Dagur - 12.02.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 12.02.1982, Blaðsíða 3
Föndur Auður Sæmundsdóttir Vilborg Aðalsteinsdóttir HNYTINGAR Hnýtingar er orðin vinsæi handavinna sem er bæði ein- föld og skemmtileg. Garnið getur verið ýmiskonar, en þó er mælt með grófu garni, sem ætlað er sérstaklega til hný- tinga og fæst í hannyrðaversl- unum. Ýmislegt má nota til skrauts í hnýtingunum, svo sem hringi, perlur og fleira. Ef búa á til einfalda hluti, eins og blómahengi, er nóg að festa garnið við borð með sterku límbandi, en við stórt vegg- hengi, þarf sérstaka hnýtinga- fjöl, sem getur verið samansett úr breiðu einangrunarpiasti (ca. 10x60 cm.), límdu ofan á fjöl. Títuprjónar festa garnið niður. Hnúturinn sem oftast er not- aður og er nær eingöngu í blómahenginu á myndinni, heit- ir rifhnútur. Hann er sýndur stig af stigi á myndum A, B, C, D og E. Mynd F sýnir hnút, sem not- aður er í byrjun og enda blómahengisins. Efnisþörf er u.þ.b. 11 metra gróft hnýtingagarn og hringur sem er 5 cm. í þvermál. Mál hengisins er u.þ.b. 36 cm., ef notað er gróft garn. Klippið garnið á eftirfarandi hátt: (A) 3 þræði 2 m. langa. (B) 3 þræði 1.30 m. langa. (C) 2 þræði 0.40 m. langa. Það sem merkt er A er notað til að hnýta utan um B, en B er uppistaðan. C er svo notað til að vefja með. 1. Setjið A og B þræðina í hringinn. 2. Haldið utan um alla þræðina og notið annan C þráðinn til að vefja utan um A og B, ca. 1 cm, eins og sýnt er á mynd F. 3. Skiptið þráðunum í 3 hluta, þar sem í hverjum eru 4 þræðir. í hverjum hluta eiga að vera 2 þræðir af A og 2 þræðir af B. í hverri lengju eiga að vera 13 rifhnútar. 4. Skiljið eftir 5 cm óhnýtta. Takið síðan 2 þræði úr einum hluta og 2 þræði úr öðrum hluta og hnýtið úr öllu 1 rifhnút. 5. Skiljið 2,5 cm eftir óhnýtta. 6. Haldið öllum þráðunum saman og hnýtið 1 hnút eins og í byrjun með þræði C (sjá mynd F). 7. Klippið og jafnið kögrið. Svedbergs baðherbergisskápar Litir, ijós og dökk fura og hvítlakkað. Falleg vara. Staðgreiðsluafsláttur til 10. des. Óseyri 6, Akureyri . Pósthólf 432 . Sími 24223 Sveitakeppni B.A. Sveit Stefáns sigraöi síðustu umferðinni urðu sem hér segir: Stefán Ragnarsson - Símon Gunnarsson 20+ 4 Ferðaskrifstofa Ak. - Stefán Vilhjálmsson 20-0 Sveit MA - Sturla Snæbjörnsson - 20+5 Gissur Jónasson - Anton Haraldsson 20+4 Alfreð Pálsson - Örn Einarsson 15-5 Páll Pálsson - Jón Stefánsson 14-6 Kári Gíslason - Magnús Aðalbjörnsson 11-9 Röð efstu sveita varð þessi: stig 1. Stefán Ragnarsson 231 2. Jón Stefánsson 192 3. Páll Pálsson 191 4. Magnús Aðalbjörnsson 184 5. Ferðaskrifstofa Akureyrar 176 6. Alfreð Pálsson 139 7. Stefán Vilhjálmsson 130 8. Kári Gíslason 112 Keppnisstjóri var sem fyrr Al- Akureyrarmeistarar í sveitakeppni í bridge: Aftari röð frá vinstrí: Þórar- bert Sigurðsson. Næsta keppni inn B. Jónsson, Páll Jónsson. Fremri röðfrá vinstri: Þormóður Einarsson, B.A. er tvímenningur sem hefst Stefán Ragnarsson og Pétur Guðjónsson. Ljósm. Norðurmynd. þriðjudaginn 16. febrúar kl. 20. Sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar, Akureyrarmót, lauk sl. þriðjudag. Sigurveg- ari varð sveit Stefáns Ragn- arssonar sem hlaut 231 stig og mun það vera einsdæmi í sögu B.A. að sigurvegarar fái þetta mörg stig, en mest er hægt að fá260. Sveit Stefáns vann alla sina Ieiki og eru þeir félagar vel að Akureyrarmeistaratitlinum komnir, allt ungir menn og vandvirkir við spilaborðið. Auk Stefáns eru í sveitinni þeir Pétur Guðjónsson, Páll H. Jónsson, Pórarinn B. Jónsson og Þor- móður Einarsson. Úrslit í 13. og "nú er sko auðvelt að kaupa í matinn" BfepðkiMi! G^gfiStíMBígpg IksrpBS GSÐI 12. febrúar.1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.