Dagur - 12.02.1982, Blaðsíða 6
Jón Samúelsson með líkön af amboðum, þ.e. þeim áhöldum sem notuð eru
við slátrun og skurð. Mynd: á.þ. Hvalurinn bíður flutnings á bryggjunni.
„Spennandi? Já, þú spyrð
hvort þetta hafi ekki verið
spennandi. Það er ekki erfitt að
svara þeirri spurningu. Grind-
hvaladrápið var mjög spenn-
andi og er enn. Veiðifýsnin er
manninum í blóð borin og hér
áður fyrr skipti það heimilin
öllu máli að fá mat, villibráð. í
dag er þetta frekar stundað sem
íþrótt, en það er þó farið eftir
ævafornum reglum.“ Augun í
Jóni Samúelssyni tindra þegar
hann rifjar upp grindhvala-
drápið í Færeyjum þegar hann
var ungur maður. Átján ára
flutti hann frá Færeyjum til ís-
lands þar sem hann hefur hald-
ið sig í ein fjörutíu ár, en síðasta
grindhvaladrápið sem hann tók
þátt í, skömmu áður en hann
tók pjönkur sínar og fór til
Fróns, stendur honum enn
Ijóslifandi fyrir minni. Grínd-
hvaladrápið er þjóðaríþrótt í
Færeyjum og vissi Jón ekki til
að svipuð veiðiaðferð væri við-
höfð annarsstaðar í veröldinni.
Öftustu hvalirnir stungnir
Við skulum bregða okkur
nokkra áratugi aftur í tímann.
Tveir karlar eru í seglbáti á hand-
færum skammt frá landi. Veður er
gott, sól og hiti og karlarnir eru
komnir með nokkra stútugsfiska í
kjalsogið. Um leið og annar
þeirra kveikir í pípusterti verður
honum litið yfir hafflötinn. Hann
gleymir eldspýtunni þar til hún
minnir hann óþyrmilega á tilvist
sína - þá rankar hann eins og úr
roti. í hálfrar sjómílu fjarlægð sá
hann grindhvalavöðu á lítilli ferð,
dýrin dóla áfram í vatnsskorp-
unni. Hann hvíslaði tíðindin að
félaga sínum, sem bregður hratt
við og bindur sjóbrók efst í
mastrið. Þá var ekici til talstöð og
því var gripið til brókarinnar.
Eldri kona sem er í kartöfluupp-
tekt sér brókina í mastrinu og veit
hvers kyns er. Hún hleypur upp á
hól þar skammt frá og kveikir í
sprekum sem þar liggja. Tíðindin
höfðu borist og menn hlaupa í
báta sína og róa af stað eins og
þeir eiga lífið að leysa. Karlarnir
Sagt er að ókunnugir líti stundum undan þegar skurður stendur hvað hæst.
6 - DAGUR -12. febrúar 1982
tveir bíða rólegir. Þeir vita sem er
að vaðan mun ekki hverfa og þeir
vita líka að launin fyrir að gera
viðvart um vöðuna eru annað
hvort stærsti hvalurinn eða tveir
sem jafngiltu þeim stærsta.
„Nú hefur þetta breyst,“ sagði
Jón Samúelsson. „Sími, talstöðv-
ar og vélbátar hafa létt mönnum
erfiðið." Jón fær sér í nefið og
blaðamaður býður upp á hákarls-
bita. Við erum alltaf þjóðlegir í
okkur á Degi.
„Þegar vaðan hefur fundist og
bátar komnir á staðinn er farið að
reka með hliðsjón af straum og
veðri. Það er ekki sama hvar rekið
er upp. í Færeyjum eru til nokkrir
viðurkenndir „hvalvogir". Fjaran
þar er þannig að í henni er aflíð-
andi sandbotn en ekki marbakki,
því hvalir synda ekki upp á mar-
bakka. Rekstrinum stjórna
formannabátar og formenn
stjórnuðu drápinu líka þegar að
landi kom.
Það var ýmist að tækist að reka
hvalina á land eða ekki, stundum
varð að drepa þá á sundi. Þegar
grindhvalavaða er rekin á land
eru öftustu hvalirnir stungnir með
ákveðnum spjótsstungum.
Venjulega ruddust þeir þá í gegn-
um vöðuna og ærðu alla vöðuna
sem synti á land. Þá var hægt að
drepa marga hvali á örskömmum
tíma.
Ef drepið var á sundi varð oft
mikið tjón á bátum og amboðum,
en því nafni nefndust þau áhöld
sem notuð voru til að drepa dýrin.
Það tjón var og er enn bætt af
óskiptum afla.
Sauðabréfið frá 1300
Ég var fyrst með í þessu þegar
ég var ellefu ára gamall, og þang-
að til ég flutti til landsins tók ég
þátt í þessu á hverju sumri. Þegar
ég var að alast upp, skipti þessi
matur miklu máli á hverju
heimili, rétt eins og á fyrri öidum.
Þá, og alveg framundir okkar
daga var kjötið af grindinni svo
mikil búbót að þau ár þegar hval-
ur kom ekki, lá við hungursneyð.
Lög um skiptingu aflans eru frá
því fyrir aldamótin 1300. Þau má
rekja til Magnúsar lagabætis,
Noregskonungs. Þessi lagabálkur
heitir Sauðabréfið, en í honum
eru einnig reglur um tölu sauðfjár
í landareignum fólks í Færeyjum.
Samkvæmt þeim má ekki ganga
nema ákveðinn fjöldi á mörkinni.
