu félagi og hefur ekki sýnt það í
neinu að hann vilji drottna yfir fé-
iagsmönnum og hann tekur fyllsta
tillit til sjónarmiða félagsmanna á
fundum og við önnur tækifæri.
Sumir taia um hið aukna lýð-
ræði. Égspyrykkuralmennirfélag-
ar, er það lýðræðislegt að gera eins
og Guömundur Sæmundsson kom
með á stjórnarfundi í haust, cr
samningarnir voru þar til umfjöll-
unar, að samþykkja þá rneð cinu
atkvæði? Hvar cr nú lýðræðið, að
segja hinum almenna félaga að
sitja hjá, ef þctta er ekki einræði,
hvað kallast það þá?
En nokkrum klukkutímum síðar
á almennum fundi berst Guðmund-
ur svo með oddi og egg á móti
samningunum og vill verkfall í des-
ember. Svona tvískinnungshátt
hefur maður oft fundið hjá honum.
í haust sagði hann að það væri
alveg siðlaust að sömu fulltrúar
færu á þing Alþýðusambands
Norðurlands og þing Verkamanna-
sambands íslands. Það er svo sið-
laust að hann fór á bæði þingin!
Er erfitt fyrir ungt fólk að hasla
sér völl innan verkalýðshreyfingar-
innar?
Þaö tel ég ekki vera. Hafi menn
áhuga á málefnum hreyfingarinn-
ar, mæti á fundum og séu tilbúnir
að taka að sér störf fyrir félagið, þá
er þeim ekki ýtt til hliðar, en allt of
margt ungt fólk er kærulaust um
sína hagi og hefur ekki áhuga á að
mæta á félagsfundi.
Það cr ekki langt síðan að ég fór
aö taka þátt í starfi míns stéttarfé-
lags. Ég hugsaði eins og svo margir
aðrir: Ég nenni ekki á fundi. En
þetta er mikill misskilningur hjá
félögunum, því það næst ekkert,
enginn árangur, nema allir standi
saman.
Ég er byggingaverkamaður og
einn af þeim sem lægstu iaunin
hafa, það er stefnumið mitt að ef
listi trúnaðarmannaráðs verður við
völd í félaginu eftir kosningar, að
berjast fyrir þá sem eru með lægstu
launin, það hefur verið hugsað allt
of iítið um þau. Það sama á við um
verkafólkið sem er á lágu grunn-
kaupi en pínir sig til þess að ná smá
bónus, sem er ekkert annað en
svita peningar. Það er krafa sem
verður að ná, að hægt verði að lifa
af 40 stunda vinnuviku með grunn-
launum.
Kæri félagi, það verður kosið um
það á kjördegi hvort þú vilt lýðræði
í Verkalýðsfélaginu Einingu undir
forystu Jóns Helgasonar eða
kommúnistaeinræði undir stjórn
Guðmundar Sæmundssonar.
Björn. Snæbjörnsson.
6 - DAGUR - 9. febrúar 1982