Dagur - 09.02.1982, Blaðsíða 9
Þórsarar standa nú
best aó vígi
Á föstudagskvöldið fengu
Þórsarar loksins leik í þriðju
deildinni í handbolta, en þá
kepptu þeir við Ögra, en það
er komið á annan mánuð síð-
an þeir léku síðast í deildinni.
Ekki er hægt að segja að það
sé að kenna undirbúningi og
leikjum landsliðsins, heldur
er þarna um að ræða einstak-
lega lélega uppröðun á leikj-
um þessarar deildar, en þessi
vitleysa hefur mjög komið
niður á leikjum Akureyrarfé-
laganna.
Þórsarar voru ekki í neinum
vandræðum með lið Ögra og
sigruðu það örugglega með 35
mörkum gegn 20 eftir að staðan í
hálfleik hafði verið 19 gegn 11.
Leikmenn Ögra eru nýliðar í
deildinni og þeir eru heyrnar-
skertir. Flest mörk Þórs í þess-
um leik gerði Guðjón, eða 10,
Sigtryggur gerði 6 og svo gerði
Árni Stefánsson einnig. Á laug-
ardaginn lék Ögri síðast við
Dalvík og sigruðu Dalvíkingar
örugglega með 28 mörkum gegn
20.
Staðan í þriðju deild er mjög
spennandi, en þar standa Þórs-
arar best að vígi hafa aðeins tap-
■
■ ■
að einum leik. Armann og
Grótta hafa hins vegar tapað
tveimur en það má búast við að
þessi lið berjist um þau tvö sæti
sem losna í annarri deildinni.
Staðan í þriðju deild er nú
þessi:
Ármann 13 10 1 2 338-342 21
Grótta 12 9 1 2 312-235 19
ÞórAk. 11 9 1 1 304-235 19
ÍA 13 8 1 3 376-266 17
ÍBK 11 7 0 4 268-208 14
Dalvík 13 4 0 9 299-327 8
ReynirS. 11 3 1 7 254-283 7
Selfoss 9 2 1 6 165-212 5
Ögri 14 2 0 12 253-445 4
Skallagrímur 7 0 0 7 100-222 0
Hörkukeppni í stór-
svigi Akureyrarmótsins
Um helgina fór fram Akur-
eyrarmót í stórsvigi. Keppt
var í tveimur flokkum, þ.e. í
flokki 15-16 ára drengja og í
flokki 13-14 ára drengja.
15-16 ára drengir:
1. Tryggvi Haraldsson KA 134,23
2. Ingólfur Gíslason Þór 134,76
3. Rúnar L. Kristjánsson KA 137,00
13-14 ára drengir:
1. Guömundur Sigurjónsson KA 103,98
2. Guðmundur Magnússón KA 108,08
3. Hilmir Valsson Pór 111,32
Um næstu helgi verður mikið
Birgir Bjömsson.
um að vera í Hlíðarfjalli. Á
laugardag verður keppt í eftir-
farandi greinum:
Kl. 11.00: Hermannsmót -
Bikarmót fullorðinna - Stórsvig,
fyrri ferð.
Kl. 14.00: Stórsvig, síðari ferð.
Kl. 14.00: Bikarmót í stökki, 20
ára og eldri og punktamót í fl. 19
ára og yngri.
Kl. 12.00: Febrúarmót foreldra-
ráðs, 11-12 ára og 10 ára fl. -
Svig.
Á sunnudag verður keppt í eftir-
farandi greinum:
Kl. 11.00: Hermannsmót -
Bikarmót fullorðinna. - Svig,
fyrri ferð.
Kl. 13.30: Svig-síðari ferð.
Kl. 12.00: Febrúarmót foreldra-
ráðs 9 ára, 8 ára og 7 ára og
yngri. - Svig.
KA kom á
og sigraði
KA-strákarnir komu svo
sannarlega á óvart um helgina
þegar þeir léku við Fram í
fyrstu deildinni í handbolta.
Leikurinn fór fram í Laugar-
dalshöllinni og sigraði KA
með 23 mörkum gegn 19. Lið-
in voru jöfn framan af en
undir lok fyrri hálfleiks náðu
KA-strákarnir forskoti og var
staðan í hálfleik 11 mörk gegn
8. Gauti varði eins og hetja í
markinu og varði m.a. fjögur
óvart
Fram
vítaskot. Flest mörk KA gerði
Friðjón, Erlingur og Sigurð-
ur. KA hefur nú hlotið fjögur
stig, Fram og HK fimm og
Valur sex. Fallbaráttan getur
því orðið mjög spennandi.
KA gegn
Þrótli á
morgun
Á miðvikudagskvöldið leika í
íþróttaskemmunni í fyrstu
deild karla, KA og Þróttur. Þá
fá handknattleiksunnendur
tækifæri til að sjá litríkustu
handboltamenn deildarinnar,
þá Sigurð Sveinsson, Pál
Ólafsson, Ólaf H. Jónssonn
og Ólaf Benediktsson etja
kappi við KA. í fyrri leik þess-
ara aðila sigraði Þróttur mjög
naumlega, og eftir sigur ÍCA
yfir Fram ætti þessi leikur að
geta orðið spennandi.
Leiðrétling
í síðasta blaði var rangt farið
með sigur í kvennaflokki í bikar-
keppni skíðasambandsins sem
haldin var á Húsavík helgina
áður. Þar var sagt að Ingigerður
Júlíusdóttir hefði sigrað í tví-
keppni kvenna, en það var ekki
rétt. Sigurvegari var Kristín
Símonardóttir frá Dalvi'k og er
Kristín beðin velvirðingar á
þessum mistökum.
Krístín Símonardóttir.
9. febrúar 1982 - DAGUR - 9
I !<•> it. . H i‘ > I v,’