Dagur - 12.02.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 12.02.1982, Blaðsíða 5
Þaö var mikið hlegið í sal Sambandsverksmiðjanna s.l. laugardagskvöld þegar revían „Verksmiðjuhús Q“ var sýnd þar. Salurinn var troðfullur af hressu fólki sem nötraði og titraði af hlátri þann tíma sem revían stóð yfír. „Verksmiðjuhús Q“ er eftir Birgi Marinósson og Margréti Emilsdóttur sem bæði starfa hjá Sambandinu, og eru allir leikar- ar í sýningunni einnig starfs- menn þar. Þau Birgir og Margrét tjáðu Degi eftir sýning- una að í haust hefði verið auglýst leiklistarnámskeið á vegum Starfsmannafélagsins og hefðu um 20 manns sótt það. Fram kom hugmynd um að sýna revíu í lok leiklistarnámskeiðsins og er „Verksmiðjuhús Q“ niðurstað- an. í leikskrá segir: Revían fjallar aðallega um bóndann Steina sem flyst í menningarmiðstöðina Akureyri og fer að vinna í verksmiðju. Lífsvenjur og atvinnumórall bæjarbúa er honum framandi, og búferlaflutningurinn virðist hafa haft neikvæð áhrif á fjöl- skyldu hans. Aðalinntak reví- unnar er þó kannski það hvernig ekki á að stjórna. Theódór Júlíusson er leik- stjóri og í helstu hlutverkum eru Bjarni Jónsson og Margrét Em- ilsdóttir. Þessar heiðurskonur virtust skemmta sér konunglega. Anna Bergþórsdóttir í hlutverki móður Steina kitlaði heldur betur hláturtaugar áhorfenda. Bjarni Jónsson fór á kostum í hlut- verki Steina. Eins og sjá má voru áhorfendur á ýmsum aldri, en allir virtust geta sér spaugi- legu hliðar revíunnar. Ijósm. KGA Fiat Ritmo FIAT RITMO Eini innflutti bíllinn á Bandaríkjamark- aði sem stóðst öryggispróf neytenda- samtakanna. FIAT RITMO hefur hlotið viðurkenn- ingu um heim allan. Aksturseiginleikar og hönnun hans er talin það fullkomnasta sem fram hefur komið í mörg ár. Sumir hafa gengið svo langt að þeir telja RITMO bíl þessa áratugar. VAGNINN Glæsilegt mælaborð Komið og skoðið nýju FÍAT bílana Fáið ykkur kaffi, heitt verður á könnunni. Fiat 127 Fiat 127 hefur töngum sannaó m ágætí sitt og veriö mest seldi bíll Evrópu, samfleytt 6ár ekki aö ástæóulausu. Hér á íslandi hefur umboöið til þessa ekki annað eftirspurn, enda bfllinn skilað einu hæsta endursölu- verði á markaðnum. FURUVÖLLUM 7 - SÍMI 24467 / FÍAT EINKAUMBOÐÁ ISLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. / SMIÐJUVEGI 4, KÓPAVOGI. SÍMI 77200. Sýnum í fyrsta skipti á Akureyri FIAT 127 special og Fiat Ritmo FIAT BÍLASÝNING á morgun, laugardag, kl. 13-18 HJÁ VAGNINUM SF. Furuvöllum 7 - Akureyri 12,.tebr,óar,19§2 - QAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.