Ástæðurnar fyrir því að settar
voru nákvæmar reglur umskipt-
inguna eru einfaldar. Það varð að
gjörnýta aflann og dreifa honum
svo flestirgætu notið góðs af. Með
þessu móti var hægt að koma í veg
fyrir hungursneyð og óþarfa fjár-
framlög eða aðstoð þeirra sem
betur máttu sín til hinna fátæku.
Að auki komu svona nákvæmar
reglur í veg fyrir illdeilur- þú veist
að hér á Islandi spruttu oft upp
deilur eftir hvalreka. Þarna var
ekki um slíkt að ræða.
Að sjálfsögðu fengu þeir sem
stóðu í sjálfu drápinu stærri hlut,
en þó var enginn afskiptur þegar
upp var staðið.
Þegar drápi er lokið sest sýslu-
Kjötið af dýrunum var mjög mikilvægt hér áður fyrr.
maðurinn niður ásamt aðstoð-
armönnum og fer að reikna út
hlut hvers og eins. Þetta er mikið
verk og oft verða þeir að hafa
íbúaskrá eyjanna til hliðsjónar
svo ekkert fari nú úrskeiðis. Á
meðan dansar fólk og skemmtir
sér. Hér áður fyrr voru þetta nán-
ast samkomur og sjálfsagt oft þær
einu sem haldnar voru. Yfirleitt
koma þessar vöður upp að eyjun-
um síðsumars eða á haustin og
þetta var því á margan hátt heppi-
legur tími fyrir fólkið til að
skemmta sér. Já, það hefur oft
verið mikið fjör eftir að drápi lauk
og gleðin tók völd. Ef við eigum
að finna einhverja hliðstæðu hér á
landi, dettur mér helst í hug rétt-
irnar eins og þær voru hér áður
fyrr.“
Þurr grind og spik
Og þá erum við komin að verk-
uninni. Jón sagði að það kæmi
vatn í munninn á sér, þegar hon-
um yrði hugsað til þeirra kræsinga
sem hægt væri að gera úr kjötinu.
Það er víst lítið um slíkan mat hér
á landi og hvað bragðið af nýju
kjöti varðar þá sagði Jón að það
væri eins konar millistig af hrefnu-
og hnísukjöti.
„Kjötið var - og er - hert og
saltað. Ég geri þó ráð fyrir að
mest hafi verið saltað í tunnur. Nú
orðið geta menn að sjálfsögðu
fryst kjötið, en hafa þó ekki snúið
bakið við gömlu verkunaraðferð-
unum. “ Blaðamaður vildi nú fá að
vita, hvernig Færeyingar þurrk-
uðu kjötið. í ljós kom að þeir
skera kjötið niður í lengjur og
hengja til þerris. „Það verður
nokkuð hart og þurrt," sagði Jón,
„spikið er saltað. Þegar Færeying-
ar setjast til borðs með þetta
tvennt fyrir framan sig, tala þeir
um þurra grind og spik og þykir
herramannsmatur. Sumum út-
lendingum þykir þetta gott, en
það er upp og ofan rétt eins og all-
taf 'þegar kemur að þjóðlegum
mat. í því sambandi má minnast
svertingjans sem sá sviðinn kinda-
haus í verslunarglugga í Reykja-
vík. Surtur var á skipi og hann
forðaði sér um borð og kom aldrei
aftur á land meðan skipið var í
Reykjavík."
í gamla daga var það ekki að-
eins kjötið af skepnunni sem var
notað. Við skulum hverfa aftur til
upphafs þessa greinarkorns til
karlanna í dæmisögunni. Það má
vel vera að kona annars þeirra
hafi laumað með í nestis-
böggulinn bita af þurri grind og
þegar þeir félagar fóru á línu hafi
lóðabelgirnir verið gerðir úr maga
hvalsins. Sömu sögu má segja um
netabelgina. Maginn var verk-
aður og þurrkaður á þann hátt að
hann fúnaði ekki. „Þessir belgir
voru mjög endingargóðir,“ bætti
Jón við. og ef við höldum okkur
enn við innyflin má geta þess að
nýrun voru ákaflega eftirsótt þeg-
ar þau voru ný.
Allt upp í 1200 hvalir
Jón var nú beðinn um að ræða
ögn meira um sjálfar vöðurnar.
Hann sagði að fjöldi hvala í hverri
vöðu væri mjög breytilegur.
„Hann getur verið allt frá 10 upp í
1200 hvalir. í fyrsta skipti sem ég
var með voru drepnir 560 hvalir.
Jú, menn gátu torgað því. Það var
ekkert vandamál. Þessu var skipt
á svo marga staði. En síðasta
sumar var óvenju mikið um hval
og menn áttu í dálitlum vand-
ræðum með að nýta skepnurnar.
Hvalkjöt, grindin, er ekki jafn
mikilvæg fæðutegund í dag og var
í gamla daga og því varð töluvert
ónýtt af þeim hvölum sem reknir
voru á land í haust.“
Jón minnir aftur á að í dag er
þetta íþrótt, leifar frá gömlum
tíma þegar ekkert tækifæri var lát-
ið ónotað til að afla heimilinu
matar. Það má vera að ókunnug-
um þyki blóðvöllurinn vera frem-
ur óhugnalegur, en fyrir innfædda
er þetta eðlilegur hlutur, þáttur í
daglegu amstri.
Við kveðjum Jón, hann fær sér í
nefið, sýpur úr kaffibollanum og
hverfur út um dyrnar.
Sérkennileg mynd: Dauður hvalur og kirkja í baksýn.
Svona lítur ströndin út þegar rekstri er lokið.
12. febrúar 1982 - DAGUR - 7