Dagur - 12.02.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 12.02.1982, Blaðsíða 4
Ragnar Lár: 1 i ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Undanþágureglur flækja kerfið Einhvern tíma sagði spakur maður, að svo virtist sem allar leiðir til að einfalda skattalög landsmanna gerðu þau flóknari. Það er nokk- uð til í þessum orðum, en þó sýnist sem tals- vert hafi áunnist á undanförnum árum. Nýtt skattframtalsform vakti mörgum ugg, þegar það fyrst kom fram, en þrátt fyrir að mönnum hafi fundist það framandlegt í upphafi og þyki jafnvel enn, hefur með því tekist að einfalda vissa þætti skattamálanna. Jafnframt þessu nýja framtalsformi var skattalögum breytt og undanþáguliðum fækkað verulega, en það eru einmitt undantekningarnar frá aðalreglum skattalaganna sem flækja málin mest. Þegar álagning skatta er notuð til tekjujöfn- unar í þjóðfélaginu, þarf slíkar undantekning- arreglur. Það er hins vegar óheppilegt að þurfa að nota skattalögin í þessum tilgangi, en kjarasamningar og önnur atriði sem ráða um launakjör manna hafa ekki dugað til að ráða fram úr vandanum. í skattalögum hafa verið og eru reglur sem ívilna þeim sem standa í húsbyggingum til eigin nota og taka til þess lán. Eðilegra væri að húsnæðislánakerfi ríkis- ins leysti þessi vandamál. Úr því verið er að minnastá undanþáguregl- ur skattalaga, sem ævinlega gera þau flóknari, er ekki úr vegi að nefna skattafrádrátt sjó- manna, sem verið hefur við lýði í mörg ár. Þar er einnig dæmi um launatilfærslu, sem eðli- legra væri að ætti sér stað með öðrum hætti. En það er einhvern veginn svo, að hafi regla einu sinni verið tekin upp verður hún trauðla afnumin, jafnvel þó svo að aðstæður hafi breyst og rökin fyrir tilvist reglunnnar ekki fyrir hendi lengur. Sagt er að ein af röksemdunum fyrir skatta- ívilnunum sjómanna sé sú, að þegar reglan var sett hafi verið mannekla á fiskiskipaflotan- um og allt að því þriðjungur flotans mannaður erlendum sjómönnum. Það er alla vega ljóst, að þessi forsenda er ekki fyrir hendi í dag, hvað svo sem um hinar tvær, sem nefndar hafa verið, má segja. Sá skuttogari er ekki til á land- inu í dag, að ekki sé biðlisti í skipsrúm á honum. Nefnd sem skipuð var af forsætisráðherra til að bera saman starfsskilyrði þriggja höfuð- atvinnuvega okkar hefur komist að þeirri niðurstöðu, að hver sjómaður hafi að jafnaði 7000 króna hærri ráðstöfunartekjur vegna þessara skattaívilnana. Að sjálfsögðu er þessi upphæð ákaflega mismunandi há, en hæstur er frádrátturinn til þeirra fiskimanna sem hæstar hafa tekjurnar, burtséð frá fjarveru- stundum þeirra að heiman, sem var önnur aðalforsendan fyrir frádrættinum. Þetta eru óeðlilegar reglur og svo er vafa- laust um margar fleiri, s.s. reglurnar um út- reikning vísitölugrundvallarins. Breyttir þjóð- félags- og atvinnuhættir krefjast þess að slíkar reglur séu í sífelldri endurskoðun. Með blokk Hefurðu nokkurntíma velt því fyrir þér, hversu mörg prósent þjóðarinnar ganga með gler- augu? Gengur þú kannski með gleraugu? Flestir sem þurfa að ganga með gleraugu, dags daglega, velta því fyrir sér, hvernig gleraugun fari þeim, enda ekkert eðlilegra. Gleraugun verða hluti þess sem með þau gengur. Gler- augnanotkun mannfólksins er ekki ný af nálinni, langt því frá. 2000 árum fyrir Krist Fundist hafa kvarts, eða gler- linsur, sem notaðar voru um það bil 2000 árum fyrir Krists burð. Að vísu munu þær hafa verið notaðar á svipaðan hátt og stækkunargler eru notuð í dag. Sjálf saga gleraugnanna er miklu yngri, eða frá því um árið 1200 e.k. Gleraugu sjást í fyrsta sinn á mynd, (svo vitað sé), frá árinu 1352. Sú mynd er málverk af kardinála, sem situr við skriftir og heldur á gleraugunum, sem hann horfir í gegnum, en í þann tíð höfðu menn ekki uppgötvað, að þeir gætu notað eyrun til að halda gleraugunum föstum. Það má hafa verið stórkostleg upp- finning, þegar mönnum kom það til hugar, að eyrun gætu verið til fleiri hluta nytsamleg en heyra með þeim. Já, jafnvel hjeyrnarlausir gátu haft gagn af eyrunum í fyrstu var gleraugunum sem- sagt haldið í annarri hendi. Fljótlega komust menn að raun um, að þessi máti var ekki svo hagkvæmur sem skyldi. Þeim þótti óþægilegt að binda þannig hendur sínar. Nærtækt appírat Það lá því beinast við, að reyna að festa gleraugun með einhverjum hætti, og nærtæk- asta „appíratið" til festingar var að sjálfsögðu nefið, en ekki hvað? En það var ekki þægilegt að ganga með gleraugun klemmd á nefið, að ekki sé talað um hve nefhljóðið var hvimleitt. Það var ekki fyrr en eftir 1700, sem mönnum hugkvæmdist að gera spangir á gleraugun, spangir sem ná afturfyrir eyrun og máiið Þetta er ekki frambjóðandinn úr frönsku myndinni sem sýnd var í Sjónvarpinu á dögunum. Þetta er Jónas Haralz. var leyst. Enn þann dag í dag byggjast gleraugu á þessari ein- földu, en snjöllu lausn. En gleraugun breytast. Þau eru háð tískunni, eins og svo margt annað í okkar veröld. Eltann Jón Sumir leggja allt kapp á að ganga með gleraugu sem vekja athygli. Má þar t.a.m. nefna popparann Elton John, en hann á í fórum sínum mikinn fjölda gleraugna. Sumirsegja, að hann hafi byrjað að safna þessum gleraugum, (sem flest eru sér- smíðuð) þegar hann fór að missa hárið. Þá kom hann fram á skemmtunum með afkárlegustu gleraugu, jafnvel svo stór, að lít- ið sem ekkert sást af andlitinu. En því miður kom að því, að hárunum fækkaði svo mjög, að engin gleraugu gátu dregið svo frá því athyglina, að Eltann Jón væri ánægður og þá ,tók hann upp á því, að ganga með fjöl- breyttustu tegundir af höfuð- fötum og málið var Jeyst í eitt skipti fyrir öll. Gamall málsháttur segir: „Fötin skapa manninn“. Þessi málsháttur á ekki síður við um gleraugun. (Upplýsingar fengnar að láni úr bókinni Optik, sem fengin var að láni hjá Kalla Davíðs). Gleraugun skapa manninn Eltann Jón leggur ekki lengur ofurkapp á afkáraleg gleraugu. Nú er það höfuðfatið, sem er honum allt. 4- DAGtlR -12: f ebrúa r -1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.